Þjóðviljinn - 03.01.1991, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.01.1991, Blaðsíða 4
ÞJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Verðmæti útfluttra/seldra matvæla Miijónir $ 1989 35274 KLIPPT OG SKORIÐ 35500 15243 18343 997 Island (fiskur) Gr. Metropol. Feruzzi Unilever Nestlé Skýringarmynd íslendinga Súlurítiö að ofan ættu þeir íslendingar að skoða vandlega, sem vilja hugleiða í alvöru stöðu okkar og samskipti á Evrópuvettvangi. Borið er saman í banda- ríkjadollurum útflutningsverðmæti allra íslenskra sjávar- afurða árið 1989 við andvirði seldra matvæla hjá fjórum stórum auðhringum í Evrópu á sama tímabili. Aðilar eins og Unilever og Nestlé eiga hvor um sig 35 „íslönd", ef miðað er við afl þeirra á markaðnum. Slík er stærð þeirra, slík er smæð okkar. Myndin auðveldar að meta raunveruleg völd, ítök og pólitísk áhrif, nú og í framtíð. íslenska þjóðin vigtar hundrað sinnum minna á matvælamarkaði en tiltekin fjögur evrópsk fyrirtæki. Halldór Árnason, starfsmaður Samstarfsnefndar at- vinnurekenda í sjávarútvegi, lagði súluritið sem birtist hér að ofan fram í nóvember á kynningar- og umræðu- fundi með bankamönnum um fjárfestingar erlendra aðila á íslandi, en sem kunnugt er hafa hagsmunasamtök í sjávarútvegi ekki hvað síst varaö við frumhlaupum í samningagerö á evrópska efnahagssvæðinu. Það er engin furða, þegar borin eru saman jafn feikn- arleg stærðarhlutföll og hér um ræðir, að Sigmundur Guðbjarnason háskólarektor og aðrir þeir íslendingar serri hafa átt þess kost sjálfir að kynnast umfangi og stefnu risafyrirtækja, leyfi sér að benda á hversu auðvelt slíkum hringum yrði að gleypa íslenskt atvinnulíf, sköp- uðust einhverjar smugur til þess í framtíðarsamningum við önnur ríki. Nærtækt er að vísa til orða Steingríms Hermanns- sonar forsætisráðherra í áramótaávarpi sínu til þjóðar- innar: „Eins og sagan sýnir munu erlendar þjóðir eða efnahagssamsteypur aldrei láta stjórnast af hagsmun- um hinnar örsmáu íslensku þjóðar, ef þær mega ráða landsins auði. Minnumst þess jafnframt að alþjóðleg fyr- irtæki, sem velta árlega margföldum þjóðartekjum okkar íslendinga, eiga hægt með að eignast það sem þau girnast, ef landamærin eru ekki vel varin.“ Ýmsir sem hvetja engu að síðurtil inngöngu eða náinnar aðlögunar íslands að EB, vísa í þessu sambandi til þeirra „landa- mæravarna", sem felist í því að slá skjaldborg um fisk- veiðar og -vinnslu. En hversu vel mundu þeir samningar halda, þegar á reyndi? Hvaða þrýstingi og aðferðum mundu evrópsk stórfyrirtæki, samtök og stjórnmála- menn beita, vildu þau komast inn í sjávarútveg okkar, beint eða óbeint? Svo vill tíl, að í áramótaávarpi sínu vék forsætisráð- herra einmitt að slíkri aðstöðu af öðru tilefni, þar sem hann réttlætir umdeildar ákvarðanir og fórnir ríkisstjórn- arinnar á liðnu ári með svipuðum hætti sem EB mundi etv. einmitt nota gegn okkur: „Það er stundum svo, að jafnvel miklir hagsmunir verða að víkja fyrir öðrum sem enn stærri eru.“ íslensku hagsmunirnir, þótt miklir séu, eru ógnarsmá- ir í Evrópuheildinni. Til dæmis er því spáð, að ríkjakvót- ar í fiskveiðum EB muni í framtíðinni heyra sögunni til, enda stangast þeir á við frjálsræðið sem þar á að efla. Og hvers virði verða þá undanþágur okkar, ef sjálft kerf- ið verður afnumið? Ráðherrar ársins Það hefur vakið verðskuldaða athygli, að tveir efstu menn í vinsældakosningu Rásar 2 um mann ársins 1990, þar sem rúm 2000 manns tóku þátt, skuli reynast Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Olafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra. Aðrir