Þjóðviljinn - 31.10.1990, Side 3
FISKIÞING
Siávarútvegsráðherra
Mælir með Fiskveiðistofnun
Hugmyndin er að stofnunin taki við hluta þeirrar stjómsýslu sem fer
fram í sjávarútvegsráðuneytinu, Fiskifélaginu og Hafrannsóknastofnun
Halldór Ásgrímsson sjávar-
útvegsráðherra hefur sett
fram þá hugmynd að sett verði
á fót sérstök stofnun, Fiskveiði-
stofnun. Hún tæki við hluta
þeirrar stjórnsýslu og eftirlits-
starfi sem nú fer fram í ráðu-
neytinu, Fiskifélaginu, Haf-
Fiskeldi
Ekkimissa
móðinn
Á vegum sjávarútvegsráðuneyt-
isins er verið að vinna að sér-
stakri rannsókna- og þróunar-
áætlun í eldi sjávardýra.
Að mati sjávarútvegsráðherra
virðist sem sérstaða Islendinga og
samkeppnishæfni geti verið mun
meiri í eldi ýmissa kaldsjávarfiska
eins og lúðu, steinbíts, þorsks og
fleiri fisktegunda en í laxeldi.
I ræðu sinni á Fiskiþingi sagði
Halldór Ásgrímsson að vaxandi
eftirspum eftir fiski gæfi mögu-
leika á stórsókn i fiskeldi og þar á
meðal í eldi sjávarfiska. Til að
mynda áætla Norðmenn að eftir
tuttugu ár eða svo, árið 2010, verði
þeir komnir í um það bil einnar
miljónar tonna framleiðslu í fisk-
eldi og að verðmæti framleiðslunn-
ar geti numið hærri upphæð en all-
ur olíuiðnaður þeirra gefur af sér.
Ráðherra sagði að þessi metn-
aðarfullu áform Norðmanna hlytu
að ýta á eftir okkur og að Islending-
ar mættu ekki missa móðinn þrátt
fyrir yfirstandandi erfiðleika í lax-
eldi. -grh
rannsóknastofnun og jafnvel
Rikismati sjávarafurða.
Þessa hugmynd sína kynnti
sjávarútvegsráðherra við upphaf
49. Fiskiþings sem sitja 39 fúll-
trúar frá öllu landinu. Samkvæmt
hugmynd ráðherrans myndi Fisk-
veiðistofnunin annast ýmsa fram-
kvæmd fiskveiðistjómunar og al-
menns veiðieftirlits. Ennfremur
myndi stofnunin annast alla öflun
og skráningu upplýsinga um fisk-
veiðar og fiskvinnslu. Að mati
ráðherrans er það einkum tvennt
sem áynnist með slíkri stofnun. I
fyrsta lagi valddreifing, því þessi
stofnun hefði opinbert vald í ýms-
um mikilvægum málaflokkum
sem snerta fiskveiðistjómun og
veiðieftirlit. Ráðherrann sagði að
það samrýmdist betur gmndvall-
arreglum stjómsýslu að slík verk-
efhi væm færð til sjálfstæðrar
stofhunar í stjómkerfinu. Með því
myndi opnast möguleiki til þess
að bera ákvarðanir Fiskveiði-
Fiskkaupendur
Hver með sitt verð
Sunnlendingar vilja leggja niður Verðlagsráð sjávarútvegsins en Vest-
lendingar ekki
ÆT
| kjölfar stofnunar flskmark-
aða og aukins útflutnings á
ísköldum fiski í gámum hefur
gildi fastra samninga um verð á
sjávarafla síminnkað, og er nú
svo komið að fiskkaupendur
eru nánast hver með sitt verð,“
sagði Eiríkur Tómasson í fram-
söguræðu sinni um þróun verð-
lags og verðlagsráðs á Fiski-
þingi í gær.
