Þjóðviljinn - 26.01.1991, Page 3
FRETTIR
Dagsbrúnarkosningin
h átttaka Þrastar Ólafssonar
~ í stjórnarkjörinu í Dags-
brún hefur mælst mjög mis-
jafnlega fyrir meðal Alþýðu-
flokksmanna í Reykjavík, en
Þröstur er kosningastjóri
stjórnarinnar auk þess sem
hann tekur þátt í prófkjöri Al-
þýðuflokksins í Reykjavík og
stefnir þar á þriðja eða ljórða
sæti.
Ahrifamaður í Alþýðuflokkn-
um í Reykjavík sagði við Þjóð-
viljann í gær að flokksmenn væru
almennt mjög óánægðir með
þessa tengingu eins frambjóðand-
ans í prófkjörinu við deilur innan
Dagsbrúnar. Hann sagði flokks-
menn óttast að flokkurinn gæti
dregist inn í leiðindamál vegna
þessa. Þá benti hann á að for-
mannsefni mótframboðsins væri
vel þokkaður Alþýðuflokksmað-
ur.
Frambjóðendur mótfram-
boðsins hafa einnig gagnrýnt að-
ild Þrastar að stjómarkjörinu í
Dagsbrún og segja að með þessu
sé verið að gera það að flokkspól-
itísku máli. Þeir benda á að Þröst-
ur sé aðstoðarmaður Jóns Bald-
vins Hannibalssonar utanríkisráð-
herra, auk þess sem kosninga-
skrifstofa stjómarinnar sé í Al-
þýðuhúsinu.
„Mér fmnst mjög að mér veg-
ið með þessu,“ sagði Jóhannes
Guðnason, formannsefni mót-
framboðsins, sem verið hefur
virkur félagi í Alþýðuflokknum,
m.a, varaformaður Sambands
ungra jafnaðarmanna árið 1981.
„Við höfúm heimildir fyrir
því að Birgir Dýrfjörð, ffam-
kvæmdastjóri Alþýðuflokksins,
og Jón Baldvin formaður standi á
bak við Þröst i þessu. Reynist
þetta rétt mun ég segja mig úr Al-
þýðuflokknum því það er fárán-
legt að flokkurinn sé að blanda
sér í þetta stjómarkjör,“ sagði Jó-
hannes.
Auk þess sagði hann að sér
fyndist siðlaust að maður á fúll-
um launum hjá utanríkisráðherra
tæki að sér kosningastjóm fyrir
Dagsbrúnarstjómina.
Þröstur vísar þessum ásökun-
um á bug og segir ekkert óeðlilegt
við það að hann taki að sér kosn-
ingastjóm fyrir stjóm Dagsbrún-
ar.
„Ég er bara að vinna fyrir
Dagsbrún. Ég þekki félagið vel
og er vanur að taka þátt í kosn-
ingabaráttu. Þetta er ekkert á veg-
um flokksins að öðm leyti en því
að ég er félagi í Alþýðuflokkn-
um,“ sagði Þröstur.
Þröstur sagðist hafa fengið
vikulangt leyfi frá störfúm í utan-
ríkisráðuneytinu til þess að sjá
um kosningabaráttuna.
Síðdegis í gær höfðu um 400
manns greitt atkvæði í stjómar-
kjörinu en alls em um 3.500 á
kjörskrá. Kosning hófst kl. 13 og
lauk kl. 20 i gær. í dag verður
kosningunni fram haldið frá kl.
10 til 19 og henni lýkur svo á
sunnudag en þá er hægt að kjósa
frákl. lOtil 17.
-Sáf
Kosning til stjórnar Dagsbrúnar hófst á hádegi I gaer og um fimmleytið höfðu um 400 manns kosið. Mynd: Jim
Smart.
Eistland
Ekki pólitísk
morð
Ráðstefnu norrænu og
eistnesku verkalýðssam-
takanna aflýst vegna
morða á tveim sœnskum
verkalýðsforingjum
Við höfum fengið það nánast
staðfest hjá eistnesku verkalýðs-
samtökunum að hin hörmulegu
morð á tveim sænskum verka-
lýðsforingjum í fyrradag hafi
ekki verið af pólitískum ástæð-
um, heldur hafi hér verið um
hrein auðgunarmorð að ræða,
sagði Ásmundur Stefánsson for-
seti ASÍ í samtali við Þjóðviljann
ígær.
Sú ákvörðun var hins vegar
tekin af norrænu verkalýðssamtök-
unum í gærmorgun í samráði við
þau eistnesku, að aflýsa fyrirhug-
aðri ráðstefnu þessara aðila, sem
átti að hefjast í Tallinn næstkom-
andi mánudag.
