Þjóðviljinn - 22.02.1990, Síða 1

Þjóðviljinn - 22.02.1990, Síða 1
Fimmtudagur 22. febrúar 1990 36. tölublað 55. órgangur Ríkisfíármál Hægur en öruggur bati OlafurRagnar Grímsson: Mikilvœgasti árangurinn að ná 8 miljarða jákvœðum viðskiptajöfnuði. Hallinn áfjárlögum 1989 2,5 miljörðum minni en 1988 Olafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra kynnti niður- stöðu fjárlaga síðasta árs á blaða- mannafundi í gær og sagði við það tækifæri að nýgerðir kjara- samningar og sá árangur sem náðst hefði í efnhagsstjórninni ættu að geta stuðlað að því að sá hægi bati sem náðst hefði gæti orðið stöðugur og jákvæður og forðað því að ný efnhagsleg kolls- teypa ætti sér stað. Einn mesti árangurinn í ríkisfjármálum er að mati ráðherrans að tekist hafi að ná jákvæðum viðskiptajöfnuði á síðasta ári upp á 8 miljarða á sama tíma og lægð ríkti í efna- hagsmálum. Tekjur ríkissjóðs á síðasta ári voru 80 miljarðar króna en út- gjöld voru öllu hærri eða 86 milj- arðar. Hallinn á fjárlögum síð- asta árs var því um 6 miljarðar og er sá halli að sögn ráðherrans 2,5 miljörðum minni en árið 1988 á verðlagi ársins 1989, og sem hlut- fall af landsframleiðslu hefur hann minnkað úr 2,8 í 2%. Megin skýringin á meiri halla 1989 en fiárlög gerðu ráð fyrir, sagði Ólafur Ragnar vera að tekjur rík- .issjóðs lækkuðu vegna samdrátt- ar í þjóðarútgjöldum, aukakvað- ir voru lagðar á ríkissjóð vegna kjarasamninga og að Alþingi og ríkisstjórn tóku ákvarðanir um viðbótarútgjöld eftir afgreiðslu fjárlaga. Vöruskiptajöfnuður var já- kvæður um 2,6% og var það í fyrsta skipti síðan 1986 þegar haan var jákvæður um 2,5 milj- arða. En Ólafur Ragnar sagði ólíku saman að jafna því á árun- um 1985-1987 hefði ríkt efna- hagsleg uppsveifla í landinu en á árinu 1989 hefði þjóðarbúskap- urinn verið í lægð. Ólafur Ragnar sagði að þegar hann hefði lagt fram fjárlög fyrir árið 1988 hefði ríkt ein mesta óvissa í hagkerfinu um árabil. Fram hefði verið að koma miklu meiri samdráttur í þjóðartekjum en nokkurn hefði órað fyrir. Ljóst hefði verið að erfiðleikar útflutningsgreina voru miklir en ekki legið fyrir hvað þyrfti að breyta raungenginu mikið á nýju ári og hvort tækist að gera það með þeim hætti að ekki leiddi til nýrrar verðbólguöldu. Þá sagði ráðherrann að um þessar mundir hefðu kaup og kjör launafólks verið bundin og ekki legið fyrir hvað myndi gerast í samningum í april og maí á því ári. En sýnir það ekki meiri árang- ur að ná jákvæðum vöruskipta- jöfnuði árið 1986 þegar fólk hafði meira fé á milli handanna en árið 1989 þegar fólk hafði minna? Ólafur sagði þetta merkilega spurningu sem endurspeglaði hve erfitt væri að reka skynsamlega hagstjórn. Þegar mikil uppsveifla væri og fólk hefði meiri peninga, þætti því kannski eðlilegt að eyða þeim þótt það kæmi fram sem halli. Það væri hins vegar eðli ríkisfjármála sem hagstjórnar- tækis að reyna að draga úr Fjármálaráðherra kynnti í gær afkomu ríkissjóðs í fyrra með embættismönnum ráðuneytisins. Mynd: Kristinn sveíflum með því að auka skatta í uppsveiflu eða draga úr ríkisút- gjöldum til að minnka hallann. Á góðæristímanum hefðu skattar hins vegar verið lækkaðir og útgjöld ríkissjóðs aukin. „Þannig að ríkisútgjöldin juku á þessar neikvæðu afleiðingar í stað þess að draga úr þeim og aðlaga opinbera þáttinn í hag- kerfinu að einkaþættinum." Bolli Bollason hagfræðingur fjármálaráðuneytisins sagði aðal- ástæðuna fyrir hagstæðum vöru- skiptajöfnuði árið 1986 vera að olíuverð hrundi. Afgangur hefði því nánast náðst óvart. Miðað við venjulegt árferði hefði orðið dúndrandi halli ef olíuverðið hefði ekki lækkað svona mikið í upphafi árs. Hrein lánsfjárþörf ríkissjóðs 1989 var 7,3 miljarðar og var hlutur innlendrar lántöku 80,2% sem er hæsta hlutfall sem náðst hefur á undanförnum árum. Staða