Þjóðviljinn - 31.10.1990, Page 4

Þjóðviljinn - 31.10.1990, Page 4
ÞJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Harmatölur um skattheimtu Sjálfstæðismenn af öllum þyngdarflokkum hafa mjög hamast gegn skattheimtu á næstliðnum mánuðum. Til- efnið er ekki barasta sú stefna hægriflokks, að öll umsvif ríkisins skuli takmarka sem mest. Fjármálaráðherra og hans menn hafa svarað staðhæfingaflaumi Sjálfstæðis- manna um ofboðslega skattapíningu á íslandi með út- reikningum, sem benda til þess að hér á landi sé skatt- heimta þó nokkru minni en gengur og gerist í þeim klúbbi sem gengur undir skammstöfuninni OECD. Sjálf- stæðismenn bregðast svo við þessu með því að um- reikna dæmin á sinn hátt og hópefla sig [ söngnum um að ísland sé skattpíningarland og allt sé það vinstrifólum að kenna. Þessi áróðurtekur á sig skrýtnar myndir, eins og þeg- ar því er haldið fram í Morgunblaðsgrein að skattar séu eiginlega rán og ríkið þá þjófur. Á þeim forsendum að með skattheimtu sé verið að taka frá manni nauðugum þá peninga sem maður á sjálfur. Eins og nærri má geta eru menn hér komnir á hála braut: Ef ríkissjóður er þjófur, þá hlýtur skattsvikarinn að vera hetja réttlætisins! Það liggur í augum uppi að menn verða að gagnrýna ríkisútgjöld, meðferð skattpenings. En þar fyrir er háskalegt að hamra á því, að skattheimta sé einskonar glæpur. Nær væri að minna á það, að þeir sem skjóta sér undan þvf að greiða í sameiginlega sjóði, þeir eru í raun að leggja auknar byrðar á samborgara sína og þegar allt kemur til alls eru þeir að stela frá börnum, sjúkum og öldruðum. Ein hagfróð kona sem vildi vekja athygli á sér í próf- kjörsslagnum á dögunum skrifaði ádrepu í Morgunblað- ið þar sem hún hélt því fram að málflutningur fjármála- ráðuneytis í skattamálum „lýsti fyrirlitningu valdhafanna á rétti hvers og eins til að hafa vit fyrir sjálfum sér og rétti til að ráðstafa sínum peningum sjálfir. Ríkisstjórnin setur sig enn og aftur í hlutverk stóra bróður sem á að vita mun betur hvernig þú og ég eigum að fara með þá pen- inga sem við höfum aflað". Þetta er sami rásnskaparáróðurinn í ögn mildara formi. Og mundi reyndar í koll koma Sjálfstæðisflokkn- um sjálfum ef hann færi með skattamál. Því hvort sem skattstig er hærra eða lægra: öll skattheimta er í því fólgin að „hafa vit fyrir „ þegnunum. Sá þegn er afar sjaldgæfur sem er sáttur við skattheimtu af honum sjálf- um, það liggur í hlutarins eðli. Sjálfstæðisflokkurinn reynir að telja fólki trú um að skattalækkanir séu upphaf réttlætis og ábyrgðar í rekstri ríkisfjármála. Þær eru hvorugt. Dæmin sanna að skattalækkanir reynast einna helst blanda af ómerkileg- um atkvæðaveiðum og þjónustusemi við þá ríku. ( Bret- landi Margrétar Thatcher og í Bandaríkjum Reagans hefur skattalækkunum verið beitt þannig, að þeir sem minnst bera úr býtum í þjóðfélaginu græða ekki nokkurn skapaðan hlut á þeim, en þeir sem mestar eigur og tekj- ur hafa stórbæta sína stöðu. Þegar þessar hægristjórnir hafa krukkað í skattastefnu undir svipuðum formerkjum og ótal Sjálfstæðismenn vilja, hafa þær fyrst og síðast magnað óréttlæti í þjóðfélaginu. Án þess reyndar að hin frægu ríkisútgjöld minnkuðu að ráði (nema þá útgjöld til félagslegrar aðstoðar). Og án þess að hugsað væri með lágmarksábyrgð til framtíðar: skattastefna Reagans er eitt af því sem hefur leitt til gífurlegs fjárlagahalla og feiknalegrar skuldasöfnunar sem gætu hvenær sem er úr þessu orðið feiknarlegur kreppuvaldur í Bandaríkjun- um með keðjuverkunum um allan heim. Eins og fréttir herma hefur málum verið siglt svo rækilega í óefni þar vestra, að Bush sá sem við tók af Reagan með hátíðleg- ar yfirlýsingar um að aldrei skyldi skatta hækka, hann hefur neyðst til að ganga á bak þeirra orða. Hann hækk- ar álögur að miklum mun. Og fær lof fyrir. áb. Stjórnmálaályktun aðalfundar miðstjórnar Alþýðubandalagsins Mótun stjórnmálastarfs Þjóðlíf og stjómmál á íslandi markast nú í síauknum mæli af því