Þjóðviljinn - 26.01.1989, Qupperneq 5
VIÐHORF
Það er með hreinum ólíkindum
hvernig sumir fjölmiðlar, og þá
ekki hvað síst Ríkissjónvarpið
hamast gegn tilvist íslensku
sauðkindarinnar og þá um leið
gegn sauðfjárbændum.
Allskonar gáfnaljós hafa látið
ljós sitt skína um þennan bölvald
gróðurs og mannlífs. Hinn vin-
sæli fréttamaður Sjónvarpsins,
Ómar Ragnarsson, hefur verið
ákaflega iðinn við að upplýsa að
sérhvert rofabarð og önnur ein-
kenni uppblásturs, eigi rætur
sínar að rekja til hinnar bölvuðu
sauðkindar.
Vafasöm „vísindi“
Fyrrverandi skógræktarstjóri
og núverandi landgræðslustjóri
hafa verið mjög iðnir við að ó-
frægja sauðkindina, einkum sá
fyrrnefndi. Muni ég rétt telur
Hákon Bjarnason að aðeins 13
þús. ferkm. landsins séu grónir í •
dag, eða þm 13% af flatarmáli
landsins en um landnám hafi
meira en 50% verið algróið.
Nú er yfirborð landsins tæp-
lega 103 þús. ferkm. en yfir-
borðsflötur þess trúlega þriðj-
ungi til helmingi stærri séu fjalls-
hlíðar, dalir, gil, hólar og hæðir
flatarmálsmæld. Venjulegur ís-
lenskur dalur hefur um þrefalt
stærri yfirborðsflöt, með hjöllum
sínum og þvergiljum, heldur en
yfirborðsflötur • milli dalbrúna.
Samkvæmt þessu er ekki nema
um 6-9% eða minna af flatarmáli
landins gróið land.
Svona „vísindum" er athuga-
semdalaust dælt í landslýðinn
gegnum fjölmiðla, næstum sem
staðreyndum. Að sjálfsögðu er
það sauðkindin, sem er aðalböl-
valdurinn, að mati þessara
manna. Hross, hreindýreða gras-
ætur meðal fugla, koma hér
naumast við sögu. Heiðagæsin,
sem lifir þó mest á grasi, virðist
ekki hafa neikvæð áhrif á gróð-
urríki Þjórsárvera, jafnvel þvert
á móti, enda mun hún með driti
sínu víst skila því ríflega aftur,
sem hún étur. Það væri nú
eitthvað annað ef sauðkindin ætti
hér hlut að máli. Eða hvað?
Ræturnar lifa
En snúum okkur að öðru.
Veðurfarsbreytingar liðinna alda
hafa ekki haft umtalsverð áhrif á
gróðureyðingu á íslandi að mati
þessara manna, fyrr en sauðkind-
in hefur skapað skilyrði til upp-
blásturs. Stofuspekin segir okkur
nefnilega að þegar sauðkindin
nagar upp gróðurþekjuna þá
deyr rótin einnig, sbr. kenning-
una um að ofbeitt land sé sama og
eytt land. Samkvæmt þessari
kenningu, hlýtur slegið land, að
maður tali nú ekki um sinu-
brennt, að vera uppblæstrinum
ofurselt. Þessir sömu spekingar
láta þó slá lóðir sínar, ekki einu
sinni á ári, heldur mörgum sinn-
um, og henda afraksrinum á rusl-
ahaugana. Þeir telja, sem rétt er,
að slátturinn þétti gróðurþekjuna
og komi í veg fyrir mosamyndun
af völdum sinuflóka. Ekki deyja
rætur jurtanna í nauðbeittu landi
frekar en nauðslegnu. Hér eru
sömu öfl að verki gagnvart gróðr-
inum og afleiðingarnar því hinar
sömu þ.e. gróðurinn vex upp að
nýju, þegar hlé verður á slætti og
ofbeit.
í mínum búskap, vorið 1944,
höfðum við sambýlismaður minn
ær okkar í fremur lítilli girðingu á
sauðburði. Þetta var frumbýl-
ingsár okkar Þorsteins Snædals á
Skjöldólfsstöðum. Við áttum
engin hey og fóðurbæti var ekki
að fá á því vori. Við slepptum
ánum út jarnharðan og þær báru.
