Þjóðviljinn - 08.05.1990, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.05.1990, Blaðsíða 2
FRETTIR Birting Stuðningur við Nýjan vettvang Aðalfundur Birtingarsamþykkti að láta afhlutleysisínu íkomandi borgarstjórnarkosningum Birting, félag jafnréttis og lýð- ræðissinna, samþykkti á aðal- fundi sínum á laugardaginn að lýsa yfír stuðningi við framboð Nýs vettvangs í borgarstjórnar- kosningunum í vor. Áður hafði félagið samþykkt að taka ekki af- stöðu til þeirra framboða sem komið hafa fram á vinstrikantin- um. í ályktun fundarins er lýst yfir stuðningi við „sameiginleg fram- boð jafnaðar- og félagshyggju- manna um allt land“ og við fram- boð „Alþýðubandalagsins og annarra jafnaðarmanna þar utan höfuðborgarinnar sem ekki tókst samstaða vinstrimanna um eitt framboð. í Reykjavík er fram- boð Nýs vettvangs, H-listinn, Alþingi Níföld ósannindi Hjörleifur Guttormsson: Iðnaðarráðherrafer með níföld ósannindi þegar hann segir eitt kíló afáli gefa jafn mikið og eitt kíló afþorski í þjóðarbúið í umræðum um frumvarp iðn- framkvæmdir í tengslum við fyrirhugaða stóriðju á íslandi, sagði Hjörleifur Guttormsson Jón Sigurðsson fara með níföld ósannindi þegar hann fullyrti ítr- ekað að eitt kíló af áli gæfi jafn mikið í þjóðarbúið og eitt kfló af þorski. Hjörleifur sagði iðnaðarráð- herra hafa klifað á þessum full- yrðingum í fjölmiðlum og á Al- þingi og þannig reynt að sannfæra þjóðina um ágæti fyrhugaðs ál- vers. Samkvæmt fullyrðingum ráðherrans ætti álver sem afkast- aði 200 þúsund tonnum að gefa samsvarandi hagnaði í þjóðarbú- ið og 200 þúsund tonn af þorski og þessi hvalreki ætti síðan að verða enn meiri ef álverið yki af- kastagetu sína í 400 þúsund tonn, eins og heyrst hefði að til greina kæmi. „Hvernig í ósköpunum stendur á því að Alþingi íslendinga og ríkisstjómin hafa ekki uppgötvað þennan stórasannleik fyrir lifandi löngu?“ spurði Hjörleifur. Hann sagðist hafa varað við þessum staðhæfingum ráðherrans og leyft sér að kalla þær hina mestu fjarstæðu. Enda þurfi ekki hyggjuvit til að sjá að eitthvað vantaði upp á röksemdafærsluna. Hjörleifur vitnaði síðan í grein í DV þar sem blaðamaður hefði reiknað dæmið út frá forsendum Þjóðhagsstofnunar og komist að þeirri niðurstöðu að iðnaðarráð- herra væri nífaldur ósanninda- maður í þessum efnum, eins og þingmaðurinn orðaði það. í greininni segir Hjörleifur að komið hefði fram að nýtt 200 þús- unda álver skilaði ekki sama tölu- gildi í þorski, heldur aðeins sem samsvaraði 22 þúsund tonnum af þorski. Þannig myndi 400 þúsund tonna álver skila sem svaraði til 45 þúsund tonnum af þorski. Það þyrfti því að framleiða 9 kíló af áli á móti hverju kflói af þorski. Hvar er sómi ráðherrans í þessu máli? spurði Hjörleifur. Hann bætti því síðan við að skoða þyrfti þessar tölur betur varðandi kostnaðarhlutdeild erlendra að- fanga útgerðar og fiskvinnslu, en það breytti ekki þeirri grundvall- arstaðreynd að samanburður iðn- aðarráðherra væri langt frá raun- veruleikanum. Samkvæmt forsendum frum- varps ráðherrans verða brúttó- gjaldeyristekjur af álverinu um 20,5 milljarðar, að sögn Hjör- leifs. 