Þjóðviljinn - 23.01.1991, Síða 10
VIÐ BENDUM A
DAGSKRA UTVARPS OG SJONVARPS
Úr
handraðanum
Sjónvarpið kl.20.35
í þættinum Úr handraðanum
sem verður á dagskrá Sjónvarps-
ins að loknum fréttum í kvöld,
skoðar Andrés Indriðason kafla úr
dagskrárgerð ársins 1968. Sjón-
varpsáhorfendur fá að heyra Stef-
án Islandi syngja Ökuljóð og
Guðmundur Jónsson tekur
Hrausta menn með Karlakór
Reykjavíkur, en bæði þessi lög
nutu mikilla vinsælda í óskalaga-
þáttum útvarpsins á sínum tíma.
Gísli Sigurðsson, ritstjóri og mál-
ari, ræðir við listbróður sinn,
Freymóð Jóhannsson, sem hélt
sýningu á verkum sínum í Boga-
sal Þjóðminjasafhsins 1968.
Hljómar leika og syngja nokkur af
vinsælustu lögum ársins 1968,
hljómsveit Ingimars Eydals leikur
og Karlakórinn Geysir á Akureyri
tekur lagið.
Ég er
myndavél
Sjónvarpið kl. 21.20
Miðvikudagsmynd Sjón-
varpsins er breska gamanmyndin
Ég er myndavél. Myndin er frá ár-
inu 1955 og var gerð eftir sam-
nefndu leikriti Johns Van Drutens.
Það er aftur á móti byggt á sögum
Christophers Isherwoods, Good-
bye to Berlin. Síðar var gerð um
sama efni myndin Cabaret. Með
aðalhlutverkin í Ég er myndavél
fara þau Laurence Harvey, Julie
Harris, Shelley Winters og Patrick
McGoohan.
Matur
Rás 1 kl. 10.00
Matur er vinsælt umfjöllunar-
efni í fjölmiðlum. í þættinum Við
leik og störf á Rás eitt er Gísli
Friðrik Gíslason að flytja þáttaröð
um mat og þar veltir hann fyrir sér
spumingum eins og: Hvemig lítur
dæmigerð íslensk máltíð út? Hvað
borða íslendingar mörg tonn af
sælgæti á dag? Hvað gerir jurta-
æta þegar einn avocadoávöxtur
kostar 500 krónur? Hvers vegna
er spilað á græðgi okkar með
ómótstæðilegum uppskriftum í
desember og meinlætalifnað okk-
ar með megranarkúmm í janúar?
Þátturinn verður á dagskrá á mið-
vikudögum.
Hinhliðiná
íran
Stöð 2 kl. 20.45
Það hefur verið hljótt um Iran
nú þegar athygli allra beinist að
nágrannanum Irak. I þættinum ír-
an, hin hliðin, er íjallað um stjóm-
arandstöðuna í íran, en hún hefúr
aldrei náð fótfestu og hafa leið-
togar hennar þurft að sæta pynt-
ingum og ofsóknum.
SJÓNVARPIÐ
11.30 HM í alpagreinum skíða-
íþrótta Bein útsending frá keppni
i risasvigi karia í Hinterglemm í
Austurríki. (Evróvision - Austur-
ríska sjónvarpið).
13.00 Hlé.
17.50 Töfraglugginn (13)
18.50 Táknmálsfréttir
18.55 Poppkorn Endursýndur þátt-
ur frá laugardegi.
19.20 Staupasteinn (1)
20.00 Fréttir og veður
20.35 Úr handraðanum Árið 1968
Stefán Islandi og Guðmundur
Jónsson syngja með Karlakór
Reykjavíkur, litið er inn á vinnu-
stofu Freymóðs Jóhannssonar
listmálara, Hljómsveit Ingimars
Eydals leikur, sýnt er atriði úr upp-
færslu Þjóðleikhússins á Púntilla
og Matta eftir Bertolt Brecht,
Hljómar leika og syngja o.fl. Um-
sjón Andrés Indriöason.
