Þjóðviljinn - 29.11.1990, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 29.11.1990, Blaðsíða 5
MINNING Vigfús Guðmundsson frá Aðalbðli á Selfossi Fœddur 16. september 1903 - Dáinn 22. nóvember 1990 Þann 22. nóvember lést á sjúkrahúsi í Reykjavík Vigfús Guðmundsson lengst bifreiðar- stjóri á Aðalbóli á Selfossi. Verð- ur hann jarðsunginn frá Selfoss- kirkju í dag. Vil ég minnast þessa vinar míns hér nokkrum orðum þegar hann er nú horfinn sjónum okkar. Vigfús Guðmundsson fæddist að Neðridal í Biskupstungum þann 16. september 1903. Þar bjuggu þá foreldrar hans um skeið, þau Guðmundur Vigfússon af ætt Ófeigs ríka Vigfússonar í Fjalli og Þórunn Runólfsdóttir frá Skálmarbæ í Alftaveri. Arið 1911 brugðu foreldrar hans búi og fluttu til Reykjavíkur. Fór þá Vig- fús til vandalausra, fyrst 2-3 ár að Hlíð í Hrunamannahreppi til Karls Bemhöft og konu hans Þór- eyjar Eyjólfsdóttur, en síðan fór hann aftur í Tungumar og var 9 ár á Felli hjá foðursystur sinni, Sig- rúnu Vigfúsdóttur, og manni hennar Sveini Erlendssyni. Vel fór um Sigfús á báðum þessum stöðum, en hann taldi að með réttu hefði hann byrjað að vinna fyrir sér sjö ára gamall. Skóla- fræðslu fékk hann enga, þótt fræðslulög væm þá komin, en enginn fékkst þá farkennarinn í Tungumar. En þrátt fyrir þennan menntunarmissi komst Vigfús vel til manns. Hann sagði mér að mjög ungur hefði hann verið sendur til fjalls, en fjallkónginum hefði þótt hann vera lítill fyrir mann og vildi gera hann aftur- reka. „Þá fékk ég í fyrsta sinn að reyna hvemig það er að standa einn uppi í veröldinni. Eg einsetti mér að láta ekki minn hlut eftir liggja - og reif kjaft. Og þá fóm aðrir að leggja mér lið...“ Það þarf ekki að rekja þetta lengra. Vigfús lét ekki aftra sér oftar frá því að framkvæma það sem aðrir töldu honum ekki fært. Vigfús hélt til Reykjavíkur haustið 1922. Hann stundaði þar fyrst akstur með hestum, en tók bílpróf árið 1925 og fór að keyra um vorið hjá B.S.R. Þar var hann á Gamla-Ford og lenti strax í langferðum, fór þá austur að Sel- fossi og jafnvel austur í Fljóts- hlíð. Hann fór þá að keyra ýmsan vaming fyrir Egil Thorarensen kaupmann á Selfossi, fékk sér brátt Chevrolet-vömbíl, og haust- ið 1928 var hann kominn austur fyrir fullt og allt og hélt heimili sitt í Tryggvaskála. Þetta vom uppgangsár og Vigfús keyrði fyr- ir Egil efni í nýbyggingar eins og Flúðaskóla, Brautarholtsskóla, Laugarvatnsskólann og Mjólkur- bú Flóamanna. Á þeim tíma kom líka Laxárbrúin. Flutningavegim- ir lengdust og miklu víðar vom framkvæmdir um sveitir. Mikill vinskapur var með þeim Agli Thorarensen sem entist meðan báðir lifðu. Ferðimar vom ærið misjafhar og var mikið bæði á Vigfús og bíla hans lagt. Frægt dæmi var það er hann flutti „þurrkarann mikla" frá Reykjavík út í Þorlákshöfn. Þurrkari þessi var 11 m langur og vóg hálft sjö- unda tonn. En Fúsa sjálfum var sagt að hann væri rúmlega þtjú tonn svo hann ákvað að leggja þetta á tveggja og hálfs tonns bíl. Allt gekk þetta vel niður að Hrauni og varð þá að leggja á Þorlákshafnarsandinn óvegaðan í kolamyrkri. Lá þá við að Fúsa féllust hendur, en áfram var þó haldið og var þetta kvöld síðast fært út í Höfn þann veturinn. I annan tíma var Vigfús að flytja hey suður. Þá dettur grindin á bílnum sundur á miðri leið. En Fúsi komst til Reykjavíkur og fór að gera við. Egill hringdi í hann og var orðinn óþolinmóður. En Fúsi kvaðst hafa svarað: „Það er nú von að ég hafi tafist, því bíll- inn datt í sundur. Afturparturinn liggur uppi á Fjalli, en ég keyrði á framhjólunum og húsinu til Reykjavíkur.