Þjóðviljinn - 15.12.1990, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.12.1990, Blaðsíða 5
Benjamín og Kári. Mynd: Jim Smart. Embla og Haraldur. Mynd: Jim Smart. 9F1 BR' S mP Jdr Hvað segja böm um jól? Jólin eru hátíð bamanna og mikið af jólaundirbúningnum er til- var það að blaðamaður jólablaðsins fór á stúfana að spjalla við einkað þeim.Piparkökumar, jólaföndrið, leikföngin og skreyt- nokkur böm um jólin og jólahaldið, viðhorf þeirra til jólanna, ingamar em bömunum ómissandi þáttur jólahaldsins, og því guðs og Jesú og ýmislegt fleira því viðkomandi. Benjamín Sigurgeirsson er tólf ára og segist trúa á guð. „Jólin eru svo hátíðleg að það er alltaf skemmtilegt á jólunum, en hér á Islandi er haldið upp á aðfangadag, en það er ekki gert í útlöndum. Ég veit ekki af hveiju, en ég hugsa að Islendingar séu bara svona óþolinmóðir að þeir geti ekki beðið lengur eflir jólun- um. Jólin eru afmæli Jesú og það er það sem við erum að halda upp á. Þá er betri matur en venjulega og fólk gefúr hvert öðru gjafir til að gera afmæli Jesú eins hátíðlegt og hægt er. Ég held að allir hér á Islandi fái gjafir á jólunum, en þó að það væru engar gjafir þá væru jólin samt alveg eins hátíðleg, þó að þannig jól væru auðvitað öðru- vísi. Kannski gefúr fólk of miklar gjafir, en það er líka miklu meira úrval í búðunum núna en var í gamla daga. I útlöndum er áreiðanlega til fólk sem fær engar gjafir á jólun- um, til dæmis fátækt fólk og fólk sem þekkir enga, og svo er líka til fólk sem gefur litlar eða engar gjafir af því að það er eigingjamt og nískt.“ Benjamín segist vera viss um að Jesús hafi verið eingetinn son- ur guðs í alvörunni eins og segir í Biblíunni. „Og ég er viss um að hann fylgist með jólunum hjá okkur, og þegar við gefum hvert öðru gjafir þá finnst honum við hugsa meira um hvert annað, en ekki vera eig- ingjöm og nísk. En það er áreiðanlega líka til fólk sem líður ekkert vel á jólun- um, bæði þeir sem em veikir og líka fólk sem trúir ekki á guð og fólk sem hefúr enga samvisku." Kári Marteinsson er ellefu ára og segir að fæðing Jesú hljóti að hafa verið kraftaverk. „Og það gerast áreiðanlega kraftaverk ennþá, kannski meira að segja svona eins, þó ég viti ekki um nein. En Jesús fæddist á jólunum, og það merkilegasta við jólin er að þá koma allir saman og halda upp á það með því að borða sam- an og gefa gjafir, og vera góðir hver við annan. Það að vera góðir hver við annan er það sem allir hugsa mest um á jólunum. Ég held að jólin yrðu ekkert leiðinlegri þó að það væm engar gjafir gefnar. Það sem er skemmtilegast er að fjölskyldan kemur öll saman á jólunum, og það yrði ekkert öðmvísi þó að það væm engar gjafir gefnar. Sumir fá engar gjafir, - fátæk- lingar og krakkar í Rúmeníu og krakkar sem lifa á götunni. Kann- ski er svoleiðis fólk til hér líka. Sumir þurfa kannski að taka lán til að geta haldið jól og eyða þess vegna meiri peningum en þeir hafa efni á um jólin. Það er áreiðanlega mjög erfitt, og sér- staklega íyrir fólk sem hefúr ekki mikil laun. En það er líka til fólk sem veit ekki að jólin em til eða af hveiju þau em haldin, til dæmis fátæk- íingar í útlöndum. Það er fólk sem hefúr önnur trúarbrögð heldur en við. En ég held að allir hér á ís- landi haldi jól, líka þeir sem eiga ekki mikla peninga.“ Hanna Eiríksdóttir er ellefu ára og hún er viss um að fólki sem trúir á guð líði betur en þeim sem í ekki gera það. „Og það er alveg eins i öðmm trúarbrögðum. Ég held að þeirra guð sé áreiðanlega alveg jafn góður og okkar guð. En ég er alveg viss um að Jes- ús var sonur guðs í aivörunni og guð gerir alla vega kraftaverk ennþá, en kannski svolítið öðm- vísi. Ég held að núna geri hann meira af því að lækna fólk innra með sér. Jólin em til að halda upp á fæðingu Jesú, og þá borða allir jólamat og opna pakka og spila og dansa í kringum jólatréð. Ég held að jólin væm alveg jafn skemmtileg þó að það væm engar gjafir, nema hjá litlum krökkum. Þau hugsa mest um gjafimar af því að það er ekki bú- ið að kenna þeim um hvað jólin em. Stundum er samt allt of mikið af gjöfúm ef fjölskyldumar em mjög stórar.