Þjóðviljinn - 29.11.1990, Síða 2

Þjóðviljinn - 29.11.1990, Síða 2
FRETTIR Húsavíkurflugið Ráðherra úthlutar í dag Steingrímur J. Sigfússon: Kemur til greina að tvö félögfái leyfi til Húsavíkurflugs Steingrímur J. Sigfússon samgönguráðherra segist stefna að því að úthluta flug- leyfum á leiðinni Húsavík- Reykjavík í dag. Flugleiðir hafa sérleyfi á þessari leið, en Stein- grímur segist telja að til greina komi að hleypa öðru flugfélagi að. Hann vill ekkert tjá sig um hvaða flugfélag gæti orðið fyrir valinu. Flugfélag Norðurlands, Am- arflug innanlands og Flugtak hf. hafa sótt um að komast inn á þessa leið. Akranes 50 miljónir f atvinnu- þróun Skeljungur greiðir 50 milj- ónir jyrir hlut bæjarins í SFA. Féð rennur í atvinnu- þróunarsjóð Skeljungur hf. hefur keypt hlutabréf Akranesbæjar í Síld- ar- og fiskimjölsverksmiðju Akraness fyrir um 50 miljónir króna. Féð verður lagt í atvinnu- þróunarsjóð bæjarins og er stefnt að því að nýta það til þess að efla fiskvinnslu í bænum. Að sögn Gísla Gíslasonar bæj- arstjóra er meðal annars stefnt að því að kaupa fiskveiðikvóta til bæjarins. Hlutur Akranesbæjar í SFA var tæplega 24 af hundraði. Skeljungur keypti sem fyrr segir fyrir 50 milj- ónir og verður nær þriðjungur greiddur við undirskrifl, þriðjung- ur á næsta ári og afgangurinn á skuldabréfi til fimm ára. Skeljungur er með þessu orð- inn næst stærsti hluthafinn í SFA. Haraldur Böðvarsson og co á tæp- lega 40 prósent hlutafjár, Olís á 18 prósent, en um fimmtungur hluta- fjár er í eigu Qölda einstaklinga. -gg Framtíð fiskvinnslu ílandi Fiskiðna, fagfélag fiskiðnað- arins, heldur ráðstefnu um fram- tíð fiskvinnslunnar í landi á Holi- day Inn í dag kl. 13. Flutt verða erindi og fyrirspumir leyfðar í lok hvers erindis. Halldór Asgríms- son sjávarútvegsráðherra mun ávarpa ráðstefnugesti. Hreinsun olíuataðra fugla Dýravemdamefnd rikisins, Húsdýragarðurinn í Reykjavík og Samband íslenskra náttúmvemd- arfélaga hafa tekið höndum sam- an um það að halda námskeið í meðhöndlun olíuataðra fugla. Norskur dýralæknir, Liv Sandbu í Sandefjord, mun leiðbeina á nám- skeiðinu, en hún hefur kynnt sér vel þessi mál og notar að hluta til nýjar aðferðir. Námskeiðið tekur einn dag og er ókeypis. Nám- skeiðið skiptist í erindaflutning og verklega þjálfun. Erindin - Ég get ekki séð að reynslan gefi tilefni til þess að hverfa frá þeirri stefnu að opna stærri flug- leiðimar fyrir öðmm en Flugleið- um, segir Steingrímur við Þjóð- viljann. Flugleiðir hafa nú sérleyfi á flugi á Qölfomustu leiðunum öðr- um en til Vestmannaeyja. Sú stefna var mörkuð með reglugerð í fyrrahaust að gera ráð fyrir þeim möguleika að önnur flugfélög en Flugleiðir geti fengið allt að fimmtungi flutninga á leiðum þar sem farþegar em fleiri en 12 þús- und á ári. Þetta á við um Húsavík, Akureyri, Egilsstaði, ísafjörð og Vestmannaeyjar. Amarflug hefur þegar fengið hlutdeild í síðast- nefndu leiðinni. Með reglugerðinni fengu Flugleiðir hins vegar tryggingu fyrir 80 prósenta hlutdeild á