Þjóðviljinn - 03.01.1991, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.01.1991, Blaðsíða 7
Uppgjafarhneigð er hættulegust sjálfstæðisvilja þjóðar Góðan dag, góðir áheyrendur, Ég óska landsnmönnum öllum gleðilegs nýárs og þakka samfylgd samtíðarmanna á liðnum árum. Hún hefur verið mér vinarik, holl og verð- mæt og ég hygg að allir íslendingar geti hugsað á sama veg til samtíðarmanna, hver fyrir sig. Þannig er samstaða þjóð- ar okkar og það er lán okkar. Á áramótum er okkur einatt í huga að minnast þeirra sem eiga í erfiðleik- um og raunum, sem hafa misst þá sem þeim stóðu næst, og votta þeim einlæg- an samhug okkar. Mikill missir verður aldrei með neinum orðum bættur, en gott er að eiga í fórum sínum speki er- lends skálds löngu liðinna tíma, sem kvað á þessa leið: Þegar hugurinn leitar til kærra förunauta okkar, sem gáfu heiminum líf með nærveru sinni, þá skulum við ekki segja: þeir eru famir. Segjum heldur með þakklæti: þeir vom hér. Við hver áramót reynum við jafnan að horfa til tveggja átta í senn. Um leið og við gerum upp við liðinn tíma, ffeistum við þess að skyggnast inn í framtíðina. Hvort tveggja er erfitt en um leið dýrmætt. Þegar horft er héðan af ystu nesjum til heimsbyggðarinnar á nýliðnum misserum, má í senn finna mörg fagnaðarefni og margt sem vekur ugg. Við höfiim orðið vitni að meiri at- burðum en nokkum óraði fyrir, séð hraðari og óvæntari þróun en nokkm sinni fyrr. í þeirri þróun hefur það verið gleðilegast að stórbætt sambúð stór- velda hefur bundið enda á það kalda strið sem rak þjóðir í austri og vestri áfram í háskalegu og rándým vígbún- aðarkapphlaupi. Við höfum séð merki- leg skref stigin til afvopnunar, Þýska- land sameinast og lýðræði fara í land- vinninga um austanverða Evrópu. Okk- ur íslendingum sem gjama viljum trúa á mátt orðsins, mátt skáldskaparins, hlýtur að vera það sérstakt ánægjuefni, að þar eystra hafa skáld og rithöfundar gegnt merku forystuhlutverki þjóða sinna til lýðréttinda. Einn þeirra, Václ- av Havel forseti Tékkóslóvakiu, heim- sótti ísland á liðnu ári til að vera við- staddur ffumsýningu á einu verka sinna. Sá góði gestur minnti okkur á breytileika heimsins eins og hann er geðþekkastur: maður sem verið hefur pólitískur fangi fyrir að segja upphátt það sem ekki mátti segja - af því að það gat vakið fólkið til umhugsunar - er nú orðinn leiðtogi þjóðar sinnar og sam- nefnari. Um leið hefur Havel minnt á annað: á siðferðiskröfur í stjómmálum, á nauðsyn þess að láta mennsk viðhorf umburðarlyndis, ósérplægni og kær- leika njóta sín í opinberu lífi svo það verði ekki lagt undir „tækniffæðinga valdsins", sem hann kallar svo. En þessi jákvæða þróun er líka blandin kvíða, eins og við vitum öll. Ný vandkvæði skjóta upp kolli. Tengjast sum efnahagslegum þrengingum, önn- ur erfiðri sambúð þjóða innan sömu landamæra, önnur eru tengd því að átök austurs og vesturs slógu menn blindu sem meðal annars ýtti undir stórháska- legan vígbúnað í Þriðja heiminum svo- nefnda, eins og nú síðast kemur ffam við Persaflóa. Að mörgu leyti sjást þannig í heimsatburðunum erfiðleikar mann- legra samskipta og við getum margt lært um hversu viðkvæm þau eru og hversu hverfult jafnan er öryggið. Sú alþjóðlega þróun sem ljóslega stendur næst okkur Islendingum er auk- in samvinna