Þjóðviljinn - 27.06.1990, Side 9

Þjóðviljinn - 27.06.1990, Side 9
VIÐHORF AFMÆLI Enn um fyrirtækja- lækningar Guðmundur Helgi Þórðarson skrifar í frétt í Þjóðviljanum 14. júní sl. um fyrirtækjalækningar er m.a. eftirfarandi setning höfð eftir undirrituðum: „Nokkuð hefur verið um það hjá fyrirtækj- um að ráða til sín iækna til að annast heilsuvernd starfsmanna sinna, og eru starfsmenn skikk- aðir til að leita til þessa læknis, en ekki til heimilislæknis síns.“ Þessa setningu mætti skilja svo, að starfsmönnum sé meinað að leita til heimilislæknis síns í veikindatilfellum. Þetta er ekki svo. Það hefur aldrei komið fram, að fyrirtæki hafi hindrað fólk í að leita til þess læknis sem það kýs. Afskipti fyrirtækisl- æknis af starfsmönnum í veikind- atilfellum hafa verið fyrst og' fremst eftirlit, samkvæmt þeim gögnum, sem fyrir liggja. Ef starfsmaður veikist, getur þarna komið upp sú staða, að hann sé undir eftirliti tveggja lækna, þar sem annar sér um lækningu á honum, en hinn virðist eiga að sjá um, að hann sé ekki of lengi heima eftir veikindi. Hinn fyrri er að vinna í þágu sjúklingsins, en hinn síðarnefndi kemur inn í myndina fyrir hönd fyrirtækisins. Það er engan veginn útilokað, ef þessir tveir læknar hafa ekki sam- band sín á milli, að áhrif þeirra af sjúklingum geti gengið í gagn- stæða átt. Til að taka af öll tvímæli læt ég hér fara á eftir klausu úr dreifi- „Ég varðfyrir vonbrigð- um með þau svör, sem komufrá lögfrœðingi ASÍ og fulltrúa BSRB“ bréfi eins fyrirtækis til starfs- manna sinna: „Áætlað er að læknirinn tölvu- skrái allar fjarvistir vegna veikinda og siysa. Þarf þá starfsmaðurinn að hringja til læknastofu Iæknisins fyrta dag fjarvistar og aftur síðar samkvæmt nánara samkomulagi við hann, séu fjarvistir lengri en 1-2 dagar. Að sjálfsögðu ber starfsmanni eftir sem áður að tilkynna fjarvist á vinnustað.“ Hugsast gæti, að starfsmanni, sem liggur veikur heima hjá sér og þarf að tilkynna sig til læknis fyrirtækisins með þessum hætti, sé ekki vel rótt. Það getur varla talist mikil heilsuvernd í því að láta klukkuna ganga á starfs- mönnum eins og hér er gert. Ég varð fyrir vonbrigðum með þau svör, sem komu frá lögfræð- ingi ASI og fulltrúa BSRB hjá Vinnueftirliti rfkisins. Ég vildi því beina þeirri spurningu til þessa fólks og annarra verkalýðs- foringja, hvort þeim finnist eðli- legt, löglegt og æskilegt, að heilsuvernd á vinnustað fari al- mennt inn á þá braut að verða einhliða starfsemi fyrirtækjanna án afskipta Vinnueftirlits ríkisins eða aðildar launþegahreyfingar- innar. Telja þeir að eftirlit með veiku fólki, eins og hér hefur verið lýst, sé helsuvernd? Atvinnusjúkdómavarnir verða í nánustu framtíð einn af megin- þáttum heilbrigðiskerfisins. Launþegahreyfingin gegnir þar lykilhlutverki. Atvinnusjúk- dómavarnir eru að þróast í aðra átt en gert er ráð fyrir í gildandi lögum og í aðra átt en verkalýðs- hreyfingin ætlaðist til í upphafi, en íaunþegar áttu frumkvæði að því að þau lög voru sett, sem nú gilda um þessi mál. Þegar stefnu- breyting verður í svo mikilvægu máli, þarf hreyfingin að taka af- stöðu til hennar. Guðmundur Helgi Þórðarson er heilsugæslulæknir í Hafnarfirði. Gestur Þorgrímsson myndhöggvari sjötugur Ætl‘ann sé nokkuð trúaður, hann Gestur Þorgrímsson? Ne- ei. Ekki eftir því sem prestar teldu. Ekki rennur hann inn og út um kirkjurnar, svo mikið er víst. Samt var hann nú að ljúka við stóra útimynd af presti þegar ég heimsótti hann síðast. En sá prestur var víst frægari fyrir að bjarga mönnum frá hinni votu gröf en frá villu vega sinna hér efra. Líklega veit hann Gestur ekk- ert af því sjálfur, að hann er samt allur á snærum Jesúss og postul- anna. Til að mynda er honum miklu gjarnara að líta til fugla himinsins en niður í veraldar- svaðið; hann reynir ekki að auka alin við hæð sína með áhyggjum fyrir morgundeginum, og hann fylgir Smiðnum frá Galíleu líka í því að gera ekki öðrum nema það sem hann vildi þeir gerðu sér. Hann fylgir líka Bókinni góðu í því að reisa hús sitt á bjargi, á sjálfum klettunum fyrir ofan Áusturgötuna í Hafnarfirði. Og þau Rúna eru bæði samtaka um að fylgja orðum spámannsins um