“ Fúsi sagði að þessu hefðu þeir trúað fyrir austan. „Þeir héldu að það væri hægt að komast allt - bara ef mótorinn væri í lagi.“ Vigfús varð fastamaður hjá Mjólkurbúi Flóamanna og Kaup- félagi Ámesinga frá 1931-1933. Hætti hann þá þessu mikla ver- aldarvolki, enda heilsan farin að bila. Næstu sex árin vann hann á bíl sínum hjá Vegagerð ríkisins sem þá var komin með útibú á Selfossi undir stjóm Jóns Ing- varssonar. En mestu þáttaskil í Iífi Vigfúsar urðu þann 19. desember 1931 er hann gekk að eiga Guð- rúnu Jónsdóttur frá Melshúsum á Eyrarbakka. Bjó hún honum af- bragðs gott heimili, fyrst í austur- endanum á Ingólfi, síðan í Þórs- hamri við Austurveg, en á stríðs- ámnum byggðu þau Vigfús og Guðrún mikið íbúðarhús ennþá austar í plássinu. Það nefndu þau Aðalból og heyrði ég tvennt nefnt húsinu til framdráttar: Það var allt á einni hæð sem var þá nýlunda á Selfossi - og það hýsti fyrstu vet- uma hluta af Bamaskólanum. Þeim Vigfúsi og Guðrúnu varð fimm sona auðið. Elstur er Eggert sem lærði bifvélavirkjun og er nú slökkviliðsstjóri á Sel- fossi. Næstur er Guðni, seinast umsjónarmaður á Nesjavöllum í Grafningi, en búsettur í Reykja- vík. Þá er Þór, hagfræðingur að. mennt, nú skólameistari Fjöl- brautaskóla Suðurlands. Næstur er Jón skipstjóri hjá Eimskip, bú- settur í Reykjavík. Yngstur sona þeirra er Öm mjólkurfræðingur í Reykjavík. Konu sína missti Vig- fús þann 18. júlí 1950. Seinni kona hans er Jóhanna Stefáns- dóttir frá Haga í Gnúpveija- hreppi. Böm þeirra em Guð- mundur Stefán og Guðmunda. Bjó Jóhanna Vigfúsi ágætt heim- ili á Seltjamamesi síðustu áratugi og vom þau þar seinast í íbúðum aldraðra, þar sem vel fór um þau. Eg hygg að bestu ár Vigfúsar Guðmundssonar hafi verið árin frá 1930-1950. Hann var í blóma lífsins og færðist oft mikið í fang. Stéttvís var hann og vissi að hann hafði unnið sig úr fátækt og átti því að geta hjálpað öðmm. Brann þá á honum að breyta mætti þjóð- félaginu í meiri jafnaðarátt og skipaði sér því lengst til vinstri í stjómmálum. Fór svo að Vigfús varð merkisberi verkalýðshreyf- ingarinnar á Selfossi, en hann var kjörinn fyrsti formaður Verka- lýðsfélagsins Þórs á framhalds- stofhfundi þess 5. janúar 1941. Þá var mikil Bretavinna hafín í Kald- aðamesi. Verkamönnum á Sel- fossi og í Sandvíkurhreppi öllum fannst sem Eyrbekkingar fleyttu þar rjómann og félagið var stofn- að til að vemda hag heimamanna. Var Vigfús einnig fyrsti fulltrúi félagsins á Alþýðusambandsþingi árið 1942. Vigfús taldi sjálfur að séra Gunnar Benediktsson sem þá bjó á Eyrarbakka hefði teflt sér fram til fomiannskjörs. „Hann hefur verið í verkalýðsfélagi og er svolítið félagsvanur,“ sagði Gunnar. En formannsstöðunni gegndi Vigfús til ársins 1944. Þá var hann líka kominn í hreppsnefnd og var einn þeirra síðustu er gegndu hreppsnefndar- störfum í Sandvíkurhreppi hinum eldri. Þangað var Vigfús kosinn 1942 og sat fram að hreppaskipt- um, 1. janúar 1947. Faðir minn sat öll þau ár í hreppsnefnd með honum og minntist hann oft á það hve skemmtilegur félagi Vigfús hefði verið, bæði samvinnuþýður og sanngjam. Þá var oddviti Bjöm Sigurbjamarson bankafé- hirðir í Fagurgerði og færði