Þjóðviljinn - 31.10.1990, Side 9

Þjóðviljinn - 31.10.1990, Side 9
Magnús H. Gíslason skrifar FÖRNUM VEGI 16 Fyrirgreiðslupólitík er orð, sem oft skýtur upp kollinum í þjóðmálaumræðunni. Nýlega birt- ist í tímariti viðtal, þar sem þessi orð eru m.a. látin falla: „Eg er á móti íslenskri fýrirgreiðslupólitík og hagsmunapoti.“ Og ennfremur: „Rónamir koma alltaf óorði á vín- ið,“ - eru þetta nú ekki orð Áma Pálssonar? - „þótt þeir séu í minnihluta. Sama er með fyrir- greiðslupólitíkusana, þeir eru kannski ekki í meirihluta, en þeir setja leiðinlegan svip á allt stjóm- málastarfið og rýja stjómvöld til- trú almennings." Svo er nú það. En hvað eiga menn við með orðinu fyrirgreiðslupólitík? Ég man ekki til að ég hafi nokkum- tíma séð eða heyrt orðið skil- greint. Vera má líka að menn leggi í það mismunandi skilning. En af því að svo virðist sem þetta orð sé stundum notað sem skammaryrði um stjómmálamenn, og þá e.t.v. einkum alþingismenn, þá er ástæða til að skýra hvað með því er yfírleitt meint. Já, hvað er fyrirgreiðslupólit- ík? Ef stjómmálamenn - þing- menn - taka að sér að reka erindi fyrir aðra, einstaklinga, fyrirtæki, stofnanir, er það þá ekki fyrir- greiðslupólitík? Þegar ég var að alast upp úti á landi, og raunar lengi síðan, tíðkaðist það mjög, að menn þar leituðu til þingmanna viðkomandi kjördæmis um ýmiss konar erindrekstur. Þetta átti við um menn af öllum stéttum; en þó kannski einkum bændur, sjómenn, verkamenn. Þetta fólk, búsett vítt og breitt um landið, þurfti stund- inn að reka ýmiss konar erindi við opinberar stofnanir. Og svo hug- vitsamlega hefur nú verið um hnútana búið, að flestum þessum stofnunum hefur verið hrúgað saman í höfuðstaðnum. Þangað þurftu menn því að fara, ætluðu þeir sjálfir að annast sín erindi. Það var þónokkurt fyrirtæki, bæði kostnaðarsamt og tímaffekt og menn áttu auk þess misjafnlega vel heimangengt. Hvað lá þá beinna við né var eðlilegra en að biðja þingmennina að reka þessi erindi, þar sem þá líka margir þeirra voru og eru hvort eð var, búsettir í Reykjavík og því hæg heimatökin? Menn geta auðvitað sett upp heilagan vandlætingar- svip og kallað þetta fyrirgreiðslu- pólitík. „Drottinn, ég þakka þér...,“ var víst líka einu sinni sagt. En í rauninni er þetta ekkert annað en eðlileg aðstoð þess, sem betur er settur við þann, sem erfið- ara á um vik. Getur slík hjájp naumast talist ámælisverð. Úr þessu hefur raunar mjög dregið hin síðari árin. Kemur þar hvort- tveggja til að samgöngur eru nú mun greiðari orðnar en áður og lánastofhanir búnar að setja upp útibú víða um land. Reykvíkingar eru eðlilega bet- ur settir hvað þetta snertir en landsbyggðarfólk. Þeir hafa stofh- animar á hlaðvarpanum hjá sér. En ætli það hendi nú ekki samt sem áður að þeir leiti til þing- manna sinna um ýmiss konar fyr- irgreiðslu og aðstoð? Spyr sá, sem ekki veit. Og visast em það ekki alþingismenn einir, sem sekir em um þennan „löst“. I æviferils- skýrslu Davíðs borgarstjóra, eftir Eirik nokkum Jónsson, segir svo m.a.: „Borgarstjórinn rekur mjög umfangsmikla fyrirgreiðslupólit- ík,“ og „beitir henni af meiri hörku en áður hefur þekkst meðal borgarstjóra sjálfstæðismanna í Reykjavík.