Þjóðviljinn - 29.03.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.03.1990, Blaðsíða 4
FERMINGAR I í Borgaraleg ferming Siðræn menntun einstaklinga Gísli Gunnarsson: Nauðsynlegt að bjóða upp á valkost Nýverið voru stofnuð hér í Reykjavík samtök áhugafólks um borgaralegar athafnir. Hið nýja félag hlaut nafnið Siðmennt og hyggst aðstoða við borgaralegar athafnir svo sem fermingar, nafngiftir og greftranir. í stefnuskrá félagsins segir að maðurinn beri sjálfur ábyrgð á velfamaði sínum, ekki æðri mátt- arvöld. Félagsmenn hafi áhuga á manninum umhverfi hans og menningu og leggji áherslu á ábyrgð hvers einstaklings gagnvart náunga sínum. Félagið stendur utan við allar trúarlegar bábiljur og gervivísindi. Það er á móti allri forræðishyggju og hyggst vinna að afnámi laga- ákvæða er mismuni þeim er standa utan trúfélaga. Félagið krefst einnig aðskilnaðar ríkis og kirkju. Félagið hyggst standa fyrir borgaralegri fermingu í ár og til að fræðast meira um þá athöfn hafði Þjóðviljinn samband við Gísla Gunnarsson, dósent og va- raformann hins nýja félags Gísli var fyrst spurður hvernig borgaraleg ferming færi fram Nú, í fyrra fór athöfnin þannig fram að ýmsir komu og héldu ræðu, þar á meðal Svavar Gests- son, Árni Björnsson og Helga Thorberg. Á milli var söngur. Meðal annars var sungið lag eftir Victor Jara en hann var einn af þeim sem voru drepnir í bylting- unni í Chile 1973. Lagið hans er óður til lífsins en textinn er eitthvað á þessa leið: ég elska lífið sem hefur gefið mér svo mikið bæði af gleði og sorg- um. Þetta er óður til lífsins sjálfs en ekki minnst á lífið fyrir hand- an. Það hefur ekki skapast nein venja í kringum þetta en það eru vissir hlutir líklegri en aðrir til að verða endurteknir. Þessi söngur er einn þeirra. En við viljum leggja áherslu á siðræna þáttinn, ekki trúarþáttinn. Þegar menn afsala sér trúar- brögðunum verða þeir að hafa siðfræðina á hreinu. Sumir vilja endurreisa trúarbrögðin til að ..WiciWAGNÚSSON tslan<‘sel®ar 'fSS*® a"ar Guömundssoner^. w ^aretósioðvd ^orlog s^ringarmyndir. \d\ íitmynaa o^ ^—------’ ahugaverðaro^ ........... ^vrigurefUr^nn 6rLaxnCs8 .... jónasar ^^^uro. nokkoum Heimu unö8Son il °^enskri\)ýðm8U • • • •-- 3.103,- 3.103,- 1.890,- . 2.2lír Fennmgargjaflmar í ár! HELGAFELL Síðumúla 29 Síml 688 300 Gísli Gunnarsson: Leggjum áherslu á frjálsan vilja. Mynd: Kristinn. bjarga siðfræðinni en það er ekki nauðsynlegt. Það er þetta sem Siðmennt er að svara með að veita siðfræðilega hugmynda- fræði. Við leggjum áherslu á frjálsan vilja. Félagslega ábyrgð einstakl- ingsins og ábyrgð hans á sjálfum sér. Við viljum varast allar trúar- legar bábiljur. Við byggjum á vi- ssri vísindahyggju en lítum svo á að það séu engin óhjákvæmileg lögmál til. Auðvitað eru svo mismunandi áherslur innan samtakanna. Eins og þessi aðskilnaður ríkis og kirkju, svona gamlir trúleysing- jar eins og ég telja að það sem þarna er á ferðinni sé að menn eru ekki alveg búnir að gera upp sína bamatrú. Kirkjulegt ættarmót En hvers vegna borgaraleg ferming, af hverju ekki að sleppa henni alveg? Það má alveg eins spyrja af hverju þjóðkirkjan sé með hana. Ég held stundum að það sé mest af gömlum vana. Eða að ferming- in sé kirkjulegt ættarmót. Það var viðhorf sem kom fram í grein í fyrra að fermingin veitti fjöl- skyldunni tækifæri til að hittast. Ég veit að skoðanir em skiptar á fermingunni innan kirkjunnar og að hún er í athugun. Svo er þetta viðhorf að ferm- ingin sé visst skref í hugsun bama, viss fullorðnun. Við vilj- um láta okkur varða siðræna menntun einstaklingsins. Við viljum ekki fara þessa auðveldu leið að vera í þjóðkirkjunni, en mæta aldrei í messu, láta sig engu varða siðræn gildi og nota svo ferminguna sem gjafahátíð. Það má nefna að gerð var könnun á trúarviðhorfum íslend- inga og í ljós kom að flestir töldu sig kristna endurholdgunarsinna. Þetta er auðvitað fullkomin hug- myndafræðileg upplausn. Með borgaralegri fermingu er gerð til- raun til að láta athöfn hafa sið- rænt og félagslegt gildi. Þegar kirkjunnar menn ásaka okkur fyrir að stela hugtakinu ferming segi ég bara á móti: af hverju megum við ekki fá það að láni? Em þeir svona nískir á það? Sýna hljóðláta vinsemd Hafið þið orðið vör við mikla andstöðu kirhjunnar manna? Okkur hefur verið mjög mis- jafnlega tekið. Bæði af prestum og öðrum. Við teljum nauðsyn- legt að bjóða upp á valkost. Telj- um það ekki rétt að þeir sem ekki eru kristnir séu að láta börnin sín fermast í kirkju. Það er bara hræsni. Við viljum taka fyrir það sem við teljum að skólinn vanræki. Við getum gert meira af því vegna fámennisins. Kirkjan getur ekki gert það sama vegna fjöld- ans. Margir kirkjunnar menn kíkja á það sem við erum að gera og sýna okkur hljóðláta vinsemd. En núna ætlum við að beita okkur í málum er varða borgara- lega greftmn. í núgildandi lögum er ákvæði er kveður á um að for- stöðumaður safnaðar verði að annast greftrun. Allsherjargoði hefur aðgang að kirkjugörðum þjóðkirkjunnar og má heygja þar menn. Trúlausir menn þurfa að fara þá leið að leita til einhvers frjálslynds prests og biðja hann að vera skrifaðan fyrir athöfn- inni. Viðkomandi prestur situr svo oftast úti í horni á meðan einhver annar sér um athöfnina. Ég hef verið viðstaddur greftrun trú- lauss manns sem fékk lesnar yfir sér allar trúarsetningar kirkjunn- ar um eilíft líf o.s.frv. Þetta tel ég brot á mannréttindum. Við höf- um sent bréf til dómsmálaráðu- neytisins þar sem við förum fram á að þessu ákvæði verði breytt. Við viljum að það sé skýrt í lögunum að félög sem ekki eru trúfélög fái að standa fyrir greftr- un. Menn hafa hringt í okkur til að biðja um greftrun. Það ætti að vera sjálfsagt mál að hægt væri að koma trúleysingja í jörðina án þess að þurfa að leita til prests eða allsherjargoða. Að þessum orðum sögðum kveðjum við Gísla Gunnarsson og þökkum upplýsingarnar. Borgaraleg ferming er greinilega orðin varanlegur valkostur til umhugsunar fyrir fermingarbörn og foreldra þeirra. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.