Þjóðviljinn - 03.03.1990, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 03.03.1990, Blaðsíða 5
VIÐHORF Bandaríkjastjóm fjandskapast við Kúbu Fjandskapur stjórnvaída í Bandaríkjunum við eyríkið Kúbu hefur aukist upp á síðkastið. Þau hafa haft í frammi ógnanir jafnt á sjó sem á landi. Bandaríkjaher hefur skotið frá herstöð sinni á Guantanamo á austurhluta Kúbu inn í land og orrustuflugvélar hafa flogið lág- flug yfir eyna. Bandarísku flug- vélamóðurskipi og kjarnorku- hlöðnu beitiskipi var siglt upp að landhelgi Kúbu í janúar. Nýlega skaut bandaríska strandgæslan á kúbanskan fraktara er neitaði Bandaríkjamönnum að koma um borð til að niðurlægja áhöfnina og koma fyrir pakka af einhverju, eins og áhöfnin sagði sjálf. Sífellt er ýjað að því að kúbönsk stjórnvöld hylmi yfir flutningi á eiturlyfjum, þó ekki með jafn góðum árangri og raun bar vitni í Panama. Innrás Bandaríkjahers í Pan- ama í desember kostaði líf þús- unda óbreyttra borgara. Hún var gerð í þeim tilgangi að skipta um ríkisstjórn í landinu og koma á fót stjórn er gætti hernaðarlegra hagsmuna ráðastéttarinnar í Bandaríkjunum, hugsmuna banka, fyrirtækja og land- eigenda. Flestir bandamenn þeirra í NATO tóku þátt í að af- saka þessa hernaðaraðgerð, þar á meðal forsætis- og utanríkisráð- herra íslands. Þeir skýldu sér á bak við áróður bandarískra fréttastofnana, sem rann beint í gegnum íslenska fjölmiðla. Öll aðildarríki Samtaka Ameríkur- íkja (OAS) fordæmdu innrásina nema eitt, Bandaríkin. Gylfi Páll Hersir skrifar Innrás um 25 þúsund banda- rískra hermanna með fullkomn- um herbúnaði í Panama breytti í vissum skilningi aðstæðum í Mið- Ameríku. Hún „leysti“ Panama- málið um stund. Lausnin var hernaðarleg. Hún leysti ekki vax- andi hungur, fjölgun lífshættu- legra sjúkdóma og þá algeru eymd sem blasir við meirihluta íbúa þessa heimshluta. En hún dró úr kjarki manna um stund og gaf Bandaríkjastjórn byr undir báða vængi. Handtaka Noriega í Panama og fangelsun í Miami hefur verið notuð til þess að róg- um sósíalista, er leitast við að þróa samfélagsgerð sem aldrei fyrr hefur verið til. Það er ekki aðeins fastheldni forystu Kúbu á sósíalisma og gildi ævistarfs Marx og Leníns, sem Bandaríkjastjórn vill feiga. Sú fastheldni gilti einu, væri hún hjóm. Á Kúbu ríkja þær einstöku að- stæður að alþýða manna hefur hlotið þjálfun í hervörnum, og beinir ekki byssunum að eigin stjórn. Þar ríkja þær einstöku að- stæður að í þessu tæknilega van- þróaða landi er félags- og heilsu- hugur um hvort kúbanskir sjálf- boðaliðar og alþjóðasinnar séu að gegna hjálparstarfi, hvort heldur er sem hermenn, læknar eða kennarar, eða hvort þeir eru liður í útþenslu- og árásarstefnu Kúbu! Alþýða manna á Kúbu hefur ríka sjálfsvirðingu. Hún er sér vitandi um hlut landsins í heimsstjórnmálum. Það viðhorf er ríkjandi að fyrr mætti fagurt landið sökkva í sæ en Kúba gæfist upp við að byggja sósíalisma. Allt þetta gefur Kúbu slíkt fordæmisgildi, að Bandaríkja- Bókin heitir: „Til varnarsósíalismanum. “ Hún verður kynnt í Sóknarsalnum, Skipholti 50A klukkan 17. Rœðumenn verðaAmado Riverofrá Kúbu, Pritz Dullay fulltrúi Afríska þjóðarráðsins (ANC), Bjartmar Jónsson vinnuliði á Kúbu 1989, fulltrúi Suður- Afríkusamtakanna gegn apartheid ogfulltrúi frá Pathfinder bera Kúbu og forseta hennar, Fí- del Castro. Bandaríkjastjórn hefur hatast við byltinguna á Kúbu frá upp- hafi, því