Þjóðviljinn - 08.12.1990, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.12.1990, Blaðsíða 6
Kennarí eða venjuleg kona Þegar blaðamaður fékk þau tilmæli að í jólablaðinu fyrsta skyidi vera viðtal af nokkum' stærðargráðu, fóru heilafrumumar að sjáifsögðu af stað, að leita að persónu sem áhuga vekti og hefði nokkuð til málanna að leggja. Því var leitað í þann hóp fólks sem lifir og starfar með ungu fólki í dag. Blaðamaður bankaði uppá hjá Þuríði Jóhannsdóttur, íslensku- kennara við Menntaskólann í Hamrahlíð, bamabókmennta- fræðingi og móður tveggja ungra dætra, og bað hana að segja ofur- lítið frá sjálfri sér, lífi sínu, starfi og áhugamálum og tengja frásögn sína ofurlítið jólunum ef mögu- legt væri. Hefðbundin viðtöl byija gjaman á spumingunni um ætt og uppmna og við tókum þá stefnu í upphafi viðtals, en lentum fljót- lega í útúrdúmm og vangaveltum vítt og breitt. Jólakjólar og maöur að sunnan Hver ertu Þuriður, hvaðan og hverra manna? Þuriður talar með skýmm norðlenskum hreim, enda kemur strax á daginn að hún er að norð- an. - Ég er fædd og uppalin á Dalvík. Móðir mín, Friðrikka Óskarsdóttir, var saumakona þeg- ar ég var að alast upp og saumaði mikið fyrir fólk. Konumar sem komu til að láta sauma á sig spurðu gjaman þessarar sígildu spumingar hvort ég ætlaði að verða saumakona eins og mamma, þegar ég yrði stór. Ég svaraði að ég ætlaði annað hvort að verða kennari eða venjuleg kona. Nú er ég orðin kennari, og það er kannski spuming hvort ég er ekki bara venjuleg kona líka, en þá hefur mér sennilega ekki fund- ist þetta tvennt geta farið saman. Faðir minn, Jóhann Jónsson, vann ýmis störf eins og tíðkaðist gjaman í sjávarplássum úti um land. Hann var vörubílstjóri og vann ýmsa verkamannavinnu. Hann átti lika trillu og ég ólst upp við að vera á rauðmaganum með honum seinni part vetrar. Ég á margar góðar minningar frá þeim tíma. Síðustu 20 árin var hann svo húsvörður við bamaskólann á Dalvík. Á þessum ámm var algengt að menn ynnu margskonar vinnu og hefðu þess vegna ekki ákveðið starfsheiti. Einu sinni á minum fyrstu skólaárum kom maður að sunnan í heimsókn í skólann og við áttum að svara spumingum, m.a. um starf föður, - og ég mundi ekki við hvað hann vann þá stundina. Ég man að mér fannst þetta skammarlegt, en þetta var samt sem áður eðlilegt í sjávar- þorpi eins og Dalvík á þeim tíma. En það sem ég man best i sambandi við jólin frá því ég var lítil er í sambandi við starf mömmu sem saumakonu. Það setti að sjálfsögðu mikinn svip á jólaundirbúninginn, því hún hafði mikið að gera á þessum árstíma, allir þurftu að láta sauma fyrir sig jólafötin. Það var yfirleitt allt á síðustu stundu sem gera þurfti heima og hún var stundum að sauma jólakjólana á okkur systur alveg ffam undir klukkan sex á aðfangadag. Annars setti sérstakur siður mikinn svip á biðina eftir jólunum og jólakjólunum á Dalvík. Þannig var að öllum jólapósti í plássinu var komið í skólann á Þorláks- messu og á aðfangadag klæddu böm og unglingar sig í jóla- sveinabúninga, bæði rauða og gamla íslenska, og fóru í hópum um þorpið, bönkuðu á hvers manns dyr og skiluðu jólapóstin- um. Ég hef hvergi heyrt um þenn- an sið annars staðar en ég veit ekki betur en honum sé haldið þar enn. Ég er það heppin í minni vinnu nú að ég fæ jólafri fyrr en margir aðrir, en samt hefúr mér einhvem veginn tekist að hafa alltaf allt á síðustu stundu fyrir jólin líka. Þetta er kannski arfúr frá uppvextinum. Mig dreymdi meira að segja um daginn að það væri komin Þorláksmessa og ég væri ekki bú- in að gera neitt, ekkert hangikjöt til og ekkert laufabrauð og engin jólaföt á bömin. Að vanda sig - En mig langar aðeins að nefna jólakjólana aftur. Þetta voru óskaplega fínir kjólar man ég, úr tjulli og blúndum og þegar maður sneri sér í hring stóð pilsið eins og hlemmur út frá manni. Það var geysileg vinna lögð í allan þennan jólasaumaskap. Mamma þótti flink saumakona og konumar dáðust oft mikið að handbragðinu hjá henni. Þannig finnst mér ég hafa alist upp við að fólk virti að verðleikum verklagni og vönduð vinnubrögð. Á einhvem hátt er ég hrædd um að við séum að tapa þessu við- horfi niður. Eitt það erfiðasta en um leið það mikilvægasta í kennslunni finnst mér einmitt vera að kenna þeim að vanda sig og vera ná- kvæm í vinnubrögðum. Þau spyrja oft: Æ, má þetta ekki bara vera svona? og það er oft erfitt