ráðherrar komast vart á blað og formaður Sjálfstæðisflokksins er gleymdur. Úrslitin sýna m.a., að þeir ráðherrar sem einna mest mæðir á vegna örðugra deilu- og úrlausnar- efna geta í staðinn uppskorið mikið traust almennings fyrir stefnufestu og kjark, fylgi þeir sannfæringu sinni einarðlega. ÓHT Sovétmenn og maricaðsbúskapurínn Eitt af því sem menn velta mest fyrir sér um þessi áramót er íramvinda mála i Sovétrikjunum. Verður staða Gorbatsjovs því veikari þeim mun meiri formleg völd sem hlaðast á hann? Eru svo- nefndir harðlínumenn að ná und- irtökum? Geta þeir nokkuð gert nema að beita fyrir sig hemum? Og mun herinn þá veifa aftur- hvarfi til ríkiskommúnisma sér til réttlætingar eða barasta rúss- neskri þjóðemishyggju, „einingu ríkisins" og öðm slíku? Þessar að þvílíkar spumingar flæða um alla fjölmiðla. En þar fyrir utan hafa menn mjög velt því fyrir sér hvort Sovétmenn séu ekki yfir höfúð svo óvanir öllu því sem markaðsbúskapur heitir, að þeir ráði ekki við þær efna- hagslegu breytingar sem á dag- skrá hafa verið settar. Kunni blátt áfram ekki með þær að fara. Öðnnrísi fólk? Svo mikið er víst að margir sovéskir greinahöfúndar, sem telja sig hugsa hagfræðilega og í markaðslögmálum réttum, hafa margt skrifað að undanfömu um skaðlega ,jafnaðarhyggju“ landa sinna sem bijótist fram í öfund- sýki í garð þeirra sem em að „gera það gott“ við nýjar aðstæð- ur. Með öðmm orðum: þeir segja að sovéskir borgarar séu á þann veg upp aldir að þeir þoli ekki þann vaxandi tekjumun sem markaðsbúskapur og samkeppni hafa í för með sér. Aðrar athuganir benda svo til þess að sovéskur hvunndagsborg- ari hugsi í rauninni ósköp svipað og t.d. bandarískur um ýmislegt það sem ffam fer á markaði og af- leiðingar þess. Fyrir skömmu stóðu tveir þekktir hagfræðingar, annar bandarískur og hinn sov- éskur, að athugun á viðhorfum al- mennings í löndunum tveim: sömu spumingar vom lagðar fyrir Bandaríkjamenn sem lifa svo sannarlega í markaðsbúskap og Sovétmenn sem teljast vera ein- hversstaðar á leiðinni þangað. Niðurstöðumar em reyndar for- vitnilegar. ,4sættanlegur tekjumunur“ Ein spumingin var t.d. á þessa leið: „Munu menn reiðubúnir til að styðja breytingar sem leiða til þess að tekjur einnar miljónar manna munu þrefaldast meðan tekjur allra annarra í þjóðfélaginu munu aukast um t.d. aðeins eitt prósent?" (Með öðmm orðum: líf allra mun batna eitthvað en mis- skipting tekna mundi um leið stóraukast.) Spyijendur komust að því sér til undrunar, að Sovét- menn höfðu jafnvel minni áhyggjur en Bandaríkjamenn af misskiptingu tekna - meira en helmingur Sovétmanna sem svör- uðu var reiðubúinn að styðja breytingar af því tagi sem nefhdar vom, en aðeins 38% Bandaríkja- manna em fúsir til þess. Blóm fyrír hátíðir Fleiri niðurstöður bentu í sömu átt. Til dæmis vildu enn fleiri Sovétmenn en Bandarkja- menn (65% á móti 54%) fremur verða „ríkir en ekki frægir“ held- ur en að þeir ynnu einhver verk sér til frægðar - án þess að ríki- dæmi fylgdi. Annað dæmi: spurt var hvort það væri rétt að hækka verð á blómum fyrir hátíðir þegar eftirpsum er mest eftir þeim? Bæði Sovétmenn (66%) og Bandaríkjamenn (68%) sögðu að það væri rangt að gera slíkt. En, segja þeir sem spurðu, þar með em menn ekki að hafna markaðslögmálum með ffamboð þeirra og eftirspum, heldur skoðar hver og einn málið blátt áfram sem kaupandi sem er óánægður með verðsveiflur upp á við. Nema hvað: þeir sem um þessa athugun hafa skrifað kom- ast að þeirri niðurstöðu að það