21.20 Ég er myndavél (l'm a Cam-
era) Bresk biómynd í léttum dúr
frá 1955. Myndin er gerð eftir
samnefndu leikriti Johns Van Dru-
tens, sem byggt er á sögum
Christophers Isherwoods, Good-
bye to Berlin.
23.00 Ellefufréttir
23.10 Úr frændgarði Fréttaþáttur
frá hinum dreifðu byggðum Norö-
urlandanna.
STÖÐ2
16.45 Nágrannar Ástralskur fram-
haldsþáttur um góða granna.
17.30 Glóarnir Fjömg teiknimynd.
17.40 Tao Tao Teiknimynd.
18.05 Albert feiti Teiknimynd.
18.30 Rokk Hress tónlistarþáttur.
19.19 19.19 Fréttir
20.15 Háðfuglar (Comic Strip)
20.45 iran, hin hliðin (Iran the Other
Story) Þegar hugsað er um Iran er
þaö ávallt stjórn múslima sem
kemur upp í hugann, en ( Iran er
stjórnarandstaöa ýmissa flokka,
en hún hefur aldrei náð fótfestu
og hafa leiðtogar stjórnarandstöð-
unnar þurft að sæta pyntingum og
ofsóknum.
21.40 Spilaborgin (Capital City)
Breskur framhaldsþáttur.
22.35 Sköpun (Design) I þessum
einstaka þætti er Imyndunaraflinu
gefinn laus taumur enda verið aö
skoða ýmsar brellur sem notaðar
eru I heimi kvikmyndanna og er
með brellum bæði átt við huglæga
og tæknilega skynjun.
23.35 ítalski boltinn Mörk vikunnar
Iþróttaþáttur fyrir fótboltaáhuga-
menn.
23.55 Zabou Rannsóknarlögreglu-
maðurinn Schimanski er á hælum
eiturlyfjamafíunnar. Böndin berast
að næturklúbbi sem stundaður er
af þotuliðinu. Aðalhlutverk: Götz
George, Claudia Messner og Wol-
fram Berger. Bönnuð börnum.
01.35 Dagskrárfok
Rás 1
FM 92,4/93,5
Morgunútvarp kl. 6.45-9.00
6.45 Veöurfregnir. Bæn, séra
Frank M. Halldórsson flytur. 7.00
Fréttir. 7.03 Morgunþáttur Rás-
ar 1 - Soffia Karlsdóttir. 7.45 Li-
stróf - Meðal efnis er bókmennta-
gagnrýni Matthfasar Viðars Sæ-
mundssonar. Umsjón: Þorgeir Ól-
afsson. 8.00 Fréttir og Morgun-
auki af vettvangi vísindanna kl.
8.10. 8.15 Veðurfregnir. 8.32
Segðu mér sögu „Tóbías og
Tinna“ eftir Magneu frá Kleifum.
Vilborg Gunnarsdóttir les (6).
Árdegisútvarp kl. 9.00-12.00
9.00 Fréttir. 9.03 Laufskálinn Létt
tónlist með morgunkaffinu og
gestur lítur inn. Umsjón: Sigrún
Björnsdóttir 9.45 Laufskálasagan
„Fru Bovary" eftir Gustave Flau-
bert. Arnhildur Jónsdóttir les þýð-
ingu Skúla Bjarkans (66). 10.00
Fréttir. 10.03 Við leik og störf
Umsjón: Guðrún Frimannsdóttir.
(Frá Akureyri). Leikfimi með Hall-
dóru Björnsdóttur eftir fréttir kl.
10.00, veðurfregnir kl. 10.10 og
ráðgjafaþjónusta. 11.00 Fréttir.
11.03 Árdegistónar „Tregaljóð
eftir Maríu Stúart" eftir Giacomo
Carissimi. Elisabeth Speiser
syngur og Hans Ludwig Hirch
leikur á sembal. Concerto grosso
I F-dúr eftir Pietro Antonio Locat-
elli. Kammersveitin I Heidelberg
leikur. Consertino eftir Giuseppe
Tartini. Emma Kirkby leikur á klar-
inettu með ensku kammersveit-
inni; Yan Pascal Tortelier stjórnar.
