Þjóðviljinn - 18.08.1990, Síða 5
VIÐHORF
Geðvonska út af nýjum
þjóðminjalögum
Guðmundur Ólafsson sendir
mér tóninn á persónulegan og
sérstæðan hátt í Þjóðviljanum 11.
ágúst 1990 og sparar nú ekki
stóru orðin. Það er umhugsunar-
efni að tilefni skrifa hans skuli
vera athugasemdir mínar vegna
ályktunar stjórnar Félags há-
skólakennara. Það skyldi þó ekki
gefa vísbendingu um hvaðan ætt-
uð er sú túlkun á störfum fom-
leifanefndar og þjóðminjaráðs
sem stjórnir ýmissa félaga keppt-
ust við að mótmæla á dögunum
að lítt athuguðu máli? Aðferðir
Guðmundar minna til dæmis
mjög á samsetning þann sem kom
frá stjórn Félags íslenskra fræða á
dögunum og átti lítið skylt við
samþykkt þjóðminjaráðs þótt því
væri haldið fram.
í grein Guðmundar Ólafssonar
kennir margra grasa. Þar em mér
gerðar upp ýmsar skoðanir sem
hann í gervi hins hugprúða ridd-
ara sannleikans og skynseminnar
sallar niður. Sagt er að ég haldi í
athugasemdum mínum „fast í
fyrri fullyrðingar og rangfærslur
sem að mörgu leyti eru byggðar á
vanþekkingu og fordómum.“
Síðar er talað um rök mín sem
„fremur léttvæg og að mörgu
leyti byggð á vanþekkingu, hlut-
drægni og jafnvel fordómum."
Ég hef ekki í hyggju að elta ólar
við allt það sem missagt er í grein
Guðmundar eða þau hugarfóstur
sem hann kýs að eigna mér, en ég
mælist til þess að þeir sem vita
vilja skoðanir mínar og stefnu
leiti traustari heimilda.
í greininni er einnig upp-
talning, ónákvæm þó, um ýmsar
fornleifarannsóknir, og kemur
fram að ótiltekið magn íslenskra
forngripa er vistað erlendis í fór-
um einstaklinga og ekki ljóst hve-
nær þeirra gripa má vænta til
landsins aftur.
Nú er rétt að hafa í huga að um
áramótin tóku gildi ný þjóð-
minjalög sem Alþingi íslendinga
setti. Að athuguðu máli þótti
þeirri stofnun breytinga þörf og
úrbóta í minjavöslu hér á landi. I
lögum þessum er gert ráð fyrir því
Sveinbjörn Rafnsson skrifar
að fornleifanefnd fari með yfir-
stjórn rannsókna á fornleifum í
landinu. Þetta virðist fara í
taugarnar á Guðmundi Ölafs-
syni, og í greininni heldur hann
því fram, andstætt lögum, að
Þjóðminjasafnið fari með þessa
ábyrgð.
konungs). Löggjafinn lítur svo á
að forngripir séu menningararf-
leifð þjóðarinnar og því hennar
eign. Ennfremur er vakin athygli
á því að forngripi megi lögum
samkvæmt ekki flytja úr landi
nema með leyfi þjóðminjaráðs.
Þessi ákvæði laga og reglna
tíðarsjóðs og víða í löggjöf, til
dæmis í náttúruvemdarlögum,
skipulagslögum og þjóðminja-
lögum.
Guðmundur Ólafsson segir að
það sé „mikill misskilningur að
fomleifarannsóknir hafi eða geti
skert“ fomleifaarfinn. Öðm er
„Fornleifavernd er náskyld umhverfis- og
náttúruvernd enda er það svo aðfjölmargir
sáttmálar og leiðbeiningar á vegum
Sameinuðu þjóðanna spyrða þetta aðýmsu
leyti saman“
I lögunum segir einnig að forn-
leifanefnd skuli setja reglur um
fornleifarannsóknir „svo sem um
skil á gripum sem finnast við
rannsóknina.“ Slíkar reglur vom
einróma samþykktar á fundi
nefndarinnar 12. júní síðast-
liðinn. Meðal þeirra sem greiddu
þeim atkvæði vora Þór Magnús-
son þjóðminjavörður og Guð-
mundur Ólafsson. Þessar reglur
auglýsti menntamálaráðuneytið
síðan 19. júlí, sbr. Stjórnartíðindi
B nr. 320/1990. í reglum þessum
um leyfi til fomleifarannsókna
segir meðal annars: „Alla fundna
forngripi skal afhenda forvarða
og skráða ásamt forngripaskrá.
Gögn þessi og gripi skal ásamt
stuttri yfirlitsskýrslu um gang
rannsóknanna á leyfistímanum
afhenda innan árs. Ef forvarsla
gripa tekur lengri tíma skal gerð
grein fyrir því við afhendingu
annars efnis og afhenda gripina
þegar forvörslu þeirra lýkur.“ Þá
er vakin athygli á því að skv. 26.
grein þjóðminjalaga era allir
forngripir eign ríkisins („lands-
ins“ skv. lögunum frá 1907 þegar
ísland var undir stjóm Dana-
virðast fara fyrir brjóstið á Guð-
mundi Ólafssyni, og hann keppist
við að halda því fram að þau jafn-
gildi vantraustsyfirlýsingu á þá
sem stunda fornleifarannsóknir.
