Þjóðviljinn - 23.01.1991, Side 9

Þjóðviljinn - 23.01.1991, Side 9
ERLENDAR FRETTIR Eftirmálar „ofbeldisædisins“ Öryggisráðið, Bandaríkjastjórn og Evrópuríki brugðust öll, hver með sínum hætti, í viðleitninni til að leitafrið- samlegrar lausnar á deilunni um Kuveit, segir Zbigniew Brzezinski, fyrrverandi öryggismálaráðgjafi Jimmy Carters í viðtali við Der Spiegel Það hefði verið hægt að koma í vejg fyrir stríð við Persa- flóa ef Oryggisráðið hefði geflð meira svigrúm til samninga. Málið hefði líka getað tekið aðra stefnu ef stefna Bandaríkj- anna hefði tekið mið af sam- komulagi í stað þess að beinast fyrst og fremst að því að koma í veg fyrir málamiðlun. Evrópuríkin hefðu líka getað náð meiri árangri í leit að lausn án valdbeitingar ef þau hefðu ekki beðið með frumkvæði sitt til síð- ustu stundar. Þannig kemst Brzezinski fyrr- verandi öryggismálaráðgjafi Jimmy Carters Bandaríkjaforseta að orði í nýlegu viðtali við þýska vikuritið Der Spiegel. Mistök Brzezinski segir að Banda- ríkjastjóm hafi skjátlast þegar hún vonaðist eftir að geta niðurlægt Saddam Hussein án þess að til stríðs myndi koma. Hann segist þeirrar skoðunar, að langvarandi viðskiptabann hefði getað náð tilætluðum ár- angri, en segir jafhffamt að þessi skoðun hans verði ekki lengur sönnuð. „Ég tel hins vegar að við- skiptabann hefði betur samrýmst nýrri skipan öryggismála og sam- vinnu þjóða í heiminum." Aðspurður um möguleika di- plómatískrar lausnar eftir að stríð- ið hefúr brotist út segir Brzez- inski, að ef stríðið verði ekki til lykta leitt fljótlega eflir fyrsta of- beldisæðið þá verði vopnahlé hugsanlegt í tengslum við upp- tekna samninga á breiðari grund- velli.Blaðamaður Der Spiegel segir augljóst að George Bush sjái fyrir sér nýja heimsskipan undir forystu Bandaríkjanna sem eina risaveldisins i heiminum og spyr hvort sigur yfír Irak muni greiða fyrir slíkri skipan, eða hvort Bandaríkjamenn séu kannski orðnir leiðir á því að gegna hlut- verki alheimslögreglu. Brzezinski segir, að ef afger- andi sigur vinnist fljótlega muni einangrunarstefna í Bandaríkjun- um ekki ná fram að ganga. En slíkur sigur muni heldur ekki skapa neina nýja heimsskipan. Um yrði að ræða alþjóðlegt kerfí sem byggðist á yfirburðum eins stórveldis. Þá muni einnig þurfa að horfast í augu við þá undarlegu þversögn sem fólgin sé í tröllauk- inni valdbeitingu gagnvart yfir- gangi íraka í Kúveit annars vegar og tiltölulega hófsömum við- brögðum við sovéskri valdbeit- ingu í Litháen hins vegar. Brzezinski segir aðspurður að í rauninni séu hin tiltölulega veiku viðbrögð stjómarinnar í Washington við atburðunum í Lettlandi það verð sem Washing- ton greiði Moskvu fyrir samvinn- una í Persaflóastríðinu og að það ALÞYÐIJBANDALAGTÐ ABR Fundur í Borgarmálaráði Fundur í borgarmálaráði ABR í dag, miðvikudag 23. janúar kl. 17.15 (flokksmiðstöðinni Laugavegi 13. AB Selfoss og nágrenni Félagsfundur Félagsfundur verður hald- inn laugardaginn 26. janúar ( húsi félagsins að Kirkju- vegi 7 kl. 10 til 12 árdegis. Dagskrá: ír,T«nÞ“9n“^,yrt, Anna Kristln ingar og stjórnmálaviðhorfið. Margrét Frímannsdóttir og Anna Kristín mæta á fundinn. Kaffi á könnunni. Stjórnin AB Akranesi Fjáhagsáætlun Akranesbæjar 1991 Bæjarmálaráð heldurfund I Rein mánudaginn 28. janúar kl. 20.30. Dagskrá: 1. Fjárhagsáætlun Akranesbæjar og stofnana 1991. 2. Atvinnumál. 3. Önnur mál. Fulltrúar Alþýðubandalagsins í nefndum hvattir sérstaklega til að mæta. Allir velkomnir. Nefndin AB Keflavlk/Njarðvlk Félagsfundur Félagsfundur verður haldinn i Iðnsveinafélagshúsinu Tjarnargötu 7, sunnudaginn 27. janúar kl. 14. Dagskrá: 1. Húsakaup félagsins. 