Þjóðviljinn - 30.01.1990, Síða 5

Þjóðviljinn - 30.01.1990, Síða 5
VIÐHORF Opið bréf til utanríkisráðherra Jóns Baldvins Hannibalssonar Þorleifur Friðriksson skrifar Hr. utanríkisráðherra. Meginefni þessa bréfs birtist á síðum Morgunblaðsins föstudag- inn 8. desember sl. Hins vegar fór það fram hjá þér í það sinn sakir embættisanna á erlendri grund og því skal enn reynt. Og nú á síðum Þjóðviljans, - blaðsins sem við samfylkingarsinnaðir jafnaðar- menn hljótum að lesa. í einfeldni minni hélt ég reyndar að þú læsir Moggann þinn hvar í heiminum sem er svo lærður sem þú ert í klisjum þess blaðs. En eftir „Birt- mgarfund" ykkar Ólafs Ragnars í gærkvöldi (23.1.) „í nýju ljósi“ er mér ljóst að þú býrð enn að þrjá- tíu ára gömlu heimanámi og geri aðrir betur. Ástæða þess að ég ónáða þig og mig með þessu opna bréfi er var- aflugvallarmálið margnefnda sem ég vil gjarnan gera tilraun til að skoða „í nýju ljósi“. Umræður um það mál hafa valdið mér nokkrum ótta. Ekki svo að skilja að ég óttist aukið öryggi í flug- málum; þvert á móti. Slíkt er mér eins og öllum íslendingum kapps- mál. Hinsvegar óttast ég þá til- raun sem gerð er til að tengja aukið öryggi í flugmálum hernað- arframkvæmdum á vegum Atl- antshafsbandalagsins. Þessi ótti á ef til vill að nokkru leyti rætur að rekja til þeirrar þráhyggju minnar að vilja lifa þann dag þeg- ar ísland verður herlaust land. Eg er nefnilega að nálgast miðjan aldur og hef alla mína tíð lifað í hersetnu landi, - þrátt fyrir heit- strengingar flestra stjórnmála- manna sem ég man eftir um að hér skuli ekki vera her á friðar- tímum. Ég óttast að „forkönnurí* á vegum Mannvirkjasjóðs Atlants- hafsbandalagsins muni lúta svip- uðum túlkunaraðferðum og „friðartfmar", þ.e.a.s. orðheng- ilshætti sem helgast af markmið- inu einu. Einsog þú veist er fyrsta stig allra framkvæmda einhvers konar könnun. Stundum fer svo að framkvæmdin nær ekki lengra en til könnunar, en oftar en ekki er næsta skrefið sjálf hönnunin og svo áfram þar til verkinu er lokið. Forkönnun getur aðeins leitt í ljós annað tveggja; að aðstæður eru taldar hagstæðar eða óhag- stæðar. Nokkur rök þykist ég sjá sem benda til þess að þegar sé búið að ákveða hvort aðstæður verði taldar heppilegar eða ekki. Ef rétt er þýðir það að sá málatil- búnað sem hafður er í frammi um „forkönnun“ sé rétt og slétt blekking. Ég mun víkja að því síðar. Allt síðan varaflugvallarmálið kom aftur upp á yfirborðið á ár- inu 1985 hefur rökstuðningur málsvara Atlantshafsbandalags- ins skorið í hlustir, líkt og útburð- arvæl nístir guðhrædda sál. Þeir virðast halda krampakenndu taki í tímaskekkt viðhorf sín. Jafnvel hinar miklu pólítísku jarðhrær- ingar í austurvegi, sem við höfum orðið vitni að um nokkurt árabil, hagga þar engu. Þegar múrinn er fallinn, Varsjárbandalagið er að liðast í sundur innan frá og So- vétríkin riða á brauðfótum, gjóa þeir augum í allar áttir í leit að nýjum óvini. Það sem veldur mér þó mest- um ugg er það hversu flestir al- þingismenn virðast gjörsamlega sneyddir sögulegri yfirsýn. Mál- flutningur margra ykkar ein- kennist annars vegar af gildismati kaldastríðsáranna og hins vegar þeirri einkennilegu áráttu að vilja sjá hvert mál út af fyrir sig og án tengsla við fortíðina. Af þessu leiðir að þeir hinir sömu vilja ekki horfast í augu við að hernaðar- framkvæmdir hér á landi lúta