Þjóðviljinn - 14.12.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 14.12.1989, Blaðsíða 9
BÆKUR V E I S T U lf¥!St ÉGIRI Nýtt fræðslurit um samkynhneigð Út er komin á vegum bókaút- gáfunnar Ný sýn bókin Veistu hver ég er? eftir bandarísku rit- höfundana Betty Fairscild og Nancy Hayward. Ný sýn er bóka- útgáfa lesbía og homma og starf- ar innan vébanda Samtakanna 78. Tilgangur útgáfunnar er að gefa út skáldskap og fræðirit sem á einn eða annan hátt tengjast lífi og reynslu samkynhneigðs fólks. Bók þessi er sérstaklega ætluð foreldrum og aðstandendum homma og lesbía, en hver sem vill fræðast um samkynhneigð getur sótt í hana ómældan fróðleik og skilning á lífi og hlutskipti homma og lesbía. Þetta er fyrsta rit sinnar tegundar sem út kemur á íslensku. í kynningu útgáfunnar segir m.a.: Foreldrum bregður oft illa í brún þegar börn þeirra segja þeim að þau séu samkynhneigð. Sektarkennd og fordómar brjótast um á yfirborðið og fá út- rás í árásargirni og ásökunum, einmitt á því augnabliki þegar þörfin er mest á stuðningi. Oft er erfitt fyrir lesbíur og homma að horfast í augu við kynhneigð sína og þá er mikilvægt að hljóta viðurkenningu þeirra sem skipta mann mestu máii í lífinu. En for- eldrar, systkini og vinir þurfa líka sinn tíma, stuðning og fræðslu. Höfundar bókarinnar eru mæður homma og lesbíu. Þær hafna því að samkynhneigð sé „hörmulegt áfall fyrir fjölskyld- una“. Peir foreldrar sem skilja það geta veitt barni sínu ómælda hjálp á leið út í lífið. Það krefst samvinnu og opins hugar og er oft á tíðum erfitt - en ekki ómögu- legt. Veistu hver ég er? er 140 bls. Jón St. Kristjánsson þýddi. Jakinn hefur orðið Vaka-Helgafell hefur gefið út bókina Jakinn í blíðu og stríðu eftir Ómar Valdimarsson. Hér er um að ræða þætti af æviferli verkalýðsforingjans Guðmundar J. Guðmundssonar, en um fáa ís- lenska menn hefur staðið jafn mikill styrr síðustu áratugi. Guðmundur J. Guðmundsson hefur staðið í fylkingarbrjósti ís- lenskrar verkalýðshreyfingar allt frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Sömuleiðis hefur hann verið málsvari hennar á Alþingi. Alla tíð hefur gustað um Jakann og flestir íslendingar hafa. orðið að taka afstöðu til hans. f bókinni Jakinn í blíðu og stríðu fjallar Guðmundur um op- inber afskipti sín og lesandinn fær að gægjast á bak við tjöldin og gerir Guðmundur upp málin við ýmsa pólitíska andstæinga og samherja sfna. En jafnframt segir hann sögu sína og margra ann- arra. Fjöldamargar persónur koma upp á yfirborðið með Jak- anum. í kynningu Vöku-Helgafells á bókinni segir m.a.: Frásagnargleði Guðmundar skín ávallt í gegn um textann, sömuleiðis samúð hans með þeim sem minna mega sín. Djúpur þjóðfélagsskilningur ásamt mannlegri hlýju og kímni eru undirtónar bókarinnar. Verðurfarsbók eftir Markús Iðunn hefur gefið út nýja bók eftir Markús Á. Einarsson veður- fræðing, og nefnist hún Hvernig viðrar? Þetta er alþýðleg fræði- bók um veður og veðurfar, eink- um á íslandi og í kringum landið. Bókina prýðir mikill fjöldi ljós- mynda, korta og skýringarteikn- inga í lit. í kynningu útgefanda á bókinni segir meðal annars: „Veðrið er algengasta umræð- uefni íslendinga og fátt setur meiri svip á umhverfi okkar og daglegt líf. Hvernig viðrar? er bók um veður og veðurfar, þar sem sagt er frá þeim öflum sem ráða veðri og vindum. Framsetn- ing efnisins er skýr og einföld og ætti að ljúka upp leyndardómum veðurfars og veðurspádóma fyrir