Þjóðviljinn - 08.12.1990, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 08.12.1990, Blaðsíða 11
AÐ HEIMAN UM HÁTÍÐARNAR Áramótabrenna ( Básum, og sungið og trallað fram á nótt. Setja upp sparí- hliðina Hákon Jóhann Hákonarson fer í áramótaferð inn ( Bása, af þvl að þar er fjörið á gamlárskvöld. Hákon Jóhann Hákonarson er reyndur áramótafari, en hann fer með Utivist, sem býður upp á fjögurra daga áramótaferðir inn í Bása. „Ég fer þetta út af félags- skapnum, þetta er svo óskaplega skemmtilegt," segir Hákon og ljómar allur við tilhugsunina. „Mér leiðist voðalega að fara á böll, - ég fór einu sinni í Broadway um áramót, og þótti lítið gaman. Ef ég er í bænum, þá er ég yfirleitt hjá foreldrum mínum um áramótin, en það er ekkert óskaplegt íjör þar. Svo fer maður í einhver heimapartý þegar líður á kvöldið, en ég hef ekki upplifað eins mikið ljör og stemmningu í þeim eins og þama innffá. Þess vegna fer ég í þessar ferðir ef ég vil halda fjör- ug og skemmtileg áramót. Það myndast mikil hópstemmning þar sem allur hópurinn er með þama innfrá. Klíkumyndun er algerlega óþekkt fyrirbæri i þessum ferðum, allir em hjálp- samir og samheldnir og taka upp sparihliðina á sér. Ég man ekki til þess að nokkum tíma hafi komið upp leiðindi í þessum ferðum, og ég er nú búinn að fara einum átta sinnum.“ og við sáum niður á Skóga þar sem fólkið í hópnum var að skjóta upp flugeldum. Um áramótin ‘83/4, - ég man það ártal vegna þess að í ferðinni kynntist ég konunni minni! Þessar ferðir geta svo sem verið afdrifaríkar, - byijaði að kyngja niður snjó á gamlárs- kvöld í svo miklum mæli, að heimferðin tók tuttugu og sex tíma. Það var dálítil töm. Snjór- inn getur stundum náð meters- dýpt þama innffá og þá ná bíl- amir hreinlega ekki að ryðja honum undan sér.“ Aðspurður um hvemig dög- unum sé eytt inni i Básum segir Hákon það vera lítið mál. „Það er farið í gönguferðir á daginn og haldnar kvöldvökur á kvöldin. Það er óskaplega fal- legt þama innfrá, og maður hreyfir sig svo lítið að vetrarlagi að langar gönguferðir og útivist era ákaflega góð tilbreyting. Og landslagið er allt annað þama að vetrinum til. Berar hríslumar sem standa upp úr snjónum era alveg jafn fallegar á sinn hátt eins og í laufskrúði sínu á sumr- in. Víða eru ótrúlega fallegar ís- myndanir, til dæmis í giljum sem verða að algerum töffa- heimi grýlukerta. Þetta sér mað- ur ekki nema um hávetur. A kvöldin er lögð mikil áhersla á að virkja allan hópinn í að gera kvöldvökumar sem skemmtilegastar. Fólk fær ekki að rotta sig saman í hópa, heldur er það dregið saman og látið ffemja skemmtiatriði af ýmsu tagi, sem oftar en ekki vekja mikla kátinu. Ofl hafa stálpaðir krakkar verið með í ferðum, og þeirra skemmtiatriði era síður en svo sista skemmtunin, krakk- ar eru svo fijóir og fijálslegir, og gera ótrúlegustu hluti, semja heilu leikritin ef því er að skipta. Á gamlárskvöld draga menn upp hangikjötið, hita sér uppstú og borða allir saman. Uppúr klukkan átta hefst svo áramótakvöldvaka með söng og leik og um ellefu leytið er kveikt í bálkestinum og sung- in álfa- og áramótalög. Það fer svolítið eftir veðri hvað fólk er lengi við brennuna, en ef það er milt og gott veður trallar fólk við bálið ffam eftir nóttu. Auðvitað dufla menn svolít- ið við stút, skála fyrir áramótun- um og svona, en það heyrir til algerra undantekninga ef vand- ræði hljótast af slíku. Þama inn- ffá þarf enginn á stórum fyller- íum að halda.“ ing Strandaglópur á Skógum Sjö sinnum segist Hákon hafa komist á áfangastað, þó oft við illan leik, því það sé þung- fært þama inneftir á vetram, en einu sinni sátu menn strandagló- par á Skógum. „Við komumst ekki lengra, og þó að fólki væri boðið að fara aftur með rútunum í bæinn voru mjög fáir sem það gerðu. Ára- mótin vora því haldin á Skógum í þetta skiptið, en ég man ekki hvaða ár það var. Á gamlársdag gengum við svo 12 eða 14 sam- an á Fimmvörðuháls og voram þar í skála um nóttina. Það var mjúkur nýfallinn snjór og mað- ur sökk í hveiju spori. Eg held að við höfum verið upp undir tólf tíma á leiðinni, sem að sum- arlagi er rétt um þriggja tíma gangur. Við voram svo þreytt þegar við voram komin, að við gátum varla haldið upp á ára- mótin, þótt við gerðum að sjálf- sögðu okkar besta. Skálinn var óupphitaður, og við sátum þar í dúnúlpunum í fjórtán stiga frosti og drakkum ískaffi og skáluð- um fyrir nýja árinu. Það var óskaplega fallegt veður, bjart og blakti ekki hár á höfði, þó að færið væri þungt, Einar Torfi Finnsson verður fararstjóri ( áramótaferö Ferðafélags (slands inn ( Þórsmörk og