Þjóðviljinn - 24.10.1990, Blaðsíða 3
FRETTIR
EFTA
Pólitíska lausn
fyrir árslok
Ráðherrar EFTA-ríkjanna vilja sameiginlegan
ráðherrafund með EB i desember
Ráðherrar EFTA-ríkjanna
komu saman á óformlegan
fund í Genf í Svisslandi í gær til
þess að meta stöðu samninga-
viðræðna EFTA- ríkjanna og
EB um myndun evrópsks efna-
hagssvæðis. í lok fundarins
sendu þeir frá sér orðsendingu
þar sem þeir segja að þeir hafi
gefið samningamönnum EFTA-
ríkjanna fyrirmæli um að efla
starf sitt og reyna til hins ítrasta
að undirbúa pólitíska Iausn í
samningaviðræðunum fyrir
árslok 1990. Einnig segir í orð-
sendingunni að ráðherrarnir
myndu fagna sameiginlegum
ráðherrafundi í desember.
í orðsendingunni er áréttaður
eindreginn pólitískur vilji til að
mynda evrópskt eínahagssvæði
og að EES-samningurinn eigi að
vera víðtækur og umfangsmikill
og ganga í gildi 1. janúar 1993.
En til þess að ná þvi markmiði og
viðhalda skriði á samningavið-
ræðunum og efla traust á þeim
ætti að ná samkomulagi um
grundvallarþætti samningsvið-
ræðnanna fyrir lok þessa árs.
Ráðherramir segjast gera sér
ljóst að til að koma í kring slíkri
lausn verði að fækka undanþág-
um í lágmarksfjölda, en segjast
jafnframt ætlast til þess að EB
fallist á lagalegt og stofhanalegt
fyrirkomulag, sem geri mögulega
sameiginlega stjómun og þróun
evrópska efnahagssvæðisins, sér-
staklega hvað varðar sameigin-
legan ákvörðunartökuferil.
-Sáf
Húsgögn
Dagsbrúnarmönnum býðst að velja um tvo lista ( kosningum til stjórnar og trúnaðarráös I janúar, (fyrsta skipti
í 20 ár. Þessi mynd er frá sögulegri atkvæðagreiðslu, þar sem kjarasamningur Dagsbrúnar var felldur með
52% greiddra atkvæða.
Dagsbrúnarkosningar
Órói í mótframboðinu
Möbelfakta
ekki gæðamerki
Neytendasamtökin hafa vak-
ið athygli á auglýsingu frá
Ikea, þar sem auglýst eru hús-
gögn og sérstaklega tekið fram
að Möbelfakta-merkið sé gæða-
stimpill Rannsóknastofnunar
sænska húsgagnaiðnaðarins.
Neytendasamtökin segja að svo
þurfi ekki að vera.
Jóhannes Gunnarsson for-
maðurNeytendasamtakanna segir
að við prófun húsgagna hjá
sænsku húsgagnaprófuninni (Mö-
belfakta) sé miðað við þtjár kröf-
ur. Það séu hámarksgæði, miðl-
ungsgæði og lágmarksgæði. „Og
þar sem fyrirtækið selur húsgögn
til heimilisnota, en ekki á vinnu-
staði, miðar það að eigin sögn
fyrst og fremst við að uppfylla
lágmarkskröfur. Þetta kemur ekki
ffam í auglýsingunum," segir Jó-
hannes. Neytendasamtökin telja
að mikilvægt sé fyrir neytendur
að kanna sjálfir á sölustað hvað
þeir eru að kaupa.
Jóhannes segir að ástæða sé til
að vara fólk við svona auglýsing-
um, því verið sé að gefa meira í
skyn en kannski sé hægt að standa
við. „Seljendur mega ekki gera
meira úr svona merkingum en
ástæða er til, og ég tel að þetta
fyrirtæki sé komið á hálan ís.
Þetta er villandi auglýsing," segir
Jóhannes. ns.
SSH
Vill jöfnun atkvæðisréttar
Aðalfundur Sambands sveit-
arfélaga á höfuðborgar-
svæðinu skorar á þingmenn að
endurskoða ákvæði stjórnar-
skrárinnar og lög um kosningar
til Alþingis. Markmiðið með
endurskoðuninni eigi að vera að
leiðrétta misvægi atkvæða
Leiðrétting
í frásögn Þjóðviljans i gær af
fjaðrafokinu í kringum flutning
Leikfélags Reykjavíkur á Alpa-
rós er sagt að Hallmar Sigurðsson
sé leikhússtjóri Borgarleikhúss-
ins. Hallmar er leikhússtjóri
Leikfélags Reykjavíkur, sem hef-
ur aðsetur í Borgarleikhúsinu.