hún gerði út um yfirráð þeirra á eyjunni. Byltingin var fé- lagsleg bylting hinna snauðu að frumkvæði hreyfingar er Fídel Castro var í forystu fyrir. Hún hefur í dag á að skipa tugþúsund- Opið bréf eins oe rannsóknardómstóla gæslukerfi sem jafnast á við rík- ustu heimsvaldalönd. Þetta taka heimsvaldalöndin undir. En þau reyna í sömu andrá að beina at- hyglinni frá þeirri staðreynd að efnahagsleg þróun á Kúbu er skýrt fordæmi fyrir önnur van- þróuð lönd og fyrir verkalýðsstétt iðnríkjanna. Það er efnahagsþró- un sem byggir ekki á lögmálum markaðarins, framboði og eftir- spurn, svipu og tálbeitu. Heldur að maðurinn sé skynugur og geti skipulagt verundina á grunni vit- undar sinnar. Heimsvaldalöndin róa að því öllum árum, að mönnum blandist stjórn hefur stöðugt uppi áætlanir um að grafa undan forystu þess og vörnum. Liður í áætlun Bandaríkjanna til að traðka á fullveldi og sjálfs- ákvörðunarrétti Kúbu er sjón- varpsstöð á Miami, sem á að sjónvarpa bandarísku áróðurs- efni um gervalla Kúbu. Til að bæta gráu ofan á svart er stöðin kennd við helstu frelsishetju Kúbu, José Martí. Það samsvarar ekki bara að Kanasjónvarpið á íslandi sendi út með styrk ríkis- sjónvarpsins, bandarískt efni og áróður um stjórn landsins. Bandaríska stöðin (TV-Martí) ætlar að senda út á sömu tíðni og kúbanskar stöðvar, og trufla þær. Allt í ósamræmi við alþjóðlega sáttmála er báðar ríkisstjórnir hafa undirritað. Yfirstandandi mannréttinda- þing Sameinuðu þjóðanna er einnig vettvangur tilrauna Bandaríkjastjórnar til að sverta orðstír Kúbu. Fyrir tæpu ári skoðaði nefnd Amnesti Internat- ional fangelsi á Kúbu að kröfu fulltrúa Bandaríkjastjórnar og var það hinum síðarnefndu ekki til framdráttar. Á Kúbu eru landsmenn þátt- takendur með ákvörðunarrétt. Þar fara fram kosningar sem heimsvaldalöndin velja að þegja um. „Hér skömmumst við okkar ekki fyrir að ræða um Lenín. Á sama tíma og sumir taka niður nafn hans af garða- og götuheit- um og rífa niður styttur af Lenín, Marx og Engels, reisum við þær og við reisum þær ekki úr marm- ara, bronsi eða stáli. Við reisum þær með byltingarsinnaðri hegð- un, hetjulund ogsæmd og hefjum á loft merki marx-lenínisma, sósí- alisma og kommúnisma." Þannig ver Fídel Castro sósíal- ismann. Næstkomandi laugardag (3. mars) kynna Vináttufélag ís- lands og Kúbu, og Pathfinder- bóksalan nýlega bók með fjórum ræðum hans frá 30 ára afmæli byltingarinnar. Bókin heitir: „Til varnar sósíalismanum“. Hún verður kynnt í Sóknarsalnum, Skipholti 50A klukkan 17. Ræðu- menn verða Amado Rivero frá Kúbu, Pritz Dullay fulltrúi Afr- íska þjóðarráðsins (ANC), Bjartmar Jónsson vinnuliði á Kúbu 1989, fulltrúi Suður- Afríkusamtakanna gegn apart- heid og fulltrúi frá Pathfinder. Gylfi Páll Hersir á sæti í stjórn Vin- áttufélags ísiands og Kúbu. Hr. menntamálaráðherra, Svavar Gestsson Með bréfi þessu er athygli menntamálaráðherra vakin á að stofnað hefur verið félagið FJ ÖLSKYLDU VERND, sem mun vinna að því að barna- verndarstarf á íslandi verði hafið upp úr núverandi lágkúru og að starfshættir barnaverndaraðila verði í framtíðinni samboðnir virðingu þeirri, sem bera á fyrir hagsmunum æskufólks og hags- munum umhverfis þess. Á stofnfundi félagsins var eftir- farandi ályktun samþykkt: Félagið Fjölskylduvernd fagn- ar ítrekuðum yfirlýsingum menntamálaráðherra á undan- förnum árum um að endurskoða beri hið fyrsta