Þjóðviljinn - 08.05.1990, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 08.05.1990, Blaðsíða 8
X-SEYÐISFJÖRÐUR Jafnaðaimenn sameinaðir Alþýðubandalagsmenn, Alþýðuflokksmenn ogóháðirsameinast um eitt framboð gegn íhaldi og framsóknarmönnum Óháðir, félagshyggjumenn og jafnaðarmenn tóku höndum sam- an á Seyðisfirði og stofnuðu sam- tökin Tindar þann 9. maí síð- astliðinn með það fyrir augum að steypa núverandi meirihluta sem ríkt hefur í 16 ár. Samtökin draga nafn sitt af Þrítindum sem eru þrír tindar í Strandatindi sem gnæfir yfir Seyðisfjörð. Stofnun þeirra bygg- ir á góðri reynslu af samstarfi minnihlutans í bæjarstjóm síð- astliðið kjörtímabil. Ástandið í herbúðum vinstri- manna er gjörólíkt því sem var fyrir síðustu sveitarstjóraakosn- ingar. Þá klofnaði Alþýðubanda- lagið rétt fyrir kosningarnar og hópur úr því bauð fram sér í sam- starfi við óháða. Þrátt fyrir það tókst Alþýðubandalaginu að halda sínu og fá einn mann kjör- inn eins og í næstu kosningum þar á undan. Magnús Guðmundsson 1. maður á T-lista. Á kjörskrá eru um 680 manns. í síðustu kosningum fékk B-listi Framsóknarflokks 183 atkvæði og þrjá menn kjörna. D-listi Sjálfstæðisflokks fékk 147 at- Atvinnumál höfuðmál kosninganna Margrét Gunnlaugsdóttir 3. maður á T-lista er bjartsýn á að með sameinuðuframboðifélagshyggju- og jafnaðarmanna takistað hnekkja meirihluta íhalds og framsóknarmanna Hér á Seyðisfirði hafa Fram- sóknarflokkur og Sjálfstæðis- flokkur farið með meirihluta í bæjarstjórn á þessu kjörtímabili sem senn lýkur. Ekki bara á síð- asta kjörtímabili heldur síðustu 16 ár. Við í Tindum, sem er nýstofn- að félag þar sem óháðir félagshyggju- og jafnaðarmenn sameinuðust í sterku og lifandi félagi, höfum sett okkur það markmið að fella núverandi meirihluta í næstu kosningum. Við teljum góða möguleika á að það takist sé miðað við þau viðbrögð sem við höfum fengið hjá bæjarbúum. Það er greinilegt að eftir 16 ára stjórn Framsóknar og Sjálfstæðismanna finnst fólki kominn tími til að þeir fái að hvfla sig. Atvinnumálin mikilvægust Langstærstu mál á stefnuskrá okkar eru atvinnumálin. Hér á Seyðisfirði gerðist nýlega mikill harmleikur í atvinnulegu tilliti. Snemma í september á síðasta ári varð fiskvinnslufyrirtæki, sem var langfjölmennasti vinnustað- urinn hér í bæ, gjaldþrota. Við það misstu á annað hundrað verkamenn vinnu sína. Frá þeim tíma hafa 70 til 90 menn verið á atvinnuleysisskrá hér í bænum, langflestir konur. Það segir sig sjálft að úr þessu verður að bæta áður en stórfelld- ur fólksflótti verður úr bænum. Þess vegna ætlum við vinna af öllum mætti og með hverjum sem vilja vinna með okkur að endur- reisn fiskvinnslunnar og það sem allra fyrst. Það þolir enga bið. Við höfum nú þegar tapað allt of löngum tíma. Þegar vá sem þessi dynur yfir fámennt sveitarfélag verða allir að taka höndum saman. Af þessum sökum eru atvinnumálin númer 1, 2 og 3 á okkar stefnuskrá. Við leggjum líka áherslu á að skaffa lóðir undir ýmiss konar annan atvinnurekstur en fisk- vinnslu til að auka fjölbreytni í atvinnulífi staðarins. Við teljum núverandi meirihluta ekki hafa staðið við gefin loforð í þeim efn- um frá síðustu kosningabaráttu. Ofarlega á stefnuskrá okkar eru umhverfis- og skipulagsmál. I þeim málum er allt of margt ógert sem við viljum bæta úr. Kaupstaðurinn okkar verður einnar aldar gamall árið 1995. Fram að þeim tíma eru ótal mörg verk að vinna ef við ætlum að vera komin í sparifötin þegar sú hátíð gengur í garð. Við eigum hér á Seyðisfirði mörg gömul og virðuleg hús sem bæði hafa byggingarlegt og sögu- legt gildi. Þar má nefna gömlu Jónas Hallgrímsson fram- kvæmdastjóri 1. maður á D.