Þjóðviljinn - 26.01.1991, Blaðsíða 5
Isjónvarpsþætti á dögunum vöktu
snörp oröaskipti um innihald samn-
inga um Evrópskt efnahagssvæði
nokkra athygii. Steingrímur Hermanns-
son forsætisráðherra afneitaði í raun
eftirfarandi orðum ritstjóra Tímans sem
birtust í blaðinu laugardaginn 19. janú-
ar sl.:
„Um það er ekkert að viliast að EES
á ekkert skylt við fríveslunarsamtök af
því tagi, sem íslendingar telja rétt að
taka þátt í. Evrópska efnahagssvæðið
verður í aðalatriðum sama eðlis og nú-
verandi Evrópubandalag með þeirri
fullveldisskerðingu sem slíku fylgir, því
yfirþjóðlega valdi sem óhjákvæmilegt er
í slíkum samtökum og ekki samrýmist
stefnu núverandi ríkisstjórnar að ís-
lenska ríkisstjórnin gangist undir.“
Eðlismunur eða stigsmunur
Auk þess sem forsætisráðherra taldi
þessa skoðun ritstjóra Tímans ranga í um-
ræddum þætti afneitaði Jón Baldvin Hanni-
balsson utannkisráðherra algerlega sömu
skoðun sem kom fram í samtali við Gunn-
ar Schram prófessor, og af orðum Olafs
Ragnars Grímssonar varð ekki annað ráðið
en að hann væri sama sinnis. Samkvæmt
þessu telja oddvitar ríkisstjómarinnar eðl-
ismun á aðild íslands að Evrópsku efha-
hagssvæði eða aðild að Evrópubandalag-
inu, en ritstjóri Tímans og háskólaprófess-
orinn að munurinn sé sáralítill, eða aðeins
stigsmunur.
Þessi orðaskipti eru til marks um það
sem einatt gerist í íslenskri stjómmálaum-
ræðu. Menn taka að deila um orðalag sem
litlu máli skiptir á meðan aðalatriðin annað
tveggja gleymast eða em látin liggja milli
hluta. Það skiptir með öðmm orðum harla
litlu máli hvort menn gefa þessum mun
heitið eðlismunur eða stigsmunur. Það sem
okkur varðar um er sá vemleiki sem leiða
kann af þeim ákvörðunum sem teknar
verða. Hvenær eðlið tekur við af stiginu er
hvort sem er ekki augljóst og ástæðulaust
að eyða mikilli orku i vangaveltur af því
tagi.
Aðgangseyrir
Eins og málið blasir við stendur það
fyrst og fremst um að tryggja okkur greið-
an og tollfijálsan aðgang að Evrópumark-
aði fyrir fiskafurðir. Um þessar mundir
kaupa Evrópuþjóðir stóran hluta af sjávar-
afurðum Islendinga og er talið að tollur af
þeim innflutningi sé nokkuð á annan mil-
jarð króna. Þetta hefur á hinn bóginn alls
ekki verið svo alla tíð. Fyrir fáum ámm
vom stærstu markaðir okkar í Bandaríkjun-
um og Sovétrikjunum.
Innan EFTA hafa íslendingar komið til
leiðar svokallaðri fríverslun með fisk, sem
á að fela í sér tollfijáls viðskipti með fisk
og eins hitt að sjávarútvegurinn standi á
eigin fótum, njóti ekki opinberra styrkja.
Eins og samningamálin standa núna, em
hvorki sjávarútvegsmál né fríverslun með
fisk með í þeim samningaviðræðum sem
standa yfir og EB hefur verið ófáanlegt til
að ræða um þau efni, enda er stefna banda-
lagsins i sjávarútvegs- og landbúnaðarmál-
um ekki til umræðu við nokkum mann, ut-
an þess. Enn stendur óhögguð sú krafa
bandalagsins að fyrir tollfrjálsan aðgang að
mörkuðum fyrir fisk verði að greiða með
aðgangi bandalagsins að fiskimiðum.
Samningaumræður um EES standa því
um þessar mundir um önnur atriði en ís-
lendingar hafa hingað til talið sér mikil-
vægust, enda lá fyrir í nóvember 1990 að
Evrópubandalagið myndi ekki vilja semja
um fríverslunina eða yfirleitt að ræða
nokkuð við EFTA-löndin um sjávarútvegs-
stefhu EB. Þetta þarf ekki að þýða að á
lokastigi samninganna komi fiskverslunin
ekki á dagskrá.
Nokkur aðalatriði
Utanrikisráðherra gaf Alþingi skýrslu
um viðræðumar í október sl. I henni segir
að markmið samningsaðilanna sé að koma
á samræmdu Evrópsku efnahagssvæði sem
nái til EFTA-landanna og Liechtenstein
annars vegar og EB- landanna hins vegar.
Samningamir eiga að fjalla um fijáls vöm-
viðskipti, fijálsan fjármagnsmarkað og
þjónustuviðskipti, fijáls atvinnu- og bú-
seturéttindi og svokölluð jaðarmálefni en
undir þau flokkast menntamál, menningar-
mál, umhverfismál, félagsmál og svo fram-
vegis. Til gmndvallar samningaviðræðun-
um em lagðar samþykktir Evrópubanda-
lagsins með örfáum en afmörkuðum und-
antekningum. Sjávarútvegur og landbún-
aður er undanskildir í samningunum.