Evrópurikja, hugsanlegur pólitískur samruni þcirra. Það gefúr auga leið að við hljótum að fylgjast með þessari þróun, bregðast við henni, taka þátt í henni með okkar hætti. Það vita allir að saittningaviðræður um hagsmuni og stöðu Íslands eru og verða erfitt verk og hver niðurstaða afdrifarik. Við vonum að við getum leyst úr því dæmi af skynsemi og ffamsýni. Það er að sjálfsögðu ekki í mínum verkahring að mæla með einni aðferð, einni lausn eða annarri. En það hlýtur að vekja nokkum ugg, hve þokukenndar hug- myndir stór hluti landsmanna virðist hafa, ekki aðeins um valkosti okkar, heldur blátt áffam um núverandi stöðu okkar gagnvart EFTA og Evrópu- bandalagi. Hér er um þau stórmál að ræða sem heimta að bestu kostir lýð- ræðislegrar umræðu séu nýttir, og það gerist ekki nema almenningur viti sem gleggst hvað um er að ræða. Og á þessu sviði hlýtur að gilda hið sama og í allri samvinnu einstaklinga og þjóða: Því aðeins er hún frjó og gjöfúl að allir haldi sinni reisn og sínum sjálfstæða vilja. Samvinna má aldrei byggjast á kúgun og hún felst ekki heldur í að vilji manna sé keyptur... Hér ætti gróin menningarþjóð að geta verið bjartsýn. Sjálfstæði hennar, hið tvíþætta sem annars vegar er eíhahagslegt og hins vegar menningarlegt, ætti sannarlega að vera tryggt ef farið er með gát. Mörg em dæmin, úr okkar eigin sögu og annarra, sem minna okkur á nauðsyn þess að stíga varlega til jarðar þegar ákvarðanir em teknar um framtíð þjóðar. Það em og gömul sannindi að enginn skilur hvað ffelsið er sem hefiir gleymt því, hvað það merkir að vera ófijáls. Danir og Frakkar til að mynda skildu það ekki fyrr en þeir vom her- numdir í síðari heimsstyijöldinni. Lit- háar, sem urðu sjálfstæð þjóð um leið og Íslendingar fengu fúllveldi, hafa verið að minna okkur einmitt á þetta með því að leita fúlltingis íslenskra stjómvalda í nýrri sjálfstæðisbaráttu sinni. „Frelsið er dýrmætara en brauð- ið,“ sagði forseti þeirra, Landsbergis, þegar hann kom hingað til íslands í haust. Enginn má skilja þessi dæmi sem svo að hér sé verið að láta að því liggja að einhveijir séu þeir sem bíði eftir því að hrifsa af okkur ffelsið með afarkost- um og ofbeldi. Að vísu hygg ég að við séum búin að gleyma því hvað óffelsi er. En það er jafnvíst, að margir eiga erfitt með að átta sig á því, að ofbeldi er þegar til lengdar lætur ekki eins hættu- legt sjálfstæðisvilja þjóðar og uppgjaf- arhneigð. Ekkert er eins ömurlegt og að smáþjóð gefist smám saman upp við að vera hún sjálf, ráða sínu lífi, lifa í þessu landi í sátt við sjálfa sig og leggja þar með sitt af mörkum til að gera heiminn ögn betri en hann er. Og sannarlega eigum við að geta lifað í sátt við sjálf okkur og landið. Ekki aðeins vegna þess að við búum við náttúruauðlindir sem ekki verða metnar til fjár, undursamlegar auðlindir eins og fallvötn, hreint og tært loft. Heldur jafnvel enn ffekar vegna þess að við eigum hinar óþijótandi auðlindir mannshugans. Sigurður skáld Pálsson lýsir hluta af þessum auðlindum í nýju ljóði og heitir „Einu konungar íslands" En fuglar vísa okkur veginn um gróinn svörð og rústir bœja þar sem konungar sátu við skriftir; konungar Ijóðs og sðgu í litlum bæjum með víðáttur i höfði. Það eru einmitt slíkar víðáttur sem geta orðið íslenskri þjóð að óþijótandi