sé mjög orðum aukið að Sovétmenn séu svo sérstök manntegund að markaðsbúskapur eigi ekki við þá: fólk hvar sem er hafi í svipuð- um mæli áhyggjur af bröttum tekjustiga, af braski og fleiru, það komi málinu í rauninni ekki svo mjög við hvar hver og einn hefur alist upp. Hvemigerspurt? Þetta má vel rétt vera - svo langt sem það nær. Eins og fyrri daginn er erfitt að búa til spum- ingar í slíkri könnun sem leiða ekki með einhverjum hætti til þess sem „sanna átti“. Tökum til dæmis spuminguna um það, hvort menn geti sætt sig við aukna tekjuskiptingu. í fyrsta lagi ber þá að hafa í huga að Sovétmenn eru alls ekki vanir jöfnuði f skiptingu lífsgæða: að vísu er obbinn af launafólki staddur í tekjustiga þar sem munurinn á lægri og hærri tekjum er ekki miklu meiri en einn á móti þrem, en þar fyrir ut- an eru forréttindahópar ýmiskon- ar sem hafa lifað allt öðru lifi - og menn vita vel af því. í annan stað var spurt svo lævislega, að gert var ráð fyrir því að „allir“ fengju nokkra kjarabót, þótt sumir fengju eina rúblu en aðrir hundr- að. En það var ekki spurt um það sem er að gerast í raun og veru, hvort sern væri í Sovétríkjunum eða þá Póllandi en það er þetta: Á meðan ýmsir nýrikir aðilar (og þá ekki ffamleiðendur heldur milli- liðir) raka saman fé, þá VERSNA kjör mjög margra og einkum þeirra sem verst eru staddir fyrir (ófaglærðir, eldra fólk). Höfúð- spuming í þessum löndum og fleiri er sú, hvort samfélagið þoli slíka mismunun án þess að til meiriháttar sprenginga komi. Hnrfurinn íkúnni En svo er annað: John og Iv- an, Pétur og Páll, kunna í raun að vera hver öðrum líkari í sinni hegðun og mati en menn hafa haldið. Það virðist til dæmis vera allsheijarsannfæring fólks í ólík- legustu löndum, að það eigi að gera tvennt í senn: skera niður skatta og útgjöld ríkisins og stór- auka útgjöld þess sama ríkis til góðra mála (sem eru mörg og dýr). En hitt er svo eftir að skapa í Sovétrikjunum og það er blátt áfram kunnátta í viðskiptum og rekstri. Þeir stjómendur gærdags- ins sem kunnu á miðstýrt tilskip- anakerfi, þeir em ekki orðnir að útsjónarsömum markaðsölu- mönnum á morgunn. Ekki heldur þeir sem koma úr gráa geiranum og svartamarkaðnum og kunna að græða á skorti en ekki að skipu- leggja neitt sem ffamleiðsla má kallast. Hér stendur öðm fremur hnífurinn í þeiri sovésku mark- aðskú sem verið er að reyna að draga á fætuma. ÁB. ÞJ0ÐVIUINN Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Utgefandi: Utgáfufélag Þjóðviljans. Framkvaemdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: Sigurður Á. Friðþjófsson. Aðrir blaöamenn: Bergdís Ellertsdóttir, Dagur Þorfeifsson, Elías Mar (pr.), G. Pétur Matthiasson, Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.j, Ólafur Gíslason, Sævar Guðbjömsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristfn Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson. Auglýsingar: Sigrlður Sígurðardóttir, Svanheiður Ingimundardóttir, Unnur Ágústsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiöslustjóri: Hrefna Magnúsdóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir, Þórunn Aradóttir. Bilstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Skrifstofa, afgreiösla, ritstjóm, auglýslngar: Síðumúla 37, Rvlk. Simi: 681333. Símfax: 681935. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð í lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Áskriftarverð á mánuöi: 1100 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. janúar 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.