Þjóðviljinn - 03.10.1990, Side 11

Þjóðviljinn - 03.10.1990, Side 11
LESANDI VIKUNNAR í DAG Sonja B. Jónsdóttir dagskrárgerðarmaður Mynd: Jim Smart Hvað ertu að gera núna? Við erum fjögur sem stöndum að kvikmyndafélaginu Nýja Bíói og við framleiðum sjónvarpsþætti, kynningar-, heimildar- og fræðslu- myndir. Þessa dagana erum við að senda frá okkur íýrstu fræðslu- myndina okkar sem fjallar um ör- uggara kynlíf. Við tókum frum- kvæðið sjálf að gerð myndarinnar, framleiddum hana á eigin kostnað og vonumst til að hún eigi eftir að koma fyrir augu sem flestra. For- eldrar horfí t.d. fyrst á hana sjálfír og síðan með bömum sínum sem eru á þeim aldri að þau þurfi fræðslu um öruggara kynlíf. Síðan er ég að þýða leikrit úr ensku og að skrifa handrit fyrir Rauða Kross ís- lands, en handritið er fyrsta skrefið að kynningarmynd um starfsemi hans. Að auki geri ég einn og einn þátt um fólkið í landinu fyrir Ríkis- sjónvarpið. Hvað varstu að gera fyrir tíu árum? Þá átti ég þess kost að vera með dóttur minni sem var tíu ára þá, en skil ég það fyrst til fulls nú hvað það var mér mikils virði að fá að hafa hana hjá mér. Ég var þá í þann veginn að ljúka námi i heim- speki við Háskólann og átti auð- Heimurinn hrundi veldara með að eiga tíma með henni en oft áður. Seinna vann ég mjög mikið, þannig að þetta voru dýrmæt ár. Ég las alltaf heima, en ekki á lesstofu, þegar ég var í Há- skólanum, þannig að við vorum mikið saman. Geturðu þá ekki umgengist hana núna? Nei, hún fórst í bílslysi 15. júní 1989, þannig að ég get það ekki beint. Én mér finnst að hún lifi og ég vil að hún lifi þó hún sé ekki hér. Ég trúi á framhaldslíf og jafh- vel endurholdgun, kannski enn meira vegna þess að ég vil trúa því að hún fái einhvem tíma að lifa heilt líf. Hún var mikill sálarþekkj- ari og sýndi skilning sem fáum er gefinn. Ég sakna trúnaðarsam- bands okkar mikið, það var mjög gefandi, en líka margs annars. Hefði viljað eiga meiri tíma með henni þegar hún var yngri, en lífs- baráttan hér krefst oft tvöfaldrar vinnu, sérstaklega meðan maður er að festa kaup á húsnæði og þetta gerir það að verkum að bömin verða að bíða. En samfélagið okk- ar býður ekki upp á annað en að bömin bíði. Þessa rúmu 15 mánuði sem liðnir eru frá þvi hún dó hef ég gert lítið annað en að vinna úr sorginni og býggja sjálfa mig upp á nýjan leik. Heimurinn hrundi bókstaf- lega, og það vantar enn talsvert upp á hjá mér. Það vantar mikil- vægustu manneskjuna. Ég er að reyna að vinna með sorgina, hún fer ekkert og ég verð að læra að lifa með harminn. Það er t.d. ekki nema vika síðan ég fann í fyrsta sinn einhverja gleði í að sinna vinnunni, sköpunargleði. En gleð- in er líka öðmvísi núna, hún er blandin trega. Þegar ég sé t.d. mikla fegurð, þá hugsa ég um það af hveiju þessi fegurð sé til fyrst hún fær ekki að sjá hana. Stundum hef ég óskað þess að ég hefði feng- ið að deyja í staðinn, en ég ræð víst engu um það. Hvað gerirðu í frístundum. Ég les, fer oft á bíó og horfi mikið á sjónvarp, hef mikinn áhuga á þeim Qölmiðli. Ég hef les- ið mikið um framhaldslíf undan- farið, er að leita að svari um hvort það sé til, og ég hef lesið það sem ég hef náð í um sorg og sorgarvið- brögð í leit minni að hjálp. Annars les ég mjög gjaman góðar skáld- sögur, ég les líka alls konar