Þjóðviljinn - 23.01.1991, Qupperneq 4
ÞJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
KLIPPT OG SKORIÐ
Eystrasaltsríkin
og möguleikar
lýðræöisins
Enn fremja sovéskar hersveitir ofbeldisverk, að
þessu sinni í Lettlandi. Mótmæli og fordæmingar dynja
yfir Kreml, en þar telur enginn sig bera ábyrgð á neinu.
Og menn spyrja: Hvað er að gerast? Svarið er að finna
í sjálfu mynstri atburðanna: Það er sótt hart gegn lýð-
ræðisþróun í Sovétríkjunum, og þeir sem þar eru að
verki beita fyrir sig ugg rússneskumælandi íbúa þeirra
lýðvelda sem lengst hafa gengið í sjálfstæðisyfirlýsing-
um, reyna að magna þennan ugg upp með ýmsum ráð-
um og skapa ástand sem væri síðan notað til að réttlæta
svokallaða „beina forsetastjórn" í þessum löndum.
Og hverjir sækja gegn lýðræðinu? Nú skal vísað til
nokkuð svo spámannlegrar úttektar á stöðu mála í Sov-
étríkjunum, sem birtist um áramót í sovéska vikuritinu
Nýr tími undir fyrirsögninni „Möguleikar lýðræðis". Þar
segir í stuttu máli á þá leið, að hægriöfl (en svo eru þau
kölluð sem horfa með söknuði til fortíðar) hafi náð vopn-
um sínum, þótt fylkingar hafi riðlast í sjálfum valdaflokk-
inum sem var, Kommúnistaflokknum. Þar fari saman
íhaldssamir þingmenn, forstjórar sem nýlega komu
saman á Alsovéskri ráðstefnu verksmiðjustjóra, herfor-
ingjar sem segjast ætla að „verja einingu ríkisins". í
stuttu máli, það sem kallað er „samsteypa herforingja og
oddvita iðnaðarins" (notuð er gömul skilgreining frá Ei-
senhower um hliðstætt fyrirbæri í Bandaríkjunum). Sov-
éskt efnahagslíf hefur verið mjög vígvætt eins og allir
vita, og nú, segir Nýi tíminn, hafa þeir sem ráða fyrir
þeim geira öllum fylkt liði til að hafa sem mest pólitísk
áhrif.
Þetta hægralið sem svo er nefnt reynir svo að þjarma
að „miðjunni", en þar er að finna Gorbatsjov og nánustu
samstarfsmenn hans. Ágæta menn, segir í títtnefndri
grein, en þeir hafa enga umtalsverða hreyfingu á bak við
sig, enga áhrifamikla „miðjuhópa", og hafa neyðst til að
vera á stefnulitlu flökti milli hægriafla og vinstriafla á
þingi og víðar.
Vinstriöflum (einnig kenndum við lýðræði) er svo lýst,
að þar séu allmargir flokkar og hópar, nokkuð svo sund-
urleitir. Þessu liði hafi til þessa mistekist að samfylkja og
komi þar til pólitískt reynsluleysi og ofmetnaður ein-
stakra foringja. Þá hafi þessum flokkum og hópum mis-
tekist að ná góðu sambandi við alþýðu manna, sem er
langþreytt á umræðu og vill mat og aðra vöru í búðir.
Þessi tví- eða þrískipting samfélagsins, þar sem
hægriöfiin eru mjög að sækja í sig veðrið, gæti svo leitt
til gerjunar og ófyrirsjáanlegra sprenginga sem geta fætt
af sér „lýðskrums- og þjóðrembuhreyfingu" eða öflugan
flokk „laga og reglu" eins og segir í fyrrnefndri grein.
Aðstæður í landinu eru svo þær, að hið veikburða
lýðræði sem hefur verið í fæðingu og er misjafnlega
langt á veg komið, eftir því hvar er gripið niður í samfé-
laginu, það er í miklum háska. Og því er spáð í áramóta-
fréttaskýringunni að afdrif þess ráðist einmitt í þeim
breytingum sem verða á næstu vikum og mánuðum í
samskiptum miðstjórnar og einstakra lýðvelda: þessi
prófraun á sér nú stað í Eystrasaltsríkjunum eins og fyrr
var að vikið. Höfundur úttektarinnar í Nýja tíma segir að
það séu tvö skilyrði fyrir því að tilvistarvandi Sovétríkj-
anna verði leystur með sæmilegum hætti. í fyrsta lagi
verði miðstjórnin skilyrðislaust að viðurkenna lýðveldin
sem fullvalda ríki. í öðru lagi viðurkenni lýðveldin að þau
eru hvert öðru háð og að þau mál verði að leysa með
sameiginlegu átaki. „En jafnvel þótt slík málamiðlun
tækist," segir í greininni, „eru möguleikar lýðræðisins í
þessu landi takmarkaðir.” Atburðirnir í Eystrasaltslönd-
unum lofa svo engu góðu, hvorki fyrir fýrrnefnda frið-
samlega málamiðlun né lýðræöiö yfirhöfuð.