Hallmar er beðinn velvirðingar á
þessum mistökum. —Sáf
landsmanna, þannig að at-
kvæðarétturinn verði sem jafn-
astur.
Aðalfúndurinn, sem haldinn
var á laugardag, fól stjóm SSH að
koma á fundi með sveitarstjómar-
mönnum og þingmönnum í
Reykjavík og Reykjaneskjör-
dæmi til að ræða þessi mál. I
greinargerð með ályktun aðal-
fúndarins segir að Reykjaneskjör-
dæmi skiptist á milli Suðumesja
og höfúðborgarsvæðisins. Eðlileg
skipting byggðar og atvinnu-
svæðis sé á milli Suðumesja og
höfúðborgarsvæðisins. Mikil
fólksfjölgun hafi átt sér stað í
kjördæminu sl. 30 ár, ffá því nú-
verandi kjördæmaskipun var inn-
leidd. „Breytingar þær sem gerðar
vom á lögunum árið 1987 eru
hvegi nærri fullnægjandi," segir í
tilkynningu samtakanna.
Nevtendablaðið
Prentað á endurunninn pappfr
Neytendablaðið, málgagn
Neytendasamtanna sem
kom út fyrir skömmu, er
eina tímaritið sem komið hefur
út hér á landi, sem er prentað á
óbleiktan og endurunninn
pappír.
I þessu blaði er áherslan lögð
á umhverfisvemd og þvi vel við
hæfi að prenta það á endurunninn
pappír. María E. Ingvadóttir vara-
formaður samtakanna segir að
mikil eftirspum sé eflir slíkum
pappír erlendis, en þau hafi kom-
ið sér upp birgðum til eins árs.
Ekki er hægt að sjá á pappímum
að hann sé endurunninn, og hvet-
ur María aðra til að taka blaðið til
íyrirmyndar.
ns.
Greinilegur kosningaskjálfti
er kominn í stjórnarmenn
innan Verkamannafélagsins
Dagsbrúnar, en kosið verður til
stjórnar og trúnaðarráðs Dags-
brúnar í janúar. Mótframboð
hefur ekki komið fram gegn
sitjandi stjórn í tuttugu ár en til
þess að mótframboð sé löglegt,
þarf að skipa 100 manna lista
til trúnaðarráðs og 25 menn til
vara. Ósætti hefur komið upp
innan mótframboðsins og er
vandlega skýrt frá því í októ-
berhefti Dagsbrúnarblaðsins.
„Mér finnst óeðlilegt að blað-
ið sé notað sem einhliða áróðurs-
vettvangur fyrir stjóm Dagsbrún-
ar, og tveir menn teknir í viðtal
sem segja alla sem tekið hafa þátt
í mótframboðinu vitleysinga,"
sagði Jóhannes Sigursveinnsson
byggingaverkamaður í samtali
við Þjóðviljann.
Samherjar uppnef ndir
Með þessum ummælum er
Jóhannes að vísa til októberheftis
félagsblaðs Verkamannafélagsins
Dagsbrúnar. Þar fer ffam vandleg
kynning á stjómarmönnum í
Dagsbrún, ásamt ffétt af klofú-
ingi í hópi mótframboðsmanna.
Þá er einnig birt viðtal við Friðrik
Ragnarsson og Guðmund Guð-
bjamarson, sem tekið hafa þátt í
undirbúningi mótframboðsins. í
viðtalinu er vísað til útvarpsvið-
tals þar sem Friðrik kallaði félaga
sína í mótffamboðinu „Vitleys-
inga“.
I viðtalinu við Dagsbrúnar-
blaðið dregur Friðrik heldur í
land og segist hafa „útskýrt síðar
í útvarpsviðtalinu hverjir vitleys-
ingjamir væru nákvæmlega en
það hefði verið klippt af‘. „Og
hveijir em þeir,“ spyr Dagsbrún-
arblaðið og Friðrik svarar: „Það
em Þórir Karl og nokkrir flokks-
félagar hans sem ég hirði ekki um
að nafngreina hér“.
Jóhannes Sigursveinsson
sagði merkilegt að svona ummæli
væm birt í félagsblaði, þar sem
nafúgreindur félagi í Dagsbrún
væri kallaður vitleysingur. „Að
öðm leyti lýsir þetta best þeim
sem hafa svona orð uppi,“ sagði
Jóhannes.
Jóhannes er einnig mjög
óhress með að félagar í Dagsbrún
skuli ekki geta fengið aðgang að
skrá yfir þá sem sitja í trúnaðrráði
Dagsbrúnar og félagaskrá félags-
ins. Hann sagðist sjálfúr hafa
reynt að fá aðgang að skrá yfir
fólk í trúnaðarráði, þegar hann og
félagar hans íhuguðu að bjóða
ffam í uppstillingamefúd í haust.