Sónata I C-dúr ópus 5 númer 9
eftir Arcangelo Corelli. Michala
Petri leikur á blokkflautu og Ge-
orge Malcolm á sembal. (Einnig
útvarpað að loknum fréttum á
miðnætti). 11.53
Hádegisútvarp kl. 12.00-13.30
12.00 Fréttayflrlit á hádegi 12.01
Endurtekinn Morgunauki. 12.20
Hádegisfréttir 12.45 Veður-
fregnir. 12.48 Auðlindin Sjávar-
útvegs- og viöskiptamál. 113.05 í
dagsins önn - Samkeppni um
umhverfismál Umsjón: Steinunn
Harðardóttir. (Einnig útvarpað I
næturútvarpi kl. 3.00).
Miðdegisútvarp kl. 13.30-16.00
13.30 Hornsófinn Umsjón: Friðrika
Benónýsdóttir, Hanna G. Sigurð-
ardóttir og Ævar Kjartansson.
14.00 Fréttir. 14.03 Utvarpssag-
an: „Konungsfórn“ eftir Mary
Renault Ingunn Ásdisardóttir les
eigin þýðingu (3). 14.30 Miðdeg-
istónlist „Dona Nobis Pacem"
eftir Atla Heimi Sveinsson. Gunn-
ar Eyjólfsson framsögn, Sigurður
I. Snorrason leikur á klarinettu,
Erna Guðmundsdóttir, Ingveldur
Ólafsdóttir, Marta Halldórsdóttir
og Sigrún V. Gestsdóttir syngja.
„Eg bið að heilsa", balletttónlist
eftir Karl O. Runólfsson. Sinfónlu-
hljómsveit íslands leikur; Páll G.
Pálsson stjórnar. 15.00 Fréttir.
15.03 I fáum dráttum Brot úr lífi
og starfi Þorsteins frá Hamri.
Slðdegisútvarp kl. 16.00-18.00
16.00 Fréttir. 16.05 Völuskrín Krist-
In Helgadóttir les ævintýri og
barnasögur. 16.15 Veðurfregnir.
16.20 Á förnum vegi í Reykjavík
og nágrenni með Ásdísi Skúla-
dóttur. 16.40 Hvundagsrispa
17.00 Fréttir. 17.03 Vita skaltu
Ari Trausti Guðmundsson, lllugi
Jökulsson og Ragnheiður Gyða
Jónsdóttir afla fróðleiks um allt
sem nöfnum tjáir að nefna, fletta
upp I fræðslu- og furðuritum og
leita til sérfróðra manna. 17.30
Tónlist á síðdegi „Rómeó og
Júlía“, svíta númer 1 ópus 64a eft-
ir Sergei Prokofjev. Sinfónluhljóm-
sveitin I Washington leikur; Mstisl-
av Rostropovitsj stjórnar. Frétta-
útvarp kl. 18.00-20.00 18.00
Fréttir. 18.03 Hérog nú 18.18 Að
utan (Einnig útvarpað eftir fréttir
kl. 22.07). 18.45 Veöurfregnir.
19.00 Kvöldfréttir 19.35 Kviksjá
Tónlistarútvarp kl. 20.00-22.00
20.00 I tónleikasal Frá tónleikum I
minningu tónskáldsins Béla Bar-
tóks, I Lugano á Ítalíu 1. mal I vor.
David Lively leikur á píanó með
Sinfóníuhljómsveitinni I Búda-
pest; András Ligeti stjórnar.
Danssvíta, Konsert nr. 3, fyrir pí-
anó og hljómsveit og Konsert fyrir
hljómsveit. 21.30 Nokkrir nikku-
tónar leikin harmonlkutónlist af
ýmsum toga.
