Þjóðviljinn - 22.02.1990, Síða 7

Þjóðviljinn - 22.02.1990, Síða 7
ÞJÓÐMÁL I Presthólahreppi velta íbúarnir tilverurétti sínum fyrir sér um þessar mundir og beina þeirri spurningu til samfélagsins hvort það vilja telja þessa byggð af eða vilji rétta hjálparhönd. Byggðavandinn Penninn yfir Presthólahreppi HalldórÁsgrímsson: KaupináÁrna á Bakka voru mistök. Úreldingarsjóðurfiskiskipa gœti komið til bjargar. Steingrímur J. Sigfússon: Ríkisstjórnin hefur ekki lokið björgunaraðgerðum sínumfyrr en svœðum eins og Presthólahreppi hefur verið rétt hjálparhönd Ráðherrar og þingmenn, ásamt bankastjóra Samvinnu- banka og fulltrúum Byggðastofn- unar, voru kallaðir í Presthóla- hrepp um síðustu helgi, til að svara spurningum um framtíð byggðarlagsins sem liggja þungt á íbúunum. Erfíðleikar Kaupfélags Norður-Þingeyinga á Kópaskeri, gjaldþrot rækjuverksmiðjunnar Sæbliks sem meðal annars stafaði af kaupum fyrirtækisins á bátn- um Árna á Bakka, skortur á hrá- efni í fiskvinnslu og nú síðast lok- un fiskeldisstöðvarinnar Árlax eftir röð óhappa i stöðinni, hefur hjálpast að við að soga allan kraft úr atvinnulíH heimamanna. Á Kópaskeri er nú einn 12 tonna bátur sem ekki hefur kvóta til að sjá fyrir nægilegri atvinnu á staðnum. Kvótakerfið er þannig að skip fást aðeins á uppsprengdu verði eigi að fyigja þeim einhverj- ar aflaheimildir. Sveitarfélagið hefur ekki bolmagn til að leysa sín mál án aðstoðar samfélagsins alls og þess vegna voru fyrr- greindir áhrifamenn kallaðir til fundar á Kópaskeri. Á að svœla þau burt? Á fundinum voru bornar upp fjölmargar fyrirspurnir og heima- menn reifuðu viðhorf sín og hlustuðu á svör þingmanna, ráð- herra og Byggðastofnunar. Ein spurning var þó rauður þráður í allri umræðunni og var hún borin upp af oddvitanum Ingunni St. Svavarsdóttur: „Stendur til að strika byggð í Presthólahreppi út eða á að svæla íbúana hægt og bítandi í burtu eins og aðstæður hafa í raun gert undanfarin miss- eri?“ Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra var ekki á fundin- um á Kópaskeri. Stefnan í sjávar- útvegsmálum hvílir hins vegar á hans herðum og Þjóðviljinn spurði hann þess vegna hvað stjórnvöld gætu gert til að koma Presthólahreppi til aðstoðar, hvort stjórnvöld gætu haft milli- göngu um að útvega byggðar- laginu skip með kvóta? „Stjórnvöld hafa engar heim- ildir í sambandi við slíka hluti. Ég vil taka það fram í sambandi við þetta skip Árna á Bakka, að ég taldi það slæma ráðstöfun á sín- um tíma að kaupa það til Kópa- skers. Það var lélegt skip með ófullnægjandi veiðiheimildir miðað við verð. Byggðastofnun ákvað að hjálpa staðnum við að eignast þetta skip sem endaði með því að byggðalagið stórskað- aðist af þeirri framkvæmd. Ef það hefði verið samþykkt á sínum tíma að koma upp úreld- ingarsjóði hefði sá sjóður getað keypt Árna á Bakka og komið skipinu úr rekstri. Enda er það skip dæmigert fyrir þau skip sem ættu að hverfa úr flotanum. Þá hefði úreldingarsjóður eignast veiðiheimildirnar og möguleikar opnast til nokkurrar aðstoðar á Kópaskeri. Það er því miður svo að það gengur illa að fá menn til að viðurkenna ákveðnar staðreynd- ir í nýtingarmálum varðandi þessa auðlynd okkar. Hún er tak- mörkuð og flestir vilja leysa stað- bundin vandamál með því að fjölga skipum og það gengur ekki upp. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að öflugur úreldingar- sjóður gæti verið það tæki sem hægt væri að beita í tilfellum sem þessum en til þess þurfa heimildir að vera til staðar. Frumvarp um úreldingarsjóð liggur fyrir þinginu og ég vona að það fái afgreiðslu samhliða frum- varpi um stjómun fiskveiða og mun leggja á það áherslu. í frum- varpinu er gert ráð fyrir að úreld- ingarsjóður eigi veiðiheimildir og þar væri hægt að koma því þannig fyrir að þar sem er verulegt atvinnuleysi og eða þar sem við- komandi byggðarlag hefur misst verulegan hluta af þeim skipum sem þar voru, gangi fyrir í útdeil- ingum á aflaheimildum úrelding- arsjóðs.“ Engin pennastrik Steingrímur J. Sigfússon, þing- maður Norðurlandskjördæmis eystra og samgöngu- og landbún- aðarráðherra, var á fundinum á Kópaskeri. Þjóðviljinn spurði ráðherann hvort hann teldi að ingmenn hefðu getað svarað eirri spurningu hvort Presthóla- hreppur væri eitt þeirra byggðar- laga sem strika ætti yfir eða þar sem svæla ætti íbúana burtu? „Já, ég tel nú að við höfum get- að það. Ég tók það mjög skýrt fram í minni ræðu að af minni hálfu og af hálfu ríkisstjórnarinn- ar stæði hvorugt til, enda ekki skilið það svo að það væri hlut- verk ríkisstjórnarinnar í byggð- amálum að standa fyrir slíkum aðgerðum. Reglustikupólitík um að strika út byggðarlög og þjappa saman byggð eru vangaveltur manna sem ég ber enga ábyrgð á og er í grundvallaratriðum and- vígur. Með slíkum aðgerðum held ég að byrjað væri á snaröfu- gum enda varðandi byggðaþró- un. Ég er þeirrar skoðunar að þarna eins og endranær þurfi að ráðast á upptök vandans og þau eru einmitt í erfiðri stöðu strjálbýlisins, sveitanna og sjáv- arplássanna sem síðan leiða af sér erfiðleika fyrir stærri staði á landsbyggðinni vegna þess að þeir eru yfirleitt þjónustumið- stöðvar fyrir aðliggjandi svæði og landshluta. Þess vegna er það í grundvallaratriðum rangt hugsað að það leysi vanda stærri staða og landsbyggðarinnar í heild að af- skrifa strj álbýlið og fámennari byggðarlög. Þvert á móti þýðir þetta, svo dæmi sé tekið af norðaustur svæðinu, að ef það hrynur eða fer í eyði í stórum stíl, verður Húsa- vík ekki þjónustumiðstöð í stóru héraði með mikið bakland, held- ur jaðarbyggð. Hvað mun þetta þýða fyrir Húsavík? Þetta þýðir einfaldlega að víglínan myndi flytjast þangað og hún mun þá verða sú jaðarbyggð sem stendur höllum fæti. Ég sé ekki annað en að með slíkri þróun gætu menn endað með landsbyggðina alla út af borðinu. Að mínu mati eru að verða viss tímamót í byggðaumræðunni núna. Nú eru menn að horfast raunverulega í augu við það að heil svæði fari í eyði og jafnvel heilu landshlutarnir eins og Vestfirðir ogNorðausturland. Þá er sú spurning komin upp sem menn hafa hingað til komið sér undan að svara: „Vilja menn eitthvað á sig leggja til að koma í veg fyrir að heilu landsvæðin hrynji, til að sú fjárfesting sem liggur í opinberum framkvæmd- um, í fjárfestingum einkaaðila og fyrirtækja nýtist. Og vilja menn eitthvað á sig leggja til að koma í veg fyrir þann gríðarlega kostnað sem myndi fylgja því að byggja upp húsnæði og þjónustu fyrir þetta fólk á öðrum svæðum, að slepptum öllum möguleikum þess til atvinnu. Þessum spurningum hefur ekki verið svarað. Menn hafa horft einangrað og þröngt á málið út frá einstökum stöðum í hvert sinn. En framreikningur á íbúa- þróun sýnir okkur að við erum með örlög heilla landshluta í höndunum hvað þetta snertir. Ég leyfi mér að fullyrða að það séu hreinir smámunir sem þurfi að leggja fram til að styðja við bakið á mönnum í atvinnuuppbyggingu og svo framvegis, borið saman við hin ósköpin.