Þjóðviljinn - 24.07.1990, Síða 11

Þjóðviljinn - 24.07.1990, Síða 11
í DAG Hvað er bamið að hugsa? Þessi mynd var tekin þegar sól- in var hér syðra og má meðal ann- ars líta á hana sem hvítagaldur, hermigaldur: við birtum svona mynd í hjátrú, til að kalla á sólina aftur. f leiðinni minnir hún á það að við hvert fótmál er eitthvað skemmtilegt að gerast, sem getur sætt nokkrum tíðindum ef við kærum okkur um. Reyndar er ekkert dularfullt við þetta atriði úr hinum guð- dómlega gleðileik sem myndin sýnir. Allt liggur nokkuð ljóst fyrir. Þyrfti eiginlega ekki að hafa mörg orð um það. En þegar maður horfir á smellna ljósmynd þá fer kannski af stað löngun til að leggja per- sónum á myndinni orð í munn. Það er leikur sem auðvelt er að hafa gaman af, enda eru mögu- leikarnir svo geypilega margir. Eigum við að reyna við þessa mynd hér? Að vísu er það ekkert mjög freistandi að leggja freistaranum brosandi með ísinn orð í munn. Einhvernveginn finnst manni að við vitum allt um hann fyrirfram. Við þekkjum kauða. Hvort sem við erum nú pabbar eða afar eða barasta eldri bræður. Aftur á móti væri gaman að vita hvað barnið er að hugsa. Það gæti verið eitthvað á þessa leið: - Heldurðu að ég líti við svona hvunndagsís? - Veistu ekki að á okkar tímum er hverjum barnsæmandi ís dýft ofan í súkkulaði? - Ég veit þú ætlar bara að éta hann sjálfur. - Nei takk, ég er á makrófæðu hjá mömmu. - Hvað heldurðu að mamma segði ef hún sæi þetta... Og svo getur hver og einn tekið við að vild.... Ljósmynd: Jim Smart. Magnús H. Gíslason skriffar r A FÖRNUM VEGI4. Fyrir rúmri viku lauk tuttug- asta landsmóti Ungmennafélags íslands. Það var að þessu sinni haldið í Mosfellsbæ. Lofsorði var lokið á mótssvæðið en veður hefði mátt vera heppilegra. Ungmennafélögin á íslandi eiga sér orðið langa sögu og merka. Tvíllaust má telja, að ekki hafi önnur fél- agsmálahreyfing mótað íslenskt þjóðlíf meir á fyrstu áratugum þessarar aldar en ungmennafé- lögin. Margir munu telja að sam- vinnuhreyfingin og verkalýðs- hreyfingin hafi átt meiri hlutdeild i þeirri þróun. Svo kann að virð- ast, fljótt á litið. En þá ber þess að gæta, að margir merkustu og fars- ælustu forvígismenn þessara hreyfinga beggja hlutu sitt félags- lega uppeldi í ungmennafélögu- num og mótuðust af viðhorfum þeirra. sem birtust í kjörorðun- um: „Islandi allt“ og „ræktun lýðs og lands“. Gamall ungmennafélagi leit inn til mín skömmu eftir lands- mótið. Hann hafði að sjálfsögðu fylgst með því og þótti mikið til um fjölda þátttakenda og þau af- rek sem þar voru unnin. Og hann fór að rifja upp minningar frá þátttöku sinni í ungmennafélags- skapnum. - Ég er utan af landi, sagði hann, - og hef lengstaf alið aldur minn þar. í heimasveit minni var starfandi athafnasamt ung- mennafélag. Ég var ekki nema 11 ára þegar ég mætti fyrst á fundi hjá því. Ég var þá enn of ungur til þess að mega ganga í félagið. Var því einskonar óreglulegur félagi fyrstu þrjú árin. Að vetrinum hélt félagið fundi ekki sjaldnar en á þriggja vikna fresti. Eitthvað sjaldnar að sumrinu. Ekkert sam- komuhús var þá í sveitinni svo fundirnir voru haldnir til skiptist á heimilum félagsmanna. Þeir hófust ævinlega með söng. Síðan var fundur formlega settur af fundarstjóra, sem skipaður hafði verið á næsta fundi á undan. Hann tilnefndi svo fundarritara. Síðan var lesið upp handskrifað félagsblað, en um útgáfu þess sá sérstök ritnefnd, sem endurnýjuð var á hverjum fundi. Þá voru og tilnefndir tveir móðurmálsverðir. Hlutverk þeirra var að hripa nið- ur hjá sér ankannalegt orðalag og „slettur“, sem fundarmönnum kynni að verða á að nota og benda jafnframt á annað betra. Einhverjir tveir höfðu jafnan ver- ið til þess kvaddir að hafa fram- sögu á hverjum fundi. Gátu þeir sjálfir valið sér umræðuefni, ef þeim sýndist svo. Var umræðu- efni næsta fundar jafnan kynnt í fundarlok hverju sinni. Þátttaka í umræðum