Þjóðviljinn - 24.07.1990, Síða 6

Þjóðviljinn - 24.07.1990, Síða 6
___________________ERLENDAR FRÉTTIR___________________________________ ítatta „Hið sænska tré verður höggvið ..." Ítalíuforseti hvetur til rannsóknar vegna sjónvarpsþátta, þarsemgefið var í skyn að CIA hefði átt hlut að hryðjuverkum og morðinu á Palme gegn stjórnendum Rásar 1 ef það sem gefið var í skyn í þáttunum reyndist ekki á rökum reist. Kom þetta af stað umræðu sem heldur áfram af miklum hita. Fagna sumir frumkvæði forsetans og saka sjónvarpið um ábyrgðar- leysi, en aðrir, þar á meðal stétt- arsamband blaðamanna, láta í ljós áhyggjur út af að málsrann- sókn og málshöfðun geti leitt til þess að þrengt verði að fjölmiðla- frelsi. Reuter/-dþ. Mikið fjaðrafok er á Ítalíu þessa dagana út af dagskrár- þáttum sem Rás 1 í sjónvarpinu þar sendi út kringum s.l. mán- aðamót. Var í þáttum þessum haft eftir manni, sem að eigin sögn er fyrrverandi starfsmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, að sú stofnun hefði átt hlut að hryðjuverkum á Ítalíu á átt- unda áratug og þar á ofan að morðinu á Olof Palme, forsætis- ráðherra Svíþjóðar, 1986. f sjónvarpsþáttunum var því haldið fram að CIA hefði í þessu haft samstarf við frímúrararegl- una P-2. Tekið var upp efni úr bók, sem kom út s.l. ár. í bókinni er því haldið fram að þremur dögum fyrir morðið á Palme hafi Licio Gelli, fyrrum forsprakki P- 2, sent aðstoðarmanni þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, Ge- orge Bush, svohljóðandi sím- skeyti: „Hið sænska tré verður höggvið.“ I P-2 voru m.a. sumir helstu atvinnurekenda og fjármála- manna Ítalíu, stjórnmálamenn og menn háttsettir í hernum. Þingnefnd sem rannsakaði at- hafnir stúku þessarar komst að þeirri niðurstöðu að hún væri „glæparíki í ríkinu." Urðu niður- stöður rannsóknarinnar til þess að stúkan var bönnuð. Er þetta eitt mestu hneykslismála á Italíu á síðari áratugum og varð það til þess að ríkisstjórn varð að segja af sér 1981. Francesco Cossiga Ítalíuforseti hefur hvatt til rannsóknar við- víkjandi umræddum þáttum sjónvarpsins og málshöfðunar Suður-Kórea Andstöðuþingmenn segja af sér Stjórnarandstöðuþingmenn Suður-Kóreu sögðu allir af sér þingmennsku í gær, að einum óháðum þingmanni undantekn- um. Talsmaður stjórnarflokks- ins, sem nefnist Frjálslyndi lýðr- æðisflokkurinn, sagði að stjórnin myndi hafa afsagnirnar að engu. Hart hefur verið deilt á Suður- Kóreuþingi síðustu vikur og þing- menn stundum slegist. Þingmenn þeir er sögðu af sér eru 80 talsins, 70 í Friðar- og Iýð- ræðisflokknum undir forustu Kim Dae-jungs, átta í flokki sem heitir einfaldlega Lýðræðisflokk- ur og tveir óháðir. Þeir hafa und- anfarið krafist þess að kosningar verði látnar fram fara innan Snúa sér í staðinn að alþingi götunnar. Krefjast kosninga þegar í stað skamms, en stjórnin segir það stjórnarskrárbrot að kosningar fari fram fyrr en 1992. Meðal stjórnarandstæðinga var lengi hver höndin upp á móti annarri, en nú hafa þeir lagt ágreiningsefnin á hilluna og hefur Kim Dae-jung gefið til kynna að þeir muni á næstunni standa fyrir útifundum til að krefjast nýrra kosninga. Verði þess gætt að allt fari þar friðsamlega fram. Sá fyrsti af slíkum fundum var