Talsverðar umræður hafa ver-
ið síðustu misseri um verðlagn-
ingu sjávarafla, það er hvemig
eigi að ákveða tekjuskiptinguna
milli sjómanna og útgerðar ann-
arsvegar og fiskvinnslu hinsveg-
ar. Að mati Eiríks Tómassonar er
þessi umræða afleiðing þeirrar
byltingar sem er í gangi um ráð-
stöfún afla.
Fyrir Fiskiþingi liggja nokkr-
ar tillögur um hvert stefna beri í
þessum efnum og til dæmis vilja
Sunnlendingar að Verðlagsráð
sjávarútvegsins verði lagt niður í
núverandi mynd. Aftur á móti
vilja Vestlendingar að fiskverð
verði ákveðið áfram í Verðlags-
ráði. Með því telja þeir að lág-
marksverð verði tryggt á fiski um
land allt.
Fiskideildir Reykjavíkur,
Hafnaríjarðar og nágrennis telja
að gefa eigi fiskverð fijálst í ljósi
þess að mjög mismunandi fisk-
verð er greitt víða um land. Þeir
segja að hlutverk Verðlagsráðs
eigi að vera að safha upplýsingum
um fiskverð sem greitt sé á hveij-
um tíma og birta t.d. á þriggja
mánaða fresti, aðilum í sjávarút-
vegi til upplýsingar.
Austfirðingar beina því til
Fiskiþings að unnið verði að því
með öllum tiltækum ráðum að
minnka þann verðmun sem er á
lönduðum afla eftir því hvort
fisknum er landað beint í vinnslu í
landi, á fiskmarkað innanlands,
fluttur út í gámum eða siglt með
hann á erlendan markað á eigin
skipum. -grh
stofnunar undir úrskurð æðra
stjómvalds, sjávarútvegsráðu-
neytisins.
í öðm lagi myndi nást sam-
ræmd skýrslusöfhun og úrvinnsla
sem nú fer fram á þremur stöðum.
En skýrslusöfhun og úrvinnsla
gagna er talin einn mikilvægasti
þátturinn í eftirliti með veiðum og
nýtingu afla.
Ef af þessari hugmynd verður
mun Fiskveiðistofhunin taka að
veigamiklu leyti við þeirri starf-
semi sjávarútvegsráðuneytisins
sem snýr að daglegri stjóm fisk-
veiða, veiðieftirliti ráðuneytisins
og öðrum verkefnum. Hún tæki
einnig við allri skýrslusöfnun og
úrvinnslu Fiskifélagsins. Þá
mundi rekstur tölvumiðstöðvar
Hafrannsóknastofhunar með
skráningu og vinnslu ýmissa
gagna flytjast til þessarar nýju
stofhunar.
Gert er ráð fyrir að störf við
Fiskveiðistofnunina yrðu nálægt
35-40 manns sem að mestu
myndu flytjast frá fyrmefhdum
stofhunum. Fjöldi starfsmanna
yrði vitanlega meiri ef starfsemi
Ríkismats sjávarafúrða yrði einn-
ig sameinað þessari stofiiun.
Ferskfiskútflutningur
Eykurekki
orðstírinn
Skilar ekki kröfuhörðum neytendum nœgilega
góðum afurðum
Halldór Ásgrímsson sjávar-
útvegsráðherra segir að út-
flutningur á ferskum fiski til
Evrópu auki ekki orðstír ís-
lendinga sem framleiðenda og
útflytjenda á gæðavöru.
Þetta kom fram í ræðu ráð-
herrans við upphaf Fiskiþings og
hafði hann þetta frá viðskiptavin-
um íslenskra fiskseljenda sem
hann ræddi við á SÍAL matvæla-
sýningunni i París. í viðræðum
þeirra við ráðherrann kom fram
að hinir erlendu kaupendur teldu
að gæði frystra og saltaðra sjávar-
afúrða frá íslandi hefðu farið vax-
andi á undanfomum ámm. Hins-
vegar komu fram önnur sjónar-
mið þegar talið barst að ferska
fiskinum. Hann þótti misjafn og
af öðmm og minni gæðum en aðr-
ar íslenskar afurðir.
