Þjóðviljinn - 24.07.1990, Side 7

Þjóðviljinn - 24.07.1990, Side 7
Sjálfsvígafaraldur meðal unglinga Einn er ég í köldum heimi Víða um lönd verða menn þess varir að æ fleiri börn og unglingar stytta sér aldur. Ástæðurnar eru margar til færðar: sjálfhverfir for- eldrar, ástleysi, ótti við að standa sig ekki í heimi harðrar sam- keppni, sú tilfinning að unglingur- inn sé óþarfur og utanveltu. Hér er um alþjóðlegt fyrirbæri að ræða eins og að líkum lætur. En í þessari samantekt hér er mest stuðst við grein í þýska viku- ritinu Spiegel um sjálfsvíg ung- linga þar í iandi. Enginn veit hve margir Þau eru mörg. Um fjórtán hundruð á ári stytta sér aldur í Vestur-Þýskalandi einu saman. Meðal unglinga á aldrinum 16-20 ára eru sálfsvíg orðin næstút- breiddasta dánarorsökin þar í landi - í fyrsta sæti eru umferð- arslysin. Hér ber að hafa í huga að opin- ber skýrslugerð er mjög ófull- komin. Ættingjar hafa yfirleitt tilhneigingu til að fela sjálfsvíg með ýmsum ráðum, og einkum á þetta við um sjálfsvíg ófullveðja unglinga. Sérfræðingar telja að á móti hverju sjálfsvígi komi 10-20 tilraunir til sjálfsmorðs - þeir eru reyndar til sem segja að eins megi gera ráð fyrir hlutfallinu einn á móti hundrað. Ég féll á prófinu... Sálfræðingar og félagsfræðing- ar hafa að vonum spreytt sig á að leita svara við þessari dapurlegu þróun. Þegar talað er við þá ung- linga, sem gert hafa tilraunir til að stytta sér aldur en bjargast, virðast ástæðurnar sem þeir fyrst nefna einatt lítilfjörlegar. Ástar- sorg, slæmar einkunnir, vinam- issir vegna þess að fjölskyuldan hefur flutt. Hinar dýpri orsakir koma ekki fram fyrr en rækilegar er að gáð: samskiptaleysi sem yfir vofir eða er þegar orðið að veru- leika (til dæmis vegna skilnaðar Sjálfsvíg skólapilts: ef mér líkar ekki veilum. Menn geti ekki skilið hvað er á seyði nema þeir átti sig fyrst á því, að það nægir að saman komi nokkrir erfiðir og neikvæðir þættir félagslegir til þess að „hver sem er“ geti í alvöru hugleitt að fyrirfara sér. Til hvers að lifa? Sérfræðingar segja að kveðju- bréf unglinga sem stytta sér aldur og samtöl við þá sem í slíkum hugleiðingum eru leiði einatt í ljós ótrúlegan kulda, niðurlæg- ingu, afskiptaleysi og ástleysi í U ÍZ> ■ P* fUmSi 'llili! I lí M Til hvers er ég hingað kominn ... foreldra), einsemd, skólastreita, misþyrmingar heima fyrir, kyn- ferðisleg misnotkun. Þeir sem ræða við fólk í sjálfs- morðshugleiðingum leggja mikla áherslu á að uppræta þann út- breidda misskilning að sjálfs- vígshneigð sé mjög tengd geð- nánasta umhverfi þeirra. Ung- lingunum finnst að þeir séu óþarfir (ekki ólíklegt að þeinv hafi beinlínis verið sagt að þeir hafi aldrei átt að fæðast) - eitt algengasta tilsvarið í samtölum er einmitt þetta hér: „Ekki veit ég til hvers ég lifi“. myndin, þá þurrka ég hana út... Haft er eftir formanni þýska barnavemdarráðsins, Walter Barsch, að í mörgum dæmum' megi rekja þessa tilfinningu ung- linga (að þeir séu öllum framandi og óþarfir) til vaxandi sérgæsku foreldranna. Foreldrar séu helt- eknir af hinni nýju sjálfshyggju (,,Ég-æði“) þar sem allt snýst um það, að þeir missi nú ekki af neinu í frama og skemmtun (venjulega er þessi tilhneiging falin undir einhverri jákvæðri formúlu á borð við þá, að foreldr- arnir