Þjóðviljinn - 31.10.1990, Side 1
Miðvikudagur 31. október 1990 — 205. tölublað 55. árgangur
Fiskiþing
Aöild að EB ekki á dagskrá
Fjórðungsþing hinna einstöku fiskideilda á móti beinni eða óbeinni aðild að Evrópubandalaginu.
Varað við óhefium fiárfestingum útlendinga i íslenskum sjávarútvegL Einar K. Guðfinnsson:
Höfum sterka samningsstöðu og óþarfi að fara á taugum
Við þurfum ekki að bera
neina minnimáttarkennd
gagnvart Evrópubandalaginu
og aiveg óþarfi að fara á taug-
um, enda er samningsstaða
okkar sterkari en margan
grunar. Mörg EB ríkjanna eru
nefnilega orðin svo háð inn-
flutningi héðan á ferskum fiski
að það mundi skapa verulegan
pólitískan þrýsting á fulltrúa
Bretlands og Þýskalands ef við
drægjum úr honum til Hull,
Humbersvæðisins og þess sem
er í kringum Cuxhaven," sagði
Einar K. Guðfinnsson frá Bol-
ungarvík í framsöguræðu sinni
um Evrópubandalagið á Fiski-
þingi í gær.
I umræðum þingfulltrúa um
Evrópubandalagið kom skýrt
fram að bein eða óbein aðild að
bandalaginu er ekki á dagskrá og
hið sama er að finna í ályktunum
hinna einstöku fiskideilda um
málið. I sinni framsögu sagði Ein-
ar K. Guðfinnsson að íslendingar
ættu að halda áfram þátttöku sinni
í viðræðum EB og EFTA um evr-
ópskt efnahagssvæði, en einnig
taka Frakklandsforseta á orðinu
Ríkisstofnanir
Skagamenn
vilja sameigin-
legt átak
Bœjarstjórn Akraness:
Kaupstaðir vinni sam-
an að þvi að fá ríkis-
stofnanir út á land
Bæjarstjórn Akraness hefur
áhuga á að skipa sameiginlega
vinnunefnd stærstu kaupstaða ut-
an Reykjavíkursvæðisins til þess
að móta heildarstefnu um flutn-
ing opinberra stofnana út á land.
Samþykkt um þetta var gerð á
fundi bæjarstjómar Akraness í síð-
ustu viku. Samþykktin gerir ráð fyr-
ir að Gísli Gíslason bæjarstjóri leiti
hugmyndinni fylgis i öðrum kaup-
stöðum.
Þar er jafnframt lögð áhersla á
að nýjar ríkisstofnanir sem koma
þarf á fót verði staðsettar utan höf-
uðborgarsvæðisins. Bæjarstjóm
lýsti einnig stuðningi við þá hug-
mynd að alþjóðleg rannsóknamið-
stöð um umhverfi Norður-Atlants-
hafs verði sett niður á Akureyri.
Flutningur ríkisstofhana út á
land hefur lengi verið baráttumál
sveitarstjómarmanna utan höfuð-
borgarsvæðisins. Fjölgun starfa á
Iandinu hefur á undanfömum árum
nær eingöngu orðið í þjónustu og
opinberri starfsemi.
-gg
um tvíhliða viðræður milli ís-
lands og EB.
Einar K. sagði að erfítt væri
fyrir íslenska fiskvinnslu að
keppa á jafnréttisgrundvelli innan
EB um hráefnið vegna tollamúra
og mikilla niðurgreiðslna og
styrkja þess til eigin fiskvinnslu.
Sem dæmi mætti nefna að á ámn-
um 1986-1989 greiddu íslending-
ar hátt í fjórða miljarð króna í
tolla til EB vegna útflutnings
þangað á sjávarafúrðum. Einar K.
sagði að þessa upphæð hefði ís-
lensk fiskvinnsla getað notað til
að hækka fiskverð til sjómanna
og laun fiskvinnslufólks í landi.
Ami Benediktsson fram-
kvæmdastjóri sagði að það yrði
myndarlegt af Fiskiþingi ef það
tæki afdráttarlausa afstöðu til
Evrópubandalagsins á þinginu.
