Þjóðviljinn - 03.01.1991, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR
Enginn bilbugur á Saddam
Guð með oss
Hvetur her sinn gegn „ bandalagi vantrúarmanna, frávillinga og hrœsnara'
Hans afbragð heimsótti í nótt
okkar hugdjörfu hersveitir
til að kveðja með þeim gamla
árið og minnast með þeim upp-
hafs harðra átaka ... milli
bandalags sanntrúaðra undir
forustu stjórnarinnar í Bagdað
annarsvegar og bandalags van-
trúarmanna, frávillinga og
hræsnara undir forustu Amer-
íku hinsvegar."
Þannig skýrði íraska frétta-
stofan INA frá heimsókn Sadd-
ams Husseins, forseta íraks, til
heija sinna í Kúvæt á gamlárs-
Líbanon
Stríði
lokið?
A.m.k. 2530 manns féllu í val-
inn í stríðinu í Líbanon árið
1990, og er þetta hæsti stríðstoll-
urinn þar á undanfornum fjór-
um árum, að sögn yfirvalda þar í
landi.
Flest þetta fólk var drepið í inn-
byrðis bardögum kristinna manna
og sjíta og í orrustu þeirri er Sýr-
lendingar og líbanskir bandamenn
þeirra sigruðu aðalandstæðing
sinn, kristna herforingjann Michel
Aoun. Biðu Sýrlendingar mikið
manntjón í áhlaupum á stöðvar Ao-
unsmanna og myrtu íjölmarga
þeirra er þeir höfðu gefist upp.
I Líbanonsstríðinu, sem hófst í
april 1975, hafa yfir 150.000
manns verið drepnir. En nú eru Iík-
ur á að stríði þessu sé lokið, þar eð
að Aoun sigruðum virðast Sýrlend-
ingar og núverandi Líbanonsstjóm,
skjólstæðingur þeirra, hafa tögl og
hagldir í landinu, að frátalinni
ræmu þeirri syðst sem er á valdi
ísraela og líbanskra skjólstæðinga
þeirra.
Reuter/-dþ.
T
kvöld. Tók Saddam þar þátt í að
elda hátíðarmatinn, að sögn
fréttastofúnnar.
Yfirlýsingar Iraksstjómar í
Persaflóadeilu hafa orðið sifellt
harðorðari undanfarið og em nú
almennt litlar líkur taldar á að hún
verði á brott með her sinn frá Kú-
væt fyrir 15. þ.m., en þá rennur út
frestur sá er Öryggisráð Samein-
uðu þjóðanna hefur gefið Irak til
þess. Þangað til em nú aðeins 12
dagar.
Um hálfri miljón hermanna
hefur nú verið safnað á Persaflóa-
svæði gegn Saddam og hann hef-
ur eitthvað álíka margt lið í Kú-
væt og annarsstaðar við landa-
mæri Saúdi- Arabíu. Njósnaþjón-
usta Bandaríkjahers segir Iraka
víggirða sig sem óðast í Kúvæt og
megi af því marka að þeir séu síð-
ur en svo á fomm þaðan.
I nýársræðu sinni sagði Sadd-
Bandarfskir hermenn f Saúdi-Arabfu - strlð eftir 12 daga?
am m.a. að írakar væm hvergi
hræddir og gilti þá einu hversu
miklu liði væri safiiað gegn þeim,
því að þeir vissu að Allah myndi
ffelsa þá frá illu og bjarga Irak.
Hann bað Allah að leiða bölvun
yfir alla vonda menn og nefndi til
þá Bush Bandaríkjaforseta og
Fahd Saúdi-Arabíukonung sem
illmenni um aðra ffam. A nýárs-
dag vísaði INA með fyrirlitningu
á bug áskomn Mubaraks Egypta-
forseta til Iraks um að láta undan
og sagði að Mubarak væri trúður,
lygari og undirlægja Bush.
Reuter/-dþ.