að ffamundan eru kosningar til alþingis, þar sem tekist verður á um forystu i samfélagi okkar. Niðurstöður þessara átaka munu setja mark sitt á íslenskt þjóðfélag næsta áratuginn, og þeirra mun gæta allt fram á þá nýju öld sem nú er í augsýn. Alþýðubandalagið mun heyja kosningabaráttu sína í vor á grundvelli stefhu sinnar og bendir á reynsluna af þátttökunni í lands- stjóm síðustu tvö ár. Aðalíúndur miðstjómar Al- þýðubandalagsins 1990 telur að þessi verkefni verði að móta stjómmálastarfíð á næstunni: * Róttækar og hiklausar skipulagsumbætur i helstu at- vinnu- vegum Iandsmanna, eink- um í undirstöðuatvinnuvegum, sjávarút- vegi og landbúnaði, með það fyrir augum að auka arðsemi þeirra fyrir þjóðarbúið og bæta kjör þjóðarinnar. Þessar umbætur eru bæði nauðsynlegar i sjálfu sér og þær em forsenda virkrar byggða- stefnu á landinu. * Uppbygging og þróun vel- ferðarkerfísins. Þau sjónarmið jafnréttis og samhjálpar sem ís- lensku samfélagi em inngróin geta orðið undirstaða stórbætts velferðarkerfís, sem er bæði markmið í sjálfú sér og nauðsyn- leg undirstaða heilbrigðs atvinnu- lífs. Til þessa þarf aukið fé, en endurskipulagning getur einnig aukið skilvirkni og gagnsemi á ýmsum sviðum. Gildur þáttur í velferðarsamfélagi er virkt skatt- kerfi sem beitt er til jöfnunar. * Alþjóðleg aðlögun hagkerf- is og atvinnulífs. Lykill að blóm- legri framtíð felst í greiðum og beinum samskiptum við umheim- inn, og mikilvægt er að íslending- ar taki með fúllri reisn þátt í örri alþjóðlegri þróun í viðskiptum, menningu og stjómmálum. * Mótun nýrrar umhverfis- stefnu sem taki til allra sviða sam- félagsins. Umhverfismál verða ein brýnustu verkcfhi framtíðar- stjórnmála á íslandi. Auk þeirrar kröfu sem íslenskt nútímasamfé- lag gerir sjálfTt í þessum efnum er sjálfur þjóðarhagur okkar á næstu áratugum að miklu leyti undir því kominn hversu til tekst, bæði hvað varðar trúverðugleik okkar sem matvælaframleiðenda og ímyndar okkar sem ferðamanna- lands. * Ný utanríkis- og öryggis- stefna. Hemaðarbandalög í okkar heimshluta og herliðið á Miðnes- heiði og víðar er nú orðið fáránleg tímaskekkja. Brýnt er að ná víð- tækri samstöðu meðal þjóðarinn- ar um nýja öryggisstefnu friðar og alþjóðlegs samráðs. Brottfor er- lends herliðs af landinu er óhjá- kvæmileg afleiðing breyttrar stöðu á þessu sviði. Framtíð islensks þjóðfélags er björt ef það gerist í senn að auð- lindimar verði nýttar skipulega, en ekki ofhýttar, að jöfnuður verði aukinn, og grunnur íslenskr- ar menningarþróunar verði treyst- ur til frambúðar. Alþýðubandalagið telur að á komandi mánuðum kosninga- baráttunnar beri flokknum meðal annars að byggja á því starfi sem unnið hefúr verið á undanfomum misserum í stjómarsamstarfinu. Árangur stjórnarstefnunnar og staðan nú Það blasir nú við að þær ríkis- stjómir sem Alþýðubandalagið hefúr tekið þátt í síðan haustið 1988 hafa náð verulegum árangri í stjóm efnahagsmála. Þessi ár- angur er ekki sist mikilvægur í ljósi þess að haustið 1988 blöstu við gífúrleg vandamál hjá at- vinnuvegum landsmanna og spáð var stöðvun útflutningsgreina og fjöldaatvinnuleysi. Með sam- ræmdum aðgerðum á sviði ríkis- fjármála, peningamála, launa- mála og gengismála, hefur síðan tekist að rétta við rekstrargrund- völl atvinnuveganna án þess að verðbólga færi úr böndum. Þann- ig var skapaður gmndvöllur þess árangurs sem náðst hefúr og birt- ist m.a. í eftirfarandi: • Verðbólga er nú á svipuðu eða lægra stigi en í nágrannalönd- unum. • Fjöldaatvinnuleysi var bægt frá, og þrátt fyrir efhahagserfið- leika undanfarinna ára er ísland enn i hópi þeirra landa þar sem at- vinnuleysi er minnst. • Viðskiptahalli hefúr minnk- að verulega. • Bæði nafnvextir og raun- vextir hafa lækkað. • Staða atvinnuveganna hefúr batnað vemlega. Botnfiskveiðar em reknar með hagnaði í fyrsta skipti í áratug, fiskvinnslan greið- ir í nýjan verðjöfnunarsjóð og samkeppnisstaða iðnaðar er sú besta í rúman áratug. • Halli ríkissjóðs