Þjóðviljinn - 24.07.1990, Síða 1

Þjóðviljinn - 24.07.1990, Síða 1
Þriðjudagur 24. júlí 1990. 135. tölublað 55. árgangur. fbúar höfuöborgarsvæðisins sáu stóran loftbelg sigla um háloftin s.l. laugardag. Þetta var liður í Ferðamálaári Evrópu 1990. Upphaflega átti belgurinn að takast á loft frá Laugardalsvelli kl. 11 árdegis og ætlaði Steingrímur J. Sigfússon samgönguráðherra að vera um borð. Af því varð þó ekki því veðurskilyrði voru slæm. Var þá farið með loftbelginn til Hafnarfjarðar og síðdegis á laugardag lyftist hann frá jö.ðu. Steingrímur var þó fjarri góðu gamni því hann þurfti að fara út á !and. Belgurinn flaug svo tignarlegur til Reykjavíkur. Mynd Kristinn. Þjóðarsáttin Allt stefnir í óðaverðbólgu á ný Félagsdómur úrskurðar BHMR 4,5 prósenta hœkkun frál.júlí. ASÍog BSRB: Gerum tilkall tilþess sama. HalldórÁsgrímsson: Vil ekki bera ábyrgð áþvíað verðbólgafari úr böndunum á ný. PállHalldórsson: Mér var alltaf Ijóst að dómur yrði okkur í hag Mér var alltaf ljóst að félags- dómur myndi úrskurða okk- ur í hag. En það er leiðinlegt að þurfa að fara fyrir félagsdóm til þess að fá úrskurð um svo augljóst atriði sem þetta. Nú ætti að vera hægt að halda áfram störfum að mati á launamun okk- ar og háskólamanna á almennum markaði, sagði Páll Halldórsson, formaður BHMR, eftir að félags- dómur hafði dæmt félags- mönnum BHMR 4,5 prósent launahækkun frá 1. júlí. Viðbrögð aðila vinnumarkað- arins við úrskurði félagsdóms eru öll á einn veg. Ásmundur Stef- ánsson, forseti ASÍ, og Ögmund- ur Jónasson, formaður BSRB, segjast munu sækja sambærilegar launahækkanir fyrir sína félags- menn og ljóst er að verð- lagsmarkmið samninganna frá í febrúar eru þar með brostin. Jafnframt virðist ljóst að BHMR mun gera tilkall til allra hækkana sem aðrir fá, enda er ákvæði um það í samningi BHMR og ríkisins. Þannig leiðir launahækkun eins til launahækk- unar annarra og svo koll af kolli. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, líkir þessu við púðurkerlingu og segir að ef þetta gangi eftir verði þjóðarsátt- in eins og skammvinn lygasaga. „Ef allt fer aftur af stað hefur ríkisstjórnin svikið eigin mark- mið um að ná niður verðbólgu,“ segir Þórarinn. Hann segist þó ekki vilja gefa ríkisstjórninni ráð um hvernig bregðast skuli við. Halldór Ásgrímsson, starfandi forsætisráðherra, segir ríkis- stjórnina hafa staðið í þeirri trú að fyrsta grein samningsins við BHMR myndi koma í veg fyrir þá stöðu sem nú er komin upp. Hann segist ekki geta sagt um hvernig ríkisstjórnin muni bregð- ast við. „En ég vil ekki bera ábyrgð á því að verðbólgan fari aftur úr böndunum,“ segir Halldór. Hann vildi ekki segja til um hvort þessi orð þýddu að ríkis- stjórnin myndi segja af sér ef verðbólgan færi aftur úr böndun- um. Ásmundur Stefánsson segist ekki vilja nota þau orð að þjóðar- sáttin hafi verið rofin með úr- skurði félagsdóms. „En það hefur alltaf verið ljóst að við munum gera tilkall til sömu hækkana og aðrir fá. Það er skýrt kveðið á um það í forsend- um samningsins frá í febrúar. Mér finnst ólíklegt að atvinnu- rekendur reynist reiðubúnir til þess að semja við okkur um þessa kauphækkun án þess að verð- lagsforsendur verði endurskoð- aðar. En stóra málið í þessu sam- hengi er ekki hvort við fáum 4,5 prósent hækkun heldur hvort BHMR mun gera tilkall til sömu hækkunar aftur og svo koll af kolli," segir Ásmundur. Hann gerir ráð fyrir að krafist verði sömu hækkunar í prósent- um en ekki í krónutölu. Ögmundur Jónasson segist engu vilja spá um framhaldið að öðru leyti en því að BSRB mun krefjast sömu hækkana þegar kemur að endurskoðun samn- ingsins í haust. „Við munum aldrei sætta okk- ur við aukið misrétti í launakerfi hins opinbera. BHMR og ríkis- stjórnin byggðu inn í sinn samn- ing ákvæði sem gefur BHMR kröfu á allt sem við kunnum að fá auk þessara svokölluðu leiðrétt- inga. Þennan hnút þarf einhvern veginn