Þjóðviljinn - 24.10.1990, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.10.1990, Blaðsíða 7
MENNING Valgerður Hauks- dóttir: Það er erfitt að vera listamaður og vera með sýn- ingu á sjálfum sér. Það getur jafnvel verið lifshættulegt. Mynd: Kristinn. ■ Barnaheill AÐAIFUNDUR Aðalfundur Barnaheilla verður haldinn í Lágmúla 5, 4. hæð, miðvikudaginn 24. október nk. kl. 20.30. Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum mun Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, greina frá leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um málefni barna og Arthur Morthens, varaformaður Barnaheilla, segja frá ferð á aðalfund Red Barnet í Danmörku. Stjórnin. Leikfélag Reykiavíkur Myndlist Allt spurning um tilgang lífsins Valgerður Hauksdóttir sýnir grafík og teikningar í Norrœna húsinu Síðastliðið sunnudagskvöld var frumsýnt í Borgarleikhúsinu nýtt íslenskt leikrit eftir Guð- rúnu Kristínu Magnúsdóttur. Leikritið „Ég er hættur! Far- inn! Ég er ekki með í svona asnalegu leikriti" hlaut fyrstu verðiaun í samkeppni sem Leikfélag Reykjavíkur gekkst fyrir í fyrra í tilefni af flutning- unum í nýtt hús- næði við Lista- braut. Þjóðvilj- inn sló á þráðinn til höfundar og spurði hana um leikritið, sem eins og hún segir sjálf frá, gengur undir nafninu Skrítna leikritið. Hvernig leik- rit er Ég er hætt- ur! Farinn!? - Handritið er sérkennilega byggt upp. Þetta var eins konar leiksmiðja þar sem leikstjórinn hefur mjög fijáls- ar hendur. Við höfum oft séð svo pínkulítið handrit að sýningin þarf umbúðir og fiíf til að híbba það upp. Og við höfúm séð stykki með svo y firþyrmandi handrit að hugur njótandans hefúr ekki svigrúm til að svífa út fyrir leiksviðið. En í þessu tilfelli var handritið loforð um sýningu, lifandi verk. Það fannst öllum mjög gaman að vinna við það. Þetta eru ný vinnu- brögð höfundar, og þau spara mikið af grænum bólum. Orkan fór ekki í samstarf sem slíkt, og út kom mjög góð sýning. Guðrún Kristtn Magnúsdóttir höfundur leikritsins: Handrit er ekki sama og sýning. Leikritið höfðar til tilfinninga áhorfenda. Það getur virkað bamalegt og einlægt á yfirborð- inu. En það er enginn svikinn þótt ég segi að þetta sé djúpt og skemmtilegt leikrit. Inntakið er kannski það að þora að vera Dúdd, að þora að hafa tilfinning- ar. I okkar þjóðfélagi er svo al- gengt að fólk þori ekki að vera einlægt. Menn eiga alltaf að vera svo töff. Þótt verkið sé skrítið er það samt alls ekki framúrstefnulegt eða absúrd. Listina þarf ekki að reyna að skilja, heldur nægir að njóta hennar, það er það góða við hana. Hópurinn sem stendur að sýn- ingunni vann mjög vel saman. Verk eru miklu betri þegar öllum líður vel. Tólf leikarar koma inn i myndina sem skapandi listamenn. Handritið er risastór kubbakassi. Það var engin leið að veiða allt upp úr honum og nota, heldur að- eins það sem okkur fannst falla að sýningunni. Afgangskubbamir em fleiri en þeir sem við notuð- um. I handritinu er mikið af pæ- lingum öðmm en texta, sem einn- ig em ný og óvanaleg vinnu- brögð. Við voram mjög lengi að púsla þessu saman vegna þessara nýju vinnubragða. Mér fannst óskaplega gaman á ffumsýningunni, og ég er ánægð með viðbrögð áhorfenda. Fólk hlær eðlilega á þessari sýningu af því að hún er einlæg, það h!