Þjóðviljinn - 24.07.1990, Síða 3

Þjóðviljinn - 24.07.1990, Síða 3
FRÉTTIR Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra opnar fyrstu flöskuna af óáfengu kampavíni. Mynd: Jim Smart. / Fjármálaráðuneyti og A TVR Óáfeng borðvín í ríkinu Komið til móts við óskir viðskiptavina sem vilja geta boðið óáfeng vín. Stefna íopinber- um veislum að bjóða upp á óáfeng vín samhliða áfengum r * Igær hófst sala í útsölum ATVR 1 áfengislausum vínum. Þetta er í fyrsta sinn sem hægt er að fá óáfeng borðvín i verslunum ÁTVR, en þau hafa hingað til fengist í matvöruverslunum. Ástæða þessa er að verið er að koma til móts við óskir margra viðskiptavina, sem vilja á einfald- an hátt geta boðið gestum jafnt áfenga og óáfenga drykki af sambærilegri gerð og verslað í sömu versluninni. Það var fjármálaráðherra sem fór fyrir nokkru fram á að þessi kostur yrði kannaður og hefur ÁTVR nú á boðstólum fjórar gerðir af óáfengu borðvíni frá Frakklandi og Þýskalandi. Boðið er upp á 2 tegundir af rauðvíni, 2 tegundir af freyðivíni, 2 tegundir af hvítvíni, en aðeins 1 tegund af rósavíni. Upphaflega áttu einnig að vera 2 tegundir af rósavíni, en einhvers staðar á flutnings- leiðinni hurfu nokkrir kassar og vildu bæði Ólafur Ragnar Gríms- son fjármálaráðherra og Hösk- uldur Jónsson forstjóri ÁTVR, koma þeim skilaboðum til þeirra sem hafa nú þessa kassa undir höndum, að þeir séu með óáfengt vín. Það sé óþarfi fyrir þá að reyna að drekka þetta vín í þeim tilgangi að finna á sér. Að sögn Ólafs Ragnars Gríms- sonar er þessi nýbreytni í sam- ræmi við þá þróun sem átt hefur sér stað hérlendis að undanförnu. Hófsemi og bindindi hefur eflst í áfengismálum, og jafnframt hafa siðvenjur við víndrykkju breyst nokkuð. Bæði hefur virðing vax- ið fyrir góðvínum og hömlulaus neysla sterkra drykkja þykir ekki jafn sjálfsögð og áður. Því hefur verið reynt síðustu ár að hafa já- kvæð áhrif á þessa þróun með verðlagningu ATVR. Hlutfalls- legur verðmunur léttra vína og sterkra hefur aukist og er áætlað að framhald verði á því. Ólafur Ragnar sagði að það væri stefna stjórnvalda, að í veislum sem haldnar eru á vegum þeirra, væri boðið upp á óáfeng vín samhliða áfengum. Ekki þyrfti að biðja um slíkt sérstak- lega. Þessi vín sem hafin er sala á nú, eru raunveruleg vín sem sneydd hafa verið vínandanum. Þau eru að styrkleika um 0,5% að áfeng- ishlutfalli. Verð á þessum vínum er á bilinu 320-560 krónur flask- an. ns. Leiktœkjasalir Tralli mætir enn andstöðu Tralliflytur úr Mjódd íHafnarstrœti. Alþýðubandalag og Kvennalisti á móti veitingu leyfis. Framsókn sat hjá Lögreglan Ólátabelgir á myndband Lögreglan er farin að beita ný- stárlegum aðferðum við að hafa hendur í hári ólátabelgja. Á nokkrum stöðum í miðbæ Reykjavíkur hefur t.a.m. verið komið fyrir myndbandsupptöku- vélum á völdum útsýnisstöðum til að fylgjast með hegðun borgar- anna er kvölda tekur og Bakkus fer að láta á sér kræla. Þetta var eitt andsvar lögreglunnar við vax- andi ofbeldi í miðbænum í vetur. „Lögreglan getur ekki verið með augun alls staðar svo við gripum til þess bragðs að koma fyrir mönnum með myndbands- upptökuvélar á „útsýnispóstum“ í miðbænum. Þeir eru í talstöðv- arsambandi við lögregluna og láta vita ef þeir verða varir við eitthvað óeðlilegt og taka atburði upp á myndband ef þeim þykir ástæða til. Þetta hefur verið gert í hálft ár og reynslan af þessu er nokkuð góð,“ sagði Sturla Þórð- arson fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík. Lögreglan á ísafirði hefur einnig tekið myndbandstæknina í sína þjónustu og tekið upp á band mannlíf fyrir utan öldurhúsin Krúsina og Sjallann þar í bæ. „Við prófuðum þetta í gamni eina helgi, ákváðum að gera þessa tilraun vegna þess að við höfum hvað eftir annað verið truflaðir þarna þegar við höfum haft afskipti af ölvuðu fólki. Ekki veit ég hvort framhald verður á þessu en þetta reyndist vel, m.a. sáum við eina líkamsárás á band- inu og eins þegar maður réðst á lögreglubílinn og reif upp hurð- ina meðan við