gildandi lög nr. 53 frá 1966 um vernd barna og ung- menna. Félagið harmar á hinn bóginn þann drátt, sem orðið hefur á smíði nýs frumvarps til barna- verndarlaga í höndum forystu- aðila núverandi barnaverndar- kerfis og Barnaverndarráðs ís- lands sem þar hefur komið við sögu. Félagið bendir á, að endur- skoðun umræddra laga hefur ekki einungis dregist um ár held- ur áratugi og telur félagið víst að rætur þeirrar úrkynjunar, sem nú einkennir starfshætti opinberra barnaverndarstofnana megi m.a. rekja til þeirrar lagaforneskju, sem myndar rammann um hið ís- lenska barnaverndarkerfi ríkis og sveitarfélaga. Félagið leggur áherslu á, að við endurskoðun á gildandi barna- verndarlögum verði stuðlað að aðskilnaði umboðsvalds og dómsvalds á þessu sviði, svo virða megi mannréttindi barna og unglinga og tryggja megi þeim og aðstandendum þeirra lágmarks- réttaröryggi gagnvart opinberu íhlutunarvaldi. Um þessar mund- ir starfa barnaverndarstofnanir eins og rannsóknardómstólar af frumstæðustu gerð, eftirlitslaust og án ábyrgðar gerða sinna gagnvart mönnum og málefnum. Félagið bendir á, að í mörgum tilvikum er þessu frumstæða en valdamikla kerfi ætlað að hlutast til um brýnustu og viðkvæmustu hagsmunamál æskufólks, sem standa berskjölduð gagnvart hvers kyns valdníðslutilburðum á þessum vettvangi. Félagið hvetur til þess að nú- tímaskilningur á sjálfstæðum mannréttindum barna, unglinga jafnt og annarra þegna á íslandi verði lagður til grundvallar við samningu nýs frumvarps til barnaverndarlaga, en að hug- myndagrundvelli núgildandi laga verði að mestu hafnað. Ennfremur varar félagið sér- staklega við því að barnaverndar- aðilum séu falin ósamrýmanleg hlutverk sem styrktaraðilar, eftirlitsaðilar, rannsóknaraðilar og loks handhafar dómsvalds og refsivalds gagnvart einstakling- um á sviði einkamála þeirra. Félagið er reiðubúið að að- stoða ráðuneyti menntamála eftir megni við að semja nýtt frumvarp til barnaverndarmála, sem gæti orðið samboðið þeirri virðingu, sem sýna ber æskufólki á íslandi árið 1990. Virðingarfyllst, f.h. félagsins: Baldur Andrésson Samþykkt samhljóða á fundi Fjölskylduverndar 24. febrúar 1990 Súsanna R. Gunnars. formaður, Guðlaug Kristín Björgvinsd. varaformaður Einar Ingvi Magnússon ritari Hrafnhildur A. Guðmundsdóttir vararitari Sigríður S. Sigfúsdóttir meðstjórnandi Viðar Hauksson varameðstjórnandi ÞRANDUR SKRIFAR Rómantískar íhalds- bullur „Upplagið var eitthvað um 21.000 eintök, eitthvað svoleiðis, prentað á dag og bókhald og ann- að var nú ekki alveg svona eins og það átti að vera þannig að ég prufaði þetta svolítið með því að biðja menn að prenta nú ekki nema svona eins og 14.000 eintök og svo settist ég við símann og beið eftir því hvað myndi gerast. Og það hringdi enginn. Þá datt mér í hug að við gætum farið nið- ur í svona eins og 12.000 eintök, það hringdi heldur enginn. Og svona þegar ég var kominn niður í svona ca. 7.000 eintök, eitthvað svoleiðis, þá fóru að koma svona smá hringingar sem benti til þess að þá vantaði einhvern eins og eitt eintak eða svo. En hin ein- tökin höfðu greinilega verið prentuð fyrir öskuhaugana.