Halldór sagði að ástæðan fyrir
þessu væri sú að meðhöndlun ís-
lendinga á ferskum fiski og sá
tími sem færi í að flytja hann á
markað virtist einfaldlega ekki
skila kröfuhörðum neytendum
nægilega góðum afurðum. Þetta
væri raunin þrátt fyrir það að verð
væri oft á tíðum hátt vegna lítils
ffamboðs af fiski.
-grh
Við upphaf 49. Fiskiþings var Marteinn Friðriksson einróma kjörinn forseti þingsins sem stendur til föstu-
dags. Við hlið hans t.v. er Halldór Ásgrlmsson sjávarútvegsráðherra og t.h. eru Þorsteinn Glslason fiski-
málastjóri og Davlð Ólafsson fyrrverandi fiskimála- og seðlabankastjóri. Mynd: Kristinn.
Loðna
Ekki allt sem synist
Hjálmar Vúhjálmsson: Ýmislegt sem bendir tilþess að loðnustofninn standi ekki vel um þessar
mundir. Sjómenn: Virðist vera nóg afloðnu í sjónum
k að virðist vera nóg af ioðnu
■ í sjónum, enda hefur okkur
gengið ágætlega frá því við
komum á miðin. Loðnan er
bæði stór og feit, þannig að það
bendir ekkert til annars en að
hún hafi það gott,“ sagði Þórð-
ur Jóhannsson fyrsti véistjóri á
Súlunni EA 300 sem var í gær
að landa 500 tonnum af loðnu á
Þórshöfn.
Á fyrsta degi 49. Fiskiþings
Fiskifélags íslands sagði Hjálmar
Vilhjálmsson fiskiffæðingur að
ýmislegt benti til þess að loðnu-
stofninn stæði ekki vel um þessar
mundir og að vertíðin gæti brugð-
ist til beggja vona. Hjálmar sagði
að mælingar á ársgamalli loðnu
bentu til þess að samdráttur væri í
loðnustofninum, og þegar brestur
verður í nýliðun stofiisins orsakar
það samdrátt í veiðum. Þá væri
jafnframt hætta á ofveiði þegar
stofninn er lítill. Máli sínu til
stuðnings minnti Hjálmar þing-
fulltrúa á það hvað vertíðin byij-
aði illa síðasta haust og hvað hún
fékk snubbóttan endi í vor sem
leið. Hjálmar sagði að þessar
staðreyndir ýttu undir þann grun
fiskifræðinga að ekki væri allt
sem sýndist hjá loðnustofninum
þó veiðamar hafi gengið ágætlega
til þessa fyrir austan.
Hjálmar sagði að það væru í
sjálfu sér engin ný sannindi að
mögur árkæmu oft á tiðum á milli
góðu áranna og það ætti einkum
við um loðnuna þar sem stofn-
stærð hennar væri mjög sveiflu-
kennd. Hjálmar lagði það til við
þingfúlltrúa á Fiskiþingi að fram-
vegis verði hætt að veiða loðnu á
sumrin og hefja veiðar þess í stað
ekki fyrr en í byijun nóvember.
Jón Olafsson framkvæmda-
stjóri Félags íslenskra fiskimjöls-
framleiðenda sagði að þessar yfir-
lýsingar Hjálmars væru ekki upp-
örvandi fyrir loðnumenn. Þá
spurði Kristján Loftsson Hjálmar
hvort það gæti verið að sú loðna
sem fúndist hefur í Barentshafi sé
ættuð héðan. Hjálmar sagði svo
ekki vera, en sagði jafhframt að
merkt loðna ffá íslandsmiðum
hefði fúndist við Jan Mayen.
-grh
Miðvikudagur 31. október 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3