“ Og þá hafa menn það. Hér í Reykjavík em hinir og aðrir sjóðir, sem ætlað er að styrkja atvinnulífið. Og hér er sú mikla Byggðastofnun. Þessar stoíhanir hafa sínar stjómir og út- hlutunarmeistara. A náðir þeirra er leitað af þeim, sem aðstoðar óska. Og I stjómum þessara sjóða og stofhana sem í raun og vem em einskonar bankar, hafa alþingis- menn gjaman komið sér fýrir, en þar koma auðvitað ýmsir fleiri við sögu. Ymsum þykir seta alþingis- manna á þessum bekkjum ámælis- verð með hliðsjón af því, að gerist alþingismenn bankastjórar, verða þeir að láta af þingmennsku. Já, fýrirgreiðslupólitíkusamir „setja leiðinlegan svip á allt stjómmálalífið," stendur þar. Og víst er hægt að misnota þá að- stöðu, sem menn hafa til að hlaupa undir bagga með öðmm. Og víst er hægt að finna dæmi þess, að það gerist. En stundum hvarflar að mér efi um að þeir, sem harðast dæma það, sem þeir kalla „fýrirgreiðslupólitík“, myndu reynast nokkrir foðurbetr- ungar, ef þeir hefðu aðstöðuna. VIÐHORF Minningargrein um mótframboðið sáluga í ágúst síðastliðnum var stofn- að til mótframboðs gegn stjóm Dagsbrúnar. Vakti þetta að vonum mikla athygli þjóðarinnar. Nokkr- ir fundir vom haldnir, yfirlýsingar gefhar, lítið meira. Það haustaði og spenna tók að myndast milli Þóris Karls Jónassonar og Friðriks Ragnarssonar. Þórir fer að taka með sér „trausta fýlgismenn“ burtséð frá þvi hvort þeir vom fé- lagsmenn eður ei. Hafði ekki fýrir því að láta vita af því, að slíkir menn væm á hans snæmm á fund- um. Þetta fannst mér nú ósköp vit- laust. Fleirum virðist hafa fundist vitleysa vera í gangi þar sem Frið- rik Ragnarsson lýsir því yfir að hann „sé hættur að vinna með þessum vitleysingum" sem hann nefnir svo. Þórir Karl rýkur upp til handa og fóta, fer að hóta mér því að sverta mannorð mitt eftir- minnilega á sinn lýðræðislega hátt, ef ég sé í slagtogi með Frið- riki. Síðar vom að undirlagi Þóris Karls Jónassonar og Einars Sig- urðssonar sviðsett einskonar rétt- arhöld og ég dreginn inní þau á mjög svo broslegan hátt án þess þó að hafa brotið af mér nokkuð annað en að vera á staðnum. Þá var gengið til atkvæðagreiðslu um tillögu Einars þess efhis að meina okkur aðgang að fundum mót- framboðsins. I þeirri atkvæða- greiðslu féllu atkvæði þannig með brottvísun 3 og 3 á móti, 3 sátu hjá, þar af 1 gestur utanfélags- maður. Tillagan féll á jöfnum at- kvæðum. Ekki dugði þetta og dóu nú dáðadrengimir ekki ráðalausir, heldur byijuðu á lýðræðislegu skipulagi á drykkjustoíum, þar sem eingöngu vom boðaðir valin- kunnir lýðræðissinnar til fundar, með þá hugsjón að leiðarljósi að þeim sem ekki væm boðaðir á fundi skyldi umsvifalaust visað úr samfélagi elskuvinanna. Þetta tókst, og var síðan birt ítarlegt og vandað viðtal við Jóhannes greyið Sigursveinsson í brennidepli eftir hmp. „Mér finnst óeðlilegt að blað- ið sé notað sem einhliða áróðursrit fýrir stjóm Dagsbrúnar, og tveir menn teknir tali sem segja alla sem þátt hafa tekið í mótframboð- inu vitleysinga,“ segir Jóhannes Sigursveinsson. Með þessum orð- um er Jóhannes að vísa til októ- berhcftis félagsblaðs verkamanna- félagsins Dagsbrúnar. Þar fer fram vandleg kynning á stjómarmönn- um í Dagsbrún. Þá er einnig birt viðtal við Friðrik Ragnarsson og Guðmund Guðbjamarson sem tekið hafa þátt í undirbúningi mót- ffamboðsins. (Tilvitnun lýkur). Einmitt það, Jóhannes „greyið“ Sigursveinsson telur að hann hafi