Þjóðviljinn - 03.08.1990, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 03.08.1990, Blaðsíða 21
HELGARMENNINGIN íslensk byggingarstefna Hvers konar byggingarstefna fellur hugsanlega best inn í íslenskt landslag og að byggingum sem fyrir eru? Áður en lagt er í þá umfjöllun væri kannski vert að hugleiða hvernig fólk horfir á og skynjar byggingar. Eru það einhverjir ákveðnir þættir sem ákvarða hvort fólki fellur t.d. betur við háklassíska eða nútíma byggingu? Hvað veldur því að fólk tekur eftir byggingu og horf ir yf irleitt á hana frá fagurfræðilegu sjónarmiði eða áhuga? í þessum pistli verður því um- ræðuefnið á þá leið að vekja fólk til umhugsunar frekar en að reyna að afla sanninda. Skoðanir fólks eru óhlutbundnar og eins ólíkar og maðurinn er margur. Pað er því nær ógerningur að kómast að „sannri“ niðurstöðu í svo félagslegu máli. En hvernig bygging hrífur áhorfandann? Ýmsar kenningar eru uppi um það efni, hvaða þátt- ur byggingarinnar hefur hvað mest áhrif á áhorfandann. Þar má t.d. nefna svokallaða tilgangs- hyggju, sem leggur áherslu á það að fólk njóti þess þegar form iýtur tilgangi, m.ö.o. að það sé tilgangur með forminu og stað- setningu þess. Aðrar kenningar leggja rök fyrir mikilvægi sam- ræmingar, hlutfalls, skreytinga, handverks, eða fjölda, einnig hvernig opnir fletir vinna saman. Lykilorðið að þessum hugtökum er óhjákvæmilega hönnun, hvort sem það er hönnun arkitektsins eða verkfræðingsins. En gildi góðrar hönnunar vill oft vefjast fyrir mörgum - að skilja áhrif hennar á lífið og umhverfið og sérstaklega hvar kostir hennar skila sér aftur. Það er oft spurn- ing um forgang, hvernig fólk vill verja fjármunum sínum. Góð hönnun er kannski fjármagns- frekari í upphafi, en þegar upp er staðið er hún mun endingabetri og skilar sér betur á sölumarkað- inum. Húsbyggingar eru ekki einka- mál húsbyggjandans - við erum öll neytendur í sama þjóðfé- laginu, umhverfi þess og skipu- lagningu. Þannig eru allir með- limir þjóðfélagsins neytendur byggingalistarinnar. Þess vegna síciptir það alla máli hvernig henni er viðkomið í umhverfinu. Sérstaklega ef haft er í huga að byggingarnar þurfa að standast tímans tönn, helst öldum saman. í framhaldi af þessu þá er vert að huga að hlutverki arkitektsins, þess sem sér um hönnunina. Fyrsta skrefið við hönnunina er að reyna að koma til móts við þarfir neytandans. Arkitektinn verður síðan að þreifa sig áfram hvernig þessar þarfir spila saman svo skapist heild, og sem flestum kröfum sé fullnægt. Fegurð er hugsanleg afleiðing hönnunar- innar, en hún er ekki orsök at- hafna eða ákvarðana. En er hægt að skilgreina hug- takið „fegurð“? Upplifun fegurð- ar, hluta eða bygginga, mætti segja að mótaðist af því hvernig formið er óaðskiljanlegur hluti tilgangs, ekki eins og hann er, heldur hvernig hann kemur fram. Hlutverk arkitektsins er því tvenns konar. í fyrsta lagi að hanna eitthvað sem er ánægjulegt að horfa á. í öðru lagi að hanna það sem er nytsamlegt, hefur til- gang. En það er líka spurning um hvers konar tilgang er verið að ræða. Eru þarfir einstaklingsins einungis hafðar í huga, eða er einnig hugað að fjöldanum, og ekki hvað síst náttúrunni sjálfri og umhverfinu? Er hægt að gera ráð fyrir að arkitekt byggi í sam- ræmi við ákveðinn stað, og ekki að hanna byggingu sína einsog staðsetning hennar hafi skipt miklu máli, að hún væri sjálfstætt form í umhverfinu líkt og við á um mörg nútíma húsin. Nærtækasta dæmið um þetta tvíræða mál er hvernig á að byggja inn í eða endurbyggja hús í gömlu umhverfi, eða friðuðu. Þar vaknar spurningin um hinn „rétta“ stíl sem fellur inn í um- hverfi aðfallandi bygginga. Er viðeigandi að hanna nútímabygg- ingu fyrir friðað svæði? Þessi spurning á ekki einungis við um þá hlið byggingarinnar sem snýr að stílnum heldur einnig um þann möguleika, og hættu á eftirlík- ingu, eða eftiröpun, gamla tím- ans. Þó arkitektar vinni með gamla tímanum þá þurfa þeir/þær ekki að drepa sköpunargleðina. Á nær öllum tímum bygginga- listasögunnar hefur farið fram stöðug tilraunstarfsemi við að brjótast út úr viðjum hins þrá- láta, gegn stöðnun, bjóða upp á nýjungar og framfarir. En við má bæta að nýjungar eru byggðar á hinu þekkta, jafnt sem sköpunar- gáfu og hugkvæmni. Það er sífellt verið að vitna í það sem á undan hefur gengið - hvort sem það er við hugmynda- eða þekkingar- öflun. Forsagan er alltaf mikil- væg, ef þá ekki til að afneita henni, einsog hinn áhrifamikli enski byggingagagnrýnandi, N. Persner, vildi orða það: „Fortíðin á að vera gleymd og grafin - hún er hið illa.