hverjum og einum. Mest áhersla er lögð á ísland og íslenskt veður- far. Lýst er helstu flokkum veð- urlags sem einkenna íslenska veðráttu og raktar eru veðurfars- breytingar á fslandi. Bókin er hentug og handhæg til að fletta upp í og fræðast um veður og vinda, storma og stillur, hæðir og lægðir og ótal önnur atriði“. Ásfarsaga eftir Ingibjörgu Bókaforlag Odds Björnssonar hefur gefið út nýja ástarsögu, sem nefnist Við bláa voga. Höf- undur er Ingibjörg Sigurðar- dóttir. Ingibjörg Sigurðardóttir hefur notið mikilla vinsælda fyrir ástar- sögur sínar. „Bókin fjallar um fórnfýsi, heitar ástir og vonir og þrár ungu elskendanna Ásrúnar ljósmóður og Frosta kennara," segir í bókarkynningu. Greinasafn eftir landsbókavörð Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafn- arfirði, hefur sent frá sér bókina Og enn mælti hann - 20 ræður og greinar eftir Finnboga Guð- mundssonar landsbókavörð. Eftir Finnboga Guðmundsson landsbókavörð hafa áður komið út tvö söfn með ræðum og grein- um eftir hann, Að vestan og heiman 1967 og Orð og dæmi 1983. í þessari nýju bók hans eru svo tuttugu ræður og greinar, sem flestar eru frá seinustu árum. í bókinni er fjallað um hin margvíslegustu efni, allt frá ný- ársdagshugleiðingu í Hafnarf- jarðarkirkju til handknattleiks á fimmta tugnum og frásagnar af ferð til Albaníu. Þá er brjúð- hjónaminni, minni kvenna, er- indi um Þingvelli, Þjóðarbók- hlöðu, Jón Eiríksson, Passíu- sálmahandrit Hallgríms Péturs- sonar og sitthvað fleira. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Keflavík og Njarðvík Bókmenntakynning Hin árlega bókemnntakynning félagsins verður haldin sunnu- daginn 17. desember klukkan 15 í húsakynnum karlakórsins að Vesturbraut. Eftirtaldir höfundar munu kynna og lesa upp úr verk- um sínum: Svava Jakobsdóttir, Hrafn Jökulsson, Vigdís Gríms- dóttir og Lúðvík Jósepsson. Þá mun Steinar Guðmundsson leika á píanó og að venju verður boðið uppá jólaglögg og piparkökur. Stjórnin. Alþýðubandalagið á Akranesi Félagsfundur Alþýðubandalagið á Akranesi boðar til félagsfundar fimmtudaginn 14. desember klukkan 20,30 í Rein. Dagskrá: 1. Undirbúningur fyrir bæjarstjórnarkosningarnar. 2. Utgáfumál. 3. Önnur mál. Stjómin Ljóð Árna Grétars Finnssonar Bókaútgáfan Skuggsjá Hafn- arfirði, hefur gefið út ljóðabók- ina Skiptir það máli? eftir Árna Grétar Finnsson. Skiptir það máli? er önnur ljóðabókin, sem Árni Grétar Finnsson sendir frá sér. Árið 1982 kom út bók hans Leikur að orðum. í þeirri bók birtust bæði frumort ljóð og þýdd, en í þessari nýju bók Árna Grétars eru ein- göngu frumort ljóð. Ljóðin eru í senn margbreytileg að efni og framsetningu, en víða má greina ákveðinn tón, sem sérkennir höfundinn. Eiríkur Smith mynd- skreytti bókina. Skptir það máli? er 104 bls. að stærð. FLÓAMARKAÐURINN SMÁAUGLÝSINGAR Rafmagnsþjónustan og dyrasímaþjónustan Þarftu að láta laga raflögnlna eða dyrasímann? Við höfum sérhæft okk- ur í lagfæringum og breytingum á gömlum raflögnum. Þú færð vandaða vinnu á sanngjörnu verði. Gerum kostnaðaráætlanir eða tilboð. Krist- ján Sveinbjörnsson, rafvirkjameist- ari, sími 44430. Til sölu Fururúm - þvottapottur Dökkt, vel með farið fururúm (11/2 breidd) ásamt góðri dýnu frá IKEA til sölu. Einnig 70 lítra ónotaður Rafha þvottapottur. Uppl. í síma 30834. Jólasveinabúningar til sölu Uppl. í síma 32497 e kl. 20. Óska eftir tölu nr. 4 í safnreit ferðaþristsins. Uppl. í síma 30834. Aftaníkerra til sölu, 