hefúr minnkað ár frá ári og er nú að fúllu fjármagnaður innanlands. • Skuldastaða þjóðarbúsins mun batna i ár og á næsta ári. • Þrátt fyrir óhjákvæmilega lækkun kaupmáttar ráðstöfúnar- tekna heimilanna ffá því óraun- hæfa stigi sem þær náðu í þensl- unni 1987, verður kaupmátturinn hærri í ár en í góðærinu 1986. Þrátt fyrir á margan hátt erfið- ar aðstæður hefúr á undanfomum tveim árum náðst mikilsverður árangur á ýmsum mikilvægum sviðum öðrum en efnahagsmál- um. * Kaflaskil blasa við i mennta- og menningarmálum: * Framlög til menningarmála eru nú hærri en áður hefur verið og niðurfelling virðisaukaskatts af bókum er tímamótaviðburður sem í raun tvöfaldar framlög rík- isins til menningarmála, þó með óbeinum hætti sé. * Gengið hefur verið ffá nýrri aðalnámsskrá grunnskóla, sér- kennsla hefúr verið efld verulega, skólaviðvera yngstu bamanna hefúr verið lengd, 10 ára grunn- skóli er orðinn að veraleika. * Sett hafa verið endurbætt ffam- haldsskólalög og sjálfstæði há- skólans hefur verið treyst með nýrri löggjöf. * Fyrir alþingi liggja nú ffum- vörp um grunnskóla og leikskóla. * Á sviði samgöngumála er það mikilsvert að jarðgöng eru orðin fastur þáttur í framkvæmd- um í þágu samgöngubóta; þar ber að nefna göngin um Ólafsfjarðar- múla og að alþingi hefúr fallist á tillögur samgönguráðherra um að flýta jarðgöngum á Vestfjörðum. * Sótt er ffam á einu mesta vaxtarsviði íslensks atvinnulífs með heildarstefnumörkun á sviði ferðamála og unnið er að því að móta ffamtíðarstefnu sem tekur til allra þátta samgangna og fjar- skipta með sýn til nýrrar aldar. * Á sviði húsnæðismála hefúr einnig verið unnið að ýmsum mikilvægum framfaramálum, sér- staklega varðandi hið félags- lega íbúðakerfi, þó fýrir liggi að al- menna húsnæðiskerfið þarfnist allsheijar endurskoðunar. Skipulagsumbætur íatvinnumálum- virk byggðastefna Sjávarútvegur: Mikilvægustu verkefni í sjávarútvegi beinast að því að auka arðsemi í greininni og lækka tilkostnað, og treysta und- irstöðu greinarinnar til frambúð- ar. Skipulagsumbætur í sjávarút- vegi eiga að hafa að markmiði að draga úr heildarstærð og sóknar- getu fiskiskipaflotans, tryggja hagkvæma nýtingu fiskimiða og eflingu fiskstofnanna. Þær eiga að hafa að markmiði að íslensk fisk- vinnsla njóti nálægðarinnar við fiskimiðin í samkeppni við er- lenda fiskvinnslu um aðgang að hráefni, sem ekki er reyndin nú. Eitt markmiða er einnig að ís- lensku sjávarfangi sé komið á markað sem úrvalsvöra og allir kostir nýttir í þeim efnum. Fiskimiðin era sameign þjóð- arinnar, ekki séreign fámenns hóps. Miðstjómarfúndurinn telur að skoða eigi tillögur um kvóta- ÞJÓÐVILJINN Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími; 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Utgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guömundsson Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: SiguröurÁ. Friöþjófsson. Aðrir blaöamenn: Bergdís Ellertsdóttir, Dagur Þorleifsson, Elias Mar (pr.), Garöar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Inavarsson (Ijósm.), Nanna Sigurdórsdóir, Ólafur Glslason, Þröstur Haraldsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guörún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Steinar Haröarson. Augiýsingar: Sigriöur Siguröardóttir, Svanheiður Ingimundardóttir, Unnur Agústsdóttir. Útbreiöslu- og afgreiöslustjóri: Guörún Gisladóttir. Afgreiösla: Bara Siguröardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir, Þorgeröur Siguröardóttir. Bilstjórí: Jóna Sigurdórsdóttir. Skrifstofa, afgrelösla, ritstjóm, auglýsingar: Slöumúla 37, Rvik. Simi: 681333. Simfax: 681935. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóöviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð i lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Áskriftarverð á mánuði: 1100 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 31. október 1990

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.