reglum sem íslendingar þekkja næsta lítið, þó þau skipti sköpum fyrir líf þessarar þjóðar. Á sama tíma og íslenskir stjórnmálamenn takast á um mál sem varða hem- aðaruppbyggingu á landinu, hvert út af fyrir sig, líkt og þau væru án nokkurs innbyrðis sam- bands þá virðist mér að þeir fyrir stjórnvöld fylgdust gjörla með stj órnarmyndunartilraununum hér á landi og höfðu sannanlega stórar áhyggjur af því hvort vinstri stjórn yrði mynduð. Sósí- alistar og Framsókn reyndu að fá vinstri arm Alþýðuflokksins til fylgis við þá hugmynd að vinstri- kratinn Kjartan Ólafsson yrði forsætisráðherra í slíkri stjórn. Þegar sú hugmynd var rétt í þann mund að verða að veruleika félist „Það sem veldur mérþó mestum ugg erþað hversu flestir alþingismenn virðastgjörsam- lega sneyddir sögulegri yfirsýn “ Vestan vinni næsta vélrænt og séu ekki stilltir inn á daga eða vikur, heldur ár, áratugi og aldir. Hern- aðarmaskínan vinnur sitt verk án tillits til þess hverjir sitja í þessu ráðuneyti eða hinu, hér eða þar. Ef til vill finnst þér þessi orð bera vott um nauðhyggju af skóla pós- itívista 19. aldar. Raunar væri ég því fegnastur ef svo væri og til- gáta mín ætti hvergi við rök að styðjast. Ég ætla því að gera til- raun til að rökstyðja hana í þeirri von að það varpi ljósi á málið. Hverfum aftur til ársins 1945. Þú þekkir vafalaust til kröfu Bandaríkjastjórnar sem sett var fram í lok seinni heimsstyrjaldar um að fá herstöðvasamning til næstu 99 ára. Ólafur Thors svar- aði þeirri kröfu í þingræðu 1946 sem fræg er orðin, þar sem hann hneykslaðist á þessari óbilgimi. Hann sagði þá m.a.: „Þarna áttu að vera voldugar herstöðvar. Við áttum þarna engu að ráða. Við áttum ekki svo mikið sem að fá vitneskju, um hvað þar gerðist. Þannig báðu þeir um land af okkar landi til þess að gera það að landi af sínu landi. Og margir óttuðust að síðan ætti að stjórna okkar gamla landi frá þeirra nýja landi. Gegn þessu reis þjóðin." Þarna var skörulega mælt og fyrir munn þjóðar sem enn var tæpast farin að njóta nýfengins sjálfstæðis. Við svo búið hvarf herinn á braut, - í bili. Sennilega er sú fullyrðing sósíalista rétt að vera þeirra í Nýsköpunarstjórn- inni hafi komið í veg fyrir her- stöðvasamning til 99 ára. Banda- rísk skjöl, sem dregin hafa verið fram í dagsljósið, benda til þess að ýmsir forystumenn „lýðræðis- flokkanna" hafi viljað samþykkja kröfu Bandaríkjamanna, þó svo að þeir hafi neitað því síðar. Én hvert varð framhaldið? Haustið 1946 var fullbúinn Kefla- víkursamningurinn kynntur þjóðinni og hann samþykktur þrátt fyrir hávær mótmæli frá ýmsum samtökum, verkalýðs- hreyfingunni nánast allri og ein- staklingum sem þú ert nákunnug- ur eins og Hannibal föður þínum og Gylfa Þ. Gíslasyni. Keflavíkursamningurinn varð til þess að Nýsköpunarstjórnin féll en samtímis hófst langvinn stjórnarkreppa sem endaði með því að formaður Alþýðuflokks- ins, Stefán Jóhann Stefánsson myndaði stjórn. Bandarísk Ólafur Thors, af einhverjum enn óskýrðum ástæðum, á að Stefán Jóhann yrði forsætisráðherra. Enn þá er órannsakað hvort það var hending að skömmu eftir að Stefán Jóhann hafði myndað „Stefaníu“ eins og stjóm hans var oft nefnd, kom til landsins Bandaríkjamaðurinn W. C. Trimble, sem flestir landsmenn ættu að kannast við af síðari tíma umræðu. Voru tengsl þarna á milli? Hvað var það annars sem knúði Ólaf Thors til að gegna ljósmóðurhlutverki þegar Stefán Jóhann, sem Ólafur lýsti sem afdönkuðum en valdasjúkum meðalmanni, tók pólitíska jóð- sótt? „Stefanía" hafði ekki fyrr séð dagsins ljós en að markvisst starf hófst meðal þríflokkanna sem að henni stóðu um að vinna á bolsévismanum sem ógnaði hinni hreinu þjóðarsál. 