hald- inn skammt frá Seúl á laugardag, og mættu þar um 200.000 manns til að hylla Kim og fleiri stjórnar- andstöðuleiðtoga enda þótt helli- rigning væri. Stjórnarflokkurinn hefur 218 af 299 þingsætum og saka stjórn- Kim Dae-jung - 200.000 á útifundi. arandstæðingar hann um að nota ' ljóst sé að mikil andstaða sé við meirihluta sinn til að koma í meðal almennings. gegnum þingið frumvörpum, sem Reuter/-dþ. Maghreb ToElabandalag 1995 Búlgaría 350.000 fylgdu Dimitrov til grafar Um 350.000 manns fylgdu Ge- orgi Dimitrov, fyrrum leiðtoga búlgarskra kommúnista og ráða- manns í Komintern, til grafar í gær. Var aska hans þá jarðsett í helsta kirkjugarði höfuðborgar- innar Soflu. Dimitrov lést 1949 og var lík hans þá smurt og lagt í leghöll í miðborg Sofíu. Þaðan var það tekið og brennt í s.l. viku að kröfu stjórnarandstæðinga, og skyldi það vera táknrænt fyrir af- nám einsflokksræðis í Búlgaríu. Yfir 250.000 manns voru í fimm km langri líkfylgd frá Alex- ander Nevskíj-dómkirkju til kirkjugarðsins, þar sem um 100.000 manns í viðbót höfðu safnast saman. Áberandi margt eldra fólk var við þessa geysifjöl- mennu jarðarför. Fremstir í lík- fylgdinni fóru leiðtogar Sósíal- istaflokksins, sem áður hét Kommúnistaflokkur, þeirra á meðal Andrei Lukanov forsætis- ráðherra og fyrrum forseti Petar Leiðtogar Maghrebbandalags- ins, sem nýlokið hafa tveggja daga ráðstefnu I Algeirsborg, lýstu því yfir í gær að aðildarríki bandalagsins ætluðu að koma á tollabandalagi sín á milli í síðasta lagi 1995. í Maghrebbandalaginu eru Alsír, Líbýa, Máritanía, Marokkó og Túnis. Bandalagið er á sviði efnahags- og viðskiptamála og var stofnað í febrúar 1989 með hhðsjón af Evr- ópubandalaginu. Viðskipti Mag- hrebríkja innbyrðis eru sáralítil, en aðalviðskiptavinur þeirra Evr- ópubandalagið. Maghrebríkin eru að Líbýu undanskilinni stór- skuldug erlendis, atvinnuleysi er þar mikið og tekjur af útflutningi óvissar eða fara minnkandi. I lokasamþykkt fundarins var lögð áhersla á aukin og bætt sam- skipti við Evrópubandalagið. Óttast Maghrebríkin að viðskipti þeirra við EB muni dragast sam- an að miklum mun er innri mark- aðurinn verður kominn til sög- unnar í Evrópu eftir rúmlega tvö ár. íbúar Maghreblanda eru um 65 miljónir og árleg verg þjóðarf- ramleiðsla þeirra er yfir 100 milj- arðar dollara. Reuter/-dþ. Suður-Afríka „Súlúastríðið nýja“ til Jóhannesarborgar Mladenov. Höfundur köngu- lóarkonu látinn Á sunnudaginn lést í Cuerna- vaca í Mexíkó argentínski rit- höfundurinn Manuel Puig, 57 ára að aldri. Þekktastur varð hann fyrir skáldsögu, sem kvikmyndin Koss köngulóarkonunnar (Kiss of the Spider Woman) var gerð eftir. Greinir þar frá samskiptum tveggja fanga í Suður- Ameríkulandi, sem hafðir eru saman í klefa, og er annar hommi en hinn byltingarmaður. Með að- alhlutverk fóru William Hurt, sem fékk Academy Award 1985 fyrir frammistöðu sína í mynd- inni, og Raul Julia. Fylgismönnum Afríska þjóð- arráðsins (ANC) og súlúa- flokksins Inkatha laust saman á sunnudag í Sebokeng, borgarh- luta blökkumanna skammt frá Jóhannesarborg, með þeim af- leiðingum að 18 menn voru vegn- ir, sumir segja fleiri. Er þetta blóðugasta viðureign þessara að- ila hingað til utan Natals, sem