“ Hanna segist ekki fara til kirkju á jólunum, en margir af bekkjarfélögunum geri það. „Fólk fer til kirkju til að fagna afmæli Jesú, en það er alveg hægt að gera það eins vel þó að maður fari ekki til kirkju. Bara ef allir vanda sig við að vera góðir á jól- unum.“ Harpa María Ingólfsdóttir er ellefú ára og hún segist ekki beint trúa á guð. „Samt trúi ég svolítið á Jesú, en ekki alveg allt sem er sagt um hann í Biblíunni. Ekki til dæmis að hann hafi stigið upp til himna eða breytt vatni í vín. Én hann var ömgglega mjög góður maður og gerði mörg góðverk. Ég held ekki að hann hafi ver- ið sonur guðs eins og stendur í Biblíunni. Ég held að hann hafi verið bara venjulegur maður, en mjög góður í sér. Svo hafa þessar sögur um hann orðið til eins og að hann hafi breytt vatni í vín og gefið ógur- lega mörgum mat að borða þótt það hafi næstum ekkert verið til fyrst.“ Harpa María segist ekki fara til kirkju um jólin, en stundum vera að spá í að gera það. „En ég hef farið til kirkju og það er stundum leiðinlegt og stundum gaman. Það fer eftir því hvað presturinn talar um. Stund- um skil ég ekki hvað hann meinar og þá finnst mér leiðinlegt. Ég held ekki að guð geri kraftaverk þó að fólk biðji hann um það. Það er til eitt ofsalega stórt kraftaverk, og það er jörðin og heimurinn og dýrin og allt það, en sumir fara illa með það, setja upp eiturefhaverksmiðjur og eyðileggja ósonlagið og regn- skógana og útrýma dýmm og svoleiðis.“ Hörpu Maríu finnst samein- ing fjölskyldunnar það skemmti- legasta á jólunum. „Það er skemmtilegra en að opna pakkana þó að það sé gaman líka. Það er, held ég, talað meira um pakkana heldur en fæðingu Jesú á jólunum. Mér finnst gamalt fólk, eins og til dæmis amma mín, tala meira um hvers vegna jólin séu haldin hátíðleg heldur en ungt fólk.“ Ernbla Sigurgeirsdóttir og Haraldur Haraldsson em bæði tólf ára og trúa bæði á guð og Jesú. „En guð gerir ekki eins mikið af kraftaverkum núna og í gamla daga, því að þá þurfti fólk meira á kraftaverkum að halda en núna,“ segir Embla. „Þá var miklu meiri fátækt og fólk þurfti meiri læknis- hjálp og þá vom engin lyf til og svoleiðis.“ Þau segjast bæði fara til kirkju á jólunum. „Ég fer til kirkju af því að ég trúi á guð,“ segir Haraldur. „Mað- ur fer þangað til að biðja og vera með guði og Jesú, og mér finnst gaman að fara til kirkju. Mér líð- ur alltaf svo vel á eftir.“ Embla segir að sér líði alltaf svo vel á jólunum. „Þá er allt svo hátíðlegt og gott andrúmsloft.“ „Og allir hugsa meira um frið og að vera góðir,“ bætir Haraldur við. „Samt er til fólk sem vildi helst að það væm engin jól, til dæmis fólk sem býr við hungurs- neyð. En ég held ekki að svoleið- is sé til á Islandi, þó að sumir eigi kannski ekkert mikla peninga. Svo er líka til fólk sem Iíður illa á jólunum af því að það gerir alls konar hluti sem em rangir, og er ekki gott við aðra. Samt held ég að innst inni langi alla til að vera góðir.“ „En það er til fólk, að minnsta kosti í útlöndum, sem hefúr engin efni á að halda jól og gera eins há- tíðlegt hjá sér og aðrir geta, þó að fátækt fólk reyni það áreiðanlega samt,“ segir Embla, og bætir svo við: „En það em margir sem eyða allt of miklum peningum um jól- in.“ Blaðamaður nefhir gjafalaus jól og Haraldur segir að ef allt í einu væri hætt að gefa gjafir yrði hann dálítið leiður. „Ég meina ef það gerðist svona allt í einu. En það væri samt allt í lagi þó að það væm engar gjafir gefnar á jólunum, því að það em ekki þær sem skipta máli.“ „Samt em gjafir tákn um vin- áttu,“ skýtur Embla inn í, en er að öðm leyti sammála. „Kannski gleymast líka jólin stundum í öll- um gjöfúnum. Böm hlakka svo mikið til að fá gjafir að þau gleyma öllu öðm og hugsa bara um það.“ ing Hanna og Harpa María. Mynd: Jim Smart ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.