auðlind um alla ffamtíð, víðáttumar í höfðinu, ffelsi hugsunarinnar, hugvits- ins og þekkingarinnar, samfara menn- ingarlegri skáldsýn. Á stórmerkum árs- fúndi Vísindasjóðs og Rannsóknaráðs rikisins nýverið komst Vilhjálmur Lúð- víksson meðal annars svo að orði: „Rannsóknaráð er nú reyndar orðið þeirrar skoðunar að mikilvægustu möguleikar í farsælum alhliða efha- hags- og þjóðfélagsffamförum felist í skynsamlegri nýtingu þekkingar, fæmi og hugvits, - þess mannauðs sem þjóð- in býr yfir. ...Ríkustu þjóðimar em alls ekki endilega þær sem mestar eiga nátt- úmauðlindimar. Mannlegir hæfileikar, þekking, fæmi og hugvit em auðlind í sjálfu sér sem leysist úr læðingi ef rétt skilyrði og hvatning em fyrir hendi.“ Það er þá viðfangseffii okkar að skapa þær forsendur að auðlindir mannshugans fái notið sín, að menntuð og upplýst æska geti trúað á ffamtíð sína í þessu landi og langi til þess fram- ar öllu öðm að leggja þjóð sinni lið og tryggja henni sjálfstæði i samfélagi þjóðanna. Það gerist ef við ræktum með okkur þekkingu, fæmi og hugvit á borð við hvaða stórþjóð sem er. Þá getum við nýtt okkur það einstaka land og kosti þess sem við eigum og þá getur ís- lensk þjóð lagt sitt af mörkum til hag- r Avarp forseta Islands Vigdísar Finnbogadóttur 1. ianúar 1991. sældar og fegurra mannlífs í heiminum. Þess vegna megum við ekki missa æskublóma okkar úr landi af því að í boði séu gull og grænir skógar annars staðar. Fámenn eyþjóð á að skilja það, - og skilur, - öðmm þjóðum betur, að hún má engan mann missa. Nú em þeir tímar að hávæmstu umræðumar snúast um efhahagsmál. Enginn undrast að þau mál fari hátt, því víst hafa allar þjóðir áhyggjur af af- komu sinni og vilja tiyggja hana sem best. En I þessari geysimiklu umræðu um efnahag og fjármál ættu menn ekki að láta sér sjást yfir þau verðmæti, sem ekki verða á augabragði metin til fiska og I aska látin. Ef menn sjást ekki fyrir I augnablikskapphlaupi eftir gæðum, gleyma þeir í skammsýni sinni að treysta hinar nauðsynlegustu undirstöð- ur að farsælu lífi um alla ffamtíð. Öll eigum við okkur draumsýnir. Mín draumsýn er tengd því, að við lif- um I landi sem verði með sanni þekkt fyrir lifandi menningu, fyrir þekkingu og fyrir heilbrigt líf. Ég vil að þegar menn hugsi til þessa lands þá sjái þeir fyrir sér hreint land og óspillt, hreint loft, heilnæman mat, mannlíf sem stendur á gömlum merg og veit um leið öll þau tíðindi sem skipta máli á hveij- um tíma. Við eigum reyndar töluvert af þessari mynd úti I heimi, eins og ég hef svo margoft orðið vör við á ferðum mínum. Það er ekki nema satt, að með- al upplýstra manna rikir töluverð aðdá- un á Islendingum, fámennri sjálfstæðri þjóð sem ein þjóða í Evrópu hefur varð- veitt fomt trmgumál, sterk þjóð og stolt sem hafnar því að apa eftir orð úr ólík- um tungumálum, heldur keppist við I nútimanum að þýða hugtök yfir nýjar uppfinningar og þekkingu með nýyrð- um sem falla að þessari makalausu tungu, svo þjóðin geti haldið áffam að tala hana óbrenglaða og hugsa á henni með eigin orðum. Þeirri vegsemd fylgir að sjálfsögðu vandi: sá vandi að standa sem best undir henni og öll þurfum við að taka á okkur þá ábyrgð. En ekki til þess að rembast við að koma til móts við óskhyggju erlendra vina okkar, þótt ágætir séu, heldur fyrst og ffemst