stjórnar þar bölium og gönguferðum. Áramót í bænum standast ekki samanburð Einar Torfi Finnsson af- greiðslumaður í Skátabúðinni hef- ur haft það fyrir sið síðustu árin að fara að heima um áramót, og þá í ferðir inn í Þórsmörk sem Ferðafé- lag íslands býður upp á. Einar Torfi er bæði í Flug- björgunarsveitinni og Alpaklúbbn- um og því vanur fjalla- og ferða- maður og hefiir þvi tekið að sér fararstjóm í þessum ferðum á síð- ari árum. „Ég hef farið sjö sinnum í þessar áramótaferðir, segir Einar Torfi, fyrst sem farþegi og svo sem fararstjóri, því Ferðafélagið leggur mikið upp úr því að fá reynda fjallamenn í það. Ég fór fyrst þegar ég var sextán ára, þá var maður að byrja að djamma og vildi prófa eitthvað nýtt. Svo var ég heima næstu tvö áramót, en það stóðst ekki saman- burð við Þórsmerkurferðina þann- ig að ég hef svo til alltaf farið síð- an. Þetta eru fjögurra daga ferðir sem taka um áttatíu manns og farið er á tveimur rútum, en fyrsti og síðasti dagurinn fara að mestu leyti í að komast á staðinn og heim aft- ur. Stundum er fólk eins og jójó inn og út úr rútunum á leiðinni, og þarf jafnvel að ganga með rútunum hálfa leiðina inneftir. Færðin getur verið mjög þung á þessum árstíma, - Krossárauramir bólgna upp og halda rútunum að vissu marki, en svo allt í einu hrynur undan þeim og allt situr fast. Þá er ekki um neitt annað að gera en að setja kaðal í rútuna, raða 40 - 50 manns á kaðalinn og svo er halað eins og Einbjöm, Tvibjöm og Þríbjöm. Einhvem tíma var ég skensað- ur fyrir að þetta hefði ekki verið innifalið í samningnum, en ég sagði að menn hefðu bara gleymt að lesa smáa letrið. Ferðafélagið gefur nefhilega út lista sem allir farþegar fá með nokkrum fyrir- vara, þar sem er tíundaður allur út- búnaður sem fólk þarf að hafa með sér, enda er nauðsynlegt í svona ferðum að allir séu vel útbúnir. Þá er heldur ekki hætta á að verði ein- hver vandræði. Ef færð er góð og menn kom- ast inneftir áður en dimmir fer fólk gjaman í gönguferð, en það eru ekki nema þeir alhörðustu sem fara í gönguferð í myrkrinu ef það er orðið áliðið þegar loks er komið á áfangastað. Báða dagana sem dvalið er innffá eru skipulagðar gönguferð- ir, yfirleitt tvær og þá önnur lengri og erfiðari, en hin léttari, og farar- stjóramir sem eru tveir skipta sér á þær Á gamlárskvöld er svo kvöld- vaka, þar sem staðið er fyrir söng og gleði sem endar með því að gengið er sjö hringi réttsælis og sjö rangsælis með blys í kringum skál- ann og farið með þuluna: Komi þeir sem koma vilja, fari þeir sem fara vilja, mér og mínum að meina- lausu. Undir miðnættið er síðan farið að brennunni á bökkum Rrossár, en efhi í hana er flutt inneftir á haustin. Skálaverðir í Þórsmörk eru alltaf ffá Hjálparsveit skáta og þeir sjá um flugeldasýningu um miðnættið, en fólk kemur líka með sína eigin flugelda, og það er mik- ið um að vera. Eftir brennuna er slegið upp balli í skálanum og sungið og dansað ffam eftir nóttu. Ég spila svolítið á gitar og hef gjaman spil- að á þessum böllum, en er orðinn dálítið aumur í fingrunum svona á fimmta tímanum. Fólk er stundum með kasettutæki með sér, en yfir- leitt er það ekki notað á gamlárs- ballinu, það passar einhvem veg- innekki. Að kvöldi nýársdags er önnur kvöldvaka þar sem reynt er að virkja allan hópinn í að koma með heimatilbúin skemmtiatriði." Aldrei áfengis- vandamái Aðspurður um áfengi í þessum ferðum segir Einar Torfi það allt vera innan hóflegra marka. ,JvIenn hafa gjaman með sér flösku i ullarsokk til að geta skálað fyrir nýja árinu, en það er ákaflega sjaldan að áfengisneysla veldur einhveijum vandræðum. Ég man bara eftir því einu sinni af öllum þessum sjö skiptum sem ég hef far- ið í þessar ferðir, að það hafi þurft að taka einhvem úr umferð vegna áfengisneyslu.“ Éinar Torfi segir það vera fólk af öllu tæi sem fer í þessar ferðir, en þó sé viss kjami sem alltaf fer. „Svona þriðjungurinn af hópn- um er andlit sem maður hefur séð áður, en þama er fólk á öllum aldri, þó að stærsti hópurinn sé fólk á aldrinum milli tvitugs og þrítugs. Yfirleitt er minna um fjölskyldu- fólk en einstaklinga eða vinahópa í þessum ferðum. Þetta eru orðnar mjög vinsælar ferðir, enda má segja að þær séu lúxusferðir að vissu marki. Fólk leggur mikið upp úr því að koma með mikinn og góðan mat með sér, - einstaklingar eru kannski með 40 kílóa farangur og þar af er helm- ingurinn matur. Það er ákaflega fallegt þama innfrá að vetrarlagi og það er sjálf- sagt ástæðan fyrir vinsældum ferð- anna,“ segir Einar Torfi að lokum. ing SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.