Þjóðviljinn - 15.12.1990, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 15.12.1990, Blaðsíða 11
var mikið hlegið Héraðsskólinn á Laugarvatni 60 ára minning eftir Ágúst Vigfússon Ágúst Vigfússon er fæddur 1909 að Giljalandi í Haukadal í Dalasýslu. Hann stundaði lengst af kennslu, fyrst í Bolungarvík og síðar við Kársnesskóla í Kópa- vogi. Frásögnin sem hér er prent- uð, dáiitið stytt, birtist fyrst í bók- inni „Dalamaður segir frá, minn- ingar“, er kom út 1978. austið 1930 kom Ágúst í fyrsta sinn til Reykjavíkur á leið sinna að Laugarvatni og þótti mikið til um húsamergðina i bæn- um. En látum Ágúst sjálfan segja frá: Löngun til að læra Við fórum austur i byrjun október, að mig minnir. Mér fannst mikið til um útsýnið af Kambabrún. Allt var þetta svo nýtt fyrir mig, heimalninginn, sem aldrei hafði farið neitt. Laug- arvatn fannst mér ákaflega reisu- legur og stór staður. Móti okkur tók skólastjórinn, Bjami Bjama- son, stórmyndarlegur maður. Hann er nú svo þjóðkunnur að óþarfi er að lýsa honum, én mér fannst strax krafturinn, einbeitnin og dugnaðurinn skína út úr svip hans. Enginn þurfti að vera í vafa um að hann ætlaðist til að sér væri hlýtt. Kennsla byijaði ekki strax, stóð þar á einhveiju með innrétt- ingar. Aðrir kennarar á Laugarvatni þennan vetur, auk skólastjórans, vora cand. theol. Kristinn Stef- ánsson, Guðmundur Gíslason, síðar skólastjóri að Reykjum i Hrútafirði, Guðmundur Olafsson frá Sörlastöðum, Þórður Krist- leifsson frá Stóra-Kroppi í Borg- arfirði og Baldur Kristjónsson, sem kenndi sund. En þeir tveir síðastnefndu em enn á lífi. Okkur var raðað í deildir ný- liðunum eftir kunnáttu, A-, B-, C- deildir. C-deildin var vitanlega neðsta deildin. Þar lentu þeir, sem minnst kunnu. Ég lenti í þeirri deild. Það var ekki laust við að nokkurs yfirlætis gætti hjá þeim, sem vom svo vel undir búnir að lenda í A-deild. Var sem þeir litu dálítið niður á þá, sem í C- deild lentu, mig og mína líka, sem ekk- ert kunnu. Annars var samkomu- lagið einstaklega gott í skólanum, bæði milli nemenda og kennara. Enda vom nemendumir flestir þroskað fólk bæði að aldri og hugsunarhætti. Fólk sem kom af löngun til að læra og mannast, og varð að hafa mikið fyrir sinni skólagöngu. Því fararefni flestra vom lítil. Bjami stjómaði af festu og skörungsskap, en stundum fannst mér hann láta of mikið bera á húsbóndanum. „Fer ekki niður“ Þegar ég átti að velja mér her- bergisfélaga var ég í nokkmm vafa, því ég þekkti í raun og vem engan. Ég hafði af tilviljun gefið mig á tal við pilt úr Reykjavík, daginn eflir að ég kom. Hann hét Jón Þórðarson, ættaður ffá Eyrar- bakka. Hafði hann nokkur undan- farin ár verið afgreiðslumaður á Bifreiðastöð íslands. Einhvem veginn dróst ég strax að þessum hlédræga pilti. Jón var lítill maður vexti, grannleitur og folleitur, stillilegur og festulegur. Það sem mér fannst einkenna hann mcst var augnsvipurinn. Hann er einn sá fagureygasti maður sem ég hef séð. Hann var bláeygður og snar- eygður og eins og slægi undar- legu og sérkennilegu bliki á aug- un og misjafnt eflir því sem hon- um bjó í skapi hverju sinni. Það var nú að ráði að við yrð- um herbergisfélagar. Vomm við í litla kvistherberginu, sem var fyr- ir miðju gamla skólans. Ég var heppinn með herbergisfélagann. Jón var afburða námsmaður og sérstaklega þroskaður eflir aldri, mátti segja að hann væri gjörhug- ull. Við höfðum málfundafélag i skólanum og gáfum út handskrif- að blað. Það kom brátt í ljós að Jón var betur máli farinn en ílest- ir skólafélagar hans. Var hann bæði rökviss og málliðugur. Virt- ist hann og hafa