Þjóðviljinn - 26.01.1989, Page 12
SPURNINGIN
Hverniglístþéránýju
lánskjaravísitöluna?
(1/3framfærsluvt., 1/3
byggingavt. og 1/3
kaupgjaldsvt. í staö %
framfærsluvt. og 1/3
byggingavt.):
Sigurður Sigurðsson:
Mér líst illa á hana. Það er verið
að leggja sprengjur undir verka-
lýðshreyfinguna.
Guðjón Scheving:
Hún er ekki gæfuleg. Ég fæ ekki
séð að hún valdi meiri stöðug-
leika en gamla vísitalan.
Ólafur Guðmundsson:
Mér líst út af fyrir sig ekki illa á
hana. Það hefur sýnt sig að krón-
utöluhækkanir einar og sér færa
verkafólki enga ávinninga.
Verkalýðshreyfingin verður að
fara að semja örðuvísi, temja sér
ný vinnubrögð.
Ágústa Sveinsdóttir:
Hef ekki kynnt mér það enn.
Ágústa Hrund Emilsdóttir:
Hef ekki fylgst með þessu máli.
þjómnuiNN
Fimmtudaour 26. janúar 1989 18. tölublað 54. úrgangur
SÍMI 681333
Á KVÖLDIN
£04 <140
ÁLAUGARDÖGUM
681663
Teikningar
og tákn-
myndir
Kristján Guðmundsson og HalldórÁsgeirsson
opna einkasýningar að Kjarvalsstöðum um helg-
ina
Það má teljast fullvíst að mynd-
listarsýningar þær sem opnaðar
verða að Kjarvalsstöðum nú um
helgina bjóði upp á eitthvað
óvænt og nýtt fyrir augað. Þeir
Kristján Guðmundsson og Hall-
dór Asgeirsson eru að sönnu ólík-
ir listamenn, en þeir eru hvorug-
ur þekktir af því -að fara troðnar
slóðir.
Á þessari sýningu mun Krist-
ján Guðmundsson sýna yfírlit yfír
veigamikinn þátt í starfí sínu, sem
eru „teikningar“ hans frá tímabil-
inu 1972-‘88. Teikningar Krist-
jáns eru þó ekki teikningar í hefð-
bundnum skilningi, heldur verð-
ur meðhöndlun hans á efninu að
eins konar heimspekilegum
vangaveltum um teikninguna og
listina sem miðil, þar sem efnið
sem slíkt verður um leið viðfangs-
efni myndarinnar eða burðarafl.
Segja má að í myndum sínum hafi
Kristján Guðmundsson dregið
myndlistina niður á núllpunktinn
um leið og hann leggur með
áleitnum hætti fyrir okkur spurn-
inguna um inntak listarinnar.
Á meðan Kristján Guðmunds-
Dans á
son nálgast núllpunkt myndlistar-
innar af vísindalegri nákvæmni
fer Halldór Ásgeirsson með okk-
ur á ferðalög í tíma og rúmi í
myndum sínum og er í þeim efn-
um algjör andstæða Kristjáns.
Hann sýnir okkur málverk og þrí-
víðar myndir sem hafa að geyma
goðsöguleg minni og frummyndir
úr undirvitund mannsins og vitn-
ar þar jafnt í fornar goðsögur og
nýjar. Myndir hans eru unnar
upp úr skissubókum sem hann
vinnur á ferðalögum sínum og í
„tómstundum", en skissurnar
færir hann síðan út á meðvitaðan
og úthugsaðan hátt eins og til
dæmis í verkinu „Ýmir“ sem er
stórt verk er blasir við þegar
gengið er inn í austursalinn, þar
sem hin forna sköpunarsaga um
Ými fær á sig nýja og áþreifan-
lega mynd.
Sýningarnar á Kjarvalsstöðum
gefa okkur frjóa innsýn í það nýj-
asta sem er að gerast í myndlist
hér á landi og ættu því að vera
forvitnilegar fyrir alla þá sem láta
sig myndlist varða.
-ólg
Kristján Guðmundsson ög Hall-
dór Asgeirsson við uppsetningu
sýninga sinna að Kjarvalsstöð-
um í gær. Ljósm. J.Smart.
rosum
í Köben
Ópera við leikverk eftir
Odd Björnsson frumflutt
í Kaupmannahöfn
Sænska tónskáldið Arne Mell
hefur samið óperu við texta eftir
Odd Björnsson leikskáld og verð-
ur óperan frumflutt ■ Musik-
dramatisk Teater í Kaupmanna-
höfn 28. janúar. Óperan nefnist
Dans á rósum og er byggð á
leikritinu Tíu tilbrigði, eftir Odd,
sem sýnt var í Lindarbæ á vegum
Þjóðleikhússins árið 1968 í leik-
stjórn Brypju Benediktsdóttur.
Óperan tekur 80 mínútur í
flutningi. Hún var samin fyrir ís-
lenska söngskólann samkvæmt
pöntun og átti að setja hana upp í
Islensku óperunni. Þar sem það
dróst var ákveðið að frumsýna
hana í Kaupmannahöfn nú í upp-
færslu Niels Pihl, fímm árum eftir
að hún var samin.
Vetur í Portúgal
1 upp í
10 vikur
Lissabon
Algarve
Madeira
Ferðaskrifstofurnar EVRÓPUFERÐIR, RATVÍS OG FERÐAVAL
bjóða ykkur upp á 4,6,8 og 10 vikna ferðir til Portúgal í vetur.
Hægt er að velja um gistingu á Madeira, í Algarve eða á Lissabon-
ströndinni. Verð frá kr. 53.200.-
Einnig standa ykkurtil boða styttri ferðir (3-30 dagar) meðgist-
ingu í íbúðum eða3til östjörnu hótelum víðsvegarum
Portúgal. Þið getið heimsótt heimsborgirnar Lissabon og
London í einni ferð, spókað ykkur á strönd ALGARVE eða leikið
golf á einhverjum bestu golfvöllum Evrópu.
Þeim sem vilja hvílast og slappa af í fögru umhverfi býðst úrval
af gististöðum á hinni margrómuðu eyju Madeira.
Golfferðir
Golfhótel við 7 úrvals golfvelli í Algarve.
Vallargjöld á sérstaklega lágu verði.
SUMARBÆKLINGURINN ER KOMINN
evrópuferðir ^jwvis
KLAPPARSTlG 25-27 __
101 REVKJAVÍK,
SÍMI 628181.
Tfavel
HAMRABORG1-3,200 KÓPAV0GUR
SÍMI641522
FERÐAmVALHF
TRAVEL AGENCYXJlt/
HAFNAR§TRÆTI 18, / X'\
101 REYKJAVÍK, SÍMI 14480.