Þjóðviljinn - 26.01.1989, Síða 6

Þjóðviljinn - 26.01.1989, Síða 6
Elías Davíðsson: Lítil saga frá Landinu helga Hvernig palestínska bœnum var breytt í skemmtigarð Bærinn Emwas (Emmaus) í Palestínu er þekktur úr Lúk- asarguðspjalli. Þar segir frá því er Kristur birtist þeim Símoni og Kleófasi skömmu eftir krossfest- inguna og þáði með þeim kvöld- máltíð. Síðan varð Emwas pila- grímsstaður kristinna manna um margar aldir og íbúar bæjarins, sem voru kristnir, urðu þekktir fyrir gestrísni sína. En þeir sem koma til Emwas í dag flnna enga gestrisni lengur. Þeir finna heldur Elías Davíðsson ekki neinn bæ, og engan kristinn söfnuð. Saga Emwas er sú sama og 385 annarra byggðarlaga Pal- estínumanna, sem hafa verið jöfnuð við jörðu. Bærinn Emwas hefur verið þurrkaður út af landabréfinu, íbúarnir hafa verið reknir á brott og yfir rústunum hefur verið ræktaður skemmti- garður sem ætlaður er góðborg- urum til útivistar um helgar. Þegar fsraelsríki var stofnað 1948 lenti Emwas innan landa- mæra hins nýstofnaða ríkis. Ekki fór öðrum sögum af bænum en að þar gengi allt mannlíf með tiltölu- lega eðlilegum hætti þar til árið 1967, þegar ísrael réðist á ná- grannaríki sín og hernam stór landsvæði þriggja nágrannaríkja. Þá var kveðinn upp sá dómur í hernaðarráðuneytinu í ísrael að Emwas og tvö önnur þorp, Beit Núba og Jalú, væru til trafala. Því var ákveðið að reka alla íbúana á brott og jafna þorpin við jörðu. Þetta gekk hratt fyrir sig. Þeir sem höfðu ekki hraðann á dóu undir húsarústunum. Hinir voru leiddir burt eins og búpeningur og reknir yfir landamærin. Myndirnar sem fylgja þessari grein sýna okkur betur en nokkur orð hvað þarna gerðist. Elsta myndin er frá 1958. Þá var Emw- as blómlegur palestínskur bær með 5000 íbúum. Önnur myndin var tekin á sama stað árið 1968, ári eftir að þorpinu var eytt. Þar stendur vart steinn yfir steini, en grasið grær yfir rústirnar. Síðan söfnuðu kanadískir gyðingar gjafafé til þess að gera mætti skemmtigarð á svæðinu. Síðasta myndin sýnir okkur árangur skógræktarinnar. Garðurinn heitir Canada Park, og góðborg- arar frá Tel Aviv fara þangað gjarnan um helgar með börnin sín til þess að skemmta sér. íbúar Emwas mega hins vegar ekki snúa aftur til sinna fyrri heimkynna. Þeir mega ekki einu sinni jarða gamla íbúa bæjarins í gamla kirkjugarðinum í jaðri Canada Park. Slíkt telja ísraelsk stjórnvöld „ógnun við tilveru ís- raelsríkis“. Frá 1967 hafa íbúar Emwas búið í hrörlegum flótta- mannabúðum, sem eru ekki til sýnis fyrir ferðamenn. Saga Emwas er ósköp venjuleg og hversdagsleg saga úr nútíman- um frá Landinu helga. Því þetta er einnig saga 385 annarra þorpa og bæja í Palestínu, sem ísraelar jöfnuðu við jörðu um leið og þeir Myndin sýnir bæinn Emwas (Em- maus) árið 1958. Þetta er blóm- legur bær byggður 5000 manna kristnum söfnuði. Bæjarbúar voru rómaðir fyrir gestrisni sína allt frá því að Kristur þáði þar kvöldmáltíð upprisinn og bærinn var áfangastaður kristinna píla- gríma um aldir. Árið 1968: bærinn Emwas hefur verið jafnaður við jörðu, íbúarnir reknir í flóttamannabúðirog gras- ið grær yfir rústirnar. Ef vel er að gáð má sjá að húsarústin fremst á myndinni er sú sama. ráku íbúana, um eina miljón manns, í útlegð, svo að þeir gætu stofnað sitt sértrúarríki. Og þeg- ar þú, lesandi góður, heyrir í fréttum hvernig ísraelsmenn hafa breytt eyðimörk í aldingarð, þá skaltu muna eftir Emwas og hin- um 385 byggðarlögunum, sem voru iögð í eyði í Palestínu, og þá skaltu líka leiða hugann að þeim bræðrum okkar og systrum, sem fá hvorki að iifa né deyja í ætt- landi sínu. f fjörutfu ár hafa Palestínu- menn nærst á reiði, biturleika og hatri vegna þessa óréttlætis. En þeir Palestínumenn sem vilja sigrast á uppgjöf og neikvæðum tilfinningum taka undir orð Jesa- ja spámanns: „Avöxtur réttlætis- ins skal vera friður“. Við sem erum friðarins menn og tökum undir boðskap Kærleikans verð- um að stuðla að réttlæti í Palest- ínu, svo það leiði til friðar og kær- leika. Fyrrverandi íbúar Emwas hafa myndað með sér félagsskap, sem vinnur að því að fá að endurreisa þorpið. Félagið hefur aðsetur í Sviss, og það hefur óskað eftir siðferðislegum og efnislégum stuðningi hvaðanæva úr heimin- um. Væri það ekki verðugt verk- efni fyrir okkur að sýna íbúum Emwas samúð í þeirri viðleitni að byggja samfélag sitt upp á nýjan leik? Elías Davíðsson Árið 1978: bærinn Emwas heitir nú Canada Park og þar er kom- inn skemmtigarður ræktaður fyrir gjafafé kanadískra gyðinga. Húsatóftin fremst á myndinni sést ennþá. En hvað er orðið um íbúana? 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 26. janúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.