1x1,5 með Ijósabúnaði. Uppl. í síma 25225. Skemmtifélagiö hefur góð sambönd í Jólasveinalandi og getur útvegað nokkra til að mæta á jólatrésskemmtanir og annan gleð- skap. Uppl. í síma 45514. Trommusett Nýtt MAXTONE trommusett til sölu, mjög lítið notað. Með fylgja Payste symbalar, Hihat og Vamaha statív. Verð kr. 50.000,- Uppl. í síma 17369. Macintosh-aukadrif til sölu á 16.000 kr. Mjög lítið notað. Uppl. í síma 623605. Anna og Gísli. Til sölu falleg útskorin kista. Einnig 2 hnakk- ar. Uppl. í síma 76706. Notað mótatimbur til sölu 1x6 og uppistöðuefni 2x4. Uppl. í síma 42810 á kvöldin. Óska eftfr að kaupa svart/hvítan stækkara með linsu. Uppl. í síma 77418. Óska eftir að kaupa 2 teak náttborð. Uppl. í síma 22891 eftir kl. 19.00. Til sölu og gefins Fjögur 15“ vetrardekk (VW-SAAB), einnig eitt sumardekk. Odýr barna- leikgrind og gefins barnakoja, lítil. Uppl. í síma 681748 fh. og á kvöldin. Gervijólatré fæst gefins Uppl. í síma 37294 til kl. 17 og eftir kl. 21. Góður fatnaður fyrir lítið sem ekkert m.a. svört herraföt og frakki (fremur stór stærð) - einnig ullarkvenkápa og síður kjóll (meðal- stærð). Uppl. í síma 24149. Óska eftir 4-6 borðstofustólum. Helst gamal- dags (ekki fura eða beyki). Uppl. í síma 24856, Fríða. Slitnar gallabuxur Mig vantar talsvert af slitnum galla- buxum. Mega vera alveg ónýtar. Guðrún, sími 21341 eða 681663. Leikföng Ert þú að hreinsa út úr leikfangaher- berginu? Við erum nokkrar mæður sem myndum þiggja bæði heilleg og góð leikföng og bækur fyrir eins árs og eldri. Hafið samband í síma 666984 og 667704. Óskast keypt Óska eftir nýlegum skíðum, stærð 140 cm. Uppl. í síma 671217, Helga. Teppi Nýleg símunstruð teppi, u.þ.b. 50 fm til sölu. Verð kr. 10.000,- Uppl. ísíma 91-25027 frá kl. 20.00-22.00. Óska eftir að kaupa furulitaða kommóðu og skatthol. Uppl. í síma 53323. Þvottavél fæst gefins Uppl. í síma 672035. Eru jólaþrifin eftir? Við erum tvær alvanar og bráðröskar skólastúlkur sem tökum að okkur þrif í heimahúsum. Pantaðu strax, við erum mikið bókaðar. Sara, sími 36718 og Hrafnhildur, sími 35306. Svalur og Valur nr. 12 Óska eftir að kaupa Sval og Val, bók nr. 12, „Fanginn í styttunni". Vinsam- legast hringið í síma 74689. Til sölu Goldstar viðtæki, magnari og tveir GSE-380 hátalarar. Mjög lítið notað. Uppl. í síma 35812 eftir kl. 16.00. Til sölu RX21 trommuheili og RX21L slag- verk. Selst saman. Uppl. í síma 30807. Fataskápur 1.65x 110 sm. Hæð 2.40 sm. til sölu. Uppl. í síma 53560 eftir kl. 17.00. D. P. lyftingabekkur með stöng, 70 kg lóðum og handlóð- um til sölu Uppl. í síma 52842. Tilkynning til söluskattsgreiðenda: Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir nóvembermánuð er 15. desember. Ber þá að skila skattinum til inn- heimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskatts- skýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið Áskorun til greiðenda fasteignagjalda í Hafn- arfirði Hér með er skorað á alla þá sem enn hafa eigi lokið greiðslu 1 .-4. hluta fasteignagjalda 1989, sem féllu í gjalddaga 15. janúar, 15. febrúar, 15. apríl og 15. maí. að gera full skil nú þegar. Óskað verður nauðungaruppboðs á fasteign- um þeirra, sem eigi hafa lokið greiðslu gjald- anna innan 30 daga frá birtingu áskorunar þessarar, skv. heimild í lögum nr? 49/1951 um sölu lögveða án undangengins lögtaks. Hafnarfirði, 7.12. 1989 GJALDHEIMTAN í HAFNARFIRÐI ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.