íhugað ýmis þjóðmál af meiri athygli en flestir jafnaldrar hans. Hann hafði afar prúðmannlega ffamkomu, en fast- ur fyrir og lét ógjaman hlut sinn, er hann hafði tekið ákvörðun og þóttist hafa á réttu að standa. Það var ein af reglunum, sem okkur vom settar, að við áttum að fara niður á sal og lesa þar í tvo klukkutíma frá kl. 5-7. En ein- hverra hluta vegna taldi Jón sig ekki hafa not af þessum sameigin- legu lestrartímum og fór að lesa í næði. Ég fór á eftir honum. Ekki vomm við búnir að vera þar lengi er Bjami skólastjóri kom ærið brúnaþungur og gustmikill og spurði okkur, hvort við vissum ekki að nú væri sameiginlegur lestrartími og nú ættu allir að vera niðri á sal. Eg þagði. Jón sagðist vel vita það, en sér væri ómögu- legt að læra í slíku fjölmenni. Hann fyndi að hann hefði af því engin not. „En þér datt ekki í hug að tala um þetta við mig og biðja um leyfi,“ sagði Bjami. „Ég biðst afsökunar á þessu. Vitanlega hefði ég átt að gera það,“ sagði Jón. „Ég gegni engum svona kenjum," sagði Bjami, „reglur sem hér em settar gilda jafnt fyrir alla, ykkur sem aðra. Þið hafið engin sérréttindi." „Er ekki hægt að komast að samkomulagi," sagði Jón, „ef við lofum því að láta ekki sjá okkur utan dyra á meðan lestrartíminn stendur yf- ir?“ „Nei,“ sagði Bjami, „þið far- ið niður og það strax.“ „Ég vil helst ekki fara niður,“ sagði Jón. Ég sá að rauðir dílar komu fram í andlitið á honum. Ég vissi að hon- um var að renna í skap. „Þið farið nú strax niður," áréttaði Bjami í skipandi tón. „Hér er ekki rúm fyrir þá nemendur, sem ekki hlýða settum reglum.“ „Hvað sem um það er,“ sagði Jón, „þá fer ég ekki niður, það verður að kosta hvað sem er.“ Bjami stóð upp eld- snöggt, skellti hurðinni á eftir sér og þaut út. Við Jón lásum alltaf eflir þetta uppi á herbergi okkar. Aldrei minntist Bjami á þetta framar. Oft kom hann til okkar á herbergið, er hann var á kvöld- göngu að líta eftir. Var þá vana- viðkvæðið hjá honum: „Ég kom nú eiginlega ekki til að líta eflir neinu hjá ykkur. Þess er engin þörf. Ég kem bara til að bjóða ykkur góða nótt.“ Eftir Laugarvatnsvemna fór- um við Jón báðir í Kennaraskól- ann og vomm þar í sama bekk. Stóð hann sig þar sem alls staðar með glæsibrag. Ég man að sr. Sig- urður Einarsson sagði: „Það er eflirtektarverður nemandi, hann Jón Þórðarson. Það er fátítt að heyra nemendur segja svona vel frá.“ En því miður varð þessi vel gefni og indæli maður ekki lang- lífur. Hann féll í blóma lífsins og langt fyrir aldur fram. Vestur á Bröttu-Brekku fékk ég bréf frá bróður Jóns, þar sem hann tjáði mér lát hans. Ég held að ég hafi ekki séð eins mikið eftir neinum vandalausum manni. Mikíð hlegið Guðmundur Olafsson kenndi náttúmffæði- og íslensku í eldri deild. Hann var elstur kennaranna og sá eini, sem bar þess merki að vera jafnframt erfiðismaður. Guð- mundur var fróður og víðlesinn og kennsla hans var allgreinar- góð. Ég man hvað hann gat verið afburða hnyttinn í tilsvörum og sniðugur stundum. Guðmundur kenndi íslensku og málfræði i eldri deild, en flestum mun hafa leiðst málfræðin. Einu sinni tóku nemendur sig saman um að láta allar málfræðibækumar á kenn- araborðið og átti það að vera vís- bending um, að með þessar skmddur vildu þeir ekkert meira hafa. Guðmundur kom inn í tím- ann glaður á svip eins og venju- lega og gaut homauga til bókas- taflans á borðinu. Á honum var miði sem á stóð: Til hr. Kennara Guðmundar Ólafssonar. Guð- mundur sagði ekki neitt, en hóf kennsluna eins og venjulega og kenndi út allan tímann. Að kennslu lokinni tók Guðmundur bókapakkann og fór með hann út. Hann setti ekki