“ Þannig lýsti Helgi Pétursson, dagskrárgerðarmaður á Stöð 2, verkstjórn sinni á hinu látna „óháða“ dagblaði NT í þættinum 19.19 fyrir fáum dögum. Einkunn af þessu tagi, um eigin verk, má telja í hreinskilnara lagi en ekki að sama skapi góðan vitnisburð um hæfni til að ráðleggja öðrum. En ritstjórinn fyrrverandi er á öðru máli og segir: „Þessir sneplar sem núna er verið að halda úti, þessir þrír sneplar (Þjóðviljinn, Tíminn og Alþýðublaðið. Innsk. Þrándar) ég segi fyrir mig, þeir eru bara að eyðileggja pólitíska umræðu í landinu, af því að þeir taka stóran hluta af opinberu fé, sem rennur til þessara stjórnmálafiokka sem að þeim standa, sem annars væru miklu öflugri og gætu haldið uppi líflegri pólitískari umræðu í landinu. Menn mega ekki gleyma því alltaf að Sjálfstæðisflokkur- inn fær 25 miljónir af ríkisfé á ári til þess að standa í pólitískri bar- áttu. Þessir peningar sem hinir flokkarnir fá, þeir renna bara þarna úti í að borga einhverja víxla á meðan að sko þingmenn- irnir geta ekki haldið uppi al- mennilegri umræðu eða flokks- starfi. Þetta er gjörsamlega búið fyrir löngu.“ Um sameiningu blaða á vinstri vængnum segir hann: „Megin vandinn í þessum hug- myndum hefur alltaf verið róm- antík. Menn eru sko rómantískir og vilja bara hafa Þjóðviljann sinn, og Alþýðublaðið sitt, og Tímann sinn, drottinn minn og sjá ekkert nema svartnættið framundan ef að þetta er ekki með. Þetta hefur alltaf strandað á einhverju slíku. Það eru ógur- legar íhaldsbullur þarna inni í þessu kerfi, sem hafa lagst þver- sum ofan á allar svona hugmynd- ir, sem eru hreinar og klárar auðvitað markaðshugmyndir og það að við erum að reyna að treysta pólitíska umræðu f landinu." Ekki er gott að segja á hverja ritstjórinn fyrrverandi bendir þegar hann segir „við“ um þá sem eru „að reyna að treysta pólitíska umræðu í landinu," en komast væntanlega ekki til þess fyrir þeim rómantísku og „ógurlegu íhaldsbullum“ sem gefa út „snepla“ sem enginn les. Eru það menn á borð við þá sem af dæma- fáum rausnarskap prentuðu 14.000 eintök af NT á dag „fyrir öskuhaugana." Er þá að finna á blöðum þar sem „bókhald og annað er nú ekki alveg svona eins og það á að vera,“ og ritstjórinn situr við símann í von um að ein- hver kvarti ef hann sker niður þann hluta upplagsins sem venju- lega fer á haugana? í sama frétta- skýringaþætti var upplýst, án þess að Helgi Pétursson tæki eftir því, að „sneplarnir" fengju næsta lítið af því „ríkisfé“ sem renna á til þeirra. Alþýðublaðið ekkert en Þjóðviljinn og Tíminn eitthvað lítilsháttar. Flokkarnir sem að blöðunum standa taki mestan partinn til sín. Samkvæmt þessu verða blöðin „að borga ein- hverja víxla“ af eigin aflafé á meðan þingmenn flokkanna „geta ekki haldið uppi almenni- legri umræðu eða flokksstarfi,“ þrátt fyrir ríkisféð. Röksemda- færsla ritstjórans fyrrverandi vefst því nokkuð fyrir Þrándi. Hvernig tekst „sneplum“, sem enginn les og fá sáralítinn ríkis- styrk, „að eyðileggja pólitíska umræðu í landinu“? Telur sjón- varpsmaðurinn útilokað að öflugt Morgunblað dugi Sjálf- stæðisflokknum betur en þær 25 miljónir sem flokkurinn fær til þess að „þingmennirnir geti hald- ið uppi almennilegri umræðu eða flokkstarfi?" Og hvernig stendur á hinu mikla fylgi hægri manna í landi þar sem sömu menn ráða stærstum hluta fjölmiðlunar? Spyr sá sem ekki veit, og svörin er naumast að finna í þeim orðum sem hér hafa verið gerð að um- talsefni. Er það vegna þess að höfundur þeirra er að því sem lesa má út úr síðustu fimm stöfun- um í orðinu „íhaldsbulla"? - Þrándur Laugardagur 3. mars 1990 ÞJÓÐVILJíNN — SfÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.