það, að Hús þín skulu ávallt standa opin, og þá ekki síður speki Salómons um að únna vin- um sínum jafnt, hvort heldur er í gleði eða nauð. En þegar allt þetta kemur saman, þá er ekki víst að hann sé neitt svo trúlítill, hann Gestur Þorgrímsson. Þar sem hann vill líka neyta brauðsins í sveita síns andlitis, beint upp úr Genesis, en ekki er alminnilega hægt að svitna uppi á klettunum í Hafnarfirði, þá hegg- ur hann nú forngrýtið í djúpum dal í Norvegi, þar sem aldrei hreyfir vind. Og þar, við vötnin dimm á Þelamörk, fyllir hann nú sjöunda áratuginn, vinur minn og margra, hann Gestur Þorgríms- son myndhöggvari frá Laugar- nesi. Björn Th. Björnsson Frá Grunnskóla Siglufjarðar Tvo kennara vantar: Til sérkennslu og til kennslu yngri barna. Upplýsingar veita skólastjóri í síma 96-71686 og formaöur skólanefndar í síma 96-71845. Skólanefnd PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN Utboð Tilboð óskast í smíöi og fullnaöarfrágang póst- og símahúss á Bakkafirði. Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu fast- eignadeildar Pósts og síma, Pósthússtræti 5,3. hæö gegn skilatryggingu kr. 20.000.- Tilboð veröa opnuö á skrifstofu umsýsludeildar Pósts og síma, Landsímahúsinu v/Austurvöll fimmtu- daginn 12. júlí 1990 kl. 11 árdegis. Póst- og símamálastofnunin ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Fundur miðstjórnar Alþýðubandalagsins haldinn á Egilsstöðum dagana 29. júní til 1. júlí næstkomandi Föstudagur 29. júní kl. 20.30 1. Fundurinn settur í húsakynnum Menntaskólans á Egilsstöðum 2. Stjórnmálaumræður 2.1. Störf ríkisstjórnarinnar / Árangur í efnahagsmálum. 2.2. Úrslit sveitarstjórnarkosninga / Stjórnmálaástandið staða flokksins. Laugardagur 30. júní kl. 9.00 Framhald stjórnmálaumræðna. 3. Flokksstarfið - Undirbúningur Alþingiskosninga. 4. Sjávarútvegsmál. 5. Landbúnaðarmál. 6. Önnur mál. Um kl. 16 á laugardag verður gert hlé á fundarstörfum og farið i heimsókn til Neskaupstaðar. Þar verður staðurinn skoðaður og kvöldinu síðan eytt í boði heimamanna. Sunnudagur 1. júlí kl. 10.00 Framhald umræðna Afgreiðsla mála. Fundi lýkur eigi síðar en kl. 15.00. Að loknum fundi á sunnudag býðst fundarmönnum að fara í skoðunarferð um nágrennið. Flug og gisting Ferðamiðstöð Austurlands hf. sér um skránlngu í flug til Eg- ilsstaöa og í gistingu. Nauðsynlegt er að miðstjórnarmenn skrói sig sem fyrst og í síðasta lagi 25. júní. Síminn í Ferðamiðstöð Austurlands er 97-12000. Steingrímur J. Sigfússon formaður miðstjórnar Alþýðubandalagsins Alþýðubandalagið Suðurlandi Spjallfundur Spjallfundur um miðstjórnarfund að Kirkjuvegi, Selfossi, miðviku- dagskvöld kl. 20.30. Mætið vel. Heitt á könnunni. - Nefndin. Alþýðubandalagið Suðurlandi Undirbúningur miðstjórnarfundar Miðstjórnarfulltrúar Alþýðubandalagsfélaga á Suðurlandi mætið vel á miðstjórnarfund. Hafið samband við eftirtalda út af gistingu og ferðum: Ingibjörgu Sigmundsdóttur Hveragerði, sími 34259. Önnu Kristínu Sigurðardóttur Selfossi, sími 22189. Margréti Frímannsdóttur Stokkseyri, sími 31244. Úr einni sumarferð AB á Austurlandi. (Ljósm. H.G.) Alþýðubandalagið á Austurlandi Sumarferð laugardaginn 7. júlí 1990 um Reyðarfjarðarhrepp hinn forna Búðareyri - Hólmanes - Eskifjörður - Breiðavík - Vöðlavík Rútur leggja af stað sem hér segir: ★ Frá Egilsstöðum (Söluskála KHB) kl. 09.00. + Frá Neskaupstað (Söluskála Skeljungs) kl. 08.30. ★ Frá Breiðdalsvík (Hótel Bláfelli) kl. 08.00. Safnast verður saman undir Grænafelli innst í Reyðarfirði kl.09.30 á laugardagsmorgni. Skoðaðar minjar um herstöðvar á Reyðar- firði, gengið um friðland á Hólmanesi, litið á sjóminjar á Eskifirði, silfurbergsnámu við Helgustaði, heimsóttur einokunarkaupstaður. á Útstekk við Breiðuvík og ekið um Víkurheiði til Vöðlavíkur. Ferðalok um kl. 19. Staðkunnugir leiðsögumenn (Helgi Seljan, Hilmar Bjarnason o.fl.) lýsa söguslóðum og náttúru. Fararstjóri: Hjörleifur Guttormsson. Þátttakendur skrái sig sem fyrst hjó Ferðamlðstöð Austur- lands, Egilsstöðum, sími 12000. Hafið meðferðis nesti og gönguskó. Allir velkomnir. Kjördæmisróð AB Miðvikudagur 27. júní 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.