Ástæða frestunarinnar er í
fyrsta lagi harmur yfir fráfalli
sænsku verkalýðsforingjanna og í
öðru lagi vilja menn endurskoða
áhættuna af svona samkomum,
sagði Ásmundur og bætti við að
upplausnarástand eins og nú rikti í
Eystrasaltsríkjunum hefði meðal
annars þau áhrif að auka almenna
glæpatíðni.
Tilgangur ráðstefnunnar í Tall-
inn átti að vera að meta það hvem-
ig verkalýðshreyfing í umbreyt-
ingaþjóðfélagi eins og því eist-
neska ætti að bregðast við og
hveiju hún þyrfii að breyta í starf-
semi sinni. Eistlendingamir hafa
verið í sambandi við norrænu
verkalýðssamtökin áður og áttu
þau frumkvæði að boðun ráðstefn-
unnar, sem nú hefúr verið frestað
um óákveðinn tíma.
Hinir myrtu Svíar vom Bertil
Whinberg formaður sambands
sænskra byggingarverkamanna og
Ove Fredriksson formaður
sænskra timburverkamanna. -ólg >
Skjálfti hjá krötum
Þröstur Olafsson sakaður um að gera stjórnarkjörið að flokkspólitísku máli. Þröstur: Vísa þessu
á bug. Jóhannes Guðnason: Segi mig úr Alþýðuflokknum efhann stendur á bak við stjórnina
Landsvirkiun
Hagnaður af orkusölu
Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar: Landsvirkjun grœddi á
viðskiptum við ÍSAL 1969-1990
U alldór Jónatansson, for-
stjóri Landsvirkjunar, full-
yrðir að hagnaður hafi verið af
orkusölunni til ÍSAL síðan
orkusamningurinn tók gildi ár-
ið 1969. Hann hefur hins vegar
ekki tiltækar tölur um hver
hagnaðurinn hefur orðið.
Að sögn Halldórs vom tekjur
Landsvirkjunar af orkusölu til
ÍSAL 19 miljarðar króna á ámn-
um 1969-1990. Afborganir og
vextir af lánum vegna ffarn-
kvæmda við Búrfell og fleiri
mannvirkja sem tengjast orkusöl-
unni til ISAL vom hins vegar um
12 miljarðar á sama tímabili. Báð-
ar tölumar em að sögn Halldórs á
verðlagi í desember 1990.
- Við höfum ekki tölur um
hagnaðinn af þessari orkusölu, en
það er alveg ljóst að það hefúr
orðið hagnaður af henni, segir
Halldór við Þjóðviljann.
í svari við fyrirspum Guðrún-
ar J. Halldórsdóttur, þingmanns
Kvennalistans, um þetta efni
kemur ekki ffarn hver hagnaður
Landsvirkjunar af viðskiptum við
ÍSAL varð á ámnum 1980 til
1989. í svari iðnaðarráðherra við
fyrirspum Guðrúnar segir að ekki
hafi verið hægt að greina frá
hagnaði Landsvirkjunar af ein-
stökum þáttum orkusölunnar,
enda séu mörg álitamál varðandi
slíka skiptingu. Hins vegar kemur
fram í svarinu að rekstrarhagnað-
ur Landsvirkjunar á þessu tíma-
bili varð samtals um 836 miljónir
króna. Á sama tímabili greiddi
ÍSAL tæplega 1200 miljónir
króna í framleiðslugjald, að frá-
dregnum kostnaði vegna eftirlits
með álverinu. Rekstrarhagnaður
Landsvirkjunar og skattgreiðslur
ÍSAL nema því samtals rúmlega
tveimur miljörðum króna.
Á þessu tímabili greiddu ís-
Iendingar hins vegar samtals 3,36
miljarða króna í afborganir og
vexti af lánum sem tekin voru
vegna Búrfellsvirkjunar og ann-
arra framkvæmda vegna álversins
í Straumsvík. Mismunurinn er vel
á annan miljarð króna á þessu tíu
ára tímabili. -gg
ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 3
Alþingi
Bannað að selja
Páll Pétursson, Frfi., hefur
lagt fram á þingi frumvarp
til laga þess efnis að fjármála-
ráðherrra sé óheimilt að selja
fasteignir ríkisins, hlutabréf eða
eignarhluti í félögum, skip eða
fiugvélar, listaverk eða aðrar
eignir án þess að hafa til þess
sérstaka heimild í almennum
lögum eða á ijárlögum.