Sómalíland
Barre verst í byrgi
Uppreisnarmenn í Sómal-
ílandi, andstæðingar Mo-
hameds Siads Barre, einræðis-
herra þarlendis frá því 1969,
segjast hafa mestan hluta höf-
uðborgarinnar Mogadishu á
sínu valdi og enn geisi þar harð-
ir bardagar. Barre sé ósigur vís,
enda sé hann nú umkringdur í
neðanjarðarbyrgi skammt frá
flugvellinum við borgina.
Stjóm Barre fúllyrðir hins-
vegar að allt sé með ffiði og spekt
í Mogadishu. Starfsmenn Sam-
einuðu þjóðanna, nýkomnir það-
an til Nairobi, höfúðborgar Ke-
nýu, segja að allt sé á öðmm end-
anum í Mogadishu.
ítalir vilja senda til landsins
herflutningavélar til að ná þaðan
vestrænum mönnum þar stöddum
eða búsettum, en flestir þeirra em
ítalskir. En sómalska stjómin
harðneitar að veita flugvélunum
Siad Barre, sem rfkt hefur yfir
Sómalflandi í rúmlega fimmtung
aldar og er nú um sjötugt.
lendingarleyfi og kallar þetta til-
raun Itala til hemaðaríhlutunar.
Uppreisnarmenn þeirm, sem beij-
ast í Mogadishu, nefnast Samein-
aði sómalski þjóðþingflokkurinn
og vísa þeir á bug öllum tilmæl-
um um sættir við Barre.
Barre hefur átt við uppreisnir
að stríða samfellt síðan 1988 og
um s.l. helgi æstust bardagar
skyndilega í höfúðborginni eftir
að uppreisnarmönnum hafði tek-
ist að smeygja sér inn í hana.
Ófriður þessi er einkum ættbálka-
stríð, og óttast affíkuffæðingar að
til stórfelldra manndrápa geti
komið þar á næstunni, þar eð hin-
ir ýmsu ættbálkar séu líklegir til
að nota sér upplausnarástandið til
að gera upp nýja og gamja reikn-
inga við aðra ættbálka. Italía, er
fýrrmeir hafði meirihluta Sómal-
ílands undir sem nýlendu, og Eg-
yptaland reyna að miðla málum.
Reuter/-dþ.
Vinningstölur laugardaginn
29. des.
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af 5 6 4.940.532
éí. 4af5^í 25 106.859
3. 4af 5 752 6.128
4. 3af 5 26.052 412
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
47.656.347 kr.
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULINA 991002
Vetrarhörkur
80 Afganar frusu í hel
Yfir 80 Afganar urðu úti eða
dóu úr kulda í illviðrum
miklum sem gengu yfir land
þeirra og nokkurn hluta Pakist-
ans síðustu daga gamla ársins.
Er þetta haft eftir bæði afg-
önskum og pakistönskum heim-
ildamönnum.
Rúmlega 40 ferðamenn frusu
í hel í rútum, sem lentu í byl fyrr í
vikunni í héruðunum Helmand og
Kandahar í suðurhluta Afganist-
ans. Um 30 mujahideen, afgansk-
ir uppreisnarmenn, urðu úti á
fjallvegi i Chitral, pakistönsku
héraði við afgönsku landmærin,
er þeir voru að flytja félögum sín-
um í afganska héraðinu Badak-
sjan vopn og birgðir. A nýársnótt
dóu átta afgönsk böm úr kulda í
flóttamannabúðum hjá Quetta,
helstu borginni í pakistanska fýlk-
inu Balútsjistan, suður af Afgan-
istan.
Vetrarveður geta verið hin
verstu á þessum slóðum, með
fannfergi og hörkum, enda þótt
sumarhiti sé mikill. Reuter/-dþ.
Stríðsspá galdramanns
Ole Tayanna, galdramaður af
þjóð Masaja í Kenýu sem spáir í
magnaða steina, segist þess vís
orðinn að Persafióadeila muni
leiða til stríðs, þó ekki á næstunni.
Muni stríðið standa stutt, mann-
fall ekki verða mikið og Irak bíða
ósigur. Tayanna er yfir 100 ára að
sögn, á átta eiginkonur, tugi af-
komenda og stóra nautgripahjörð.