fúndagerðimar sjálfúr með sínu fomytra lagi. Ekki hefur Vigfús atvinnu sinnar vegna getað mætt á öllum fundum og því bókaði Bjöm eitt sinn er ekki náðist í alla hreppsnefndannenn: „Vigfús er á víðavangi“. í svo snjallri og stuttri bókun fólst fullgild afsök- un. Vigíús vann stuttan tíma hjá hemum. „Þettsa var ekkert nema þrældómur og peningar,“ sagði hann mér. En þegar hann nefndi orðið „peningar" rifjaðist upp fyr- ir mér lítil orðræða sem ég heyrði sem bam. Bíll kom akandi fram- hjá Sandvík utan úr Kaldaðamesi. Heimamenn stóðu úti á stétt og einhver sagði: „Þetta er hann Vig- fús, hann er víst orðinn miljóna- mæringur." Þetta vom stór orð í þá tíð og mörgum áratugum síðar spurði ég Fúsa hvað hæft væri í þessum orðum um þáverandi for- mann Verkalýðsfélagsins Þórs á Selfossi. Hann kvaðst halda að hér væri átt við stóra akkorðið sem hann tók á því að tyrfa kring- um herspítalann mikla í Kaldað- amesi. Torfíð átti að taka í Látinn er fyrir aldur fram Milutin Kojic heiðursræðismaður Júgóslavíu á íslandi og verður út- for hans gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag. Milutín kvæntist Guðrúnu Óskarsdóttur, Halldórs- sonar útgerðarmanns árið 1954 og settust þau að í Reykjavík nokkr- um ámm síðar. Heiðursræðismaður lands síns varð hann árið 1967. Samskipti íjarlægra smáþjóða vilja verða tilviljunarkennd cg háð áhuga og framtaki einstak- linga. Það varð hlutverk Milutíns að vinna að auknum kynnum og samskiptum landanna tveggja. Brautryðjendur í slíku starfi skilja eftir sig spor sem aðrir geta fylgt. Þannig varð Milutin raunvemleg- ur sendiherra lands síns í bestu merkingu þess orðs. Hann stóð traustum fótum í báðum löndun- um, stundaði sjálfur viðskipti og greiddi fyrir öðram, vann með Breiðumýri við Eyrarbakkaveg- inn og Fúsi var beðinn að taka verkið að sér í fyrsta lagi af því að hann var formaður verkalýðsfé- lagsins og gat því útvegað marga menn - og í öðm lagi af því að hann hafði verið ökumaður með hesta. Gerði hann þá svimandi hátt tilboð. Vissi auðvitað ekkert að hverju hann gengi. Svo fengust hvorki menn né hestar. Torfskurðarmenn litu ekki við tilboði Vigfúsar. Hann hélt sjálfur að 40 hesta þyrfti til verks- ins, en fáir fengust. Loks komu þeir sem vildu skera torfið og reyndist þá tilboð Vigfúsar það hagstætt að þeir komust á klukku- tíma í fúll daglaun. En lausnin á flumingavandamálinu var þessi: Vigfús var þá að smiða Aðalból. Hann átti þar væna spermkjálka. Hann lét smiðina smíða sleða úr þeim, 4-6 metra á lengd. Fékk svo vin sinn Sigfús Öfjörð til að lána sér mann og dráttarvél sem dró sleðana með torfinu upp á þjóð- veg. Gekk þetta allt í logandi hvelli eins og Ameríkanar vildu hafa það. Reyndar gekk verkið svo fljótt fyrir sig að samningar vom aldrei settir á blað, aðeins handsalað. Ég spurði svo Fúsa hvað hann hefði haft upp úr verk- inu og hann svaraði: „Eins og bíl- verð var þá held ég að ég hafi get- að keypt eins og tvo bíla þegar allt var upp gert.