neitt fyrir í þetta sinn. Svo kom næsti íslenskutími. Jú, birtist ekki Guðmundur í dyr- unum með bókapakkann undir hendinni og lagði hann á borðið. Settist síðan í sætið sitt og leit svona dálítið kíminn á svip yfir nemendahópinn, sem beið nokk- uð spenntur hvað næst gerðist. Síðan tók hann bekkjarskrána upp úr kennarapúltinu og kallaði á fyrsta nemandann eftir stafrófs- röð. Lagði fyrir hann spumingu víst nokkuð þunga, sem nemand- inn gat auðvitað ekki svarað. Horfði síðan á nemandann með dálítið meinfysnu glotti og sagði: „Ég held að það hafi verið mis- skilningur hjá þér, góði minn, að þú hafir verið búinn að læra allt sem stendur í málfræðinni þinni. Ég held að þér veiti ekki af að glugga svolítið betur í hana.“ Síð- an rétti hann honum bókina. Nemandinn labbaði í sætið sitt alllúpulegur. Þannig fór hann með alla í bekknum. Enginn gat svarað þeim spumingum, sem hann lagði fyrir þá, og hver og einn fékk við- eigandi ádrepu. Að þessu loknu sagði Guðmundur nokkur orð, sem vom efnislega á þessa leið: „Ég þykist vita að ykkur hafi leiðst málfræðin, en það er engin afsökun. Sá, sem aldrei lærir neitt annað en það, sem hann hefur gaman af, verður aldrei mikill lærdómsmaður. Það er að vísu æskilegt að mönnum geti þótt gaman að öllu, sem þeir þurfa að læra og vinna, en fáir em svo fjöl- hæfir að þeim sé það eiginlegt. En til þess að ná langt þurfa menn að eiga þann skapstyrk og þá sjálfs- virðingu að reyna að gera allt vel, sem þeim er trúað fyrir, hvort heldur er um venjulega vinnu að ræða eða bóknám, en munið að allt nám er vinna, ekkert kemur fyrirhafnarlaust. Það er ekki nóg að vera greindur, sem kallað er, þó það sé dýrmætur eiginleiki. Það er viljaþrótturinn og trú- mennskan sem úrslitum ræður.“ Þessi ræða Guðmundar hafði áreiðanlega mikil áhrif. Hér var hinn greindi og lífsreyndi maður, sem talaði og var að reyna að benda nemendunum á það, sem hann vissi sannast og réttast. Þórður Kristleifsson frá Stóra- Kroppi í Borgarfirði kenndi okkur söng. Hann var sonur hins al- kunna fræðimanns Kristleifs Þor- steinssonar. Þórður mun hafa ver- ið vel lærður í sinni fræðigrein, enda stundaði hann nám erlendis. Þórður var ákaflega áhugasamur kennari og krafðist þess skilyrðis- laust að menn mættu í söngtím- um, áhugaleysi held ég að hann hafi bókstaflega ekki skilið. Eng- inn var svo lélegur og ósöngvinn að hann væri ekki skyldaður til að mæta í söngtímum. Vitanlega vom margir, sem ekki höfðu mik- inn áhuga á söngmenntinni og reyndu að skrópa, einn af þeim var ég. Ég gleymdist nefnilega al- veg, er Drottinn allsheijar var að úthluta tóngáfrinum. En Þórður var fljótur að finna hveijir mættu illa, og hlífðarlaust tók hann þá til bænar. Fljótlega mun hann þó hafa áttað sig á því, að ekki yrði komist langt með mig á braut söngmenntunarinnar. Ég man eft- ir að einu sinni hætti hann snögg- lega í miðri æfingu, gekk til mín og sagði blátt áfram: „Ágúst, færðu þig svolítið aflar.“ Þá var mikið hlegið. Leítekkiupp Guðmundur Gíslason kenndi sögu og einhver fleiri fog, en sögukennslan varð mér minnis- stæð, ekki þó sérstaklega vegna þess að Guðmundur væri svo sér- staklega fróður sögumaður, að vísu sagði hann hressilega og líf- lega frá, enda var hann allvel máli farinn. En það var viss þáttur í kennslufyrirkomulaginu, sem ég held að hafi haft mikil áhrif eða svo var það hvað mig snertir og ég held að hafi verið til fyrir- myndar. Það var farið ffarn á það við nemendur að þeir reyndu að semja fyrirlestur um einhveija áberandi persónu sögunnar. Þenn- an fyrirlestur áttu þeir síðan að flytja á sal. Þar vom þá allar