Þjóðviljinn - 27.06.1990, Side 1

Þjóðviljinn - 27.06.1990, Side 1
Miðvikudagur 27. júní 1990 116. tölublað 55. órgangur Atvinnuþróunarfélög Efla atvinnulíf í dreifbýli Byggðanefnd: Til að stöðvafólksflutningafrá landsbyggðinni ogjafna byggðaþróun verður að aukafjölbreytni atvinnulífsins og styrkja það semfyrir er. AtvinnuþróunarstarfByggðastofnunar verði aukið r Iáfangaskýrslu byggðanefndar forsætisráðherra um stefnu- mótun í atvinnumálum á lands- byggðinni kemur fram það sam- dóma álit, að ef takast eigi að stöðva fólksflutninga frá lands- byggðinni og jafna byggðaþróun, sc það lykilatriði að efla það at- vinnulíf sem fyrir er og auka á fjölbreytni þess. Hinsvegar telur nefndin að sú byggðastefna sem byggir ein- vörðungu á að viðhalda hefð- bundnum landbúnaði og sjávar- útvegi á landsbyggðinni verði ekki árangursrík. Að mati henn- ar er kjarni nauðsynlegrar stefnu- breytingar, samhliða vaxandi fjölbreytni og betri nýtingu á möguleikum í hinum hefð- bundnu atvinnuvegum, að sér- staklega verði hlúð að hinum al- mennu vaxtargreinum atvinnu- lífsins ss. iðnaði og þjónustu. Til að stuðla að því leggur nefndin til að mynduð verði at- vinnuþróunarfélög sem sveitarfé- Stöð 2 Biður um borgarábyrgð Reykjavíkurborg ábyrgist 200 tniljón króna lán. Skuldareinn miljarð Á fundi borgarráðs í gær var lagt fram bréf frá stjórn Stöðvar 2 þar sem þess er farið á leit við Rcykjavíkurborg að hún ábyrgð- ist 200 miljóna króna lán sem fyrirhugað er að taka og endur- greiða á 5 árum. Á fundinum var lagt fram bréf sem undirritað er af Þorvarði Elí- assyni sjónvarpsstjóra Stöðvar 2. Þar kemur fram að ástæðan fyrir þessari málaleitan er mikil skuld- setning og litlar veðhæfar eignir sem setji félaginu þröngar skorður. Einkum vegna þess að lánastofnanir hafa gert þá kröfu til félagsins að það tryggi lánsfjár- viðskipti sín mun betur í framtíð- inni en gert hefur verið. Þar kemur einnig fram að heildarskuldir íslenska sjón- varpsfélagsins eru um 1000 milj- ónir króna eða einn miljarður. Á tímabilinu frá 1. janúar til 30. apríl síðastliðins nam rekstrartap Stöðvarinnar hinsvegar rúmum 18,6 miljónum króna. Sigurjón Pétursson borgarfull- trúi Alþýðubandalagsins sagði að hann væri yfirhöfuð mótfallinn því að borgarsjóður tæki á sig peningalegar ábyrgðir og það ætti við í þessu tilfelli. Þó væru þar undantekningar á þegar í hlut ættu atvinnuskapandi fyrirtæki eða félög og samtök sem hefðu nægar tryggingar fyrir þeirri ábyrgð sem borgarsjóður tæki á sig. Umsókn Stöðvar 2 var ekki af- greidd á fundi borgarráðs í gær. -grh lög eða samtök þeirra í samráði við Byggðastofnun hafi frum- kvæði að og þau efld sem fyrir eru. Þessum félögum er ætlað að stuðla að nýsköpun og alhliða at- vinnuþróun á sínu starfssvæði. Nefndin telur nauðsynlegt að efla þau svæði þar sem íbúar hafa möguleika til daglegra sam- skipta, vinnusóknar og þjónustu. Þessi landsvæði kýs nefndin að kalla atvinnuþróunarsvæði og eru þau í tillögum hennar grund- vallareiningar við skipulagningu atvinnuuppbyggingar í héraði. í tillögum nefndarinnar er Iagt til að starfsemi Byggðastofnunar verði breytt þannig að hún geti sinnt atvinnuþróunarstarfi í mun ríkari mæli en nú er og fái til þess verulega aukið fjármagn. Það fé verði notað til að styðja starfsemi atvinnuþróunarfélaganna og til kaupa á hlutabréfum og annarra verkefna. Jafnframt verði Byggðastofnun bakhjarl og sam- ræmingaraðili þessara félaga og styðji þau fjárhagslega. Þá komi Byggðasatofnun á fót föstu sam- starfi við rannsóknastofnanir at- vinnuveganna, ss. Iðntæknistofn- un og Háskóla íslands um miðlun tæknilegra framfara til atvinnu- þróunar. Að mati nefndarinnar er það ekki ætlunin að ríkisvaldið taki á sig aukna ábyrgð á atvinnuþróun í landinu. Heldur er atvinnuþró- unarfélögunum ætlað að sinna undirbúningi og stofnun fýrir- tækja sem verða síðan á ábyrgð þeirra sem reksturinn annast, þannig að rfkisvaldið styðji heimaaðila en stjórni þeim ekki. Nefndin telur þó afar mikil- vægt í þessu sambandi að jafnvægi ríki í efnahagslífinu og að gengisskráning miðist við við- unandi rekstrarafkomu fram- leiðsluatvinnuveganna. Ríkis- stjórn og Alþingi gæti þess við ákvarðanir um uppbyggingu at- vinnurekstrar og stefnumótun á öðrum sviðum