var almenn þótt nýlið- ar væru eðlilega hlédrægir til að byrja með. En þegar þeir höfðu einu sinni haft framsögu var ísinn brotinn. Fundinum lauk svo með söng en síðan tóku við ýmiss kon- ar íþróttaæfingar utan húss, ef þannig viðraði og tíminn leyfði. Oftast var efnt til a. m. k. einnar opinberrar skemmtisamkomu að vetrinum. Þar var að sjálfsögðu dansað en auk þess stundum sýndir leikþættir, lesið upp eða þá að einhver flutti 15-20 mín- útna erindi. Að sumrinu var gjarna farið í. eins til tveggja daga skemmtiferðir og þá yfirleitt á hestum. Þýðing ungmennafélaganna var þannig margþætt og hefur svo jafnan verið. í þeim æfðu menn ritleikni og ræðumennsku, stuðl- uðu að málvöndun, glæddu áhuga á íþróttum, efldu sam- kennd og félagsþroska, gerðu meðlimi sína að betri og nýtari þjóðfélagsþegnum. Fyrir kemur að maður heyrir talað um „ungmennafélagsanda“ og þá gjarna í niðrunartóni. Þannig talar raunar það fólk eitt, sem ekkert þekkir til félagsskap- arins og lítur gjarna stærra á sjálft sig, en efni standa til. En sem betur fer lifir ungmennafélags- andinn ennþá góðu lífi með þjóð- inni. Um það ber þátttakan í ný- afstöðnu landsmóti og þeir tugir þúsunda, sem að því stóðu, ljós- astan vott. Þannig mælti hinn aldni ung- mennafélagi og bætti við: Sá, sem einu sinni hefur verið ung- mennafélagi verður það alltaf, sem betur fer fyrir hann sjálfan og þessa þjóð, sem kannski hefur aldrei fremur þurft á hugsjónum félaganna að halda en nú um stundir. -mhg. ÞJOÐVIUINN FYRIR50 ÁRUM Gertaka Danmerkur eyðilagði „ölfrumvarpið". Danska áfengisauðvaldið var að koma fram á Alþingi frumvarpi um leppfyrirtæki sitt. Stjórnarflokkarnir höfðu allir rætt máliðáleynifundum. Háttstandandi stjórnarbroddar áttu að vera „hluthafar" áódýran hátt. 24. júlí þriðjudagur. 205. dagurársins. Sólarupprás í Reykjavík kl. 4.07- sólarlag kl. 22.59. Viðburðir Mussolini tekinn af lífi 1943. 1 Vinstri stjórn tekur við taumunum '1956. DAGBOK APOTEK Reykjavfk: Helgar- og kvöldvarsla lyfjabúða vikuna 20. til 26. júlí er í Holts Apóteki og Laugavegs Apóteki. Fyrmefnda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga kl. 22 til 9 (til 10 á fridögum). Síðamefnda apó- tekið eropið á kvöldin kl. 18 til 22 virka daga og á laugardögum kl. 9 til 22 sam- hliöa hinu fynmefnda. LOGGAN Reykjavik................« 1 11 66 Kópavogur................« 4 12 00 Seltjamames..............» 1 84 55 Hafnarflörður............» 5 11 66 Garðabær..................« 511 66 Akureyri.................» 2 32 22 Slökkvilið og sjúkrabílar Reykjavík................» 1 11 00 Kópavogur..................« 1 11 00 Seltjamames.............rr 1 11 00 Hafnarfjörður.............« 511 00 Garðabær..................* 511 00 Akureyri..................« 2 22 22 L€KNAR Læknavakt fyrir Reykjavik, Seltjamar- nes og Kópavog er í Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 8, á laugardögum og helgidögum allan sól- arhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðlegg- ingar og timapantanir (« 21230. Upplýs- ingar um lækna- og lyfjaþjónustu eru gefnar i símsvara 18888. Borgarspítal- inn: Vakt virka daga frá kl. 8 til 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans. Landspitalinn: Göngudeild- in er opin frá kl. 20 til 21. Slysadeiid Borgarspitalans er opin allan sólarfiring- inn, « 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan, 53722. Næturvakt lækna, « 51100. Garöabær: Heilsugæslan GarðaflöL n 656066, upplýsingar um vaktlækna, * 51100. Akureyri: Dagvaktfrá kl 8 til 17 á Lækna- miðstöðinni,« 22311, hjá Akureyrar Apóteki, rr 22445. Nætur- og helgidaga- vakt læknis frá kl 17 til 8 985-23221 Keflavík: Dagvakt, upplýsingar I « 14000. Vestmannaeyjan Neyöarvakt lækna, «11966. SJUKRAHUS Heimsóknartímar Landspitallnn: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 tii 20. Borgar- spítalinn: Virka daga kl. 18:30 til 19:30, um helgar kl. 15 til 18 og eftir samkomu- lagi. Fæðingardeild Landspítalans: Alla daga Id. 15 til 16, feðratimi kl. 19:30 til 20:30. Fæðingarfieimili Reykjavikur v/Eiriksgötu: Almennurtími kl. 15-16 alla daga, feðra- og systkinatími kl. 20-21 alla daga. Öldrunaríækningadeild Land- spitalans, Hátúni 10B: Alla daga kl. 14 til 20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: Virka daga kl. 16 til 19, um helgarkl. 