ær ekki bara til að láta sessunautinn Dúddl (lögfræðingur og verðandi þingmaöur) og Lillý (sjálfstæð og alltaf smekklega til fara) á góðri stund í glasi. Ragnheiður Arnardóttir og Edda Heiðrún Backman í hlutverkum sínum. Myndir: Jim Smart. vita að það skilji hvað fram fer. Ég vona að fólk eigi eftir að skemmta sér mjög innilega á Ég er hættur! Farinn! Þeir sem unnu að því að skapa sýninguna og samspil sviðs- myndar, texta, ljósa, tónlistar og persóna vom þau Guðjón P. Ped- ersen leikstjóri, Hafliði Am- grímsson dramatúrg, Grétar Reynisson leikmynda- og bún- ingahönnuður, Égill Ámason ljósamaður og Jóhann G. Jó- hannsson hljómlistarmaður, auk leikaranna tólf, Guðninar Ás- mundsdóttur, Karls Guðmunds- sonar, Hönnu Maríu Karlsdóttur, Sigurðar Skúlasonar, Hörpu Am- ardóttur, Helga Bjömssonar, Bám Lyngdal Magnúsdóttur, Stefáns Jónssonar, Eddu Heið- rúnar Backman, Eggerts Þorleifs- sonar, Ragnheiðar Amardóttur og Þrastar Guðbjartssonar. Næsta sýning í Borgarleik- húsinu er í kvöld kl. 20, einnig em sýningar á fimmtudagskvöld og sunnudag. BE - Myndefnið eru andstæður í náttúrunni eins og í lífinu sjálfu, segir Valgerður Hauks- dóttir myndlistarmaður sem opnaði sína þriðju einkasýn- ingu í kjallara Norræna hússins um síðustu helgi. - Myndimar em byggðar á landslagi og náttúm, og alveg eins á rigningu og roki eins og fjalli, en em ekki eftirlíkingar af einhveiju sérstöku landslagi, þótt þær séu t.d. nefndar Sprengisand- ur. Það er mikið veður í myndun- um. Ég held að íslendingum sé náttúran svo hugleikin vegna þess að hún umlykur þá og afl hennar er svo sterkt hér. Það skýrir það hversu oft listamenn hér fá inn- blástur úr náttúrunni. Þeir sem dvelja í New York borg fá án efa fremur innblástur frá öðra fólki. Sýningin er tvískipt; í öðrum salnum em teikningar en grafík í hinum. Þannig skapaði ég tvær heildir, en með sameiginlegum þræði. Myndimar eiga saman, og standi maður í miðjum salnum skynjar maður einn stóran sjón- deildarhring. Ég hef gaman af að vinna með ákveðinn sal í huga, og notfæra mér taktinn í honum eins og ég geri á þessari sýningu. Grafíkmyndimar tengjast teikn- ingunum. Fyrstu myndimar í salnum kallast myndastyttur. Þær vann ég eins og skúlptúra, vann þær saman úr bútum sem siðan mynduðu heild og lá því beinast við að kalla þær myndastyttur. En eins og teikningamar þróast graf- íkmyndimar í hring og mynda að lokum sjóndeildarhring. Yfirskrift sýningarinnar er Tileinkun, og ég á við tileinkun í tvennum skilningi. Annars vegar tileinka ég sýninguna móður minni sem lést í sumar, og hins vegar islenskri náttúm og lífinu. Spumingin að baki verkunum er spumingin um tilgang lífsins, hvers vegna er maður að gera þessa hluti? Ég er að festa ákveð- in augnablik á pappír, og vinna úr eigin fortíð. Sýning Valgerðar stendur til 4.nóvember, og er opin daglega frákl. 14-18. BE Engar grænar bólur r Guðrún Kristín Magnúsdóttir: Eg er hættur! Farinn! gengur undir nafninu Skrítna leikritið Miðvikudagur 24. október 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.