að þær stuðli að hagkvæmari byggðaþróun. Enn- fremur að ríkisvaldið jafni kostn- að við opinbera þjónustu um land allt á þeim sviðum þar sem það hefur tök á og aðstæður leyfa, bæði fyrir atvinnurekstur og ein- staklinga. Formaður nefndarinnar, sem í eiga sæti fulltrúar allra stjórnmálaflokka og samtaka á Við komuna til Keflavíkur gaf Bob Dylan nokkrar eiginhandaráritanir, áður en hann kom út úr tollinum. Þá reyndu menn að koma í veg fyrir myndatökur, ma. með því að bregða regnhlíf fyrir kappann. En á þessari mynd má engu að síður greina andlit hans. Þegar komið var að Hótel Esju laumaðist Dylan og fylgdarlið inn bakdyramegin og var Ijósmyndurum sem biðu við lyftudyrnar ýtt frá með harðri hendi. Dylan sem er lágur maður vexti var með hvíta derhúfu öfuga á hausnum. Mynd: Ari. Dylan Gömlu lögin í fyrinúmi Bob Dylan komst til íslands þrátt fyrir 12 tíma seinkun á flugvél Flugleiða. Hann, einsog aðrir farþegar frá Kennedy- flugvelli til Keflavíkur í gær, þurfti að hýrast í fimm tíma í vél Flugleiða á flugvellinum í Banda- ríkjunum og síðan í sjö tíma á hóteli í New York, vegna bilunar í rafkerfi flugvélarinnar. 12 tímum eftir áætlaðan flugtíma lenti vélin loks í Keflavík um átta leytið í gærkvöldi. Að sögn Egils Helgasonar, starfsmanns Listahátíðar voru Dylan og fylgdarlið hans í ágætu skapi skömmu fyrir flugtak síð- degis í gær, þrátt fyrir seinkun- ina. Egill sagði að gömul þekkt lög yrðu sennilega í fyrirrúmi á tónl- eikunum. Fyrsti hluti tónl- eikanna er rafmagnaður en með Dylan er þriggja manna hljóm- sveit. Að undanförnu hafa tón- leikarnir byrjað á gamla gullkorninu „Like a Roling Stone“, og síðan hefur hver perl- an rekið aðra. Lög af nýjustu plötu Dylans „Oh Mercy“ eru fá. Miðhluti tónleikanna er óraf- magnaður og leika þá hljóm- sveitarmeðlimir á kontrabassa og flygil. Síðasti hlutinn er svo raf- magnaður. Tónleikarnir taka yf- irleitt um tvo tíma, en ef vel liggur á kappanum á hann það til að spila mun lengur. Bubbi Mortens hitar upp einn á kassagítarinn áður en Dylan stígur á sviðið. I gær voru nokkrir miðar óseld- ir í salnum en ákveðið var að selja í dag miða á pallana fyrir framan stúkuna á 3000 krónur. -Sáf Alþingi, er Jón Helgason alþing- ismaður. _grh Fasteignasalar Sömu örlög og verk- fræöingar? Asmundur Stefánsson: Hœkkunaráform fasteignasala koma mér á óvart. Kemur til greina að Verðlagsstofnun grípi inn í. ÞórólfurHalldórsson: Óttast ekki að við hljótum sömu örlög og verkfrœðingar Áform fasteignasala um hækk- un á söluþóknun koma mér á óvart. Ég hefði haldið að þeir hcfðu sæmilega stöðu til þess að neita sér um hækkun. Ég mun kynna mér þetta mál og tel það koma fyllilega til greina að taka málið upp í Verðlagsráði, segir Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, i samtali við Þjóðviljann um hækkunaráform Félags fast- cignasala á söluþóknun félags- manna. Eins og Þjóðviljinn skýrði frá í gær hyggjast fasteignasalar hækka söluþóknun sína um 13,3 prósent. Hækkunin hafði verið samþykkt á félagsfundi í janúar síðast liðnum, en var þá frestað vegna fyrirhugaðra kjarasamn- inga. Þeir samningar byggjast sem kunnugt er á því að launa- hækkanir í þjóðfélaginu verði í samræmi við þær hækkanir sem félagar í ASÍ og BSRB fá, auk þess sem halda á verðlagi niðri. Ásmundur Stefánsson minnir á áform verkfræðinga um launa- hækkun í vetur, en þau voru stöðvuð. Hann telur eðlilegt að Verðlagsráð og Verðlagsstofnun fjalli um mál fasteignasalanna og grípi inn í ef þessir aðilar meta málið svo að stétt manna sé þarna að nýta sér aðstöðu sína til óeðli- legrar hækkunar. Þórólfur Halldórsson, formað- ur Félags fasteignasala, segist ekki óttast að eins fari fyrir fast- eignasölum og fór fyrir verkfræð- ingum í vetur. „Það er mikill munur á aðstöðu þessara stétta. Laun verkfræð- inga eru ekki bundin í lögum en það eru laun okkar. Ég vil undir- strika að okkur ber ekki frekar en öðrum skylda til að veita afslátt af launum okkar og þessi hækkun skilar sér beint til viðskiptavina okkar í betri þjónustu. En ég er alltaf tilbúinn til þess að ræða hlutina og ef Ásmundur hefur einhverjar athugasemdir getur hann snúið sér til okkar," segir Þórólfur Halldórsson. -gg

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.