Þegar sauðburði lauk var girðing-
arlandið sem var úthagi nánast
svart yfir að líta, hvert strá nagað
niður í grassvörð. Samkvæmt
stofuspekinni var hér um gjöreytt
land að ræða. Um sumarið var
engin skepna í þessari girðingu.
Að túnaslætti loknum, síðla
sumars, fórum við að leita að út-
hagaslægjum. Skjöldólfsstaða-
land er mjög grösugt enda voru
engjar þar miklar og góðar. Hin
Bölvaldurinn mikli
Skjöldur Eiríksson skrifar
síðari ár hafði enginn úthagi verið
sleginn. Afleiðing þess var niikil
sina í engjalöndunum, nánast
helmingur eða meira sinurubb og
mosi. Svona voru nú hin gjöfulu
engjalönd orðin eftir margra ára
„friðun“. Við litum nú inn í hina
eyddu girðingu frá vorinu. Sú bar
ekki dauðamerkin. í hana var
komið mokgras svo að flekkjaði
sig á hluta hennar. Grasið var
dökkgrænt og að sjálfsögðu sinu-
laust. Svona var nú hinn ofbeitti
úthagi orðinn í september.
Þáttur
veðurfarsins
Lítum nánar á þátt veðurfars-
ins á flóru íslands frá landnámi
Norðmanna um og eftir 874. Ég
hefi einhversstaðar lesið, að há-
mark hlýviðraskeiðs eftir síðustu
ísöld hafi verið um Kristsfæð-
ingu, þ.e. fyrir 2000 árum, en síð-
an hafi veðurfar í heild farið kóln-
andi. Um landnám fslands er tal-
ið að veðurfar hér hafi verið svip-
að og á hlýviðraskeiðinu frá 1925-
1960. Jöklar minnkuðu mjög á
því tímabili og gróður nam land á
hálendinu, þar sem enginn
gróður var áður.
Möðrudalsfjallgarður var t.d.
gróðurvana fyrir hlýviðraskeiðið
og þurftu Möðrudælingar því
ekki að smala hann lengi vel. En
þegar líða tók á hlýviðraskeiðið
var gróðurnál hvarvetna farin að
festa rætur og það svo mikið, að
fé fór að halda sig hvarvetna,
jafnt uppi á efstu hnjúkum sem
og á lægri stöðum.
Jón heitinn Jóhannesson, sem
lengi bjó í Möðrudal, lét einu
sinni svo um mælt, að nú væri
orðið illbúandi í Möðrudal
sökum stækkunar smalasvæða
jarðarinnar með tilkomu gróð-
ursins á þessum óhemjustóra
landsvæði, sem bæst hafði við hið
stóra smölunarland sem fyrir var.
Jöklar og fljót
Annað hvort heyrði ég það í
fréttum eða las í fræðiriti á vegum
náttúruvísindamanna okkar, að á
landnámsöld hefði enginn
Tungnaárjökull verið til ogTung-
naá því verið bergvatnsá. Hvaða
öfl á liðnum öldum skyldu hafa
skapað Tungnaárskriðjökulinn,
sem í dag fóðrar jökulflótið
Tungnaá, eina af hinum stærri
jökulám landins? Ljóst er að
margir aðrir skriðjöklar landsins
hafa orðið til eftir landnám líkt og
Tungnaárjökull. Hvað um höf-
uðbólið Breiðá, þar sem höfðing-
inn Kári Sölmundarson bjó og
Breiðamerkurjökull síðar lagði
undir sig? Þessi skriðjökull hefur
því, eins og Tungnaárjökull ekki
verið til á dögum Kára. Máva-
byggðirnar, hamratindar upp af
Breiðamerkurjökli í um 1400 m.
hæð, laða víst fáa máva nú í dag til
dvalar. Á dögum Kára hafa þess-
ir tindar því trúlega verið efsti
hluti geysistórs fjalls, sem teygði
hlíðar sínar niður að Breiðumörk
og mávar haft hreiðurgerð og
aðra vist í hlíðum þessa mikla
fjalllendis.
Fleiri skriðjöklar hafa ýmist
verið miklu minni eða ekki til á
landnámsöld. Hvað með Norð-
lingalægðina í Vatnajökli milli
Kverkfjalla og Kverkfjallahryggs
annars vegar og Breiðubungu
hinsvegar? Frá þessari lægð
skríður hinn ca 40 km. breiði
Brúarjökull, faðir jökulfljótanna
niiklu, Jökulsár á Dal og Kreppu.
