Þjóðviljinn - 15.12.1990, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.12.1990, Blaðsíða 2
Húsavík Náttúrugrípa- safn sótt heim Grímseyjarbjörninn frægi. Sá, sem kemur í Náttúrugripa- safnið á Húsavík og á þess kost að njóta leiðsagnar þeirra Finns Kristjánssonar safnvarðar og konu hans, frú Hjördísar Kvaran, stund úr degi, verður ekki fyrir vonbrigðum. Þama gefur að líta íjölda uppstoppaðra dýra, kuð- unga og skeljar, steina og stein- gervinga, jurtir, fjölskrúðugt eggjasafn og margt fleira. Gegnir mikilli furðu hversu safnið er orð- ið stórt og fjölbreytt þegar þess er gætt hve fá ár eru liðin síðan það var stofnað. En gæfa safnsins er sú, að hafa átt og eiga marga vini og velunnara, sem fært hafa á fjörur þess margan verðmætan gripinn, enda verður svona safn tæpast til með öðru móti. Engin leið er að lýsa safninu með orðum, svo að verulegt gagn verði af, né heldur að minnast á allt það sem þama er að sjá. Myndir tala skýrara máli en koma þó aldrei að fullu í stað þeirrar snertingar, sem það veitir, að hafa gripinn sjálfan fyrir augum, í því umhverfi sem honum hefúr verið búið. En ef við reynum að gefa ofurlítið sýnishom af „dýralífinu“ þá gefúr þama að líta fullorðinn ref, ásamt yrðlingi, gjafir frá Jó- hanni Skaptasyni, fymim sýslu- manni, síðast á Húsavik, og annar refur, mórauður, er þama frá Zóp- honíasi Jónssyni á Húsavík og íkomi frá Ama Sigurbjömssyni, Húsavík. Og ekki má gleyma hvítabiminum, sem gekk á land í Grimsey héma um árið, en hann ber að sjálfsögðu af öðmm dýmm þama að tign og virðuleika, en hann var keyptur til safnsins. Þama spóka sig bæði kampselur og blöðruselur, sem Bjöm Frið- finnsson gaf. Fuglalífið er orðið æði fjöl- breytt. Þama er rjúpnapar frá Theodóri Gunnlaugssyni frá Bjarmalandi, fasani og starri frá Haraldi Jóhannssyni, mjólkur- fræðingi á Húsavík. Langvía, stuttnefja, álka, ásamt eggjum þessara fúgla, frá Ragnheiði Ein- arsdóttur, Básum í Grímsey. Grænlandsfálki ffá Sigurði Gunn- arssyni frá Húsavík. Brandugla frá Zóphoníasi Jónssyni á Húsa- vík. Stuttnefja og toppönd frá Þorgrími Maríassyni á Húsavík og toppönd og hrafnsönd frá Bjartmari Guðmundssyni og Hólmffíði Sigfúsdóttur. Hér er þó æði margt ótalið, þvi safninu em alltaf öðm hvom að berast fuglar og sumir sjaldséðir, sem Kristján Guðmundsson setur upp. Ymsir hafa reynst drjúgir við eggjaleitina. Þama finnum við álftar-, gæsar-, lóns-, smyrils-, steindepils-, músarindils-, straumandar- og páfagauksegg. Einn varð sér úti um strútsegg og færði safninu. Og Theodór ffá Bjarmalandi átti í fómm sínum fálkaegg. Látum við þá af eggjatínsl- unni með þeim Finnþog Hjördísi þótt fjarri fari að trútt sé hér talið ffam, en snúum okkur að skelja-, steina- og steingerýingasafninu, sem þama er bæði mikið og fjöl- breytt. Hefúr þar víða verið leitað fanga og raunar ekki einvörðungu innanlands. Nefna má steina og skeljar úr þeim nafnkunna Hall- bjamarstaðaskambi á Tjömesi, sem Kári Siguijónsson safnaði, ýmiss konar steina af fjörunum við Skjálfanda, sérkennilegar steinaflögur úr Heiðarfjalli, og bergkristalla austan ffá Teigar- homi. Úlfur Indriðason frá Fjalli færði safninu hið verðmæta og mikla skeljasafn sitt, ásamt skrá yfir það, bæði á íslensku og lat- ínu. Safn Úlfs telur 92 íslenskar skeljar, 12 landkuðunga, þijá vatnakuðunga, 152 íslenska sæk- uðunga, vatnaskel o.fl. Samtals em þetta 267 gripir. Þá er og þama mikið skeljasafn frá Jó- hannesi Bjömssyni í