kvennabókmenntir, bæði skáld- sögur og fræði tengd feminisma. Það er liður í því að halda þreki til að takast á við lífið að fara dálít- ið i göngutúra. Ég bý úti á Nesi, og það eru ákveðin forréttindi að geta verið komin úr byggð svo að scgja á þremur mínútum. Þar er náttúr- legt umhverfi, kyrrð og ffiður. Fjaran, þar sem hún er hrein, er yndisleg, og auðvitað Snæfellsjök- ull. Ég er aftur á móti ódugleg að nota nýja fjallahjólið mitt, en það er á dagskrá. íþróttamanneskja er ég ekki, en ég viðurkenni nauðsyn hollrar hreyfingar. Að auki hef ég gaman af að ferðast og hlusta á tónlist. Hver er uppáhaldsbarna- bókin þín? Anna í Grænuhlíð. Sjálfstæði hennar heillaði mig og rauða hárið. Hvaða bók ertu að lesa núna? Hún heitir Women and Love og er eftir Shere Hite. Bókin er um konur, lífskjör þeirra, ástarsam- bönd og fjölskylduhagi. Hún byggir á viðtölum við nokkur þús- und bandariskar konur og gefur forvitnilega mynd af stöðu kvenna í dag og því sem þær eru að takast á við, bæði í einkalífinu og at- vinnulífinu. Það væri gaman að lesa svipaða greinargerð um hagi íslenskra kvenna. Nýlega las ég Temple of My Familiar eftir Alice Walker sem hreif mig mjög, og aðra bók er ég með í takinu núna sem heitir The Full Circle og er um fólk sem hefúr staðið við dyr dauð- ans en lifað af. Sú bók er enn einn liður í þessari leit minni. Hvers minnistu heist úr Bibiíunni? Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra. Móðir mín vitnaði oft í þessi orð og þetta var grunntónn- inn í því uppeldi sem við systkinin fengum. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Spínatbaka. Hvaða eiginleika þinn viltu helst vera laus við? Letina. Hvaða eiginieika þinn finnst þér skrítnast að aðrir kunni ekki að meta? Ég þarf alltaf minn tíma til allra hluta, sumir halda að það sé leti. Hvert langar þig helst til að ferðast? Ég vil skoða Island betur og þá helst hálendið. Við eigum svo fal- legt land og þó ég gleðjist yfir átakinu til að hefta landeyðingu þá ég vil ekki sjá landið okkar skógi vaxið milli Éjalls og fjöru. Ég vil hafa útsýn til hafsins. Hvaða ferðamáti á best við Þig? Mér finnst gaman að ferðast í lest. Hverju viltu breyta í íslensku þjóðfélagi? Ég vil að íslenskir ökumenn geri sér grein fyrir því hvað þeir eru að gera og dragi úr hraðanum. Að þeir skilji hvað lífið er brothætt og hvað það þarf lítið til að ástvin- ir hverfi. Ef ökumenn hefðu kær- leikann með sér undir stýri og hugsuðu með sér að þeirra böm em lika einhvers staðar á götunum þá held ég umferðarmenningin væri betri. Auk þess vildi ég gjaman sjá það að konur fengju sömu laun og karlar og sömu atvinnutækifærin. Það mætti koma á hagstæðari verkaskiptingu, bæði úti á vinnu- markaðnum og inni á heimilunum. Af hverju ert þú að vinna að ainæmisvörnum? Ég fór að pæla i alnæmisvöm- um vegna þess að ég átti ungling. Ég vildi geta frætt hana sjálf um þennan sjúkdóm. Svo kynntist ég lífi alnæmissjúklings og sá hvaða hörmungar dundu yfir hann. Fyrir utan að missa heilsuna, missti hann vinnuna og þar með tekjur, hann missti jafnvel vini og mátti þola fé- lagslega einangmn. Síðan kynntist ég þessum vanda enn betur í starfi með Samtökum áhugafólks um al- næmisvandann. Ég sá að það vant- aði fræðslu, bæði til þess að koma í veg fyrir að fleiri smitist og einn- ig til þess að eyða fordómum gagn- vart þeim sem þegar hafa tekið veiruna. Guðrún ÞJÓÐVILJINN FYRIR 50 ÁRUM Hljóðfæraleikarar vinna fullan sigur í kaupdeilunni. Hótel Is- land nefur þó enn ekki látið undan. Mikill flöldi fólks flutt burt ftá Berlín vegna loftárás- anna. Erlendar kartöflur koma bráðlega á markaðinn. Með því móti verður komið í veg fýrir okur stríðsbraskaranna. Komvara og sykur lækkar í verði. Verður Franco neyddur til þátttöku í styrjöldinni? 