Þjóðviljinn - 27.06.1990, Side 3
FRETTIR
Dounreay
Skaði til eilífðar
William Waldegrave: Getum sentsérfrœðinga til að staðfesta öryggi
Dounreay kjarnavinnslustöðvarinnar. Gunnar Agústsson: Stöðin
þarfað vera meira enlOO% örugg
Varautanríkisráðherra Breta,
William Waldegrave hefur
boðið Jóni Baldvini Hanni-
balssyni utanrikisráðherra, að
senda hingað til lands sérfræð-
inga til að útskýra það að kjarna-
vinnslustöðin í Dounreay sé skað-
laus. Gunnar Ágústsson forstöðu-
maður mengunarvarna hjá Sigl-
ingamálastofnun, segir mikið
þurfa til að breyta sinni neikvæðu
skoðun á endurvinnslustöðinni,
en það sé sjálfsögð kurteisi að
hlusta á bresku sérfræðingana.
Slys í stöðinni væri aftur á móti
skaði til eilífðar.
Þótt Gunnar teldi sjálfsagða
kurteisi að hlusta á viðhorf
breskra sérfræðinga, sagði hann
íslenska sérfræðinga halda áfram
að byggja sínar skoðanir á endur-
vinnslustöðinni á öðrum forsend-
um. Viðhorf íslendinga væru þau
sömu og væru uppi á
Hjaltlandseyjum og í Noregi, þar
sem mönnum stafaði ógn af Do-
unreay, vegna skaðlegra geisla-
virkra efna sem geta eytt öllu sjá-
varlífi.
Það er ólíklegt að nokkurn
tíma verði hægt að tryggja það
öryggi í Dounreay sem til þarf.
Gunnar segir að endurvinnslu-
stöðin verði að vera meira en
100% örugg til að réttlæta megi
tilveru hennar. Ef geislavirk efni
slyppu þaðan út í hafið væri ekki
hægt að ná þeim til baka. „Þá
hefur orðið skaði til eilífðar,“
sagði Gunnar Ágústsson.
I Dounreay er unnin geisla-
virkur úrgangur og stefna Bretar
að því að fá geislavirkan úrgang
héðan og þaðan úr heiminum til
úrvinnslu. Rannsóknir hafa sýnt
að þegar hafa geislavirk efni
komist í hafið frá stöðinni.
Að sögn Gunnars eru viðhorf
um skaðleysi Dounreay ekki að
heyrast í fyrsta skipti. Þau hefðu
meðal annars komið upp á yfir-
borðið á ársfundi Parísarnefndar-
innar í París. Hann hefði ekki
meðtekið rök manna þar og
mikið þyrfti að gerast til að hann
breytti skoðun sinni á endur-
vinnslustöðinni.
-hmp
Sjálfsbjörg
Jákvætt þing
„Aðalmál þessa 25. þings
Sjálfsbjargar sem lauk nú um
helgina voru húsnæðismálin og
endurskoðun laga um fatlaða.
Enn fremur var samþykkt áiykt-
un á þinginu þar sem skorað er á
þingmenn að hraða endurskoðun
laga um almannatryggingar sem
staðið hefur yfir í þrjú ár,“ sagði
Jóhann Pétur Sveinsson formað-
ur Sjálfsbjargar.
Þingið sóttu 43 fulltrúar frá 14
af 15 félagsdeildum Sjálfsbjargar
víðs vegar af landinu. Auk áður-
nefndra mála var mikið fjallað
um atvinnumál fatlaðra og að-
gengi þeirra. Jóhann sagði það
skemmtilega tilviljun að um
sömu helgi hefðu verið vígðir út-
sýnispallar á Þingvöllum. Með
tilkomu þeirra geta þeir sem eru í
hjólastól farið á Þingvöll og
skoðað Lögberg, sem þeir gátu
ekki áður. -grh
Prestastefna
Hugað
að
presti
í Dómkirkjunni í dag
og á morgun
Prestastefna hófst í gærmorgun
með messu í Dómkirkjunni og
eftir hádegi var hún sett með at-
höfn á sama stað. Prestastefnan
stendur yfir í dag og á morgun.
Aðalefni Prestastefnunnar að
þessu sinni er uppbygging
prestsins, mótun hans í lífi og
starfi og þeim margvíslegu þátt-
um er snerta þjónustuna. Á
prestastefnu fyrir ári var hinsveg-
ar fjallað um safnaðaruppbygg-
inguna og í framhaldi af því er nú
hugað að prestinum.
I dag og á morgun verða síðan
flutt erindi á Prestastefnunni í
Dómkirkjunni og er öllum vel-
kominn aðgangur. Séra Karl Sig-
urbjörnsson í Hallgrímskirkju
fjallar um uppbyggingu, bæn og
Biblíu. Séra Hreinn Hákonarson
í Söðulsholtsprestakalli fjailar
um guðfræði, nám og iðkun. Er-
indi séra Tómasar Sveinssonar í
Háteigskirkju mun fjalla um víg-
slu, von og veruleika. Séra Jón
Dalbú Hróbjartsson í Laugarnes-
kirkju fjallar í sínu erindi um
starfið, kjör og köllun og Her-
björt Pétursdóttir prestfrú á Mel-
stað í Miðfirði mun fjalla um
heimilið, skyldur og skjól.