14 til 19:30. Heilsuvemdar- stöðin við Barónsstíg: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19:30. Landakotsspítali: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19. Bamadeild: Heimsóknir annarra en for- eldra Id. 16 til 17 alla daga. St Jósefs- spitali Hafnarfirði: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Kleppsspítalinn: Alla daga kl 15 til 16 og 18:30 til 19. Sjúkra- hús Vestmannaeyja: Alla daga kl. 1513 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15:30 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahúsið Húsavík: Alla daga kl. 15 til 16 og 19:30 til 20. YMISLEGT Hjálparstöð RKl: Neyðarathvarf fyrir unglinga, Tjamargötu 35, « 622266, opiö allan sólarhringinn. Samtökin 78: Svarað er i upplýsinga- og ráðgjafarsima félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum Id. 21 til 23. Símsvari á öðmm tímum. « 91-28539. Sálfræðistöðin: Ráðgjöf I sálfræðilegum efnum,« 687075. Lögfræöiaðstoð Orators, félags laganema, erveittísima 11012 milli kl. 19:30 og 22 á fimmtudagskvöldum. MS-félagiö, Álandi 13: Opið virka daga frá kl. 8 til 17,« 688620. „Opiö hús" fýrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur jjeina í Skógarhlið 8 á fimmtudögum kl. 17 til 19. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra í« 91-2240 og þar er svaraö alla virka daga. Upplýsingar um eyðni:« 622280, beint samband við læknWijúkrunarfræðing á miðvikudögum Id. 18 til 19, annars sim- svari. Samtök um kvennaathvarf:« 21205, húsaskjól og aðstoð við konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fýrir nauögun. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpa, Vesturgötu 3: Opiö þriðjudaga kl. 20 til 22, fimmtu- daga kl. 13:30 til 15:30 og kl. 20 til 22, « 21500, simsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum:« 21500, simsvari. Vinnuhópur um sifjaspellsmál: « 21260 alla virka daga kl. 13 til 17. Stigamot, miðstöð fyrir konur og böm sem orðiö hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Ráðgjöf, ffæðsla, uppiýsingar, Vestungötu 3,« 91-626868 og 91-626878 allan sólathringinn. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: « 27311. Rafmagnsveita: Bilanavakt I » 686230. Rafveita Hafnarfjarðar. BilanavakL « 652936. GENGIÐ 20. júlí 1990 kl. 9.15 KAUP SALA TOLLGENGI Dollar 58.490 58.650 59.760 Pund 106.355 106.646 103.696 Kan.dollar 50.696 50.834 51.022 Dönsk kr. 9.3824 9.4081 9.4266 Norsk kr. 9.2974 9.3228 9.3171 Sœnsk kr. 9.8468 9.8737 9.8932 Fi.mark 15.2556 15.2973 15.2468 Fra.franki 10.6355 10.6646 10.6886 Belg.frank 1.7325 1.7373 1.7481 Sviss.franki 41.6684 41.7824 42.3589 Holl.gyllini 31.6753 31.7619 31.9060 V-þ.mark 35.6788 35.7764 35.9232 Ít.líra 0.04872 0.048850.04892 Aust.sch. 5.0751 5.0889 5.1079 Port.escudo 0.4069 0.4080 0.4079 Spá.peseti 0.5827 0.5843 0.5839 Jap.yen 0.39309 0.39417 0.38839 írskt pund 95.716 95.978 96.276 SDR 78.7153 78.9306 74.0456 ECU 73.9811 74.1835 73.6932 KROSSGÁTA Lárétt: 1 kyndill 4 lá 6 ástfólginn 7 hási 9 skelfa12sálin14 málmur15þræta16 brúðu 19 kvabb 20 fugl 21 slota Lóðrétt: 2 lána 3 birta 4sefi5hamingja7ill- gjam8ás10vælal1 ama 13 ábreiðu 17 súld 18slóttug Lausn á síðustu krossgátu Lórétt: 1 saug4fáti6 áll 7 vist 9 ósár 12 talin 14svo 15ein 16rómar 19sekk20urga21 auðra Lóðrétt: 2 ami 3 gátt 4 flói 5 tjá 7 vísast 8 stor- ka10snerra11 rangar 13lím 17óku 18aur Þriðjudagur 24. júlí 1990 ÞJÓÐVILJINN — S(ÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.