er aðalvettvangur vígaferla þeirra, er kölluð hafa verið „súlúastríðið nýja“. Bardagi tókst eftir útifund sem Inkatha hélt og áttust menn við með vopnum bæði nýs og gamals tíma, spjótum, bensínspreng- jum, kylfum, byssum og grjóti. Hvor aðilinn um sig segir hinn hafa byrjað. Að sögn ANC réð- ust Súlúar á andstæðinga sína með vitund og vilja lögreglunnar, en lögreglan segir átök hafa hafist með því að grjóthríð hafi verið gerð á Inkathamenn á heimleið af fundinum. Einnig hafi verið kast- að í þá bensínsprengjum. Meðal þeirra sem drepnir voru var lög- Egii Aarvik, formaður norsku nóbelsnefndarinnar sem ár- lega veitir friðarverðlaun nóbels, lést á fimmtudag s.l., 77 ára að aldri. Hann hefur verið í nó- belsnefndinni, þar sem fimm menn alls eiga sæti, síðan 1974. Meðal þeirra, sem nefndin hef- ur verðlaunað síðan eru Lech reglumaður, sem lagður var spjóti. Inkatha vill að hætt sé að beita Suður-Afríku viðskiptabanni og er einnig á móti þeirri stefnu ANC að heyja skæruhernað gegn Suður-Afríkustj órn. Reuter/-dþ. Walesa, leiðtogi pólsku Sam- stöðu (1983), Móðir Teresa frá Kalkútta (1979) og Dalai Lama, leiðtogi Tíbeta, sem fékk friðar- verðlaunin s.l. ár. Egil Aarvik fylgdi Kristilega þjóðarflokknum að málum og var félagsmálaráðherra um skeið á sjöunda áratugnum. Formaður nóbelsnefndar látinn Bush - Godmanis fékk ekki áheyrn. Bandaríkin Bush ræðir ekki við Godmanis Ivars Godmanis, forsætisráð- herra Lettlands, sem staddur er í Washington, sagði frétta- mönnum I gær að Hvíta húsið hefði hafnað beiðni hans um að ræða við Bush forseta. Talsmað- ur forsetaembættisins sagði að Bush hefði ekki haft tök á að hafa viðræðufund með Godmanis en hefði óskað þess að þjóðarörygg- isráðunautur hans, Brent Scowc- roft, ræddi við lettneska forsætis- ráðherrann. Godmanis lét í ljós undrun yfir að beiðni hans um að ræða við Bush sjálfan skyldi vera hafnað. Bush ræddi við Kazimieru Prun- skiene, forsætisráðherra Lithá- ens, 3. maí s.l. er hún var í Was- hington. Var þá látið svo heita af hálfu Bandaríkjastjórnar að hún hefði verið þar í einkaheimsókn. Stjórnir Eistlands, Lettlands og Litháens leitast nú við að sam- ræma aðgerðir í sjálfstæðisbar- áttu ríkja þessara þriggja og leita í því sambandi m.a. eftir stuðn- ingi erlendis. Reuter/-dþ. „Heldur vil ég deyja Tvær breskar stúlkur, Karyn Smith 18 ára og Patricia Ann Ca- hill 17 ára, eiga yfir höfði sér lífs- tíðar fangelsi I Taflandi eftir að þarlend lögregla fann rúmlega 30 kfló af heróíni í farangri þeirra. Voru þær þá á leið um borð í flugvél, sem þær ætluðu að fara með til Amsterdam. Þær segjast vera saklausar og ekki hafa haft hugmynd um að heróín var í farangri þeirra. Taí- lenska lögreglan telur ekki óhugsandi að heróínsalar hafi fengið þær til að taka með sér böggla, án þess að þær hafi vitað hvert innihaldið var. Stúlkurnar voru í Taílandi í sinni fyrstu ferð erlendis. „Ég vil heldur deyja en að fá lífstíðar dóm,“ sagði Karyn Smith við fréttamann. „Ég yrði orðin 43 ára er ég slyppi út. Ég gæti ekki gifst, ekki eignast börn. Eg gæti ekki afborið það.“ Reuter/-dþ. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 24. júlí 1990

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.