Ytri-Tungu. Helgi Jónsson á Húsavík hefúr reynst safninu dijúgur liðsmaður. Frá honum hafa komið tvö eintök af bergbúa, hörpudiskar, taldir vera 8-10 þús. ára gamlir, sem komu upp þegar grafið var fyrir flugtuminum í Reykjavík og hef- ur fiskurinn kristallast í skeljun- um. Kalksteinn er þama úr Esj- unni, „fjalli Reykvíkinga", eins og maður heyrir Esjuna stundum nefnda en mér finnst nú að Kjal- nesingar eigi hana frekar, brandur frá Tindum í Króksfirði, birkiblöð úr setlagi vestur í Selárdal, zeon- lítar, geislasteinar, jaspís og kvars frá Borgarfirði eystra, silfurkrist- all frá Helgastöðum við Reyðar- fjörð, jámsteinn vestan úr Eyrar- fjalli og kvars utan úr Náttfara- víkum. En sem fyrr segir hefúr víðar verið leitað fanga en hérlendis. Þama gefur nefnilega að líta Safni heitir rit Safnahússins á Húsavík og er forstöðumaður safnsins Finnur Kristjánsson safnvörður. Safnahúsið hýsir margs konar söfn fyrir utan Nátt- úmgripasafnið, þ.á m. Byggða- safn, Ljósmyndasafii, Héraðs- skjalasafn og fleiri og gegnir Safni upplýsingaþjónustu fyrir þau öll. Kennir þar margra grasa og þar á meðal birtast í blaðinu fom gullkom af ýmsu tæi, sem sum hver em næsta forvitnileg. Má þar til dæmis taka upp- talningu sérkennilegra manna- nafna sem er að finna í Þingey- ingaskrá frá nítjándu öld. Bergvina Egídína Hólmkelína Naemí Dortía Hólmtiyggur Aðalbrigt Ireneus Ljónharður Manossína Elliðagrímur Nemús Óvida í Bárðardal gerðu menn sér til dundurs að yrkja manntalsvisur og em nokkrar slíkar birtar í Safna. Ein þeirra telur upp heimil- isfólk á Sandhaugum í Bárðardal og er ort af Sigurgeiri Erlendssyni á ámnum 1870 - 75. Sandhauga-fólkið svo ég tel, sem þó ei getur farið vel, Jóhannes Jóns er niður. steina, steingervinga, steináhöld og steinvopn frá Danmörku, steina frá Kulusuk á Grænlandi, grænlenska blýsteina frá Meist- aravík og grænlenskan eldstein. En einhversstaðar verður að Iáta ferðinni lokið og getum við þá að síðustu staðnæmst við 300 teg- undir af plöntum frá Náttúm- gripasafninu á Akureyri. Hér er auðvitað engan veginn um að ræða tæmandi upptalningu á því, sem náttúmgripasafn þeirra Þingeyinga hefúr að geyma. Sönnu nær, að einvörðungu sé bmgðið upp sýnishomum. Og með hveiju ári vex innistæðan í þessum sjóði. -mhg Kristín Anna er kona hans kann vel að rækja skyldur manns, Amfríður að því styður. Þorbjörg ekkja er þæg í lund, þrýstin Rósa er glaðlegt spmnd, Benedikt, Hólmgeir, Bjössi, María rær hjá rekkum þeim, mglið er nærri komið heim, lýk ég svo ljótu versi. Ýmsar spaugilegar sögur em líka birtar í Safna, lesendum til skemmtunar, eins og sú sem hér fer á eflfir af séra Áma Jóhannes- syni í Grenivík. Það var oft fjörugt mannlíf, og glatt á hjalla á heimili prestshjón- anna í Grenivík, séra Áma Jó- hannessonar og frú Karólínu. Eitt sinn var þannig ástatt að prestur var með kvef og hæsi, og átti því erfitt með að láta heyra til sín. Þótti honum þá keyra úr hófi samtal, hávaði og gleðskapur ffú- arinnar og dætranna í eldhúsinu; gafst hann upp við að tjá sig vegna hávaðans, og greip til þess ráðs að skrifa ffú sinni eftirfar- andi bréf: ORÐSENDING til frú Karólínu í Grenivík. Má jeg biðja yður, að gjöra svo vel, að hjálpa mjer um bendil í brókina mína við fyrstu hentug- leika. Grenivík, 30. april 1926 Ámi Jóhannesson Geithafurinn Höttur hefur fengið samastað á Náttúru- gripasafninu á Húsavík. Gullkorn af eldri gerð 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.