1 þessari bar- áttu nutu þeir dyggilegs stuðnings Trimbles þessa. Hins vegar er ég ekki viss um að það sama hafi vakað fyrir þessum samstarfsaðil- um; þ.e.a.s íslensku stjórnmála- mönnunum og Trimble. íslend- ingarnir voru án efa einlægir í þeirri trú sinni að bolsévisminn væri hið versta mál og kalda stríðið sem hófst rétt um þessar mundir ýtti heldur undir slíkar skoðanir en hitt. Þetta var á þeim árum sem orðið „kommúnisti“ kallaði fram drápsblik í augu dag- farsprúðra manna. Markmið Trimbles var allt annað en íslendinganna. Þannig var mál með vexti að Keflavíkur- samningurinn átti að renna út 1951, eða fimm árum eftir gildis- töku hans. í bandarískum heim- ildum kemur fram að stjórnvöld vestra hafi litið Keflavíkur- samningurinn illu auga. Að þeirra áliti var hann Bandaríkja- mönnum langt í frá nógu hag- stæður. Ástæðan var að þeirra mati styrkur sósíalista í stjórnmálum og verkalýðshreyf- ingu. Hlutverk Trimbles var því að vinna að undirbúningi nýs samnings 1951 sem yrði hugnan- legri bandarískum stjómvöldum. Það átti hann að gera með því að draga sem mest úr áhrifum sósíal- ista á öllum sviðum. Við vitum sennilega báðir nokkuð sæmilega hvemig Trimble hagaði starfi sínu. En til þess að rifja það ofur- lítið upp skal ég tína til nokkur atriði. Hann vann trúnað þeirra Bjarna Benediktssonar utan- ríkisráðherra og Stefáns Jóhanns Stefánssonar forsætisráðherra og hitti þessa vini sína iðulega. Við slík tækifæri benti hann gjarnan á hvað gera þyrfti til að sporna við framrás kommúnismans. í þessu skyni hvatti hann til að ákveðnir embættismenn yrðu reknir frá embætti, t.d. þau Erling Elling- sen flugmálastjóri, Terisía Guð- mundsson forstöðumaður Veð- urstofu íslands og Hendrik Ott- ósson fréttamaður útvarpsins. Hann lagði einnig á ráðin um að ófrægja Halldór Kiljan Laxness og Einar Olgeirsson. Síðast en ekki síst lagði hann til við yfir- mann sinn vestra að Alþýðu- flokknum yrði veitt fjárhags - stuðningur, en einsog þú veist var það hvorki í fyrsta né síðasta sinn sem útlendingar ræddu um fjár- hagsaðstoð við þennan boðbera „jafnaðarstefnunnar". í þessu sambandi er það þó ekki mikil- vægast, heldur hitt að allt streð Trimbles á þeim árum sem hann dvaldi hér á landi miðaði að því að undirbúa jarðveginn fyrir „vamarsamninginn" 1951. Um samning þann þarf ekki að fjölyrða hér; hann er ennþá í gildi. Ég vil þó skjóta því að þér til fróðleiks, að einn af fyrrver- andi forystumönnum Alþýðu- flokksins og pólítískur fóstbróðir föður þíns um margra ára skeið sagði mér eitt sinn að mörgum Alþýðuflokksmönnum hafi svið- ið það sárt hversu íslenskir hags- munir vom fyrir borð bomir í þeim samningi. Að hans sögn var allt fmmkvæði bandarískt og ég skildi orð hans á þann veg að með samningnum hafi íslendingar af- hent Bandaríkjamönnum land af sínu landi til þess að þeir gætu gert það að landi af sínu landi. En „varnarsamningurinn" vara af hálfu bandarískra hernað- aryfirvalda, - hernaðarmaskín- unnar, - aðeins liður í ennþá stærri áætlun, einskonar gmnnur sem hægt var að byggja á. Ekki