“ Skjótra viðbragða þörf Á fundinum á Kópaskeri kom fram að fólk upplifði þetta sem mjög bráðan vanda sem þyrfti að fá skjóta lausn, þar sem þarna hefði látlaust um árabil allt at- vinnulíf nánast gengið á afturfót- unum og fólk væri að flýja stað- inn. Hvernig á ríkisstjórnin að bregðast við þessu í bráð? „Það sem verður að gera þarna nánast tafarlaust er að hressa upp á þó það atvinnulíf og þau at- vinnutækifæri sem þarna geta verið miðað við uppbygginguna á staðnum. Til að mynda treysta stöðu úrvinnslu á landbúnaðaraf- urðum, fiskeldi, fisk- og rækju- vinnslu sem þarna eru til staðar. Síðan þarf að huga að varan- legri frambúðarlausnum fyrir þetta svæði sem að mínu mati eiga að felast í breyttum áhersl- um í landbúnaðarstefnunni og fiskveiðistefnunni og nýrri stefnumörkun á sviði byggðar- mála. Það er hins vegar ekki um annað að ræða en að fela ein- hverjum aðilum, til að mynda Byggðarstofnun, sem fái til þess tiltekið fjármagn, til að styðja við bakið á þeirrri atvinnustarfsemi sem þarna er og gæti verið þarna á næstu mánuðum. Þetta eru hlutir sem gætu gerst tiltölulega fljótt.“ Björgun ekki lokið Er einhver von til þess að fjár- magn fáist í þetta á niðurskurð- artímum? „Ég tel að það séu tvö verkefni eftir sem ríkisstjórnin þarf að ljúka áður en hún getur staðið upp og sagt að hennar áætlanir um endurreisn atvinnulífs og út- flutningsgreina sé lokið. Það er fyrst að klára þau mál sem enn eru óleyst og hafa verið til með- ferðar inni í sjóðunum, fyrst og fremst vegna rekstrarvanda sjáv- arútvegsfyrirtækja og þar á þetta svæði hlut að máli, í sambandi við Þórshöfn og Vopnafjörð. í öðru lagi tel ég að horfa verði til nokkurra svæða og byggðar- laga sem átt hafa í miklum erfið- leikum en ekki hafa fengið neina úrlausn eða komist undir þær reglur sem sjóðirnir hafa starfað eftir. Þarna er ég fyrst og fremst að hugsa um byggð eins og við Öxarfjörð þar sem engin stór sjávarútvegsfyrirtæki fengu fyrir- greiðslu. Þar er vandinn dálftið af öðrum toga og sérstaklega tengd- ur samdrætti í landbúnaði og minni veltu og þjónustu. Þar verður því að grípa til annars konar ráðstafana. Til þess að fulls jafnvægis sé gætt í þessum ráðstöfunum þurfa þessi byggðarlög að komast ein- hvers staðar innundir og síðan á að ljúka þessu á næstu vikum eða mánuðum og strika undir það að þar með sé lokið þessum miklu björgunaraðgerðum sem staðið hafa yfir í um 15 mánuði. Ég hef talað fyrir þessu við- horfi í ríkisstjórninni og geri ráð fyrir að þessi mál verði áfram til umfjöllunar þar á allra næstu dögum. Ég tel að það sé mikill áhugi á því í ríkisstjórninni að ljúka þessum málum. Auðvitað verður ekki horft fram hjá því að erfiðleikarnir í ríkisfjármálunum eru miklir. En þetta eru líka stór og afdrifarík mál sem varða afdrif heilla byggðarlaga og menn geta ekki skorist úr leik í þessu með þeim rökum einum að það séu erfiðleikar í ríkisfjármálum, þótt þeir séu svo sannarlega fyrir hendi. -hmp Fimmtudagur 22. febrúar 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.