“ Svona sögur þyl ég nú ekki meira um vin minn, Vigfús Guð- mundsson. Hann var frásagna- meistari og fór alltaf vel með all- ar sögupersónur sínar. Því átti hann vísar vinsældir og vann fyr- ir hina ólíkustu menn á hinum ólíklegusm stöðum á landinu. Hann var þrautseigur - óbilandi í hverri raun. Eftir stríð hélt hann sér mest við vömbílaakstur og rútuútgerð og tók síðustu ár sín á Selfossi að sér sorphreinsun fyrir staðinn. Árið 1963 lá leiðin aflur suður og nú settist hann að á Sel- tjamamesi sem fyrr er sagt. Þá var hann nær sextugu, en vílaði ekki fyrir sér að gerast togarasjó- maður hjá útgerð Tryggva Ófeigssonar. En síðast átti hann róleg ár þama á Nesinu, og eitt sinn er fundum okkar bar saman skák- og íþróttafólki, listafólki, verktökum, ferðamálaaðilum og mörgum fleirum. Minnisstætt er samstarf hans við rithöfundinn og félagsfræðinginn Stevan Maj- storovic sem er sá maður júgó- slavneskur sem hvað mest hefúr fjallað um ísland þar syðra í bók- þá sagðist hann vera kominn frá því að spila bridds. Það gerði hann tvisvar í viku „til að halda við heilasellunum“. Ég hygg að Vigfús Guð- mundsson hafí alltaf verið sveita- maður hvert sem Ieið hans lá ann- ars. Tvennt kemur mér síðast í hugann í þessum dreifðu minn- ingum. Vigfús var einn af skipu- leggjendum fjárflutninganna miklu milli Suðurlands og Þing- eyjarsýslu haustin 1952 og 1953. Fyrirfram var talinn ógjömingur að hægt væri að flytja féð á bílum alla þessa leið. Helst var rætt um að reka allan hópinn suður Sprengisand og hafa bíla á eftir til að hirða það sem gæfist upp. En Vigfús og félagar h'ans sýndu með skipulagsgáfu sinni að þetta var gerlegt og tókst hið besta. Vel man ég það kvöld er fjárfluting- unum lauk haustið 1952 og Vig- fús kom heim fagnandi sigri. Þá var hvað léttast yfir honum sem ég hefi séð. Rösklega hálfsextugur fór Vigfús að stunda fjallferðir. Það gerði hann af lífi og sál. Fór mörg haust á fjall með Flóamönnum og komst lengst í það eitt haustið að vera 32 daga á hestbaki. Mark- miðið hjá honum eins og fleiri var að komast í lengstu leitina - inn í Amarfell undir Hofsjökli. Það var svipað hlutverk eins og fyrir kaþ- ólska að komast til Rómarborgar. Við Vigfús fómm saman haustið 1960 og áttum reyndar ekki að fá það, annar of ungur, 23 ára, hinn of gamall, 57 ára. En þar sýndi Vigfús mikla þrautseigju og óvenju rnikla kunnáttu á afréttin- um. I laumi sagði hann mér svo frá síðar, að þá hafi hann verið búinn að fara um allan Holta- mannaafrétt og auðvitað búinn að sjá oft út yfir Þjórsá og kynnast þar ömefnum. I þessari ferð reyndi ég það af Vigfúsi og fleiram að kynslóða- bilið hættir um leið og vináttan myndast. Ég man hann líka i Am- arfellsbrekkunni í síðsumarssól- inni og vil vita af honum núna í jafn sígrænum sólarlöndum. Eða þannig held ég að bamatrú okkar beggja sé. Páll Lýðsson. um, greinum og fyrirlestmm. Löndin tvö standa í þakkar- skuld við Milutin Kojic fyirir hans góðu verk og mikilvæga brauð- ryðjandastarf sem aðrir verða nú að taka við. Þekking og kynni milli þjóða er sérkennilegur auður sem erfitt er að festa hönd á, en getur verið uppspretta margra góðra hluta. Sá sem hér heldur á penna þakkar ánægjuleg kynni og um- hyggju á námsámm í Belgrad og löngum síðar. Sú stund er mér minnisstæð þegar Kojic fjöl- skyldan birtist á dýrafræðideild- inni við Stúdentatorgið i Belgrad haustið 1963 til að kynnast hög- um íslendingsins sem þar hafði komið sér fyrir um skeið. Það var upphaf að löngum kynnum. Guðrúnu, dætmnum fjómm og fjölskyldu Kojic í Zakutu í Serbíu sendi ég einlægar samúð- arkveðjur. Stefán Bergmann. Milutin Kojic heiðursræðismaður Fœddur. ló.febrúar 1922 - Dáinn 19. nóvember 1990 Fimmtudagur 29. nóvember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.