þess- um leiðum til átta ára. Reglugerðin heimilar að opna Húsavíkurflugið öðmm um næstu áramót, en um áramótin 1992- 1993 er gert ráð fyrir að það verði almenn regla að sérleyfi á fjöl- fomustu leiðunum verði afnumin. Sem kunnugt er klofnaði flug- ráð i afstöðu sinni til þess hvort Flugleiðir eigi áfram að hafa sér- leyfi á Húsavikurleiðinni. Tveir vildu viðhalda sérleyfi Flugleiða, en tveir vildu hleypa öðmm að. Leifúr Magnússon Flugleiðamað- ur sat hjá. -gg Verð á Hochheimer Daubhaus Riesling vfni hækkar um 8%, úr 700 krónum ( 760 krónur flaskan. Mynd: Jim Smart. ÁTVR Umtvöprósent hækkun Afengi og tóbak hækkaði um 2 prósent að meðaltali í gær. Að sögn Bjarna Þorsteins- sonar hjá ATVR er þessi hækk- un aðlögun að gengisbreyting- um. Hækkunin er mjög mismun- andi eftir tegundum. Sem dæmi um létt vín má nefna að Saint Em- ilion rauðvín hækkar úr 1040 krónum í 1070 krónur. Lítraflaska af bandaríska rauðvíninu P.M. verða flutt í húsi Slysavamafé- lagsins á Grandagarði í fundarsal á þriðju hæð og hefjast kl. 9 að morgni fostudagsins 30. nóvem- ber. Eftir hádegi er sýnikennsla og þjálfun í meðhöndlun olíuataðra fugla. Þátttöku þarf að tilkynna í síma 32533. Olís greiðir hluta kostnaðar við námskeiðið. Spilað í Kópavogi Félag eldri borgara í Kópa- vogi stendur fyrir spilakvöldi og dansi í Félagsheimilinu í Kópa- vogi, annarri hæð, á föstudags- kvöld. Jón Ingi og félagar sjá um fjörið. Aðventuhátíð áSólheimum Ein fegursta og sérstæðasta hefðin í starfi Sólheima er að- ventuhátíð sem haldin er fyrsta sunnudag í aðventu. Heimilisfólk og gestir ganga undir hljómfalli og söng í fagurlega skreyttan að- ventugarð. Hver og einn kveikir á kerti, sem sett er í mosaþakinn Bourgundi lækkar hinsvegar úr 850 krónum í 840 krónur. Portú- galska rauðvínið Dao Granado hækkar úr 670 krónum í 680 krónur flaskan. Ballantines viskí hækkar úr 2390 krónum í 2440 krónur. SmimofT vodka hækkar úr 1990 krónum í 2010 krónur. íslenskt brennivín hækkar úr 1560 krón- um í 1590 krónur. Eldur og ís hækkar úr 1990 krónum í 2020 Vinnustofur Kópavogshælis verða með sölusýningu nk. laug- ardag, en undanfarið hafa starfs- menn á vinnustofunum með að- stoð leiðbeinanda undirbúið sig af krafti til að gera sýninguna sem veglegasta. Til sölu verður margt eigulegra muna sem unnir hafa krónur. Litlar verðbreytingar verða á islenskum bjór en erlendar bjór- tegundir taka verðbreytingum. Þannig hækkar verð á einni kippu af Tuborg bjórdósum úr 800 krón- um í 840 krónur en lækkar á Heineken bjórflöskum úr 940 krónum í 930 krónur. Flestar tegundir af sígarettum hækka um 1,80 prósent. -Sáf verið í handavinnu sl. ár. Vinnu- stofurnar verða til sýnis ásamt leikfangasafni staðarins, tóm- stundaherbergi, sjúkraþjálfun og sundlaug. Sölusýningin verður opin frá kl. 14 til 17 og rennur ágóði hennar til eflingar á starf- semi Vinnustofanna. garðinn, sem lýsist smám saman að Sólheimum. Aðventuhátíðin upp og er undir lokin eitt Ijósahaf. hefst kl. 14, sunnudaginn 2. des- Talið er að þessi