Þjóðviljinn - 03.05.1990, Side 6

Þjóðviljinn - 03.05.1990, Side 6
ERLENDAR FRETTIR Fvrsli mai Róttækir storka Goitatsjov ÓspektiríVestur-Berlín. Lögregluofbeldi íIstanbúl. Mikil þátttaka í Rómönsku Ameríku Minna var um að vera í Austur-Evrópu 1. maí en vani hefur verið lengi, í Moskvu létu stjórnarandstæðingar mikið að sér kveða og í Berlín og Istan- búl kom til óspekta. í Reuter-frétt segir að kröfuganga róttækra stjórnarandstæðinga í Moskvu á hátíðisdegi verkalýðsins hafi ver- ið alvarlegustu ávíturnar, sem Míkhail Gorbatsjov hafi sætt af almennings hálfu frá því að hann kom til valda fyrir fimm árum. En allt fór þar friðsamlega fram og var mannskapurinn glaðvær. Tugþúsundir tóku þátt í kröfu- göngu þeirra róttæku inn á Rauðatorg. Einna mest bar á í göngunni andúð á KGB og sam- úð með Litháum. Veifuðu margir litháískum fánum og kröfðust þess að aflétt yrði banninu á inn- flutningi frá Sovétríkjunum til Litháens. Þá voru stjórnvöld sökuð um að hafa ekki gert nóg til að hreinsa til eftir kjarnorkuslys- ið í Tsjernobyl, tregðu í lýðræðis- þróun, ódugnað í efna- hagsmálum o.fl. Á Gorbatsjov og öðrum leiðtogum mátti sjá, að þeim var ekki skemmt, og eftir að hafa staðið á leghöll Leníns í 25 mínútur gengu þeir á brott. f Leníngrad og höfuðborgum Eystrasaltslanda og Kákasus- landa voru engar göngur eða fundir að þessu sinni. í Berlín var mikil þátttaka í kröfugöngum og fundum, þannig fór kílómetra löng ganga Áustur- Þjóðverja um skarð á Berlínarm- úr. Þar fór allt friðsamlega fram lengi dags, en undir kvöld hófust óspektir, eins og jafnan hefur viljað verða undanfarin ár við hátíðahöld þessi þar í borg. Verst var það í Kreuzberg, borgarhluta í Vestur-Berlín. Hundruð ung- menna kveiktu þar elda, rændu verslanir og hlóðu götuvígi gegn lögreglu, sem beitti kylfum, tár- agasi og vatnskanónum. Nokkrir menn meiddust. Lögregla segir að margir óspektaunglinganna muni hafa verið Tyrkir, en það þjóðerni er fjölmennt í Kreuz- berg. Er þetta í fyrsta sinn, sem verulega ber á þeim í óspektum þar. í Leipzig köstuðu vinstriung- lingar og nýnasistar flöskum og dósum hvorir í aðra, en Iögregla gekk á milli áður en til alvarlegra meiðinga kom. í Tyrklandi höfðu stjórnvöld bannað öll hátíða- höld, og í Istanbúl réðst lögregla af miklum hrottaskap á fólk, sem kom saman á fundi eigi að síður. Allmargir særðust, þar á meðal tveir af skotum lögreglu, og að sögn lögreglu voru um 2.500 handteknir. Á Kúbu voru hátíðahöldin ekki síður vegleg en verið hefur undanfarna þrjá áratugi og voru um þrjár miljónir manna með í þeim. í Managua hentu sandin- istar og stuðningsmenn nýju stjórnarinnar grjóti hvorir í aðra, er kröfugöngur þeirra mættust, en til alvarlegra átaka kom ekki. I E1 Salvador, höfuðborg Salva- dors, fóru tugþúsundir í kröfu- göngu og bar þar mest á kröfum um að endi yrði bundinn á borg- arastríðið hryllilega þarlendis, sem orðið hefur um 75.000 manns að grandi. í Hondúras og Venesúelu var og fjölmenni í kröfugöngum, þar sem mótmælt var verðhækkunum á lífsnauð- synjum og spamaðarráðstöfu- num stjórnvalda, er komið hafa illa niður á þeim fátækustu. Um 3.000 panamskir verka- menn mótmæltu harðlega innrás Bandaríkjamanna í Panama í