vegna okkar sjálffa, sjálfsvirðingar okkar og vilja til að lifa í þessu landi. Og það var einmitt faramestið sem okkur var feng- ið í byijun þessarar aldar þegar hilla tók undir ffelsi okkar og sjálfstæði: Sé ég i anda knör og vagna knúða krafti, sem vanst úr fossa þinna skrúða, stritandi vjelar, starfsmenn glaða og prúða, stjómfrjálsa þjóð, með verslun eigin búða. Þannig kvað Hannes Hafstein um draumsýn sína fyrir ísland í Aldamóta- ljóðinu góða. Ekki er sú öld sem þá var ný enn liðin, en samt hafa ótrúlega margar óskir og spár þessa hugsjóna- manns og eldhuga sinnar kynslóðar ræst. Hvatning hans er einnig: Starfið er margt, en eitt er bræðra bandið, boðorðið, hvar sem þjer ifylking standið, hvernig sem striðið þá og þá er blandið, það er að elska, byggja og treysta á landið. Svo gild sem þessi hvatning kann að hafa verið um siðustu aldamót þá er hún ekki síður brýn núna og má vera okkur hinn gleðilegi boðskapur á ný- byijuðu ári. Því ef við berum gæfú til að treysta á auðlindir mennskunnar, treysta á samfélag okkar og land, treysta sjálfúm okkur til að axla alla ábyrgð, þá mun okkur líka famast vel. Á þessari stundu em mér ofarlega í huga þakkir til Iandsmanna fyrir þann góða hug sem mér var sýndur þegar ég átti stóraffnæli. Sá hugur kom ffam með mörgum hætti og ekki síst I gerð bókarinnar Yrkju og þeim viðtökum sem hún fékk. En þar lá að baki sú hug- mynd, að efna í gjöf sem yrði að sjóði sem gengi til íslenskrar æsku og hún verði honum til ræktunar landsins. Eins og ég hef stundum minnst á áður er það sannfæring mín að ekkert sé vænlegra í uppeldi en að kenna bömum að rækta, því ræktun á einu sviði leiðir til ræktun- ar á öðmm, stuðlar að því að menn læra að hlúa að, byggja upp, auk þess sem I slíku uppeldi eflisst það trúnaðarsam- band við landið sem við megum síst án vera. Þegar við ræðum ræktun lands og lýðs, þá emm við að tala um verkefhi sem aldrei verður leyst: enginn fær sig lausan úr þeim bardaga, segir á vísum stað. Við höfiim sem betur fer vaknað til umhugsunar um að í mörgu sé okkur áfátt í þeim efnum, að víða kreppi að. Og það er aðdáunarvert þegar menn stilla saman kraftana til stórra átaka - til að vemda tunguna, til að hlúa að bömum, til að vinna á vondum sjúk- dómi, svo nýleg dæmi séu nefnd. Fátt er okkur hollara gleðiefni en að geta sýnt að þjóðin standi saman þegar á þarf að halda, geri jafhvel betur en von- ir stóðu til. Hér er verið að tala um verkefni sem altlrei þijóta. Og ekkert í þeim efn- um er svo lítið að ekki sé gagn að. Mér var í sumar leið falið af grönnum okkar og íslendingum að vera I forsæti á Um- hverfisári Norðurlanda, en það er átak, eitt af möigum þörfum, sem aldrei má setja punkt aftan við, eins þótt því ljúki formlega um tiltekin mánaðamót á þessu nýja ári. Um þessar mundir er unnið kappsamlega að því á öllum Norðurlöndum að finna leiðir til að virkja sem flesta til markmiðs sem okk- ur öll dreymir um að ná fyrr eða síðar - og kemst þótt hægt fari. Umhverfisár Norðurlanda er ekki herferð til að safna peningum til að láta eitthvað spretta, heldur er lögð rik áhersla á að fólk geri sitt besta til að fjarlægja óhreinmdi og mengandi þætti I sinu nánasta um- hverfi, vinnustað, bæ, borg, landi, strönd, hafi. Þetta er stundum orðað á þá leið, að menn hugsi