Hann kann ekki annað mál en
masajísku, les ekki blöð að eigin
sögn og hlustar ekki heldur á út-
varp. Faðir hans var Laibon Len-
ana, frægastur galdramaður með
Masajum á 19. ö!d.
Flótti til Grikklands
Um 5000 manns hafa síð-
ustu vikur flúið frá Albaníu til
Grikklands yfir landamæri ríkj-
anna, þar sem albanska stjómin
hefur nú slakað nokkuð á áður
strangri gæslu.
Af fólki þessu komu um
3000 yfir landamærin á gaml-
ársdag og nýársnótt. Flóttafólk-
ið er flest af gríska þjóðemism-
innihlutanum í Albaníu, sem
íjölmennur er í suðurhluta
landsins. Það segist ekki treysta
loforðum ráðamanna um lýð-
ræði og óttast að til uppreisnar
komi.
6.SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. janúar 1991
Nvliðið ár
írska
óöldin
magnast
Hin rúmlega tveggja ára-
tuga gamla óöld á Norður-ír-
landi magnaðist talsvert á ný-
liðnu ári og urðu á því 76 menn
henni að bráð, á móti 61 1989,
að sögn lögreglunnar þar í
Iandi.
írski lýðveldisherinn (IRA)
svokallaði, sem vill reka Breta frá
Norður-írlandi og sameina lands-
hlutann írska lýðveldinu, drap á
árinu 44 menn, flesta á Norður-ír-
landi en nokkra í Bretlandi og á
meginlandi Evrópu. Meðal þeirra
vom Ian Gow, þingmaður fyrir
íhaldsflokkinn breska og náinn
samstarfsmaður Margaretar
Thatcher, og nunna og tveir ástr-
alskir ferðamenn, sem myrt voru í
misgripum. Á árinu vakti IRA at-
hygli með „mannsprengjum“
(human bombs) svokölluðum, en
þær voru á þá leið að menn voru
neyddir til að aka bílum með
sprengiefni á ákveðna staði, þar
sem efnið var sprengt með fjar-
stýringu.
Öfgamenn úr röðum norður-
írskra mótmælenda voru hvergi
nærri eins afkastamiklir við
hryðjuverkin þetta árið. Létu 19
manns lífið af völdum þeirra.
Nokkra drápu breskir hermenn,
suma i misgripum, þar á meðal
þrjá innbrotsþjófa sem skotnir
voru í veðbanka, er þeir ætluðu að
ræna, og tvo unglinga sem stolið
höfðu bíl.
Reuter/-dþ.
Gamla árið
36frétta-
menn
myrtir
36 blaðamenn voru drepnir
við skyldustörf á nýliðnu ári,
flestir af aðilum sem töldu
fréttamennsku þeirra sér óhag-
stæða, að sögn Reporters sans
Frontieres, franskra samtaka
sem berjast fyrir fjölmiðlafrelsi
um heim allan.
Fréttamenn þessir voru því
nær allir drepnir í Afríku, Asíu og
Rómönsku Ameríku. Lífshættu-
legasta landið fyrir blaðamenn á
árinu var Filippseyjar, þar sem sjö
af þeim voru drepnir, en af heims-
hlutum var Rómanska Ameríka
blaðamönnum mannskæðust, eins
og verið hefur undanfarin ár. Voru
þar á árinu drepnir 13 blaðamenn í
sjö löndum.
Verra var það þó 1989, en það
ár var 71 frettamaður drepinn við
skyuldustörf yfir heiminn allan.
Eigi að síður, segir í skýrslu
nefndra samtaka, er ljóst að ennþá
reyna margir að þagga niður í fjöl-
miðlum eða snúa málflutningi
þeirra sér í vil með morðum á
ftéttamönnum. A.m.k. tvö ríki, ír-
ak og Sjad, áttu hlut að því á s.l.
ári að ráða blaðamenn af dögum
og hinir ýmsu aðilar borgara-
striðsins í Líberíu gerðu sig seka
um hið sama.
Á tímabilinu 1969-89 voru
alls 715 fréttamenn drepnir, yfir
helmingur þeirra í Rómönsku
Ameríku, segir í skýrslunni.
Reuter/-dþ.