í „lægð“ þessari er nú allt að 600-
700 m þykkur jökull að mig
minnir. Að sögn jöklafræðinga
hefði enginn jökull safnast saman
í Norðlingalægð, væri sá jökull,
sem þar er nú horfinn og veðurfar
væri svipað og það var á nefndu
hlýviðraskeiði, eða svipað hita-
stig og var hér á landi fyrir og um
landnámsöld. Fáum myndi nú í
dag detta í hug að skíra Jökulsá á
Sólheimasandi Fúlalæk, en það
þröng sund Skriðdals grundar,
Völlur, Fljótsdalur, Fellin,
- fullt er það allt af sulti.
Skyldi sauðfjárfjöldinn ekki
hafa ógnað gróðri landsins á þess-
um tíma? Vísa þessi er þó ort all-
löngu eftir 1630.
Eldgos og
öskuföll
Eldgos og öskufall telja Hákon
og hans sálufélagar ekki hafa haft
umtalsverð áhrif á eyðingu gróð-
ursins, a.m.k. smávægileg, sam-
anborið við meindýrið mikla,
sauðkindina. Skaftáreldar einir
og sér lögðu þó undir hraun 565
ferkm. lands. Var þó það tjón
um, þ.e. Hallormsstað, Hrafn-
kelsstöðum í Fljótsdal, Stóra-
Sandfelli í Skriðdal, Egilsstöð-
um, Eiðum, Hjaltastað og Kir-
kjubæ. Á tveim síðastnefndu bæ-
junum er um víðáttumikið birk-
ikjarr að ræða.
í Vopnafirði er aðeins ein jörð,
sem skartar af allstórum birki-
skógi, en það er hið gamla höfuð-
ból ogvaldsmannasetur, Burstar-
fell.
Einkennilegt er að stórbýlin,
þar sem auður byggðist í veru-
legum mæli á gripaeign, skuli
hafa stærstu skógana. Það skyldi
þó aldrei vera, að fátækt, samfara
gripafátækt smábýlanna hafi orð-
ið skógarkjarri og skógum hættu-
leg þar sem eldsneyti varð allt að
taka þar þegar sauðatað var ekki
að hafa? Raftvið allan varð að
taka úr skóginum því allur reki
tilheyrði ýmsum hinum ríkari
býlum.
Lausnarsvarið
Sjónvarpið hefur sýnt Ómar
okkar Ragnarsson sprangandi
suður í Krísuvík. Gróðureyðing-
in á Reykjanesskaga var þar að
sjálfsögðu á dagskrá, ekki síst
sumarið 1987. Ekki þarf að eyða
orðum að því að bölvaldurinn
margnefndi var þar að verki.
Ómar vissi auðvitað miklu betur
um þetta en bóndinn, sem hann
ræddi við stundarkorn, en sá var
á allt öðru máli, þ.é. að engin
ofbeit ætti sér stað. Auðvitað var
engum kastljósum beint að þess-
um manni né hann beðinn að rök-
styðja mál sitt. Þess í stað var
kastljósinu beint að einhverjum
hagfræðingi í Seðlabankanum,
sem sannarlega veitti Ómari
lausnarsvarið. Efnislega var það
eitthvað á þessa leið: Þið þurfið
ekki að hafa áhyggjur af of mörgu
sauðfé í landinu. Með breyttum
neysluvenjum hverfur bráðlega
eftirspurnin eftir íslensku kind-
akjöti og þar af leiðandi hætta
tnenn framleiðslu á vöru, sem
enginn vill kaupa. Þá veit maður
það. Ekki kom fram í sjónvarps-
þættinum að þetta sumar var eitt
hið sólríkasta og þar með þur-
rkasamasta, sem yfir Reykjanes-
skaga hefur gengið. Hraunið
undir gróðurþekju þessa svæðis
er ekki geymið á raka. Því er
gróðri Reykjaness lífsnauðsyn að
úrkomur séu tíðar, annars er
hann í hættu. Sauðfé hefur stór-
fækkað á þessu svæði hin síðari
ár, en slíkt skiptir víst engu máli.