hnattrænt og geri það sem þarf í sinni heimabyggð, hvort sem um er að ræða orkuspamað, mengunarvamir, ræktun eða annan þrifnað. Hve margir em það ekki sem skilja sæmilega vel þann vanda sem fylgir sambúð okkar við náttúruna og auðlindimar, en eins og gefast upp fyr- ir fram við að breyta þeim skilningi í at- höfn og hugsa sem svo: hvað má ég? - ég breyti engu hvort eð er. En það er nauðsyn og möguleiki að reka af sér þennan draug dáðleysis. Hér er spurt um sjálfstraust og þá þjóðarhlýju og umhyggju sem segir okkur, að þegar um fólk er að ræða, þá viljum við eng- an mann missa: það sama á að gilda um landið og kosti þess. Blaðamaður 1 Belgíu spurði mig ekki alls fyrir löngu: hvemig finnst yð- ur að sitja á valdastóli? Hláleg spuming ef til vill, en endurspeglar þá útbreiddu áráttu samtímans að hugsa í valdakenn- ingum, spyija fyrst og síðast hver hefúr völd og láta sem fátt annað skipti máli. Spumingin kemur líka að gömlum og nýjum vangaveltum um völd eða öllu heldur valdaleysi forseta íslands og þá hvort hann á að seilast til valds sem mest hann má. En þá má halda áfram að spyija: hver er sá sem vill leggja sig undir vald, vill lúta valdi? Hið dýrmæta lýðræði er svo margt: það er að taka til- lit til hugsana annarra, setja sig í ann- aira spor, komast að samkomulagi um tillitssemi. Það er ekki harðstjóm meiri- hlutans, hve lögleg sem hún kann að vera að forminu til. í góðu lýðræði felst upplýsing svo að allir geta tekið afstöðu sem hver og einn telur réttmæta: í því felst virðing fyrir siðuðum sambýlis- háttum, virðing fyrir rödd og rétti ann- arra undir því góða gamla kjörorði: orð skulu standa. Lýðræðið er líka I því fólgið að upplýsa þegnana sem best um alla kosti og hugsanlegar afleiðingar þeirra, um hvar ólán kunni að leynast og um það hvað reynst getur affarasæl- ast þegar til langra tíma er litið. Sá sem slíku lýðræði vill þjóna getur að minnsta kosti reynt sitt besta til að vekja fólk til umhugsunar um ýmisleg mikilvæg málefni, án þess að negla þau við stundarhagsmuni valdastreitu. Góðir íslendingar, Á þessum nýársdegi er á ný gengið til Bessastaðastofú. Nú um áramótin lýkur fyrsta áfanga I viðreisn hennar, en hún hefúr ekki verið i notkun I hálft annað ár. Þjóðin hefúr reist sér góðan húsakost undanfarið og nú er komið að þvi að hlúa að gömlu húsunum ftá fyrri öld og öldum. Það er mikið gleðiefhi að verða vitni að þeirri hugarfarsbreytingu sem orðið hefur um allt land er varðar virðingu fyrir gömlum húsum og þeirri sögu sem I þeim er fólgin. í öllum landshlutum hefur af miklum myndar- skap verið gert við margvíslega dýr- gripi, kirkjur, stofur, skemmur, bók- hlöðu, verslunarhús og aðrar vistarver- ur og þeim forðað frá glötun. Hvar- vetna eru þessar byggingar héraðsstolt til sóma fyrir samfélög úti á landi. Á sama hátt hefur Bessastaðastofú nú ver- ið gert til góða og Bessastaðastofa er gersemi okkar allra. Hér á þjóðin sam- eiginlegar minningar sínar, hér er tákn hinnar sameiginlegu menningar okkar og eignar, hluti af öllu því margslungna sem gerir okkur að einni sjálfstæðri þjóð. Gleðilegt nýtt ár. Megi farsæld og guðsblessun fylgja jslandi og þjóðinni allri á árinu sem nú fer I hönd og um alla framtíð. Fimmtudagur 3. janúar 1991 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.