ÁB.
Myndafstríði
Þessa dagana hellist meira
fréttaflóð yfír landsmenn en
nokkum tíma áður. A hverju sjón-
varpsheimili gefst nú kostur á að
horfa á fréttir bresku sjónvarps-
stöðvarinnar Sky og Stöð 2 sýnir
sínum sjáendum bandarísku stöð-
ina CNN. Tilefriið þekkja allir,
stríð við Persaflóa.
Dagblöðin segja daglega nýj-
ar fréttir og fréttaskýringar af
stríðinu. Loflárásir hófust á írak
fyrir tæpri viku. Það er því freist-
andi fyrir klippara að rýna nánar í
þá mynd sem fréttaflutningurinn
hefúr gefið okkur af atburðunum
og draga af þeim nokkrar ályktan-
ir. En fyrst er rétt að muna að all-
ar fréttir sem koma frá stríðsaðil-
um em ritskoðaðar.
Yfirburðir
Samkvæmt fyrstu fréttum
varð ekki annað ráðið en banda-
menn hefðu farið langt með að
ráða niðurlögum íraska hersins,
að minnsta kosti væri bardaga-
hæfni flughersins íraska lítil sem
engin. Gerð var grein fyrir þeirri
óhemju nákvæmni sem tækni-
væddur herafli Bandarj'kjamanna
gæti beitt og fljótlega tóku að ber-
ast myndir af því hvemig flug-
skeyti grönduðu mannvirkjum
þegar þeim var skotlð inn um dyr.
Engin ástæða er til að efast
um tæknilega yfírburði banda-
manna. Allir vita að vesturlönd
ráða yfír feikilegri tækni sem er í
mjög mörgum tilvikum beinlínis
uppmninn í rannsóknum fyrir
herinn. Núna, tæpri viku eflir að
loftárásimar hófust, er hins vegar
ýmislegt að koma í ljós sem bend-
ir til að þær séu ekki jafn árang-
ursríkar og af hefur verið látið. í
dag verða bandamenn væntanlega
búnir að fara 10.000 sinnum í
árásarferðir yfír írak (8000 í gær
samkvæmt þeirra eigin heimild-
um). Flugvélamar sem notaðar
em virðast samkvæmt myndum i
sjónvarpi bera allmargar sprengj-
ur og flugskeyti hver. Klippari er
að sönnu kominn út á hálan is
herfræðinnar, en tekur samt töl-
una 10 traustataki. Segjum að
hver af þessum „litlu“ þotum
varpi 10 sprengjum eða skeytum
með þeirri nákvæmni sem lýst er.
B-52 sprengjuþotur, (hinar
stærstu sinnar tegundar í heimin-
um, frægar úr Vietnamstríðinu),
hafa tekið þátt í árásunum og
kasta margfalt fleiri sprengjum.
Samkvæmt þessum reikningi er
búið að kasta að minnsta kosti
50.000 sprengjum á skotmörkin á
innan við viku. Þar fyrir utan hef-
ur verið skotið hundruðum, ef
ekki þúsundum, flugskeyta, með
sömu nákvæmni. Talað hefur ver^
ið um mestu loftárásir sögunnar. I
Ijósi þessa væri líklega ástæða til
að draga þá ályktun að hemaðar-
máttur íraka sé í molum, að und-
anskildum landhemum sem hefur
aðsetur í Kuwait og suðurhluta Ir-
aks.
Hvaðkemuríljós?
í þá mynd sem fjölmiðlamir
draga upp vantar heil ósköp.
Dæmi: Ekkert er vitað um mann-
fall í írak. Mannfallið hlýtur að
vera mjög mikið því varla er
sprengjunum bara kastað á mann-
laus skotmörk. Það er ómögulegt
að segja hvenær eða hvort við fá-
um nokkumtíma að vita um
mannfallið, en nefndar em tölur
frá 10.000 upp í 100.000 nú þeg-
ar. Miðað við það sprengjuregn
sem áður er lýst gæti sannleikur-
inn auðveldlega legið nærri hærri
tölunni, ekki síst ef nákvæmni
árásanna er minni en lýst hefur
verið. Þetta þýðir að daglega falla
yfir 10.000 manns í landinu. Um
þetta vantar allar haldbærar upp-
lýsingar og eins um það hve stór
hluti fallinna em óbreyttir borgar-
ar. Ef nákvæmni árásanna á skot-
mörk í borgum er minni en frá er
skýrt má vel vera að mikill meiri-
hluti fallinna sé óbreyttir borgar-
ar.