Landeyðingin heldur áfram með-
an nokkur sauðkind sést bíta
gróður landsins. Þetta eru launin,
sem þessi lífgjafi þjóðarinnar um
aldir fær í áhrifaríkasta fjölmiðli
þjóðarinnar. Útrýming
sauðkindarinnar og þar með
eyðing byggðar í dreifbýli. Og nú
spyr maður: í hverra þágu er
þessi byggðaeyðingarstefna rek-
in? Hverjir græða á henni?
Hverjir eiga ísland, Jón Baldvin?
Skjöldur Eiríksson
Skjöldur er fyrrverandi bóndi og
skólastjóri.
„Svona „vísindum“ er athugasemdalaust dœlt
ílandslýðinn gegnumfjölmiðla, næstum sem
staðreyndum. Að sjálfsögðu erþað
sauðkindin, sem er aðalbölvaldurinn, að mati
þessaramanna. Hross, hreindýr eða grasœtur
meðalfugla koma hér naumast við sögu. “
var nafn hennar á fyrstu öldum
byggðar hér á landi. Hversu stór
var Mýrdalsjökull þá er þessi elfa
bar lækjarnafn? Mörgum öldum
eftir landnám eyddi jökulhlaup
Dynskógahverfi, samfara Kötlu-
gosi. Þar er nú Mýrdalssandur.
Var þetta fyrsta Kötlugos? Eða
var Mýrdalsjökull, á fyrstu
öldum byggðar, ekki af þeirri
stærð, að Kötlugos ylli jökul-
hlaupi?
Ég nefni ekki fleiri dæmi að
sinni en bendi um leið á þá firru
fyrrverandi skógræktarstjóra og
hans trúbræðra, að kólnandi
veðurfar hafi ekki haft nein telj-
andi áhrif á gróðureyðinguna hér
á landi á liðnum öldum og þá sér-
staklega á hálendinu.
Á 17. öld og raunar upp úr
miðri 16. öld tók mjög að kólna
og náði það kuldaskeið hámarki
um og rétt eftir 1630. Var þá svo
kalt í Evrópu að talað var um
„ísöld hina minni“. Skyldi gróð-
urinn á hálendi íslands hafa verið
blómlegur þá?
Stefán Ölafsson prestur og
prófastur í Vallanesi, annað
höfuðskáld 17. aldar, f. 1619,
kveður vísu eina, er hann nefnir
„Harðindi":
Jökuldals byggðin bleika,
byljum stríðum vön Hlíðin,
kringvögð vötnum Tunga,
veitug LJtmannasveitin,
þjóðkunn þingin Eiða,
smámunir miðað við það ægilega
öskufall, sem gosinu fylgdi, bæði
meðan á því stóð og lengi á eftir
„Móðuharðindin“ hefur þetta
ömurlega tímaskeið verið nefnt.
Menn og málleysingjar dóu
unnvörpum af völdum þessara
náttúruhamfara, enda askan
eitruð. Til tals kom að flytja alla
íslendinga, sem þá voru komnir
niður fyrir 40 þús., burtu til Dan-
merkur, þar sem vart væri lífvænt
fyrir fólk né búfénað á landinu.
Skyldi gróðurinn á íslandi,
einkum á hálendinu, ekki hafa
tekið fjörkipp eftir móðuharð-
indin og hrun sauðfjárins, sem þó
var ekki margt fyrir? Að dómi
stofuspekinnar höfðu hvorki Síð-
ueldar né önnur stórgos stórvægi-
leg áhrif á flóru íslands og að
sjálfsögðu ekki heldur hafísár og
fimbulkuldar þeim samfara.
Samkvæmt heimildum úr
„Landið þitt“, eftir Steindór
Steindórsson. er áætlað að fallið
hafi 90 þús. sauðfjár í móðuharð-
indunum, eða 83% alls sauðfjár í
landinu, 53% nauta og 72%
hrossa. Samkvæmt þessu hafa
verið tæp 39 þús. sauðfjár eftir í
landinu er fellinum lauk.
Birkiskógar
En snúum nú að öðru. Á
Fljótsdalshéraði eru flestir birki-
skógar landsins á afmörkuðu
svæði. Athyglisvert er, að þeir
eru næstum allir á fyrrum stórbýl-
Fimmtudagur 26. janúar 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5