10,7 milljarðarfæru í erlend aðföng og þá stæðu eftir 9,8 milljarðar. Afborganir og vextir af fjárfestingum væru áætlaðir 5,9 milljarðar og þá væru 3,9 milljarðar eftir í brúttógjald- eyristekjum. Vinnulaun til 645 starfsmanna og 36 viðbótarstarfs- manna hjá Landsvirkjun væru áætluð 1,3 milljarðar og þá stæðu eftir 2,6 milljarðar, sem varla gerðu meira en greiða raforku- kostnaðinn. Samkvæmt þessu sagði Hjör- leifur vinnulaunin ein standa eftir sem nettóhagnað í dæminu. Síð- an héldi iðnaðarráðherra því að þjóðinni að 1-2 milljarðar í þjóð- arbúið jafngiltu 200 þúsund tonn- um af þorski. -hmp helsta andstöðuaflið gegn flokks- ræði Sjálfstæðismanna. Framboð H-listans hefur farið fram undir svipuðum samfylkingarmerkjum og Birtingarmenn hvöttu til í vet- ur. Eitt þriggja félaga Alþýðu- bandalagsins í borginni, ÆFR ... tekur þátt í framboði H-listans,“ segir í ályktuninni og henni lýkur á því að fundurinn „hvetur alla Alþýðubandalagsmenn og jafn- aðarmenn í höfuðborginni að efla sigurlíkur H-listans á kjördag". Ályktunin var samþykkt með 21 atkvæði gegn sjö en nokkrir sátu hjá Á fundinum var Birtingu kosin ný stjórn sem er þannig skipuð: Árni Páll Árnason, Hrafti Jökuls- son, Kjartan Valgarðsson, Mar- grét S. Björnsdóttir, Mörður Árnason, Ragnheiður Gyða Jónsdóttir og Svanfríður Jónas- dóttir. Stjórnin hefur enn ekki skipt með sér verkum en talið er líklegt að Kjartan Valgarðsson verði áfram formaður félagsins. -ÞH Forsœtisráðherra Til fundar við Arafat Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra lýsti yfir stuðningi við friðartillögur Egypta í deilu ísraelsmanna og Palestínumanna í gær, en hann er nú staddur í opinberri heimsókn í Egypta- landi í boði forsætisráðherra landsins. Þá er áformaður fundur Steingríms með Yasser Arafat, leiðtoga frelsissamtaka Pelest- ínumanna í Túnis. í Egyptalandi er meðal annars ráðgert að Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra eigi viðræður við Mubarak forseta landsins. -grh Hótel Island Rignir silkinærum í kvöld? Tom Jones heldur fimm tónleika á íslandi á einni viku Tom Jones, hjartaknjisarinn mikli, er kominn til Islands. Hann heldur fímm tónleika á Hót- el íslandi ó einni viku, þeir fyrstu eru í kvöld. Tom Jones segir það af og frá að áhorfendur hans séu mestmegnis miðaldra konur. Á tónleikana kemur fólk á öllum aldri, segir hann. Eins og frægt er orðið kasta æstar konur iðulega nærfatnaði upp á sviðið þegar kyntröllið dillar sér í gömlu góðu lögunum. Tom Jones segir þetta þó hafa verið tískubólu á sjöunda áratugnum og lítið hafi borið á slíku síðustu ár en það er aldrei að vita upp á hverju íslenskir að- dáendur hans taka. Tom Jones er kominn af vel- skum námuverkamönnum og hefði Tom litli án efa fetað í fót- spor forfeðra sinna ef hann hefði ekki orðið berklaveikur, og ráð- lagði heimilislæknirinn piltinum frá því að stinga sér ofan í nám- umar. Tom Jones segist hafa sungið frá unga aldri og með söngferli sínum tókst honum að gera aðal- áhugamál sitt að lifibrauði sínu. Þrátt fyrir það mikla orð sem fer af kvensemi kappans hefur hann verið harðgiftur í meira en 30 ár. Hann býr ásamt konu sinni í Kaliforníu en þau eiga að auki hús í Wales. Sonur þeirra hjóna Mark er nú umboðsmaður föður síns og er hann í för með honum hér. Tom Jones verður fimmtugur í Júni. Hann kveðst þó litlar áhyggjur hafa af aldrinum. í húsi sínu hefur hann komið fyrir lík- amsræktarsal og æfir af kappi þegar tími vinnst til. Eins og áður sagði heldur Tom Jones fimm tónleika hér á landi, í kvöld, 9.10. ll.og 13.