hefð hafi verið ember. Karl Sigurðsson píanó- viðhöfð frá upphafi starfseminnar leikari sér um hljóðfæraleik og Sölusýning Kópavogshælis AB Dalvík Stjórnarlaust Málefnalegur ágrein- ingur og dautt starf Hinn 18. október s.l. sagði mest öll stjórn Alþýðubanda- lagsins á Dalvík sig úr félaginu. Nokkrir þeirra höfðu þá þegar sagt sig úr flokknum. Jóhann Antonsson, sem nú býr í Reykja- vík, er ritari stjórnar og sá eini sem enn er í stjórninni. Jóhann sagði að árið 1987 hefðu 40-50 manns verið í félag- inu en nú væru 15-16 manns félag- ar, en hann taldi að í fyllingu tím- ans myndi verða kosin ný stjóm. Hann sagði að ástæðumar fyrir þessari fækkun væri málefnalegur ágreiningur. Þóra Rósa Geirsdóttir, fyrrver- andi formaður stjómar, tók undir það að um málefnalegan ágreining væri að ræða og sagði hún að margir félagar hefðu ekki átt sam- leið með Steingrími J. Sigfússsyni, samgönguráðherra og þingmanni kjördæmisins. Hún benti á að Svanfríður Jónasdóttir, aðstoða- maður fjármálaráðherra, hefði unnið mikið á staðnum og gengið vel að virkja fólk. Hún sagði að flestir þeir sem hefðu sagt sig úr félaginu hefðu stutt Svanfríði, en Svanfríður hefur lýst því yfir að hún sætti sig ekki við annað sætið á listanum en í því sæti var hún síðast. Aðra ástæðu fyrir afsögn stjómarinnar sagði Þóra vera að félagsstarfið væri hálfdautt. Kristján Hjartarson, sem er enn í félaginu, sagðist vilja að fé- lagið héldi velli. Hann viður- kenndi að það væm stuðnings- menn Svanfríðar sem væm að segja af sér og taldi eftirsjá í henni. Sjálfúr hefði hann stutt bæði hana og Steingrím og að hann héldi áfram að styðja Steingrím. -gpm Albvðuflokkurinn Eiöur í fyrsta sæli Eiður Guðnason þingmaður Alþýðuflokksins fékk bindandi kosningu í fyrsta sætí lista flokksins á Vesturlandi í opnu prófkjöri um helgina. Hann fékk 344 atkvæði í fyrsta sætið og 623 atkvæði alls. En tæp- lega þúsund manns tóku þátt í prófkjörinu. Gísli Einarsson Akra- nesi fékk bindandi kosningu í ann- að sætið. Sveinn Hálfdánarson Borgamesi lenti í þriðja sæti og Sveinn Þór Elíasson Ólafsvík í fjórða sæti. -gpm Sólheimakórinn syngur. Kaffi- veitingar að athöfn lokinni. Medea að hætta Síðustu sýningar Alþýðuleik- hússins á Medeu eftir gríska harmleikjaskáldið Evripídes verða laugardaginn 1. desember og sunnudaginn 2. desember. Medea er sýnd í Iðnó kl. 20.30 og er miðasala í Iðnó opin frá kl. 16 báða sýningardagana. Síminn í Iðnó er 13191 en einnig er hægt að panta miða í símsvara Alþýðu- leikhússins 15185. Skítt með’a! Síðustu sýningar á söngleikn- um Skítt með’a! eftir Valgeir Skagfjörð verða í Félagsheimili Kópavogs í dag og á morgun. í söngleiknum er rakin saga 6 ung- menna og er hún krydduð fjömgri tónlist og söng, en hljómsveitin íslandsvinir sér um tónlistarflutn- inginn. Sýningin hefst kl. 20 bæði kvöldin og miðapantanir em í síma 41985 allan sólarhringinn. 2 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 29. nóvember 1990

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.