Svo er vitanlega alls ekki, enda
eru sett ótal lög og reglur í hverju
nútímaþjóðfélagi án þess að ver-
ið sé að gera því skóna að þegn-
arnir séu almennt einhverjir
vandræðamenn. Þessi ákvæði eru
líka í fyllsta samræmi við það sem
tíðkast í fullvalda nágranna-
ríkjum okkar. Slík ákvæði eru
einnig grundvöllur þess að á veg-
um Evrópuráðsins og Sameinuðu
þjóðanna (UNESCÖ) hefur ver-
ið unnt að setja reglur til að
greiða fyrir menningarsam-
skiptum þjóða í milli með lánum
á menningarverðmætum, þar
sem sérhver þjóðmenning nýtur
fullrar virðingar og réttar.
Fornleifavemd er náskyld um-
hverfis- og náttúravernd, enda er
það svo að fjölmargir sáttmálar
og leiðbeiningar á vegum
Sameinuðu þjóðanna spyrða
þetta að ýmsu leyti saman. Hér á
landi koma þessi viðhorf fram
meðal annars í stofnskrá Þjóðhá-
haldið fram til dæmis í Sáttmála
Evrópuráðsins frá 6. mars 1969
um vernd fornleifaarfsins eða
leiðbeiningum UNESCO frá 16.
nóvember 1972 varðandi vernd
þjóðríkja á náttúra- og
menningararfleifðinni. í breska
tímaritinu Antiquity 1980 á Olaf
Olsen þjóðminjavörður Dana
líka bráðskemmtilega grein sem
Guðmundur ætti endilega að
lesa, ef hann er þá ekki of önnum
kafinn við að rægja formann
fomleifanefndar og gera honum
upp skoðanir. Þessi grein er um
nokkurs konar hundaæði sem
gripið hafi um sig meðal forn-
leifafræðinga (rabies archaeo-
logorum), og hún hefur haft mikil
áhrif í alþjóðlegri umræðu um
varðveislu- og vemdunarmál.
Það skyldi nú ekki vera að Guð-
mundur Ólafsson telji þessa aðila
fulla af „vanþekkingu" eða vera
með „tilraun til blekkingar". Að
ekki sé minnst á „þröngsýni" og
„fordóma".
Persónu formanns fomleifa-
nefndar eignar Guðmundur Ól-
afsson fátt sem jákvætt getur tal-
ist og álítur hann sitja í nefndinni
í mjög svo annarlegum tilgangi.
Hann á að fara „miklu offari“ og
ætla sér „með ofríki að ná undir
sig einokunarvaldi yfir fornleifa-
rannsóknum á íslandi til að geta
stöðvað þá sem honum era ekki
þóknanlegir“. Þetta er nú nokkur
ofætlan vesalingi mínum. Enda
virðist það ekki síður vera forn-
leifanefnd sem stofnun sem er
svo hábölvuð í augum Guðmund-
ar, en hana hefur Alþingi sett
með lögum. Fomleifanefnd er
lögum samkvæmt fjölskipað
stjórnvald, og þar ræður enginn
einræðisherra. Varla finnst
Guðmundi það vera annað en til
bóta. Hins vegar bendir satt að
segja margt til þess að hann hafi
lítinn áhuga á því að farið verði
að nýjum þjóðminjalögum, og
gæti geðvonska hans að ein-
hverju leyti stafað af því að sam-
kvæmt þessum lögum er ekki gef-
ið að Guðmundur eigi að sitja í
fornleifanefnd.
Hvernig væri nú að svo stór-
yrtur maður sem Guðmundur Ól-
afsson færi að berja á tröllum, að
dæmi hinna fomu guða, femur en
aðö úthúða svo léttvægum aðila
sem formanni fomleifanefndar.
Við loft gnæfa til dæmis Samein-
uðu þjóðimar og Evrópuráðið,
og ekki má gleyma Alþingi ís-
lendinga.
Þjóðminjalögin era áreiðan-
lega skref fram á við í minja-
vörslumálum íslendinga þótt ef-
laust megi eitthvað að þeim
finna. Ég geri að mínum orð eins
þingmanna um lögin: „Með
lögum þessum hefur verið skap-
aður nútímalegur rammi um
þjóðminjavörsluna í landinu, og
vonandi verða þessi lög til að
styrkja og efla þennan mikilvæga
þátt í okkar menningu." Það er
óskandi að þeir sem eiga eftir að
leggja hönd að því mikla verki
sem hér er að vinna, megi eiga
gott og heiðarlegt samstarf í anda
góðrar fræðimennsku.
Sveinbjörn Rafnsson er prófessor í
sagnfræði og formaður fomleifa-
nefndar.