2. Önnur mál. Félagar og stuðningsmenn fjölmennið. Stjórnin Alþýðubandalagið I Kópavogi Þorrablót ABK verður haldið 9. febrúar. Á boðstólum verður hinn sivinsæli þorramatur og siðan verður stig- inn dans. Alþýðubandalagsmenn I Reykjanesi sérstaklega boðnir velkomnir. Nánar auglýst siðar Stiórn ABK sé útbreidd skoðun almennings í A-Evrópu að á bak við þetta standi leynilegt samkomulag Moskvu og Washington. „Það að þessir atburðir skuli gerast sam- tímis er siðferðilega niðurlægj- andi,“ segir Brzezinski. Verndari eða drottnari Varðandi mögulega lausn deilunnar segir Brzezinski að stríðið ætti að leiða til nýs svæðis- bundins öryggiskerfis í Mið-Austurlöndum, er skapaði grundvöll fyrir sameiginlega ör- yggishagsmuni, þar sem ekkert eitt land byggi við hemaðarlega yfirburði. Þannig yrði Iíka að gera út um deilu ísraelsríkis og Palest- ínumanna í eitt skipti fyrir öll. Ar- angurinn muni fara eftir því hvemig styijöldinni lyktar. Ráðist úrslitin fljótt ætti að verða auðvelt að ná slíku samkomulagi. Lokaspuming blaðamanns er sú, hvort afleiðingar stríðsins gætu ekki leitt til þess, að ríkis- stjómum þeirra arabaríkja sem Bandaríkin hafa leitað skjóls hjá, myndu falla. Svar: „Þá yrðu Bandaríkin til- neydd að hverfa úr hlutverki hins velkomna vemdara og setjast þess í stað að til Iangframa sem hið óvelkomna lögregluvald.“ ólg/Der Spiegel Umburðarbréf páfa Múslímum séleyft að kristnast Jóhannes Páll páfi annar sendi í gær frá sér umburðar- bréf, þar sem hann skorar á íslömsk ríki að afnema lög, sem banna múslímum að snúast til annars átrúnaðar. „Viss ríki banna kristniboðum landvist,“ stendur í bréfinu, sem nefnt er Redemptoris missio eftir upphafsorðum sinum á latínu, samkvæmt fomri hefð. „í öðmm ríkjum er ekki aðeins að kristni- boð sé bannað, heldur er einnig bannað að taka aðra trú (en íslam) og jafnvel að iðka kristna guðs- dýrkun." Páfi nefnir engin ríki í bréf- inu, en vitað er að stjómvöld margra íslamsríkja líta kristniboð illu auga og hafa gert ýmsar ráð- stafanir því til hindmnar. Einna mest er umburðarleysið í þeim efnum í Saúdi-Arabíu, þar sem bannað er að nokkur merki sjáist um önnur trúarbrögð en íslam. Samkvæmt lögmáli íslams er litið á hvem þann sem dauðasekan, sem kastar þeirri trú. Ennfremur segir í páfabréfi þessu að kaþólska kirkjan virði að vísu öll trúarbrögð, en telji sig skylduga að flytja öllu fólki boð- skap guðspjallanna. Páfi hafnar og í bréfinu þeirri skoðun að öll trúarbrögð séu jafngóð, það sé rangt viðhorf guðffæðilega séð. Kristnir menn í heimi hér em alls taldir vera um 1,6 miljarðar, þar af um 880 miljónir kaþólikka. Talið er að múslímar séu um 900 miljónir. Reuter/-dþ. J>Á; f. - ' 's 1 Ki m m Zbigniew Brzezinski: Atburðimir f Lettlandi em siðferðileg niðurlæging fyrir málstað Bandaríkjanna. Köfun ekki heimil á Þingvöllum Óheimilt er að stunda köfun í gjám innan þjóðgarðsins á Þingvöllum og í vatninu fyrir landi þjóðgarðsins. Þingvallanefnd 22. janúar 1991 MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Auglýsing um styrki tsl fjarkennsluverkefna Framkvæmdanefnd um fjarkennslu auglýsir hérmeð eftir umsókn- um um styrki til að vinna fjarkennsluverkefni. Einkum er um að ræða fjarkennsluverkefni til notkunar í endurmenntun. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar fást hjá fullorðins- fræðsludeild ráðuneytisins. Umsóknarfrestur er til 20. febrúar nk. Menntamálaráðuneytið 22. janúar 1991 fcgl Fjórðungssjúkrahúsið —J á Akureyri Læknaritarar Lausar eru stöður læknaritara, læknafulltrúa I og læknafulltrúa II frá 1. febrúar nk. Upplýsingar veita Ingi Björnsson, framkvæmda- stjóri, og Vignir Sveinsson, skrifstofustjóri. Skriflegar umsóknir sendist Inga Björnssyni fyrir 26. janúar nk. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.