þessa mán- aðar. BE Tom Jones, hjartaknúsarinn mikli, á fundi með blaðamönnum í gær. Mynd-Jim Smart. Ólafur Árni Bjamason söngvari ásamt undirleikaranum Olafi Vigni Albertssyni. Ungurtenór Ólafur Árni Bjarnason, tenór, heldur sína fyrstu opinberu tón- leika hér á landi í íslensku óper- unni í kvöld kl. 20.30. Undir- leikari verður Ólafur Vignir Al- bertsson. Ólafur Ámi hefur verið ráðinn fyrsti tenór við óperuhús- ið í Regensburg í Vestur- Þýskalandi. Þar verður frumraun hans að syngja hlutverk Don Jose í Carmen eftir Bizet. Á efnis- skránni í kvöld verða ítalskar ant- ik aríur, íslensk og skandinavísk lög, auk þýskra og ítalskra óperu- aría. Tónleikamir í kvöld eru á vegum Styrktarfélags íslensku óperunnar. Atvinnumöguleikar kvenna hjá Sþ Igor Vallye, fulltrúi ráðningar- skrifstofu Sameinuðu þjóðanna, heldur fyrirlestur í stofu 101 í Lögbergi, í kvöld kl. 20. Fyrir- lesturinn er um atvinnumögu- leika kvenna hjá Sameinuðu þjóðunum. Allsherjarþing Sþ. hefur sett það markmið að í árs- lok 1990 skuli 30% háskóla- menntaðra starfsmanna stofnun- arinnar vera konur, en 30. júní í fyrra voru einungis 26,9% starfs- manna í þessum flokki konur. Námskeið í skyndihjálp Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands heldur námskeið í skyndi- hjálp og hefst það í dag kl. 20 og stendur í fimm kvöld. Námskeið- ið er haldið að Fálkafeni 11, ann- arri hæð, í nýju húsi deildarinnar. Allir sem eru 15 ára og eldri geta sótt námskeiðið. Skráning í síma 688188. Kennsludagar8., 9., 14., 15. og 17. maí. Orsakir dreifðrar byggðar Jörgen Ole Bærenholt landfræð- ingur við Háskólann í Hróars- keldu flytur fyrirlestur á fræðslu- fundi Félags landfræðinga, í Skólabæ við Suðurgötu 26 mið- vikudaginn 9. maí kl. 20.30. Fyrirlesturinn nefnist Orsakir dreifðrar byggðar - um lífsform og auðlindastjómun í sjávar- þorpum við Norður Atlantshaf. í fýrirlestrinum verða kynntar hugmyndir um lífsform og svæða- þróun á íslandi og Færeyjum og komið inn á sömu atriði hvað varðar Grænland og Norður Nor- eg. Spurt verður hvaða hlutverki atvinnan gegni í fiskverkunar- verksmiðjunni, skipulagi fjöl- skyldunnar og opinberri velferð- arstefnu og hver séu hin stað- bundnu menningartengsl. Emstrur friðaðar Landgræðsla ríkisins og sveitar- stjórn Hvolshrepps í Rangár- vallasýslu hafa gert með sér sam- komulag um friðun afréttarsvæð- isins á Emstrum. Samið var um að ekki skyldi rekið eða flutt búfé á afréttinn á næstu fimm árum. Emstrur em landsvæði austan við Markarfljót norðan Þórsmerkur- svæðisins. Á undanförnum árum hefur verið náin samvinna við bændur í Hvolhreppi um beitar- stjórn og upprekstur á Emstrurn- Tveir létust í mótorhjólaslysi Tveir ungir menn létust í umferð- arslysi á Suðurlandsvegi á móts við Ölfusborgir á sunnudags- kvöldið. Mennirnir vom á mótor- hjóli og rákust aftan á langferða- bíl, sem beygði út af Suðurlands- vegi í átt að Olfusborgum. Menn- irnir voru báðir látnir þegar kom- ið var með þá á Borgarspítalann í Reykjavík. Vortónleikar Tónlistarskólans Vortónleikar Tónlistarskólans í Reykjavík verða haldnir í Nor- ræna húsinu í kvöld kl. 20.30. Nemendur Tónlistarskólans leika ásamt píanóleikurunum Önnu Guðnýju Guðmundsdótt- ur, Helgu Bryndísi Magnúsdótt- ur og Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Á efnisskránni em verk eftir fjöl- da tónskálda. Nemendur flytja verkin bæði í einleik og samleik. Aðgangur er ókeypis. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 8. maí 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.