Umhverfismál
Sænsku trén sýkna ósonlagið
Nýjar niðurstöður rannsókna í
Norður-Svíþjóð leiða í ljós að
meðalhiti sumars í norðanverðri
Evrópu hefur sveiflast um 4
gráður á Cclsíus undanfarin 1400
ár. Þetta sýnir hve loftslag á jörð-
inni breytist mikið á náttúrlegan
hátt og gefur til kynna að á norð-
lægustu svæðum jarðarinnar
muni hvers konar gróðurhúsa-
áhrif ekki koma skýrt í Ijós.
Þessi nýju sönnunargögn voru
birt fyrir skemmstu í breska tíma-
ritinu Nature, ásamt öðram
rannsóknaniðurstöðum um lofts-
lag fyrr á tímum. Draga menn
þær ályktanir af þessu öllu sam-
an, að langt sé í land með að
menn geti gert sér fulla grein fyrir
áhrifum náttúrlegrar hitafars-
sveiflu á hlýnun andrúmsloftsins.
Sjö evrópskir vísindamenn
hafa rannsakað sumarhitann
undanfarin 1440 ár í norðan-
verðri Svíþjóð, með því að skoða
þéttleika árhringja í furatrjám.
Þeir komust að þeirri niðurstöðu
að meðalsumarhitinn á rann-
sóknasvæðinu hafi sveiflast um 4
gráður á Celsíus undanfarnar 14
aldir.
Þessi mismunur á hitastigi er
miklu meiri en sú sveifla sem
sumir loftslags- og veðurfræðing-
ar hafa spáð að kæmi fram á þess-
um svæðum í kjölfar þess að ós-
onlagið þynnist eða stærri göt
komi á það vegna aukningar á
koltvísýringi í andrúmsloftinu.
Vísindamennirnir sem önnuð-
ust rannsóknirnar í Svíþjóð hafa
reiknað út, að 30 til 40 ár þyrftu
að líða til þess að hækkun sú á
hitastigi í Skandinavíu sem
mannkynið mundi hugsanlega
valda með útblæstri og mengun,
þangað til unnt væri að greina
hana frá náttúrlegum hitafars-
sveiflum.
Hitastig á norðlægum svæðum
sveiflast meira heldur á tempruð-
um eða heitum hlutum jarðar.
Þar við bætist, að gróðurhúsa-
áhrifanna mundi gæta meira á
tempruðum svæðum en köldum.
Af þessu leiðir, vegna minni nátt-
úrlegrar sveiflu þar, að gróður-
húsaáhrifin kæmu enn fyrr og
skýrar í ljós á tempruðu svæðun-
um.
Rannsóknirnar á 1400 ára sögu
sænsku furutrjánna leiddu líka í
ljós, að það óvenjukalda tímabil
sem kallað hefur verið Litla ís-
öldin stóð tiltölulega stutt í
Skandinavíu, eða frá því um 1570
til um 1650. Almennt hefur verið
álitið að Litla ísöldin hafi ríkt
öldum saman í Evrópu, frá mið-
öldum og allt fram á þá tuttug-
ustu.
Rannsóknamennirnir í Svíþjóð
fundu engin merki þess að þar
hefði ríkt það nokkurra alda hlý-
skeið á miðöldum sem oft hefur
verið haldið fram að meginhluti
Evrópu hafi notið frá því um
1000-1300, þegar norrænir menn
námu Grænland og vínviður
blómgaðist á Englandi.
Gallinn á Svíþjóðargögnum
vísindamannanna er sá, að ár-
hringamælingar duga aðeins til
að kanna sumarhita, þegar þeir
myndast, en náttúrlegar hitafars-
sveiflur eru meiri að vetrarlagi en
á sumrin. Upplýsingar um vetrar-
hita hefðu hugsanlega leitt í ljós
bæði það miðalda hlýskeið sem
rætt hefur verið um og Litlu ís-
öldina.
Hin rannsóknin sem birt var f
Nature sýnir að á síðustu ísöld,
sem lauk fyrir 10 þús. árum, náði
ísskjöldurinn sunnar í Evrópu en
áður hefur verið talið, og lengra
heldur en á því skeiði sem talið
hefur verið hámark hennar, fyrir
18 þús. árum. Samkvæmt nýju
niðurstöðunum rannu skriðjökl-
ar ísaldar fyrir 30-50 þús. árum
niður hlíðar Vogesafjalla í Frakk-
landi og skildu eftir sig jökulurð-
irnar.
Til þess að skilja betur þætti þá
sem stjórna hitafari á jörðinni er
nauðsynlegt að vita meira um
hvar íshellan lá og hve víðfeðm
hún var. ís hefur svæðisbundin
áhrif á loftslag. Hann endurkast-
ar sólargeisluninni út í geiminn
aftur og massi jöklanna hefur
áhrif á hreyfingar í lofthjúpnum
eins og fjöllin, með því að stjórna
úrkomu. Þekking á útbreiðslu
jökla er því ein forsenda þess að
geta smíðað fullkomnari mynd af
loftslagi fyrri tíma.
ÓHT byggði á IHT
Er ástand
ósonlagsins ekki
ráöandi um hitafar?
Höfum við rangmetið
tímalengd hlýskeiða miðalda
og „Litlu ísaldarinnar"?
•BBWOWJUm
Laugardagur 18. ágúst 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5