des. s.l. í Argentínu vom að sumra sögn tugþúsundir, að ann- arra mati hundruðþúsundir á fundum og í göngum, sem vinstri- flokkar boðuðu til, og var þar mótmælt lágum launum, sem stjórn Menems forseta hefur skammtað verkamönnum, og einkavæðingu atvinnulífs, sem sú stjórn hefur einnig ákveðið. í Chile, þar sem menn vom frjálsir að því að halda 1. maí hátíðlegan að vild í fyrsta sinn síðan fyrir valdaránið þar haustið 1973, var og mikil þátttaka. Reuter/-dþ Litháen Kohl og Mittmand miðli málum Vytautas Landsbcrgis, forseti Litháens, beindi í gær þeim tilmælum til Helmuts Kohl, sam- bandskanslara Vestur-Þýska- lands og Francois Mitterrand, Frakklandsforseta, að þeir reyndu að telja ráðamenn í Mos- kvu á að hefja viðræður við lithá- ísku stjórnina. Las Landsbergis tilmæli þessi til tveggja áhrifa- mestu leiðtoga Vestur-Evrópu upp á litháíska þinginu í gær. Tilmæli Litháensforseta em jafnframt svar við orðsendingu til Litháensstjórnar, sem þeir Kohl og Mitterrand sendu fyrir viku. Fóru þeir í orðsendingunni fram á „þolinmæði og varkámi“ af Lit- háa hálfu í sjálfstæðisbaráttu þeirra. í svari sínu segir Lands- bergis meðal annars, að til greina komi að Litháar slái á frest ýms- um ráðstöfunum í framhaldi af sjálfstæðisyfirlýsingunni 11. mars s.l. Talskona upplýsingaskrif- stofu litháíska þingsins sagði að litháíska stjómin væri til viðtals um allt við þá sovésku nema sjálfa sjálfstæðisyfirlýsinguna. Búist er við að þing LettlandS:' fari að dæmi Litháa og lýsi yfir sjálfstæði innan nokkurra daga, en talsmenn lettnesku Alþýðij- fylkingarinnar hafa tekið fram að Lettar muni í því fara að með ýtr- ustu gát í von um að ekki komj til árekstra við sovésku stjórnipa. Reuter/-dþ Suður-Afríka Fyrstu viðræður stjómar og ANC Könnunarviðræður hófust í gær milli Suður-Afríku- stjórnar og Afríska þjóðarráðsins (ANC). Þykir þetta vera sögu- legur atburður, þar eð hér er um að ræða fyrstu viðræður þessara aðila eftir fjandskap þeirra á milli í næstum átta áratugi. Viðræðurnar, sem fyrirhugað er að standi í þrjá daga, fara fram í Höfðaborg. F.W. de Klerk, Suður-Afríkuforseti og Nelson Mandela, leiðtogi ANC sem látinn var laus í febr. s.l. eftir 27 ára fangelsisvist, létu báðir í ljós bjartsýni við upphaf viðræðn- anna, þó í hófi. Mandela talaði við þetta tækifæri á afrikaans, máli hollenskættaðra Suður- Afríkumanna, og ber efalaust að skilja það sem vináttubragð, því að suðurafrískir blökkumenn hafa yfirleitt hliðrað sér hjá því að tala afrikaans, sem þeir kalla mál kynþáttakúgara. Reynt verður í viðræðunum að ná samkomulagi um frekari við- ræður til lausnar deilumálum. Rúmlega 40 þingmenn íhalds- flokksins, sem andvígur er sátta- stefnu de Klerks, gengu af fundi Suður-Afríkuþings í gær til að leggja áherslu á óánægju sína með viðræðurnar. Reuter/-dþ Finnland Vinstri sameining Mandela - bjartsýni í hófi. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför Högna Helgasonar Kópavogsbraut 97 Kristín Halldórsdóttir Ketill Högnason Hildigunnur Davíðsdóttir Hildur Högnadóttir Haukur Högnason Marta Hauksdóttir barnabörn og barnabarnabarn Bifhjolamenn hafa enga heimild til að aka hraðar en aðrir! IUMFERÐAR RÁÐ Finnskir kommúnistar samein- uðust um helgina í nýjan stjórnmálaflokk, „Vinstra bandalagið“ ásamt ýmsum öðr- um vinstrisinnuðum stjórnmála- samtökum. Kommúnistaflokkur Finn- lands er einn elsti kommúnista- flokkur Evrópu. Hann var stofn- aður árið 1918 og var upphaflega einn stærsti kommúnistaflokkur á Vesturlöndum. Fljótlega eftir heimsstyrjöld- ina síðari klofnaði flokkurinn í tvær fylkingar sem hafa í raun starfað sem tveir sjálfstæðir flokkar. Kommúnistar tóku þátt í flestum samsteypustjórnum í Finnlandi eftir stríð þar til fyrir rúmum áratug. Kosningafylgi þeirra hefur hraðminnkað á undanförnum árum. Meirihlutaflokkurinn ræður yfir sextán þingsætum af tvö hundruð á finnska þinginu og minnihlutaflokkurinn, sem er mjög Sovéthollur, ekki nema fjórum. Bæði klofningsbrotin taka þátt í stofnun nýja flokksins. Reuter/rb Mæðgin giýtt í hel Cimiliano Chavez, einn foring- ja perúönsku skæruliðahreyfing- arinnar Ljómanda stígs, var grýttur til bana s.l. laugardag í fjallaþorpinu Huamaran, norður af Lima. Voru þar að verki þorps- búar, sem brugðust illa við er Chavez kom til þorpsins þeirra erinda að fá unga menn þar til að ganga í skærulið Ljómanda stígs, er játar maóíska hugmyndafræði. Móðir Chavezar og systir, sem báðar voru liðsmenn í hreyfing- unni, komu daginn eftir til þorps- ins, að sögn embættismanns eins með hefnd í hug, en þorpsbúar grýttu einnig þær í hel. Indíána- bændur í Andesfjöllum eru í slæmri klemmu milli skæruliða og stjórnarliða og sæta hryðjuverk- um af beggja hálfu. Um 17.000 manns munu hafa verið drepmr í stríði stjórnvalda og maóista, sem staðið hefur yfir í áratug. Landsbergis-til viðtals um allt nema sjálfstæðisyfirlýsinguna. 6 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN af sjúkrahúsi Oskar Lafontaine, sambands- kanslaraefni vesturþýskra jafn- aðarmanna, útskrifaðist í gær af sjúkrahúsi, þar sem hann hefur legið frá því að honum var sýnt banatilræði í s.l. viku. Mun hann nú, að sögn annarra leiðtoga jafnaðarmanna, taka á ný við for- ustu í kosningabaráttunni fyrir kosningar er fram eiga að fara í des. n.k. Læknar hafa þó ráðlagt Lafontaine að forðast alla áreynslu á næstunni. Adelheid Streidel, kona sú er stakk Lafont- aine með hnífi, er nú í geðrann- sókn, og óvíst er hvort hún verð- ur leidd fyrir rétt eða send á geð- veikrahæli. Nýr Ungverja- forseti Fyrsta lýðræðislega kjörið þing Ungverjalands síðan á 5. áratugi aldarinnar kom saman í fyrsta sinn í gær og var Arpad Goncz kjörinn þingforseti og jafnframt forseti lýðveldisins til bráða- birgða. Fyrirrennari hans í emb- ætti var Matyas Szuros í Sósíal- istaflokknum, fyrrverandi kommúnistaflokki sem breytti sér í jafnaðarmannaflokk í okt. s.l. Goncz, sem er 68 ára, er í Bandalagi frjálsdemókrata. Hann er rithöfundur og sat í fang- elsi í sex ár eftir Ungverjalands- uppreisnina 1956. Ólétt böm 12 af hundraði einhleypra kvenna í Venesúelu, er eyða láta fóstri, eru 12 ára, að sögn þar- lends embættismanns, sem hefur með höndum mál mæðra á ung- lingsaldri. Hann kennir foreldr- um um, hve mikið er um það þar- lendis að barnungar stúlkur verði bamshafandi, þar eð þeir hirði ekki um að fræða stúlkurnar um kynlíf.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.