Þessu hefði verið neitað. Hann
vissi einnig af því að reynt hefði
verið að fá aðgang að félaga-
skránni, en því hefði einnig verið
hafnað á skrifstofú Dagsbrúnar.
í BRENNIDEPLI
Halldór Björnsson
varaformaður Dags-
brúnar segir það auð-
vitað aðstöðumun að
mótframboðið í vænt-
anlegum Dagsbrún-
arkosningum fái ekki
aðgang að félagaskrá
Dagsbrúnar. Þetta sé
hins vegar alveg
eðlilegt
Aðstöðumunur
íkosningum
Halldór Bjömsson varafor-
maður Dagsbrúnar sagði sérstaka
ritnefúd bera ábyrgð á Dagsbrún-
arblaðinu. Friðrik setti sín um-
mæli fram undir nafúi og yrði
sjálfúr að standa við þáu.
Félagaskrá Dagsbrúnar liggur
ekki á lausu, að sögn Halldórs.
Hún færi ekki út um borg og bí.
„Þetta er sérstök skrá sem er til
notkunar fyrir þá sem em hér við
stjómvölinn í félaginu," sagði
Halldór. Ef kæmi til kosninga
yrði útbúin sérstök kjörskrá, sem
ekki yrði hægt að útbúa fyrr en í
janúar, þar sem menn yrðu að
vera skuldlausir við félagið á ár-
inu sem er að líða til að fara á
kjörskrá. Halldór sagðist minna
að hefð væri fyrir því að mót-
framboð fengju kjörskrána af-
henta, en það væri þó ekki tryggt
í lögum félagsins. Þar væri aðeins
talað um aðgang.
Ef mótffamboðið vill koma
upplýsingum til félagsmanna
Dagsbrúnar, verða aðstandendur
þess að dreifa þeim á vinnustaði,
að sögn Halldórs, þar sem þeir
komast ekki í félagaskránna.
„Þeir verða að standa í þessu
sjálfir. Ég hef aldrei vitað af
framboði í Dagsbrún, og hef þó
kynnst þeim mörgum, sem leita
svona mikið til sitjandi stjómar
um alls konar fyrirgreiðslu,“
sagði Halldór.
Þetta sagði Halldór auðvitað
vera aðstöðumun á milli mót-
framboðsins og sitjandi stjómar.
„Það væri líka aðstöðumunur á
milli þeirra sem réðu ríkjum í
Reykjavíkurborg og þeirra sem
sæktu að henni. Þetta væri bara
eðlilegur hlutur.
Tvö mótframboð?
Jóhannes Guðnason er einn
þeirra sem standa að mótffam-
boðinu. Hann sagði menn ekki
vilja vinna með Friðriki Ragnars-
syni og Guðmundi Guðbjamar-
syni og það hefði verið samþykkt
á fundi mótframboðsins á sunnu-
dagskvöld. Jóhannes sagði ekki
hægt að treysta tvímenningunum
vegna ffamkomu þeirra. Það
væm allir vitleysingar í þeirra
huga, þó þeir nefndu aðeins einn
með nafni í viðtalinu við Dags-
brúnarblaðið.
Jóhannes sagðist jafúvel
reikna með að tvímenningamir
hyggðu á annað mótframboð, þar
sem þeir hefðu boðið honum sæti
á lista hjá sér. Hann teldi hins
vegar óheppilegt að beijast gegn
stjóm Dagsbrúnar með tveimur
listum. Það væri ekki vænlegt til
árangurs og hann og margir fleiri
myndu draga sig út úr mótffam-
boði ef annað slíkt kæmi ffam.
Að mati Jóhannesar Guðna-
sonar er enginn vafi á að mót-
framboðinu tekst að setja saman
fúllskipaðan lista. Það væri til að
mynda svo gott sem búið að skipa
alla stjómina. Annað hvort tækist
þetta núna eða aldrei. Hans mark-
mið væri að fella núverandi
stjóm. Það veitti ekkert af öllum
hugsanlegum óánægjuatkvæðum.
Síðustu samningar hefðu til að
mynda verið felldir mjög tæpt,
með 52% atkvæða gegn 48%.
„Við höfúm ekki efni á að kljúfa
þetta í tvær fylkingar," sagði Jó-
hannes.
Þjóðviljinn hafði samband
við Friðrik Ragnarsson og spurði
hann hvað hann hefði að segja um
samþykkt á fundi mótframboðs-
ins á sunnudag um að það gæti
ekki unnið með honum og félaga
hans Guðmundi Guðbjamarsyni.
„Ég hef bara ekkert um málið að
segja, talaðu við einhvem annan
en mig,“ svaraði Friðrik og lagði
símann á.
-hmp
Miðvikudagur 24. október 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3