3. október miðvikudagur. 276. dagur árs- ins. Sólarupprás í Reykjavík kl. 7.41 -sólariag kl. 18.51. Viðburðir Stephan G. Stephansson skáld fæddur árið 1853. DAGBÓK APÓTEK Reykjavík: Helgar- og kvöldvarsla lyfja- búða vikuna 28. sept til 5. október er i Ingótfs Apóteki og Lyijabergi. Fyrmefnda apótekið er opiö um helgar og annast næturvörslu alla daga kl. 22 til 9 (til 10 á frídögum). Síðamefnda apó- tekið er opið á kvöldin kl. 18 til 22 virka daga og á laugardögum kl. 9 til 22 sam- hliða hinu fyrmefnda. LOGGAN Reykjavík.......................« 1 11 66 Kópavogur.......................« 4 12 00 Seltjamames.....................« 1 84 55 Hafnarflörður................« 5 11 66 Garðabær........................« 5 11 66 Akureyri........................« 2 32 22 Siökkvilið og sjúkrabðar Reykjavík...................« 1 11 00 Kópavogur...................« 1 11 00 Seltjamames.................« 1 11 00 Hafnarfjörður................» 511 00 Garðabær....................« 5 11 00 Akuneyri....................« 2 22 22 LÆKNAR Læknavakt fyrír Reykjavík, Seltjamar- nes og Kópavog er i Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur alla virka daga ffá kl. 17 til 8, á laugardögum og helgidögum allan sól- arhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðlegg- ingar og tímapantanir I« 21230. Uppiýs- ingar um lækna- og lyfjaþjónustu eru getnarí simsvara 18888. Borgarspital- inn: Vakt virka daga ffá kl. 8 til 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans. Landspitalinn: Göngudeild- in er opin frá kl. 20 til 21. Slysadeild Borgarspítalans er opin allan sólarhring- inn,« 696600. Hafnarljörður: Dagvakt, Heilsugæslan, « 53722. Næturvakt lækna,« 51100. Garöabæn Heilsugæslan Garöaflöt « 656066, upplýsingar um vaktlæk ” 51100. Akureyri: Dagvakt frá kl 8 til 17 á Lækna- miöstööinni, « 22311, hjá Akureyrar Apóteki, « 22445. Nætur- og helgidaga- vakt læknis frá Id 17 til 8 985-23221 (farslmi). Keflavík: Dagvakt, upplýsingar I n 14000. Vestmannaeyjar. Neyðarvakt lækna, «11966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar Landspítalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar- spitalinn: Virka daga kl. 18:30 til 19:30, um helgar kl. 15 til 18 og eftír samkomu- lagi. Fæðingardeild Landspítalans: Alla daga Id. 15 til 16, feðratími kl. 19:30 til 20:30. Fæðingarheimili Reykjavikur v/Eiríksgötu: Almennur timi M. 15-16 alla daga, feðra- og systkinatími kl. 20-21 alla daga. Öldrunaríækningadeild Land- spitalans, Hátúni 10B: Alla daga kl. 14 til 20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspltala: Virka daga kl. 16 til 19, um helgar kl. 14 til 19:30. tteilsuvemdar- stöðln við Barónsstig: Alla daga Id. 15 til 16 og 18:30 til 19:30. Landakotsspítali: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19. Bamadeild: Heimsóknir annarra en for- eldra kl. 16 til 17 alla daga. SL Jósefs- spítali Hafnarfirði: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Kleppsspítalinn: Alla dagakl 15til 16 og 18:30 til 19.Sjúkra- hús Vestmannaeyja: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga Id. 15:30 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahúsið Húsavik: Alla daga kl. 15 til 16 og 19:30 til 20. ÝMISLEGT Rauða kross húsið: Neyðarathvarf fýrir unglinga, Tjamargötu 35, ® 91-622266, opið allan sólarhringinn. Samtökin 78: Svarað er i upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21 til 23. Símsvari á öðrnm timum. « 91-28539. Sálfræðistöðin: Ráðgjöf (sálfræðilegum efnum,« 91-687075. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laganema, er veitt I sima 91-11012 milli kl. 19:30 og 22 á fimmtudagskvöldum. MS-félagið, Álandi 13: Opið virka daga frá kl. 8 til 17,« 91-688620. „Opið hús" fyrír krabbameinssjúklinga og aöstandendur þeirra i Skógartrlíð 8 á fimmtudögum Id. 17 til 19. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja sm'itaða og sjúka og aöstandendur þeirra í« 91-22400 og þar er svarað alla virka daga. Uppiýsingar um eyðni:« 91-622280, beint samband við lækni/hjúkmnarfræð- ing á miðvikudögum kl. 18 til 19, annars símsvari. Samtök um kvennaathvarf:« 91- 21205, húsaskjól og aðstoð við konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum, Vestur- götu 3: Opið þriðjudaga Id. 20 til 22, fimmtudaga kl. 13:30 til 15:30 og kl. 20 til 22,« 91-21500, slmsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem oröið hafa fyrir sifjaspellum:« 91-21500, slmsvari. Vinnuhópur um sifjaspellsmál: « 91-21260 alla virka daga kl. 13 til 17. Stigamót, m'iðstöð fyrir konur og böm sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Ráðgjöf, fræðsla, upplýsingar, Vestungötu 3,« 91-626868 og 91-626878 allan sólarhringinn. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: * 27311. Rafmagnsveita: Bilanavakt í « 686230. Rafveita HafnarQarðar: Bilanavakt n 652936. GENGIÐ 2. október 1990 Sala Bandaríkjadollar.............56,480 Steriingspund...............106,397 Kanadadollar.................48,943 Dönsk króna...................9,4805 Norsk króna...................9,3464 Sænsk króna...................9,8406 Finnskt mark.................15,2711 Franskur franki.............10,8189 Belgiskurfranki.............. 1,7598 Svissneskur franki..........43,5366 Hollenskt gytlini...........32,1503 Vesturþýskt mark............36,2528 itölsk líra..................0,04843 Austumskur sch...............5,1533 Portúgalskur escudo.......... 0,4091 Sþánskur peseti...............0,5791 Japanskt jen.................0,41278 Irsktpund....................97,295 KROSSGÁTA Lárétt: 1 far4skora6 málmur7 skrafi 9 iburð- ur12orðrómur14 hljóm 15 efja 16 ólyktar 19hamingju20kven- mannsnafn21 angraði Lóðrétt:2blása3 þvengur 4 vaxa 5 um- brot 7 borða 8 svima 10 æki11 gafflar 13 spil 17 vesöl18miskunn Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 stag4basl6 óði 7 tákn 9 stór 12 Ein- ar14kæn15ögn16 næman 19 leið 20 muni 21 ragir Lóðrétt:2tjá3góni4 bisa5sló7tókall8 kennir10trönur11 rangir13nám 17æða 18ami Miðvikudagur 3. október 1990 ÞJÓÐVILJINN _ cfr)A 11

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.