I greinargerð með frumvarpinu
bendir flutningsmaðurinn á að
fjármálaráðherra sé óheimilt að
selja fasteignir ríkissjóðs og því sé
eðlilegt að hið sama gildi um ofan-
nefnda hluti.
Páll er þingmaður í Norður-
landskjördæmi eystra og hefur
harðlega gagnrýnt sölu fjármála-
ráðherra Olafs Ragnars Grímsson-
ar á Þormóði ramma hf. Siglufirði.
Augljóslega beinist þetta frumvarp
gegn slíkri sölu hlutabréfa, því fyr-
ir jól lagði sami þingmaður ásamt
Pálma Jónssyni, Sjfl., fram frum-
varp til laga þess efnis að fjármála-
ráðherra væri óheimilt að selja
hlutabréf ríkisins í Þormóði
ramma hf. Frumvarp þetta varð
ekki útrætt á haustþinginu.
-gpm
HELGARRÚNTURINN
ÞORRINN er genginn í garð þótt ekki sé þorralegt um að litast, að
minnsta kosti ekki á höfúðborgarsvæðinu. Eflaust munu margir blóta
Þorrann nú um helgina. Þeir sem ekki gera það með félagasamtökum eða
vinnufélögum sínum geta haldið sín einka Þorrablót í heimahúsum. Eða
ef pyngjan þolir það þrátt fyrir þjóðarsátt og timburmenn plastjóla: mörg
veitingahúsanna bjóða upp á þorramatseðil. Og í Kringlunni er sérstök
Þorrakynning í dag og síðan alla næstu viku.
ÞEGAR blótgestir vakna útkýldir af feitu súrmeti á sunnudag er ekki úr
vegi að skreppa með Ferðafélagi íslands til Þingvalla. Þetta er fyrsta af
fjórum árstíðaferðum Ferðafélagsins á Þingvelli. Lagt verður af stað kl.
11 frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Gengið verður með strönd
Þingvallavatns frá Vellandkötlu um Vatnskot og Lambhaga að Þingvalla-
kirkju, en þar mun séra Heimir Steinsson þjóðgarðsvörður taka á móti
hópnum og flytja stutta helgistund og segja frá sögu staðarins. Heim-
koma er kl. 16.30. Þátttaka kostar kr. 1000, en frítt fyrir böm. Þá verður
ferð að Heklu norðan megin frá, og er lagt af stað kl. 8 árdegis á sunnu-
dag ef aðstæður leyfa.
FÆREYSKI leikhópurinn Leikapettið sýnir ævintýraleik fyrir böm í
Norræna húsinu á morgun, sunnudag, kl. 16. Leikritið heitir Kraddarin
og hefur fengið mjög góða aðsókn i Færeyjum. Höfúndar em Súsanna
Tórgarð og Birita Mohr. Söngtextar em eftir Axel Tórgarð, en tónlistin
eftir Hans Pauli Tórgarð og Egi Dam. Leikstjóri er Birita Mohr og fer
hún jafnframt með aðalhlutverkið. Leikritið byggir á gamalli færeyskri
þjóðsögu, en Kradarin myndi kallast Nirfillinn á íslensku.
IRIS Elfa Friðriksdóttir opnaði í gær sína fyrstu einkasýningu í Nýlista-
safninu við Vatnsstíg. Á sýningunni em verk unnin í jám og polyester.
Níels Hafstein opnaði einnig sýningu í Nýlistasafninu í gær, en þar birtir
hann niðurstöður formrannsókna sinna og em verkin unnin í tré og
málma. Myndir af venjulegum stöðum er yfirskrift ljósmyndasýningar
ívars Brynjólfssonar í Gallerí 11 við Skólavörðustíg sem opnuð var í
gær.
HAFNFIRÐINGAR geta notið Vínarstemmningar á Fjömkránni um
þessar mundir. Tilefnið er 200 ára dánarminning Mozarts og er boðið
upp á austurriskan mat, en Austurríkismaður aðstoðar kokkana. Þá er
boðið upp á Vínartónlist og klassískan söng. Dagur harmónikunnar er í
dag og verður hann haldinn hátíðlegur í Tónabæ þar sem Stórsveit Harm-
onikufélags Reykjavíkur spilar ásamt minni hópum og einstaklingum.
Sérstakur gestur dagsins er Garðar Olgeirsson frá Hellisholtum í Hmna-
mannahreppi. Dagskráin hefst kl. 15 og henni lýkur kl. 17. Aðgangur er
ókeypis og allir velkomnir. Sigríður Ella Magnúsdóttir verður með ljóða-
tónleika í Gerðubergi á morgun^unnudag, kl. 16, en ekki kl. 20.30 eins-
og misritaðist í Nýju Helgarblaði.