deildir samankomnar. Svo þetta var á við meðalfundarsókn í fá- mennri sveit eða þorpi. Hér var í allmikið ráðist fyrir marga, því fæstir höfðu nokkum tímann tek- ið til máls á opinberum vett- vangi., Þegar ég lít til baka undr- ast ég hve margir fengust til að sinna þcssum tilmælum kennar- ans. Ég var einn af þeim, sem reyndu þetta. Enn man ég það viðfangsefni, sem ég kaus mér, það var um Áma Oddsson og Kópavogsfundinn. Mér finnst það nú ósköp bamalegt og viðvan- ingslegt. Ég hef síðar á ævinni haldið nokkur erindi og að ég held skárri, en þó held ég að mér þyki einna vænst um þetta. Ég efast um að ég hafi lagt eins mikið á mig við samning neins erindis eins og þessa. En þama braut ég ísinn. Þetta vara í fyrsta skipti, sem ég kom fram opinberlega. Mikið kveið ég nú fyrir að flytja erindið, því feiminn var ég. En samt skrönglaðist ég upp í ræðustólinn, dró blöðin upp úr vasa mínum og hóf flutninginn, skjálfandi á bein- um og hátíðlegur í fasi. Hér hefur nú ekki verið um glæsibrag að ræða í málflutningi, en svo var ég utan við mig að ég vissi lítt af áheyrendum, hef víst varast að líta upp. Þó mun ég hafa litið eitt- hvað út undan mér og mér sýndist ekki betur en sumir glottu. Gat það verið að þetta væri svona vit- laust hjá mér, að skólafélagar mínir væm að gera gys að mér? Hvað um það, ég hespaði erindið af í snatri og settist siðan. Guð- mundur kennari var vanur að standa upp á eftir, er nemendur vom búnir að halda þessi erindi og segja kost og löst á ffamrni- stöðu nemendanna. Svo gerði hann einnig í þetta skipti. Þá fékk ég skýringuna á glottinu, sem ég þóttist sjá hjá skólafélögum min- um. Guðmundur byijaði með því að hæla mér fyrir erindið, en það mun hann hafa gert við flesta, er erindi héldu, að reyna að finna eitthvað gott og jákvætt hjá öll- um. Mun það vera siður flestra góðra kennara að reyna að finna eitthvað það hjá nemendum, sem hann getur hrósað þeim fyrir, eitt- hvað sem örvar þá. Guðmundur taldi erindið all- vel samið og sæmilega flutt af byijanda, en bætti svo við: „En það er ýmislegt, sem sá þarf að aðgæta sem flytur erindi, t.d. hvemig menn bera sig til í ræðu- stólnum, en það var nú dálítið ábótavant hjá þér, Ágúst minn.“ Síðan sýndi hann mér hvemig ég hefði borið mig. Og ekki var nú „holdningin" fogur. Ég hafði stutt olnboganum á borðið og haft hönd undir kinn allan tímann. Ég mun hafa lært nokkuð af þessari aðfinnslu og borið mig betur næst. Þroskandi vist Sumir skólabræðra minna á Laugarvatni urðu síðar þjóðkunn- ir menn, svo sem Páll Þorsteins- son alþingismaður, Stefán Jóns- son, rihöfundur og Guðmundur Daníelsson, rithöfundur. Ég held að enginn hafi verið í vafa um að eitthvað myndi spinnast úr Stef- áni. Hann var svo sérstæður og tilhneigingin til að semja og skrifa var svo áberandi. Maður dróst að Stefáni. Hann var svo hlýr og frásagnargleðin svo sér- stæð. Guðmundur hafði einnig margt það í fari sínu, sem benti til að hann myndi fara þá leið, sem hann hefur síðan farið. Það var strax ljóst að þar var skáld á ferð- inni. Ég tel mig hafa haft gott af Laugarvatnsverunni og mér fannst ég hafa þroskast þar. Engin prófhræðsla. Þar var allt svo fijálst og óþvingað. Mér fannst einhvem veginn að meiri áhersla væri lögð á mótun skapgerðarinn- ar en ítroðslu. Þetta að gera okkur að hugsandi þjóðfélagsþegnum, en er það nú ekki eða ætti að vera æðsta takmark allra skóla eða uppeldisstofnanna? Mér finnst, er ég nú á gamalsaldri lít til baka, að veturinn minn á Laugarvatni hafi verið skemmtilegasti vetur, sem ég hef lifað. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.