að leysa,“ segir Ögmund- ur. Engin ákvæði eru um sjálf- krafa hækkanir í samningi BSRB, en samninginn má endur- skoða í haust og honum má segja upp í nóvember. -gg Heimsleikar fatlaðra Ólafur setur heimsmet Olafur Eiríksson varð fyrstur í heimsmeti 2:13.21 mínútum á Sverrisson hafnaði í 15. sæti í 200 metra skriðsundi á nýju heimsleikum fatlaðra í gær. Geir sama sundi. Þá varð Lilja M. Snorradóttir í öðru sæti í 200 m Skattsvik Meint misferli uppá 55 miljónir króna Benco hf. grunað um að hafa svikið tugi miljóna króna undan skatti. Framkvœmdastjóri fyrirtœkisins ífarbannifráþvífyrirjól vegna gruns um bókhaldsmisferli. Samkvæmt athugun, sem ný- lokið er á vegum embættis Ríkisskattstjóra, leikur grunur á að fyrirtæki eitt í Reykjavík hafí svikið umtalsverða fjármuni undan skatti á síðustu árum, eða um 55 miljónir króna. Sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum Þjóðviljans er hér um að ræða fyrirtækið Benco hf. sem er skráð í eigu einnar og sömu fjölskyld- unnar. Þá fékk Þjóðviljinn stað- fest að stjórnarformaður og framkvæmdastjóri fyrirtækisins hafí verið í farbanni meðan á rannsókn málsins hefur staðið vegna gruns um bókhaldsmis- ferli. Guðmundur Guðbjarnason, skattrannsóknarstjóri, sagðist í samtali við Þjóðviljann í gær hvorki geta gefið upp nafn fyrir- tækisins né staðfest farbannið að svo stöddu. Hann sagði þó að rannsóknin hefði náð til ríflega tveggja ára á bókhaldsgögnum fyrirtækisins og snérist um meintan söluskattsstuld og tekju- skattssvik. Aðspurður hvort mál- ið yrði sent til rannsóknarlögreglunnar, sagðist Guðmundur hvorki geta né vilja upplýsa það að svo stöddu, en það væri þó venja að gera þegar um væri að ræða meiriháttar meint skattsvikamál. Samkvæmt upplýsingum frá Sakadómi var farið fram á heim- ild til handtökuskipunar á hendur framkvæmdastjóranum þann 13. desember s.l. Þá barst Sakadómi beiðni þann 18. sama mánaðar um að hann væri settur í farbann vegna gruns um bókhaldsbrot. Beiðni um framlengingu á farb- anni barst síðan Sakadómi 7. fe- brúar og aftur var krafist fram- lengingar á farbanninu 28. mars s.l. Samkvæmt upplýsingum úr Hlutafélagaskrá var Benco stofn- að 25. júní 1988 og skráð með aðsetur í Lágmúla. Fyrirtækið hafði m.a. umboð fyrir og seldi tjaldvagna, síma og talstöðvar. í nóvember s.l. seldi fyrirtækið vörulager sinn fyrirtækinu Titan hf. sem er til húsa á sama stað og Benco var. Að sögn Sigfúsar Sverrissonar hjá Titan hf. er þeim viðskiptum að fullu lokið. Eftir því sem næst verður kom- ist er Benco hf. ekki starfrækt í dag nema að nafninu til. Hlutafé- lagaskrá hefur ekki borist til- kynning um slit félagsins né um aðseturskipti. Þá fékk Þjóðvilj- inn þær upplýsingar hjá Borgar- fógetaembættinu í gær að hvorki hafi verið farið fram á greiðslu- frest eða gjaldþrotameðferð á fyrirtækinu. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að ná tali af fram- kvæmdastjóranum né öðrum skráðum stjórnarmönnum fyrir- tækisins. -rk skriðsundi kvenna, en í fyrsta sæti var stúlka frá Kanada. Lilja varð einnig önnur í 100 m baksundi og í 50 m skriðsundi á sunnudag. Rut Sverrisdóttir lenti einnig í öðru sæti í 100 m flugs- undi á sunnudag. Á sunnudag var einnig keppt í 200 m hlaupi og lenti Haukur Gunnarsson í þriðja sæti. Sigrún Pétursdóttir varð í 5. sæti í 50 m baksundi, Ólafur Eiríksson í 6. sæti í 50 m skriðsundi og Halldór Guðbergsson í 7. sæti í 100 m flugsundi. A laugardag varð Ólafur Eiríksson í 4. sæti í 200 m fjór- sundi, Halldór Guðbergsson í 5. sæti í 200 m skriðsundi, Rut Sverrisdóttir í 6. sæti í 200 m skriðsundi, Lilja M. Snorradóttir í 7. sæti í 200 m fjórsundi og Geir Sverrisson í 14. sæti í 200 m fjör- sundi. í dag keppa Halldór Guð- bergsson og Rut Sverrisdóttir í 50 m skriðsundi og 200 m fjórsundi og Kristín R. Hákonardóttir í 100 m bringusundi. -Sáf

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.