ríkissjóðs gagnvart Seðla- banka batnaði um 2,9 miljarða. Sú staðreynd að vaxtagjöld ríkis- sjóðs voru 8,5 miljarðar á síðasta ári er áhyggjuefni að mati Ólafs Ragnars. En til samanburðar voru niðurgreiðslur búvara 5 milliarðar og greiðsiur sjúkra- trygginga 7,6 miijarðar. -hmp Eurocard Helmingar hækkunina Ekki verður lengur notast við óútfyllta tryggingarvíxla Eurocard á íslandi hefur ákveð- ið að hækka þjónustugjöld og almennt kortagjald um 10 prós- ent, en ekki 20, eins og áður hafði verið tilkynnt. Ákvörðun þessi var tekin eftir viðræður við Alþýðusamband ís- lands og fleiri aðila. Alþýðusam- bandið hafði ritað fyrirtækinu bréf þar sem mælst var til þess að fallið yrði frá 20 prósent hækkun- inni sem gilda átti frá 1. febrúar. ASÍ hefur verið tilkynnt um ákvörðun fyrirtækisins. Þjónustugjöldin hækka um 270 krónur á ári og almennt korta- gjald verður 1650 krónur, en ekki 1800 eins og auglýst hafði verið. Mánaðarlegt útskriftargjald hækkar úr 100 í 110 krónur. Loðnuvertíðin Meiri kvóti Aflinn á vertíðinni kominn yfir 500 þúsund tonn Loðnuskipaflotinn fær að veiða 70 þúsund lestir umfram það sem áður var ákveðið vegna þess að Norðmenn og Grænlend- ingar nýta sinn kvóta ekki að fullu. 500 þúsund lestir af loðnu hafa borist á land á vertíðinni. Aflinn komst í 500 þúsund tonn í fyrrinótt, en þá tilkynntu nokkur skip um afla. Síðdegis í gær höfðu tíu skip tilkynnt um samtals 7200 tonna afla frá mið- nætti. Skipin eru að veiðum við Reykjanes, í Meðallandsbugt og út af Alviðru. -gg í fréttatilkynningu frá Euro- card á íslandi segir að fyrirtækið vilji gera sitt til að halda verðlagi niðri eins og kostur er, þrátt fyrir aukinn tilkostnað, svo sem hækk- un tryggingariðgjalda. Ekki verður fallið frá áður til- kynntri hækkun á árgjaldi gullkorts úr 5400 krónur á ári í 7000 krónur. ítrekunargjald hækkar einnig eins og fyrr var ákveðið, úr 150 í 250 krónur. Þá hefur verið ákveðið að falla alveg frá fyrirhugaðri hækkun á stofngjaldi. Það verður áfram 700 krónur, en átti að hækka í eitt þúsund krónur. Eurocard hefur einnig ákveðið að hætta að notast við óútfyllta víxla til tryggingar á úttektar- skuldum korthafa hjá fyrirtæk- inu. Framvegis verður trygging fyrir innanlandsheimild þreföld upphæðin og tvöföld fyrir utan- landsheimild. -gb Aflamiðlunin UÚfast á sínu LÍÚ ætlar ekki að falla frá þeirri kröfu sinni að fá tvo menn í Síjórn aílamiðiunarinnar sem til stendur að koma á fót. „Það er svo nærtækt útgerðinni að hafa hönd í bagga með ráð- stöfun aflans, að það verður ekki bakkað með það,“ sagði Sveinn Hjörtur Hjartarson aðstoðar- framkvæmdastjóri LÍÚ. Sveinn sagði að allir hagsmunaaðilar sem sæti ættu í verðlagsráði væru sammmála um skipan stjórnarinnar, og boltinn væri því hjá ríkisstjórninni. VMSÍ hefur hins vegar mótmælt því harðlega í bréfi til ríkisstjórn- arinnar að útgerðarmenn fái tvo menn í stjórn aflamiðlunarinnar. Verkamannasambandið vill að einn fulltrúi verði frá hverjum hagsmunaaðila og að ríkisstjórn- in skipi oddamann. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra lýsti því yfir á Al- þingi í gær að deilan um aflamiðl- unina yrði leyst fyrir mánaðamót. Málsaðilar ræddu saman í gær- morgun og þar varð að samkomulagi að forsætisráð- herra svaraði ekki strax bréfi sem hann fékk frá yfirnefnd verð- lagsráðs sjávarútvegsins í fyrra- kvöld. „Menn vilja bræða það með sér hvernig þetta verður leyst. En þetta leysist, ég er sannfærður um það,“ sagði Steingrímur Hermannsson. Samstaða hefði náðst um málið í ríkisstjórninni og mikilvægur liður í því væri að fulltrúar fisk- verkunarfólks ættu sæti í stjórn aflamiðlunarinnar. „Við getum ekki annað en tekið bréf Verka- mannasambandsins alvarlega,“ sagði Steingrímur. -gb

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.