Sjálfúr væri hann þeirrar skoðun-
ar að aðild að bandalaginu kæmi
ekki til greina. Ami sagði að
heimsviðskiptin sæktu fram til æ
meira frelsis og þar ættu íslend-
ingar heima með sínar sjávaraf-
urðir.
Meðal samþykkta hinna ein-
stöku fjórðungsþinga og deilda
fyrir Fiskiþingið var ein frá
Fjórðungsþingi Fiskideilda í
Austfirðingafjórðungi um að ekki
komi til greina að Island gerist
aðili að Evrópubandalaginu né af-
sali sér veiðiheimildum í skiptum
fyrir tollalækkanir. Austfirðingar
hvetja til þess að fúllrar varúðar
verði gætt við að leyfa útlending-
um að fjárfesta óheft í íslenskum
sjávarútvegi og komast þannig
bakdyramegin inn í íslenska fisk-
veiðilandhelgi.
Fjórðungsþing Fiskideildanna
á Vestfjörðum samþykkti að brýnt
væri að vinna að nýjum við-
skiptasamningi við EB, en vita-
skuld kæmi ekki til greina að ríki
innan þess fengju fiskveiðiheim-
ildir við landið.
-grh
„Láttu ekki deigan síga,“ gæti þessi sfungi öldungur vera að segja við félaga sinn þar sem þeir sátu á bekk (veðurbllðunni sem rlkti á höfuð-
borgarsvæðinu í gær. Varla hefur þá skort umræðuefnin, þv( af nógu erað taka í þjóðmálunum þessa dagana. Mynd: Jim Smart
Akurevri
Þúsundir fermetra ónýttir
Heimir Ingimarsson: Atvinnumálanefnd œtlar að kanna hve mikið er af ónýttu atvinnuhús-
nœði í bœnum. Tökum öllum sem hingað vilja koma tveim höndum
AAkureyri er mikið af illa
nýttu eða ónýttu atvinnu-
húsnæði. Heimir Ingimarsson,
formaður atvinnumálanefndar
bæjarins, segir þetta húsnæði
samanlagt skipta þúsundum
fermetra. Atvinnumálanefnd
samþykkti á fundi sínum í gær
að láta fara fram úttekt á því
hversu mikið af atvinnuhús-
næði væri falt eða til leigu í
bænum og hvert væri meðai-
verðið á því í sölu eða ieigu.
í samtali við Þjóðviljann
sagði Heimir að nefndin léti gera
þessa könnun svo menn vissu
sínu viti í þessum efnum og hefðu
allar upplýsingar á einum stað. A
fúndi atvinnumálanefndar i gær
var einnig rætt um erindi Fínullar
í Mosfellsbæ, sem sýnt hefur
áhuga á að flytja starfsemi sína
norður til Akureyrar.
Heimir sagði nefndina ætla að
skoða erindi Fínullar betur og
ræða við forráðamenn fyrirtækis-
ins. „Við tökum öllum góðum að-
ilum tveim höndum sem vilja
koma hingað með atvinnutæki-
færi,“ sagði Heimir. Hitt væri síð-
an annað mál að bærinn gæti
kannski ekki borgað fyrirtækjum
stórfé fyrir að koma norður. Varð-
andi Fínull væri enn ekkert farið
að ræða málin alvarlega en eðli-
lega settu menn fram hugmyndir
um einhveija aðstoð eða tíma-
bundna eftirgjöf á opinberum
gjöldum. Það kostaði peninga að
rífa fyrirtæki upp með rótum og
flytja á milli byggðarlaga. Flutn-
ingur sem þessi getur þó verið
fyrirhafharinnar virði, að mati
Heimis. Vinnuafl á Reykjavíkur-
svæðinu sé til að mynda óstöðugt
í ýmsum atvinnugreinum eins og
landsmenn vita. Hann teldi að tíu
til fimmtán störf sköpuðust með
komu Fínullar til Akureyrar, ef af
yrði.
-hmp