séð viðtal við fjóra menn sem hafi kallað þá Þóri Karl vitleysinga. Ég telst vel læs, en sé nú samt ekki nema viðtal við einn mann sem kallaði þá félaga vitleysinga. Þannig að ég skil ekki hveijir em þessir tveir, sem teknir em tali, né hvar þetta viðtal við mig er að finna í blaðinu. Annað hvort em þetta vísvitandi rangfærslur eða erfiðleikar við Iestur. Afram er höktinu haldið og sigurlíkur mót- framboðösins sáluga tíundaðar, í umræddri grein. Ekki bregst þeim bogalistin frekar en endranær. Eftir heila 2 mánuði og tvær aftökur er nú búið svo gott sem að skipa í nær öll sæti stjómarinnar, 3 af 7 í aðal- stjóm, svo vantar aðeins þessa þrjá í varastjóm og allt trúnaðar- ráðið eða um það bil. Strákar mín- ir, ég óska ykkur svo hjartanlega til hamingju með árangurinn. Guðmundur Guðbjarnarson fftSÍI Fjórðungssjúkrahúsið l!5SJ á Akureyri Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingur óskast sem fyrst til starfa við blóðbankaeinmgu Rannsóknadeildar Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri. Vinnutími eftir samkomulagi. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 1990. Upplýsingar gefur yfirlæknir Rannsóknadeildar í síma 96-22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Tilkynning til launaskattsgreióenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi launaskatts fyrir október er 1. nóv- ember n.k. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til innheimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík toll- stjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið Blaðberar óskast í Kópavog. Hafið samband við Lindu í síma 641195. þlÓÐVILIINN ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Reykjavík Borgarmálaráð Fundur I Borgarmálaráði ABR miðvikudaginn 31. okt. kl. 17.15 að Hverfisgötu 105. Stjórnin Alþýðubandalagið á Reykjanesi Aðalfundur kjördæmisráðs Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins í Reykja- neskjördæmi veröur haldinn laugardaginn 3. nóvember n.k. I Flug-Hóteli að Hafnargötu 57 í Keflavík kl. 13.00 stundvíslega. Dagskrá: 1. Ávarp Geirs Gunnarssonar alþingismanns. 2. Aðalfundarstörf. 3. Stjórnmálaumræður. Framsögumaður Ólafur Ragnar Grlmsson formaður Alþýðubandalagsins. 4. Onnur mál. Kvöldvaka: Kvöldverður með kvöldvöku og dansi fyrir fulltrúa og gesti þeirra hefst kl. 19 á fundarstað. Félagar hafið samband við Eyjólf fyrir föstudagskvöld í síma 92-11064. Stjórnin Alþýöubandalagið I Ólafsvik Aðalfundur Aðalfundur Alþýöubandalagsfélags Ólafsvíkur verður haldinn sunnudaginn 4. nóvember I Mettubúð kl. 15.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2-Ön.nurmál. stjórn|n Alþýöubandalagið Hverageröi Félagsfundur Síðasti félagsfundur fyrir forval verður haldinn i sal Verkalýðsfé- lagsins Boðans, Austurmörk 2, laugardaginn 3. nóvember kl. 10 árdegis. Þeir stuðningsmenn Alþýðubandalagsins sem ekki eru í félaginu en hafa hug á að taka þátt í forvali þess til alþingiskosn- inga, sem fer fram 10. og 11. nóvember, þurfa að ganga i félagið i siðasta lagi á þessum fundi. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Fréttir af miðstjórnarfundi. 3. Ingibjörg Sigmundsdóttir forseti bæjar- stjórnar fer yfir stöðu bæjarmála. Stjórnin Ingibjörg Sigmundsdóttir

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.