að koma þeim í skilning um að þau eigi ekki að skila af sér verkefn- um fyrr en þau em búin með þau, búin að gera eins vel og þau geta. Annars er þetta viðhorf áber- andi í tíðarandanum núna. Tökum til dæmis jólaböllin. í minningunni er jólaballið þegar ég var krakki mikil hátíða- skemmtun. Ég held líka að þetta hafi verið vönduð skemmtun. Fullorðna fólkið stýrði söng og dansi í kringum jólatréð svo ekk- ert fór úr skorðum. Jólasveinninn kunni að segja skemmtilegar sög- ur og fá bömin til að hlusta. Það var ekki bara einhver gripinn upp til að leika jólasveininn, heldur valinn hæfileikamaður. Núna fara bömin á þrjú til íjögur jólaböll og mér finnst stundum vilja brenna við að þau séu algerlega óskipulögð og snú- ist bara upp í stjómlaus hlaup, og hvort það er í kringum jólatréð er kannski aukaatriði. Svo kemur fígúra í jólasveinabúningi, sem kann ekki að segja sögu en gefúr þeim sælgæti í staðinn. Mér dettur stundum í hug að við séum svo upptekin af að hafa nóg handa bömunum okkar á öll- um sviðum að allt ffamboðið verði á kostnað gæðanna. Það er sjálfsagt að leggja vinnu í að skipuleggja góða og innihaldsríka jólaskemmtun fyrir böm ef við bemm virðingu fyrir þeim sem viti bomu fólki. Ef ekki, er hætt við að innihaldið dmkkni í engla- hári og glimmeri og sælgæti. Við verðum að passa okkur ef við eigum ekki að týna þessari gamaldags vandvirkni sem við vomm alin upp við. Gengisfall í verkmenntun - Þetta tengist líka nokkm sem ég verð mjög vör við í minni vinnu og það em þau viðhorf sem ungt fólk hefúr í dag til verk- menntunar. Það hefur orðið geysi- legt gengisfall á verkmenntun, - sumar verkmenntadeildir í skól- um standa allt að því auðar, vegna þess að allir fara á viðskiptabraut til þess að verða ríkir sem fyrst. Viðhorfið sem er ráðandi er að það séu bara aular og tossar sem fari í verkmenntun, og því fylgir þá auðvitað, að slík störf þurfi ekki að vinna neitt sérstaklega vel. Vitanlega þarf að bregðast við þessum viðhorfúm hið snarasta og ekki bara með því að tala enda- laust um að auka veg verkmennt- unar. Það þarf að gera eitthvað. Mín skoðun er sú, að það eigi að sérhæfa skólana þannig að hver skóli bjóði upp á vandaða og góða kennslu á einu eða tveimur sviðum í hveijum skóla. Undan- farið hefúr tilhneigingin verið í þá átt að allir fjölbrautaskólar lands- ins bjóði upp á það sama, af því að krafan er sú að allir unglingar komist í ffamhaldsskóla í sínu hverfi eða heimabyggð. Þetta þýðir að hver einasti skóli þarf að geta boðið upp á eitthvað við allra hæfi. Svona lagað leiðir einungis til aukinnar yfirborðsmennsku þvi að samfélagið hefúr ekkert bolmagn til að standa undir þess- um kröfúm, hvorki faglega né fjárhagslega. Efvið eigum að geta boðið vandaða menntun verða skólamir að byggja sér upp sér- þekkingu og fæmi hver á sínu sviðj. Ég held að þörfin fyrir alla mögulega menntun í heimabyggð hafi kannski verið ofmetin undan- farið. Nemendur virðast ekki víla neitt sérstaklega fyrir sér að ferð- ast þó nokkrar vegalengdir milli hverfa til að ná sér í góða mennt- un í besta skólanum sem völ er á í því fagi sem þeir hafa valið sér. Gott dæmi um þetta hér á landi, og eitt af fáum, er sjávarút- vegsbrautin á Dalvík. Þar er boð- ið upp á sérhæfingu í fiskvinnslu og stýrimannanámi og þetta hefúr lukkast svo vel hjá þeim að fólk tekur sig upp með fjölskyldur sín- ar úr öðrum landshlutum til eins eða tveggja ára, til að ná sér í þá menntun sem þama er boðið upp á. Þetta er allt spumingin um vandvirkni í stað þess að hringla í öllum hlutum og gera þar af leið- andi ekkert vel. Aðstoðarkennari ellefu ára Þegar hér er komið sögu í við- talinu er Þuríður orðin fastmælt og norðlenski hreimurinn er orð- inn enn harðari. Hún tekur sér þó örlitla hvíld til að fá sér kaffisopa og segir glottandi að nú sé hún sennilega komin út fyrir efni við- talsins. Blaðamaður grípur tækifærið og skýtur því inn í að sennilega hafi Þuriður aldrei átt þess kost að verða „venjuleg kona“, - hvort hún hefði nokkum tímann getað orðið nokkuð annað en kennari. - Ertu að spyija hvers vegna ég hafi orðið kennari á endanum? spyr Þuríður á móti. Við ákaft kollkink blaðamanns tekur hún til við svarið af sköruleik. - Það hefúr sjálfsagt eitthvað með þær fyrirmyndir að gera, sem maður hafði í litlu sjávarþorpi úti 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.