þurfi að láta allt koma fram sem í þeim býr, ná fullum persón- uþroska). Ef þú stendur þig ekki... Þetta kemur fram í því að börn og unglingar eru afskipt, þau fá beint og óbeint að vita það, að þau sé til trafala, taki of mikinn tíma, tefji fyrir sjálfsþroskanum merkilega sem foreldrarnir eru á höttum eftir. Önnur afleiðing getur svo verið sú, að þegar for- eldrar líta á börn sín fyrst og fremst sem framlengingu á eigin tilveru, þá yfirfæra þau einatt af hörku metnaðardrauma sína yfir á þau. Með öðrum orðum: þau leggja hart að börnunum að þau víki hvergi af námsbraut sem flýtir fyrir þeim á framabraut. Þau mega ekki láta sér mistakast. Þau verða að standa sig. í samantekt Spiegels er einmitt lögð mikil áhersla á það, hve rækilega unglingar kunna að taka inn á sig þessar kröfur foreld- ranna um góð próf og aðra sigra - einatt leiði þetta til hugarfars sem kenna má við allt eða ekkert: ef ég kemst ekki í tiltekið nám í samkeppnisprófi, nú þá er ég hættur þessu, hættur að lifa. Gera má ráð fyrir, að þessi þrýstingur sé misjafn eftir löndum. Hvergi munu sjálfsmorð unglinga út- breiddari en í mikla samkeppnis- þjóðfélaginu Japan. Unglingar sem geta ekki lifað þá skömm (sem þeim finnst vera) að hafa ekki látið metnaðardrauma for- eldranna rætast á sér. Stundum leitar unglingur sér að öryggi í ástarsambandi, í ástinni einu sem er tryggt hæli í vondum heimi -ogef eitthvað fer þá úr- skeiðis í þeim æskuástum, þá verður það dropinn sem fyllir mælinn: Öllum er sama um mig. Líka Honum (Henni). Stúlkur á aldrinum 14-17 ára gera þrisvar sinnum oftar tilraun til sjálfsvígs en piltar á sama aldri. En tilraunin „tekst“ þrisvar sinn- um oftar hjá piltum. Hér verður sú karlmennskuhugsjón, að mað- ur eigi að ráða fram úr öllu einn og sjálfur, til þess að magna lífs- háskann. Unglingar hafa líka séð það svo oft í kvikmyndum, að menn eiga að vera töff og svalir. Eða eins og haft er eftir einum skólapilti sem kvaðst líta á líf sitt eins og hvert annað myndband: „Ef ég kann ekki lengur við myndina þá þurrka ég hana bara út“. Við vissum ekkert... Foreldrar barna og unglinga sem sjálfsvíg hafa framið eru mjög sakbitnir, eins og að líkum lætur: meðal þeirra rís ný hreyf- ing þar sem þeir hjálpa hver öðr- um í stuðningshópum. Mjög oft kemur það fram í máli þeirra að þeir hafi ekki haft hugmynd um það sjálfir, hvað var að gerast, hve sterkum tökum einsemdar- kennd og örvæntingarfullt ráð- leysi var að ná á bömum þeirra. Ein kona sérfróð um þessi mál segir á þessa leið: Þegar ég heyri í fjölskyldum, sem alltaf em að leggja áherslu á að hjá þeim sé allt í lagi með börnin, og ekkert skorti á gagnkvæman skilning og annað það sem til þarf - þá fæ ég strax illan grun....áb t6k saman. Rótleysi Almennt rótleysi leggur sitt til þess að unglingum finnst þeir ein- ir og yfirgefnir: fólk flytur mun oftar milli borga og landshluta, skiptir oftar um vinnu og maka. Vinningstölur laugardaginn 21. júlí ‘90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 2 4.905.621 Z. 4af5^fjp| 3 284.849 3. 4af5 326 4.521 4. 3af 5 9.683 355 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 15.577.100 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 Þriðjudagur 24. júlí 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.