Enda þótt vitað sé um tækni-
lega yfirburði bandamanna þá er
nú farið að gera viðvart um að
stríðið geti dregist á langinn. í
gær var til að mynda frá því skýrt
að skotpallar fyrir eldflaugar sem
átti að hafa verið eytt í loftárásum
vom að einhverju leyti leiktjöld,
uppblásnar blöðmr eða eftirlík-
ingar úr spónaplötum og spýtna-
braki.' Farið er að tala um mikla
erfiðleika við að finna skotmörk-
in, einkum skotpallana. Skýrt hef-
ur verið frá að samtals séu þessir
pallar ekki nema 50 talsins, þar af
20 á miklum hertrukkum sem
stöðugt geta komist i felur. Þessar
tölur virka undarlega lágar séu
þær bomar saman við þau
ógrynni hergagna, þar á meðal
flugskeyta, sem bandamenn ráða
yfir, og maður hlýtur að undrast
að ekki skuli hafa tekist að
sprengja pallana með allri þeirri
tækni sem beitt er. Og síðast en
ekki síst: Samkvæmt síðustu
fféttum er nú talað um að flugher
íraka sé ekki jafn grátt leikinn og
áður var talið, mikill hluti flug-
vélanna sé rækilega falinn í norð-
urhluta landsins, tiltækur til síðari
nota.
Skekkt mynd
Höfúm við rétta mynd eða
ranga af því sem er að gerast?
Þegar fréttimar em fluttar á þann
hátt sem gert er, sérstaklega í hin-
um erlendu sjónvarpsstöðvum, þá
er engin leið að vita það með
vissu. Fréttimar em eins og áður
sagði ritskoðaðar. Sem dæmi um
misræmi sem virðist blasa við er
það sem ráða má af viðbrögðum
Iraka við ásökunum um að fara
ekki eftir Genfarsáttmálanum um
meðferð stríðsfanga. Sjónvarps-
myndir sem sendar hafa verið út
af fongunum vitna um allt annað.
Þrátt fyrir þetta segjast írakar
munu fara eftir Genfarsamþykkt-
inni, en gefi aðeins upp þann
Qölda striðsfanga sem banda-
menn segja að sé saknað. Hér er á
nístandi hátt komið að hlutskipti
hermannsins, því stríðið er þegar
allt kemur til alls styijöld um
menn og mannslíf. I öllum stríð-
um gefa stríðsaðilar upp minna
mannfall hjá sjálfum sér en raun
er á og meira hjá andstæðingum.
Þetta þýðir að gefi bandamenn
upp að þeir sakni t.d. 1000 manna
en 2000 hafa verið teknir höndum
þá er ekkert gefið upp um afdrif
helmings mannanna.
Þegar haft er í huga að frétt-
imar sem við fáum eru að miklu
leyti ritskoðaðar má slá þvi fostu
að myndin sem við höfum hingað
til fengið af stríðinu sé verulega
skekkt. Ummæli yfirmanna í herj-
um bandamanna gefa til kynna að
þeir séu ekki jafn bjartsýnir á
skjótan endi stríðsins nú og al-
menningur hefúr haldið. Það em
þeir sem skýrt hafa frá spýtna-
skotpöllum, það em þeir sem
segja nú frá því að fara þurfi
margar ferðir til að eyða sömu
skotmörkunum, hvað sem allri
nákvæmni líður, og það þarf ekki
einu sinni herforingja til að segja
sér að annar skelfilegur kafli
stríðsins er eftir, þegar heijunum
á jörðu niðri lýstur saman með af-
leiðingum sem ekki er ástæða til
að fara mörgum orðum um.
Stríð í stofum
Persaflóastríðð er strið í stof-
um. Fjölmiðlar hafa séð til þess
að almenningur veit áreiðanlega
ótrúlega mikið um þær vígvélar
sem beitt er. Hingað til hefúr
myndin af stríðinu verið tiltölu-
lega laus við blóð og skelfingar.
Stundum minna myndimar á
stjömustrið eða tölvuleiki. Þegar
þetta er ritað em engin einkenni
um að lrakar muni gefast upp í
bráð. Myndin, sem enn er tiltölu-
lega sakleysisleg, á eftir að breyt-
ast. Þá mun víða verða spurt: Var
virkilega engin leið að koma í veg
fyrir þessi ósköp? hágé.
ÞJÓÐVIUINN
Síðumúla 37 — 108 Reykjavík
Sími: 681333
Símfax: 681935
Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f..
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson
Ólafur H. Torfason.
Fréttastjóri: Sigurður Á. Friöþjófsson.
Aörir blaöamenn: Bergdís Ellertsdóttir, Dagur
Þorteifsson, Elías Mar (pr.), G. Pétur Matthlasson,
Garðar Guðjónsson, Guömundur Rúnar Heiðarsson,
Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn
Ingvarsson (Ijósm.), Ólafur Gíslason, Sævar
Guðbjömsson.
Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir.
Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristln Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson.
Auglýsingar: Sigriður Sigurðardóttir, Svanheiður
Ingimundardóttir, Unnur Agústsdóttir.
Útbreiðslu- og afgreiöslustjóri: Hrefna
Magnúsdóttir.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir,
Þorgerður Sigurðardóttir, Þórunn Aradóttir.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Skrifstofa, afgreiðsla, rítstjóm, auglýsingar:
Síðumúla 37, Rvfk.
Sími: 681333.
Simfax: 681935.
Auglýsingar: 681310, 681331.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Oddi hf.
Verð í lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr.
Áskrlftarverð á mánuði: 1100 kr.
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 23. janúar 1991