-lista Sjálfstæðisflokks. Núverandi forseti bæjarstjórnar. Theodór Blöndal tæknifræðingur 1. maður á B. lista Framsóknar. Sigrún Ólafsdóttir 2. maður á T- listat kvæði og tvo menn. A-listi Al- þýðuflokks fékk 119 atkvæði og 2 menn. G-listi Alþýðubandalags fékk 69 atkvæði og einn mann. Og S-listi óháðra og Alþýðu- Hallsteinn Friðþjófsson 4. maður á T-lista. bandalagsmanna fékk 86 atkvæði og einn mann. Framsóknarflokkur og Sjálf- stæðisflokkur fengu samtals 330 atkvæði og fimm menn en AI- Pétur Böðvarsson í baráttusæti sem 5. maður T-lista. þýðuflokkur, Alþýðubandalag og óháðir 274 atkvæði og fjóra menn. Samtökin Tindar ætla að reyna að snúa þessum tölum við nú í kosningunum. símstöðina sem gegndi því sögu- lega hlutverki að taka við fyrsta sæsímastrengnum sem lagður var til landsins 1906. Það hús hýsir nú bæjarskrifstofurnar. Nauðsyn- Iegt er að gera miklar Iagfæringar á því. Þegar lokið verður við smíði nýs skólahúsnæðis, sem er tilbúið að hluta, er áætlað að flytja bæjarskrifstofurnar síðar í gamla skólahúsið sem reist var árið 1907. Þetta gamla skólahús þarfnast mikilla lagfæringa eins og gamla símstöðin. Okkur þykir hægt hafa miðað í þessum málum og hyggjumst bæta úr því. Nefndarstörf Við í Tindum teljum að nefnd- arstörf innan bæjarstjórnarinnar hafi verið í hálfgerðum dvala á kjörtímabilinu. Nefndir hafa ekki verið virkjaðar eins og þær voru kjörnar til. Þar af leiðandi hafa þeir sem í þeim áttu að starfa ekki nýst sem skyldi. Við viljum nýta nefndirnar eins og til er ætlast en ekki setjast á þær og halda starfi þeirra niðri eins og núverandi meirihluti. Allt starf verður lýðræðislegra ef nefndimar fá að starfa eins og þeim er ætlað. Félagsmál í félagsmálum er mikill akur óplægður hér í bæ. Þann akur ætl- um við að rækta betur en hingað til hefur verið gert. Við mun leggja meiri áherslu á starf aldr- aðra. Um leið viljum við stórbæta þjónustu við þá enda teljum við þá eiga hana inni hjá samfé- laginu. Mat okkar er að núverandi meirihluti hafi ekki gert sér nægi- lega grein fyrir því hve stór hluti bæjarbúa eru í hópi aldraðra og að sá hópur verður sífellt stærri hluti samfélagsins. Það ber að sinna öldruðu fólki betur en áður bæði með betri þjónustu og stuðningi svo að það njóti sín við ýmiss konar störf og tómstundir. Með öðrum orðum þá viljum við virkja aldraða í þeirra eigin þágu. Æskunni viljum við líka sinna betur en núverandi meirihluti. Við munum meðal annars leggja Margrét Gunnlaugsdóttir 3. maður á T-lista: Félagshyggju- og jafnað- armenn í félaginu Tindar ætla að fella núverandi meirihluta. áherslu á að Ijúka gerð nýs íþrótt- ahús. Unglingar hafa mjög tak- markaða aðstöðu til að sinna ýmsum áhugamálum sínum. Starf í þeirra þágu hefur að okkar mati verið ómarkvisst. Loforð núverandi meirihluta um leikvelli hafa enn ekki öll ver- ið efnd. Þannig njóta einstæður mæður, sem hafa börn sín hjá dagmæðrum, ekki niðurgreiðslu á dagvistunargjaldi frá sveitarfé- laginu eins og fæst fyrir böm í leikskóla bæjarins. Við teljum þetta óréttlátt og viljum bæta úr því. í málefnum fatlaðra viljum við gera meira en gert hefur verið. Allvel hefur verið staðið að íþróttamálum þeirra en við telj- um þörf fyrir úrbætur á öðrum félagslegum málum í þeirra þágu, svo sem ýmiss konar tómstund- astörfum. 8 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN T-listinn Framboðslisti Tinda, félags jafnaðar- og vinstrimanna 1. Magnús Guðmundsson skrifstofumaður, 2. Sigrún Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur, 3. Margrét Gunnlaugsdóttir hárgreiðslumeistari, 4. Hallsteinn Friðþjófsson formaður verkamannafélagsins Fram, 5. Pétur Böðvarsson yfirkennari, 6. Hermann Vestri Guðmundsson verkamaður, 7. Jóhanna Gísladóttir kennari, 8. Þuríður Einarsdóttir húsmóðir, 9. Þorkell Helgason rennismiður, 10. Jón Halldór Guðmundsson aðalbókari, 11. Þóra Bergný Guðmundsdóttir arkitekt, 12. Egill Sölvason forstöðumaður félagsheimilis, 13. Stefán Smári Magnússon verkamaður, 14. Hilmar Eyjólfsson vélvirki, 15. Ragnhildur Billa Árnadóttir verkakona, 16. Einar Jens Hilmarsson vélstjóri, 17. Ingbjörg Hallgrímsdóttir fóstra, 18. Emil B. Emilsson kennari.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.