-grh
í gær var Prestastefnan sett með athöfn í Dómkirkjunni þar sem
biskupinn herra Ólafur Skúlason flutti yfirlitsræðu sína og kirkjumála-
ráðherra, Óli Þ. Guðbjartsson flutti ávarp. í fremstu röð á myndinni eru
prestarnir séra Jón Þórarinsson t.v. og séra Jón Ragnarsson. Fyrir
aftan t.v. má sjá séra Sólveigu Láru Guðmundsdóttur og fyrir miðju er
séra Hreinn Hákonarson. Mynd: Ari.
Þjónusta
Odýrgræn símanúmer
Grœn símanúmer tekin upp ísamgöngu- og landbúnaðarráðuneyti.
Steingrímur J. Sigfússon: Skrefíáttina að einugjaldsvœði. Vonandi
fylgjafleiri aðilar í kjölfarið
amgönguráðuneytið og land-
búnaðarráðuneytið verða
Kvennalistinn
Tapið knrfið til mergjar
Kvennalistinn þingaði um síð-
ustu helgi í Garðabæ, þar sem
meðal annars var fjallað um or-
sakirnar fyrir því að Kvennalist-
inn fékk minna fylgi en hann
hafði gert sér vonir um í sveitar-
stjórnarkosningunum. Var staða
Kvennalistans rædd í þessu Ijósi
og hugsanlegar breytingar á
áherslum ræddar. Kvennalistinn
ætlar að bjóða fram í öllum kjör-
dæmum til Alþingis við næstu
kosningar.
í tilkynningu frá Kvennalistan-
um segir að í hugum margra hafi
Kvennalistinn misst nýjabrumiö,
einkum þar sem önnur stjórn-
málaöfl hafi tileinkað sér ýmis-
legt í málflutningi Kvennalistans.
Af þessum sökum sé nauðsynlegt
að skerpa línurnar og efla tengs-
lin út á við.
Það var álit kvennanna á þing-
inu í Garðabæ, að Kvennalistans
væri þörf sem aldrei fyrr. Listinn
hefði gefið þúsundum kvenna um
allt land og erlendis nýja von.
Hins vegar hafi aðstæður kvenna
lítið batnað og allra síst í kiara-
málum. -hmP
fyrst til að taka upp svo kölluð
græn símanúmer, sem Póstur og
sími býður nú upp á. Þegar hringt
er á milli landsvæða í grænt síma-
númer, greiðir sá sem hringir eins
og hann hringi innanbæjar, en
aðilinn sem hringt er í greiðir
meðallanglínugjald. Steingrímur
J. Sigfússon samgönguráðherra
segist vona að fleiri stofnanir og
fyrirtæki fylgi í kjölfarið og bjóði
viðskiptavinum sínum upp á
græn símanúmer.
Samgönguráðherra er það
kappsmál að gera landið allt að
einu gjaldsvæði. Hann sagði á
blaðamannafundi í gær, að grænu
númerin gætu verið fyrsta skrefið
í þá átt. En Ólafur Tómasson
póst- og símamálastjóri segir að
það muni taka nokkur ár að
koma þessu í kring, þar sem ýms-
ar tæknibreytingar þurfi að eiga
sér stað áður. Það fari líka eftir
ákvörðunum Alþingis hvort og
hvenær þetta verði mögulegt og
hvað Pósti og síma verði gert að
greiða í ríkissjóð hverju sinni.
Steingrímur sagði græn síma-
númer hafa notið mikilla vin-
sælda erlendis. Það væri sjálfsagt
að fyrirtæki vektu athygli á því að
þau gerðu ekki upp á milli fólks
eftir búsetu, þegar það þyrfti að
sækja þjónustu þeirra símleiðis.
Sagðist samgönguráðherra ætla
að beita sér fyrir því að græn
símanúmer yrðu tekin upp í öllu
stjórnkerfinu. En þá þyrfti að
gera ráð fyrir þessum kostnaðar-
lið við gerð fjárlaga. „Ég hef
aldrei séð neitt réttlæti í því að
fólk á landsbyggðinni þurfi að
greiða margfaldan kostnað á við
höfuðborgarbúa við það að
hringja í Alþingi til dæmis,“ sagði
Steingrímur. Fyrirtæki á lands-
byggðinni geta einnig boðið upp
á græn símanúmer.
Ef hringt er í grænt símanúmer
í Reykjavík frá Þórshöfn, kostar
sex mínútna símtal 37,20 kr. á
dagtaxta. Sá sem hringir myndi
greiða 6 kr. en aðilinn sem hringt
er í myndi greiða 31,20 kr.
Það kom einnig fram á blaða-
mannafundinum í gær, að gjald
fyrir símtöl hefur lækkað töluvert
frá árinu 1983. Sex mínútna
símtal frá Þórshöfn til Reykjavík-
ur kostaði þá 152,86 kr. á meðal-
verðlagi ársins 1990, en kostar nú
38,40 kr. Á sfðasta ári kostaði
sama símtal 50,47 kr. Þetta voru
ráðherra og póst- og símamála-
stjóri sammála um að endur-
speglaði mikinn árangur í því að
ná símakostnaði niður og gætu Is-
lendingar vel við unað miðað við
önnur lönd.
-hmp
Miðvikudagur 27. júní 1990 pJÓÐVILJINN - SÍÐA 3