liðu nema tæp tvö ár frá undirsk- rift „varnarsamningsins“ þar til ákveðin tilmæli komu að vestan um að íslensk stjórnvöld leyfðu miklar hernaðarframkvæmdir á landinu. Meðal annars var farið fram á að Bandaríkjamenn, eða Atlantshafsbandalagið, fengju að byggja stóra höfn í Njarðvík- um og jafnvel í Þorlákshöfn, var- aflugvöll í Rangárvallasýslu auk flugvaUar norðanlands eða norð- austanlands; í sambandi við þær framkvæmdir yrðu reistar radar- stöðvar á annesjum, - þar sem henta þætti eftir að forkönnun hefði átt sér stað. Að lokum átti síðan að tengja þessi hernaðarm- annvirki með vönduðum vegum; þjóðinni að sjálfsögðu að kostn- aðarlausu. Ég þarf varla að greina þér frá afdrifum þessa máls; þau ættu að vera þér sem opin bók. í alþing- iskosningunum um sumarið 1953 vann Þjóðvarnarflokkurinn eftir- minnilegan sigur. Sá sigur var greinileg vísbending um að stór hluti þjóðarinnar var á verði gagnvart bandarískri ásælni. Kosningaúrslitin höfðu án efa það í för með sér að hvorki ís- lensk né bandarísk stjórnvöld lögðu í að halda hernaðarupp- byggingu hátt á lofti. Þegar mark- inu var ekki náð í stóru stökki var farin sú leið að feta sig áfram skref fyrir skref á sama hátt og gert var eftir að 99 ára kröfunni var hafnað 1945. Helguvík er á sínum stað, radarstöðvar á öllum landshornum, kjarnorkuheld stjórnstöð í byggingu, varast- jórnstðð í hönnun og nú er það varaflugvöllur. Hann er það eina sem eftir er að framkvæma af áætluninni frá 1953 til þess að stjórnlistin sem byggði á smáum skrefum geti hrósað endanlegum sigri, - sigri sem vannst með að- stoð íslenskra stjórnmálamanna sem kusu að klæða hugsanir sínar í merkingarlausa orðleppa. En hvað svo Jón? Skyldu vera til enn aðrar áætlanir sem hvorki þú né embættismenn í utanríkis- ráðuneytinu hafi hugmynd um - áætlanir sem ná til ársins 2044? P.S. Hér endaði bréfið sem ég sendi þér á síðum Morgunblaðs- ins. Niðurstaða þess er sem sagt sú að svo virðist sem bandarísk stjórnvöld hafi verið búin að full- móta langtíma hernaðaráætlun fyrir ísland þegar í lok árs 1945. Það eitt er mikið áhyggjuefni. Þó er verra að svo virðist sem allar þær miklu pólitísku jarðhræring- ar í austurvegi fái þar engu hagg- að, - hernaðaruppbyggingin hér skal halda áfram. Hins vegar er vilji pentagongenerálanna ekki frekar íslenskur en vilji Kremlar- bænda er pólskur eða tékknesk- ur. Og raunar hefur þú, fyrstur íslenskra utanríkisráðherra, markað ákveðna íslenska stefnu í afvopnunarmálum sem þjóðin má vera stolf af. Skrefið er þó ekki stigið nema til hálfs. Eðlilegt framhald yfirlýsinga þinna um af- vopnun á og í höfunum er að vísa hemum af landi og nýta hernað- armannvirkin til að koma á fót alþjóðlegri friðar- og umhverfis- rannsóknarstöð. Á þann hátt myndum við sýna alþýðu Austur- Evrópu mesta virðingu í verki o& gerðum komandi kynslóðum þessa lands og annarra ómælt gagn. Með vinsemd Þorleifur Friðriksson er sagnfræðing- ur. Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir, systir og tengdadóttir Helga Ásmundsdóttir verður jarðsungin frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 1. febrúar kl.13.30. Leifur Stefánsson og börn Ásmundur Sigurjónsson íris Ruth Sigurjónsson Pia Ásmundsdóttir Kjartan Ásmundsson Egill Ásmundsson Stefán Yngvi Finnbogason Hólmfríður Árnadóttir

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.