Kvöldútvarp kl. 22.00-01.00
22.00 Fréttir. 22.07 Að utan (End-
urtekinn frá 18.18). 22.15 Veður-
fregnir. 22.20 Orð kvöldsins. Dag-
skrá morgundagsins. 22.30 Ur
Hornsófanum I vikunni 23.20
Sjónaukinn Þáttur um erlend
málefni. Umsjón: Bjarni Sig-
tryggsson. 24.00 Fréttir. 00.10
Miðnæturtónar (Endurtekin tón-
list úrÁrdegisútvarpi). 01.00 Veð-
urfregnir. 01.10 Næturútvarp á
báðum rásum til morguns.
Rás 2
FM 90,1
7.03 Morgunútvarpið - Vaknað til
llfsins Leifur Hauksson og Eirlkur
Hjálmarsson hefja daginn með
hlustendum. Upplýsingar um um-
ferð kl. 7.30 og litiö I blööin kl.
7.55. 8.00 Morgunfréttir - Morgu-
nútvarpið heldur áfram. Þættir af
einkennilegu fólkj: Einar Kárason.
9.03 Níu fjögur Úrvals dægurtón-
list I allan dag. Umsjón: Eva Ás-
rún Albertsdóttir, Magnús R. Ein-
arsson, Margrét Hrafnsdóttir, Jó-
hanna Harðardóttir. Textaget-
raun Rásar 2, klukkan 10.30.
12.00 Fréttayfirlit og veður.
12.20 Hádegisfréttir 12.45 Níu
fjögur Úrvals dægurtónlist. Um-
sjón: Margrét Hrafnsdóttir, Magn-
ús R. Einarsson, Jóhanna Harð-
ardóttir og Eva Ásrún Albertsdótt-
ir. Hver myrti Sir Jeffrey Smith?
Sakamálagetraun Rásar 2 milli
14.00 og 15.00. 16.03 Dagskrá
Starfsmenn dægurmálaútvarps-
ins og fréttaritarar heima og er-
lendis rekja stór og smá mál
dagsins. 18.03 Þjóöarsálin -
Þjóðfundur I beinni útsendingu
sími 91-686090 19.00 Kvöldfréttir
19.32 Gullskífan úr safni Joni
Michell: „Don Juan's reckless
daughter" frá 1977. 20.00 Lausa
rásin Útvarp framhaldsskólanna.
Ný tónlist kynnt. Viðtöl við erlenda
tónlistarmenn. Umsjón: Hlynur
Hallsson og Oddný Eir Ævars-
dóttir. 21.00 Söngur villiandarinn-
ar Þórður Árnason leikur Islensk
dægurlög frá fyrri tlð. (Endurtek-
inn þáttur frá laugardegi). 22.07
Landið og miðin Siguröur Pétur
Harðarson spjallar við hlustendur
til sjávar og sveita. (Úrvali útvarp-
að kl. 5.01 næstu nótt). 00.10 í
háttinn 01.00 Næturútvarp á
báðum rásum til morguns.
Fréttir kl. 7.0, 7.30, 8.00, 8.30 9.00,
10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00,
15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00,
22.00 og 24.00.
EFFEMM
FM 95,7
BYLGJAN
FM 98,9
STJARNAN
FM 102,2
AÐALSTÖÐIN
FM 90,9
ALFA
FM 102,9
Við gætum^
lokkað hannl
inn og þá
myndi hann
bráðna.
Það tæki allt
of langan tfma
Hvernig drápu
þeir Snjómann
inn ógurlega?
Ekki glóru.
Ég vildi að
ég hefði
fylgst með
þessum
asnalegu
láttum.
lannski
drápu þeir
með ísexi?
Fréttaþátturinn Að utan er á dagskrá Rásar eitt klukkan 18.18 I dag eins
og aðra daga. Myndin er af fréttamönnunum Hildi Bjarnadóttur, Sigrúnu
Björnsdóttur, Margréti E. Jónsdóttur og Þorvaldi Friðrikssyni.
mSÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 23. janúar 1991