vorum að hlynna að slösuðum manni“ sagði Jón- mundur Kjartansson aðstoðar- yfirlögregluþj ónn. -el Eg hef ekkert á móti Tralla sem slíkum. En mér finnst fyrir neðan allar hellur að opna leiktækjasal þar sem unglingum er ekki boðin nein önnur aðstaða, segir Guðrún Ögmundsdóttir, áheyrnarfulltrúi Kvennalistans í borgarráði. Hún og nafna hennar Ágústsdóttir, Alþýðubandalagi, Starfsfólk á Mógilsá sendi í gær frá sér mótmæli til Steingríms J. Sigfússonar landbúnaðarráð- herra vegna nýrrar reglugerðar um rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins og vegna vals fulltrúa í fagráð. I mótmælabréfinu segir að í reglugerðinni sé rannsóknarstöð- in sett beint undir vald skógrækt- arstjóra í óþökk þeirra sem skrifa undir. Þá sé rannsóknarstöðin svipt fjárforráðum og faglegt sjálfstæði tekið af sérfræðingum. „Við undirrituð viljum kvarta yfir því sinnuleysi landbúnaðar- ráðuneytisins að hafa ekki ennþá kynnt okkur efni nýrrar reglu- gerðar. Við viljum einnig mót- mæla því að hafa ekki fengið formlegt boð frá landbúnaðar- voru andvígar opnun nýs leiktækjasalar Tralla í Hafnar- stræti. Fjórir borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins voru meðmæltir veitingu leyfis fyrir leiktækjasal- inn Tralla í Hafnarstræti 17, en Sigrún Magnúsdóttir sat hjá. Fulltrúi Nýs vettvangs, Kristín Á. ráðherra um að kjósa fulltrúa í fagráð rannsóknarstöðvarinnar. Að auki mótmælum við því að fulltrúi okkar hafi ekki verið for- mlega boðaður á væntanlegan fund í fagráði,“ segir orðrétt í bréfinu. Þá er því lýst að skógræktar- stjóri hafí haft símasamband við einn af undirrituðum á sunnudag og beðið starfsmenn um að kjósa fulltrúa á fund fagráðs, sem halda átti í gær. Skógræktarstjóri á að sögn að hafa lagt til að Þórarinn Benedikz yrði valinn fyrir hönd starfsmanna. „Við mótmælum þessum af- skiptum skógræktarstjóra af vali starfsmanna á fulltrúa í fagráð. Sitji Þórarinn Benedikz þennan fund, þá gerir hann það ekki sem fulltrúi starfsmanna, heldur sem Ólafsdóttir segist ekki andvíg leiktækjasal á þessum stað. Tralli rekur leiktækjasali við Skúlagötu og í Mjódd. Vegna andstöðu foreldra og skólayfir- valda í Breiðholti hafa eigendur Tralla ákveðið að loka salnum í Mjódd, en salurinn í Hafnar- stræti kemur í stað hans. sérstakur fulltrúi skógræktar- stjóra. Það vekur ekki trú á hlut- leysi fagráðs gagnvart stjórnend- um Skógræktar ríkisins þegar skógræktarstjóri hefur bein áhrif á val fulltrúa í fagráði.“ í lok bréfsins segir að því miður komi þessi vinnubrögð landbún- aðarráðherra ekki á óvart. „Við viljum þó mótmæla væntanlegum fundi fagráðs. Við lýsum gerðir fundarins fyrirfram marklausar þar eð starfsmenn áttu þess ekki kost að velja sér fulltrúa á fund- inn,“ Undir þetta rita sex starfs- menn, þau Úlfur Óskarsson, Þór- bergur H. Jónsson, Karl Gunn- arsson, Kristján Þórarinsson, Sigurlaug Jónsdóttir og Oddný Snorradóttir. Guðrún Ögmundsdóttir segist telja ófært að leyfa leiktækjasal í miðbænum á meðan unglingar í Þingholtunum hafa enga félags- aðstöðu og engin slík aðstaða er fyrir hendi í miðbænum. -gg Grímsneshreppur Kærandinn komst í hreppsnefnd Hclga Hclgadóttir efst i maður á F-lista sem kærði kosningarnar í Grímsneshrepp fyrr í vor, komst í hreppsnefnd á laugardaginn þeg- ar kosningarnar voru cndurtekn- ar. í-listinn sem leiddur var af Böðvari Pálssyni hreppstjóra hélt meirihluta sínum en hann fékk þrjá menn kjöma. Þá fékk H- listinn einn mann kjörinn en sá listi var boðinn fram af starfs- mönnum við Sogn. E-listinn sem fékk mann kjörinn í júní missti sinn mann til F-listans. -Kjör- sókn var mjög góð að sögn Bö- vars Pálssonar hreppstjóra, 911 alls neyttu ,89% atkvæðisþærra manna kos|ingaréttarsins og er það mjög s ípað og var f kosning- unum fyrr i vor. —«g -Sáf Mógilsá Reglugerð mótmælt Starfsfólk mótmælir nýrri reglugerð um Mógilsá og afskiptum Skóg- rœktarstjóra af vali fulltrúa starfsmanna í fagráð Þriðjudagur 24. júlí 1990 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.