Nú em samningamir auðvitað allt of
flókið mál til þess að gera þeim tæmandi
skil í einni grein. Þess vegna er ástæða til
að stytta mjög leiðina og segja þetta: Regl-
ur um irtnri markað Evrópubandalagsins
eiga að gilda í öllum löndunum sem samn-
ingurinn nær til. I einföldustu mynd sinni
þýðir þetta að fyrirtæki og einstaklingar
hafa sama rétt til athafna í öllum löndun-
um. Islensk fyrirtæki geta því komið sér
fyrir í hvaða landi sem er og erlend fyrir-
tæki hér á landi, hveijum manni er fijálst
að setjast að eða stunda atvinnu i því landi
sem hann óskar. Til að tryggja þessi réttindi
og skyldur em sett lög og reglur sem em í
aðalatriðum þær reglur sem Evrópubanda-
lagið hefúr sett. Landbúnaður og sjávarút-
vegur em undanskildir eins og áður sagði.
Frá þessum gmndvallaratriðum er síð-
an hægt að víkja í vissum tilvikum. Þannig
væri t.d. hægt að takmarka búsetu eða at-
vinnu erlendra manna á Islandi ef hætta
væri á alvarlegri röskun. A hinn bóginn
krefst Efnahagsbandalagið þess_ að allar
undanþágur verði tímabundnar. í framtíð-
inni á eitt yfir alla að ganga.
Aðild að EES - framsal á valdi
A þessu stigi er afar erfitt að meta til
hlítar kosti og galla þess fyrir íslendinga að
taka þátt í EES. Svo lengi sem ekki er vitað
Að
gefnu
tilefni
Þá vaknar spurningin
hvort við getum sett þá
fyrirvara sem duga og
áður voru nefndir eða
hvort mikilvœgum
greinum íslensks at-
vinnulífs er beinlínis
stefnt í hendur erlendra
fyrirtækja með þeirri
opnun sem í samningn-
um á að felast.
hvort við náum einhveiju fram að þvi er
varðar fiskinn er varla nokkur leið að gera
málið upp og vega óhagræði og hagræði
saman. Það er alveg augljóst að aðild að
EES felur í sér framsal á valdi líkt og marg-
ir alþjóðasamningar gera. Er þetta framsaj
svo mikið að það sé háskalegt þjóðlífinu? í
annan stað veitum við erlendum aðilum
réttindi hér sem við höfúm hingað til talið
að við ættum að sitja ein að en eigum að fá
sömu réttindi á móti í aðildarlöndunum.
Við blasir hins vegar að stærðarmunurinn
er slíkur í öllum greinum að við getum að
líkindum ekki nýtt okkur þau í neinum
verulegum mæli. Þá vaknar spumingin
hvort við getum sett þá fyrirvara sem duga
og áður vom nefndir eða hvort mikilvæg-
um greinum íslensks atvinnulífs er beinlin-
is stefnt í hendur erlendra fyrirtækja með
þeirri opnun sem í samningnum á að felast.
Þessu til viðbótar þarf að gera upp hugsan-
legan ávinning á öðrum sviðum, svo sem í
félagsmálum og menningar- og mennta-
málum og bera þá saman við ástandið eins
og það er og valkostina sem við eigum, en
í þvi sambandi má geta þess að þegar hafa
verið gerðir margir samningar við Evrópu-
bandalagið um ýmsa þætti menningarmála.
Þessir samningar eru gerðir algerlega óháð
því hver niðurstaða verður úr yfirstandandi
viðræðum.
Eining um tslenska leið
Spyrja má fjölda annarra spuminga um
kosti og galla þess að við gerumst aðilar að
EES. Eins og sakir standa virðist sá kostur
sem felur í sér þann íjárhagslega ávinning
sem er augljósastur, þ.e. niðurfellingu tolla
á fiskafurðir, ekki standa til boða. Fjár-
hagslega hagræðið sem af því hlytist er auk
þess svo lítið að heildarávinningur af
samningnum er í hæsta máta vafasamur
svo ekki sé meira sagt. Fari svo að samn-
ingar takist ekki um niðurfellingu tollanna
verður ekki séð að nokkur nauðung reki
okkur til þess að gerast aðilar að EES.
Samskipti okkar við Evrópu eru eitt
mikilsverðasta málið sem íslensk stjóm-
völd munu hafa með að gera á næstunni. Á
ráðherrafundi í Briissel 19. desember s.l.
var ákveðið að stefna að undirritun samn-
ingsins fyrir komandi sumar. Það er með
öðrum orðum verið að tala um að ljúka
samningsgerðinni á allra næstu mánuðum.
Aðstaða Islendinga er allt önnur en hinna
EFTA- landanna og fyrir liggur vilji
tveggja um aðild að Evrópubandalaginu.
Sameiginlegir hagsmunir EFTA-landanna
em því miklu minni en menn ætluðu í upp-
hafi.
Þegar á heildina er litið og reynt að
meta stöðu þessa máls kemur upp í hugann
gamalt slagorð Alþýðubandalagsins - Ein-
ing um íslenska leið. - Miðað við það sem
að framan er rakið sýnist blasa við að skapa
einingu um þá íslensku leið sem felst í því
að ná samningum við EB um viðskipti og
velja svo sjálf að hve miklu leyti við viljum
samræma löggjöf okkar Evrópsku efna-
hagssvæði eða Evrópubandalaginu.
hágé.
Eining um
íslenska leið
. Laugardagur 26. janúar 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5