Þjóðviljinn - 08.11.1990, Side 12
þJómnuiNN
Fimmtudagur 8. nóvember 1990 211. tölublað 55. árgangur
■ SPURNINGIN ■
Kanntu ráð við kvefi?
Kristrún Sæbjörnsdóttir
kassamær:
Klæða sig vel og borða hvít-
lauk.
Páll Arnar
nemi:
Nei, ég er ekki svo viss um það.
Er það ekki bara gamla góða
ráðið: Heitt toddý?
Sigurður Júliusson
kennari:
Taka lýsi. Það er alveg nóg.
Eygló Ólafsdóttir
nemi:
Borða vítamfn og fara vel með
sig.
RAFRÚN1 H F,
Smiöjuvegi 11 Alhliða rafverktakaþjón E usta
Símí641012 .
Baðstofulíf; húsbóndi les upp og
Þióðminiasafnið
íslenskar
þjóðlífs-
myndir
Óvenjuleg og frœð-
andi brúðusýning um
leik og störf fyrri ára
stendur nú yfir á ann-
arri hæð safnsins
Ekki alls fyrir löngu var opn-
uð skemmtileg sýning í
Þjóðminjasafninu. Islenskar
þjóðlífsmyndir er yfírskrift
hennar. Þar gefur að Iíta brúð-
ur klæddar að sið síðustu aldar
fólks við störf og sýslan sem nú
er löngu aflögð. Sigríður Kjar-
an listamaður hefur unnið að
þessum brúðum, eða mynd-
verkum, undanfarin fímm ár.
-Þetta er fólk að störfum, í
smækkaðri mynd að sjálfsögðu,
en svo er einnig um það fólk sem
birtist okkur í málverkum. Það
liggur mikil vinna að baki hverri
brúðu. Eg flétta körfur, pijóna
peysur og sokka, sauma skó úr
sauðskinni og roði, og reyni að
gera brúðumar, klæðin og verk-
færin eins raunveruleg og mér er
unnt; segir Sigríður.
A sýningunni sjáum við kon-
ur að breiða saltfisk til þerris, fólk
við tóvinnu, baðstofulíf, grá-
sleppuvinnslu og -sölu, konur í
þjóðbúningum, fólk í heyvinnu,
böm að leik og margt fleira.
- Ég geri eins mikið sjálf og
ég get, en ég hef einnig fengið að-
stoð með hluti sem ég get ekki
smíðað sjálf. Dóra Jónsdóttir
smíðaði kvensilfrið á búningana,
Andrés B. Helgason bóndi og
smiður smíðaði innanstokksmuni
og amboð að undanteknum hríf-
um, sem Kristján Sigurðsson
módelsmiður gerði.
Þegar ég fór að gera brúður
fannst mér skemmtilegra að þær
hefðu eitthvert markmið og til-
húsfreyja prjónar vettlinga. Þuríður hengir upp lopaþvott. Sigrlður ptjónaði peysur og hosur með ör-
smáum prjónum og fléttaði körfuna. Að baki þvottakonunni hangir grá-
sleppa.
Sigriður Kjaran listamaður við myndverk af „gæsamömmu". Alifuglarækt var löngum talin I verkahring kvenna.
Myndir: Kristinn.
gang. Ég ákvað því að gera brúð-
ur sem væru fræðandi fyrir
krakka. Fyrst í stað voru þær að-
eins fyrir bamabömin mín.
Til þess að allt væri rétt gert
og trúverðugt las ég mér til. Ég
sat löngum niðri á Landsbóka-
safni og fór oft hingað í Þjóð-
minjasaftiið til að afla mér heim-
ilda og hugmynda. Auk þess
spurði ég sérffæðinga um hluti
sem ég fann ekki heimildir fyrir,
m.a. Ama Bjömsson þjóðhátta-
fræðing. Það er svo margt sem
maður lærir á þessu, ég þurfti að
vita nákvæmlega hvemig rokkur
er þræddur, reiptagl með högld-
um fléttað o.fl. Sjálf er ég borgar-
bam, og það var margt sem ég
vissi ekki um líf og siði sveita-
fólks í gamla daga áður en ég fór
að kynna mér þá fyrir nokkrum
ámm.
Auk þess að búa til brúðumar
mótar Sigríður einnig fólk í leir.
Nokkur slík verk eru einnig á sýn-
ingunni. Hún segist alltaf hafa
gert leirverk, en hún stundaði
nám í myndhöggvaradeild Mynd-
listarskólans i Reykjavík og fram-
haldsnám í listaskólum í Noregi
og á Spáni.
Þóra Kristjánsdóttir listfræð-
ingur stjómaði uppsetningu sýn-
ingarinnar i safhinu. Sýningin Is-
lenskar þjóðlífsmyndir mun
standa í nokkra mánuði. Er henni
m.a. ætlað að vera viðbót við
fræðslu skólabekkja um menn-
ingu fyrri tíma, en mikið er um að
skólaböm komi í safnið á vetuma.
Þjóðminjasafnið er opið um
helgar, þriðjudaga og fimmtu-
daga frá kl. 11 til 16.
BE