“ Persner trúði á mikil- vægi þess að byggingalistin yrði alltaf barn síns tíma, að fylgja tímanum og jafnvel, þar sem hægt yrði, að stuðla að framtíð- inni. Bygging hlotnast athugun og aðdáun ef neytandinn álítur hana reista á síðari tímum en hún í raun og veru er. Hann hélt áfram að fullyrða að það sé rangt af arkitekti að líta yfir öxl í leit nýrra hugmynda - jafnt til 17. aldar sem fyrri hluta þessarar aldar eða atburða liðinnar viku. Byggingalistin ætti að vera al- gjörlega óháð fyrri tíma, eða því sem á undan hefur gengið, af þeirri einföldu ástæðu að eftirlík- ing, eða eftiröpun, sé dæmi um Halldóra Arnardóttir hefur lokið prófi í listfræði frá Essex-háskóla í Englandi og hefur sérstaklega fjallað um byggingarlist. veikleika og vöntun á sjálfstæðri hugsun og skoðunum. Sérhver arkitekt ætti ekki að bera með sér neina fyrirfram hugmynd um lausn viðfangsefnis síns, hvernig úrlausnin muni líta út. Formið á byggingunni verður algjörlega að ráðast af tilgangi hennar. Það sem hvetur arkitektinn í starfi er tíðarandinn sem hann/hún lifir í. Hver tími býr yfir nýrri og ein- stakri uppörvun, og þannig yfir- gefur viðkomandi menningar-, trúar-, siðgæðis- og stjórnmála- þætti fyrri tíma. Á hinn bóginn má athuga hvers konar áhrifa gætir á einstakling- inn af þannig framkomu. Bygg- ingastfll u.þ.b. fyrstu 60 ár þess- arar aldar mótuðust af svokölluð- um „nútíma“-stfl. Hugmyndin á bak við hann var í stuttu máli sú að byggingar skyldu endurspegla samtímann og að iðnaðarþjóðfé- lag skyldi hafa viðeigandi bygg- ingastfl: abstrakt, án skreytinga, og hafa tilgang. Nú á tímum halda margir arkitektar og gagnrýnendur því fram að dæm- inu hafi verið snúið við og álíta þvflíkan arkitektúr ekki fullnægjandi andlegum kröfum sem fólk geri til byggingarlistar- innar. Byggingar ættu að bera með sér yfirbragð táknmáls og skreytilistar. Form og línur fullnægðu ekki sem skyldi. Meg- inþorri fólks unir sér við að skreyta og hanna innanhúss hí- býli sín svo skapist samstæð heild. Oft virðast skreytingar gegna því hlutverki að örva hug- myndaflugið og þar með hugsun og heila um leið. Sá þáttur að nota ímyndunaraflið er liður í því að mynda sér fagurfræðilega skoðun, að velja eitt fram yfir annað sem neytandinn upplifir. Allir þessir þættir, þ.e. upplifun, taka eitt fram yfir annað, og hugsun, stuðla að því hvernig fólk metur umhverfi sitt, hvort sem um er að ræða byggingar eða búsáhöld. En auk þessara þátta er yfirleitt lögð rík áhersla á til- gang fyrir tilteknu atriði innan síns ramma. Með það í huga höf- um við nálgast lokamarkið, þ.e.a.s. heildina, niðurstöðu sem neytandinn hefur komist að af dómgreind sinni, frá fagurfræði- legu sjónarmiði. Byggingalist er þannig ekki sjálfstætt listform, heldur þarf að taka tillit til margra þátta s.s. um- hverfis, skipulags, gróðurs, skreytinga, og síðast en ekki hvað síst, húsgagna. Það á jafnt við um byggingar sem sköpunargáfan hefur leikið höndum um sem og þær sem minni tíma eða fjármagn hefur verið varið í til hönnunar. Gæði umhverfis okkar kemur okkur öllum við, og þó að góð hönnun, að eigin mati, móti ekki lífshamingju, þá er hún stór þátt- ur í að stuðla að betra lífi og til tilbreytingar frá hinu hversdags- lega amstri. ..hvernig á að byggja inn í eða endurbyggja hús í gömlu umhverfi?“ „Hlutverk arkitektsins er tvenns konar. í fyrsta lagi að hanna eitthvað sem er ánægjulegt að horfa á. í öðru lagi að hanna það sem er nytsamlegt." Föstudagur 3. ágúst 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.