Þjóðviljinn - 20.02.1991, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.02.1991, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR Bush og Maior Vísa vopnahléstillögum á bug r Iraksstjórn hafði ekkert látið frá sér heyra um þær í gœrkvöldi. Harðar loftárásir á Bagdað. Sókn bandamanna á landi talin yfirvofandi George Bush, Bandaríkjafor- seti, sagði í gær að tillögur þær um vopnahlé í Persaflóa- stríði, sem Gorbatsjov Sovét- ríkjaforseti hefur lagt fram, væru ekki fullnægjandi að dómi bandamanna. Var því í gær- kvöldi svo að sjá að ekkert gæti lengur hindrað að stríð þetta snerist upp í meiriháttar hern- aðarátök á landi. John Major, forsætisráðherra Bretlands, lét í gær í ljós sama álit og Bush á sovésku tillögunum. I gærmorgun var búist við að Bandaríkjastjóm myndi draga eitthvað að skipa landher sínum til sóknar, í því augnamiði að sjá til hver útkoman yrði úr fríðarvið- leitni Gorbatsjovs, en í gærkvöldi, eftir að þeir Bush og Major höfðu látið í sér heyra um tillögur Sovét- ríkjaforseta, gerðu sumir ffétta- skýrendur ráð fyrir að sókn fjöl- þjóðahersins á landi hæfist á hverri stundu. Iraksstjóm hafði í gærkvöldi ekkert látið í sér heyra um tillög- umar. Ali Akbar Velayati, utan- ríkisráðherra Irans, sagðist vera sannfærður um að Irakar væm nú reiðubúnir að kveðja her sinn frá Kúvæt án skilyrða og kvaðst byggja það álit sitt á viðræðum við Tareq Aziz, utanríkisráðherra Iraks, sem kom við í Teheran á leið sinni til Moskvu að leita lið- sinnis Gorbatsjovs. Loftárásir bandamanna á Bagdað í fyrrakvöld og fyrrinótt vom einhveijar þær hörðustu í Persaflóastríði hingað til. Erlendir fféttamenn þar i borg, sem hafast við í Rashid-hóteli, segja að í gærmorgun hafi stórt svæði í grennd við hótelið ekkert verið nema rústir. Hótelið lék á reiðiskjálfi af sprengingunum en ekki sakaði það sjálft. Það er í einum af glæsi- legri hlutum borgarinnar og vom byggingar þar flestar reistar í stjómartíð Saddams Husseins. I írösku blaði stóð í gær að Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra berðust ekki til þess að frelsa Kúvæt, heldur væri ásetn- ingur þeirra að eyðileggja írak og steypa leiðtoga þess. Blaðið sagði einnig að óvinir Iraka mættu bú- ast við ýmsu „hræðilegu og óvæntu“ ef þeir hættu ekki loft- árásum á óbreytta borgara. Talið er að þar sé átt við eiturgas, en því hafa Irakar ekki beitt hingað til í stríðinu, að líkindum af ótta við að svarað yrði í sömu mynt. Iranar hafa eftir aðstoðarfor- sætisráðherra íraks að um 20.000 iraskir hermenn og óbreyttir borg- arar hafi verið drepnir á fyrstu 26 dögum stríðsins og um 60.000 særðir. Er þetta mjög nálægt út- komu tölvuútreikninga Banda- ríkjahers á manntjóni íraska hers- ins. í opinbemm tilkynningum ír- aka segir hinsvegar að þeir hafi misst 90 hermenn fallna og að 967 óbreyttir borgarar hafi farist. Reuter/-dþ. -------------------------------—T-------------------------- Vígamóður Irakshers Hefur sprengjuregnið lamað hann? Sumir bandarískir sérfrœðingar um þetta segja að þess séu dœmi að harðar loftárásir á landheri hafi aukið þeim bardagalöngun Liðsmenn (alþýðuvarðliði (raks - óvissa um áhrif sprengjuregnsins á her Saddams. Sovétstjórn lofar rannsókn Sovésk stjómvöld hafa tilkynnt utanríkisráðuneyti Finnlands að öll tildrög þess að sovéski herinn beitti vopnum gegn óbreyttum borgumm í Vilnu og Riga, höfuð- borgum Litháens og Lettlands, verði rannsökuð. Ef einhveijir her- menn reynist hafa brotið lög og reglur í því sambandi verði þeim refsað. Atburðir þessir gerðust í s.l. mánuði og urðu sovéskir hermenn þá 19 mönnum að bana. Suður-írakar aðvaraðir IRNA, hin opinbera fréttastofa írans, skýrði svo frá í fyrradag að flugher bandamanna i Persaflóa- stríði væri farinn að dreifa flug- miðum yfir borgir í Suður-Irak. A miðunum væm íbúar borganna hvattir til að yfirgefa heimili sín, sökum þess að þeim væri að öðmm kosti hætta búin af völdum loft- árása bandamanna. 60% verðhækkanir Valentín Pavlov, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, sagði í fýrra- dag að stjóm hans ætlaði að hækka verðlag um 60 af hundraði að jafh- aði, en reynt yrði að bæta almenn- ingi það upp með hækkuðum laun- um og stuðningi velferðarkerfis. Nærri þriðjungur af öllum vömm yrði seldur á verði, sem framleið- endur og seljendur ákvæðu. Bandarískir sérfræðingar um áhrif hernaðar á sálar- þrek og baráttukjark her- manna eru ekki sammála um hversu mikil og hverskonar áhrif rúmlega mánaðar Iátlaus Ioftsókn hafi haft á baráttumóð írakshers. Sumir telja jafnvel að árásirnar kunni að hafa haft öfug áhrif við það sem til var ætlast, þ.e.a.s. hleypt hörku í íraska herinn. Pentagon, vamarmálaráðu- neyti Bandaríkjanna, lætur í veðri vaka að lítill vígamóður muni vera eftir í írösku hermönnunum í Kúvæt og Suður-Írak eftir að sprengjur og eldflaugar hafa gengið á þeim látlaust, sólarhring eftir sólarhring í meira en mánuð. Við það álag bætist að þeir fái mat og drykk af skomum skammti og langtíma innilokun í skotgröfum og byrgjum. Þetta er að nokkm byggt á frásögnum liðhlaupa. Þeir hafa sagt m.a. að sérstakir her- flokkar hafi verið settir til að skjóta hermenn sem reyni að strjúka. En ekki taka allir undir þetta. Bandarískur herforingi, sem vildi ekki láta nafns síns getið í ffétt, sagði þannig að allt sem hann vissi um áhrif harðra loftárása á landheri benti til þess að sú reynsla hleypti í þá aukinni hörku og einbeitni. Alan Jacobson, geð- sjúkdómafræðingur við Miami- háskóla, segir að vissulega leiti ótti og harmur á hermennina er sprengjumar tæti félaga þeirra sundur í kringum þá, en jafnframt þessu magnist með þeim hatur og hefndarfýsn gegn óvininum. Það gefi hermönnunum aukið úthald og veki með þeim vígamóð. Jacobson bætir því við að margir írösku hermannanna séu bardagareyndir úr írask-íranska stríðinu, en í her andstæðinga þeirra eru vígvanir menn hinsveg- ar tiltölulega fáir. John Urbanetti, sem kennir herlækningar við Yale-háskóla, segir að þess séu þó nokkur dæmi úr Víetnamstríðinu að „teppa- lagning“ með sprengjum hafi stælt hersveitir Norður-Víetnams og Þjóðffelsisfýlkingarinnar suð- urvíetnömsku. En Andrew Baum, sérfræðingur um bardagastreitu, segir að í Vietnam hafi yfirleitt ekki verið barist í föstum víglín- um og andstæðingar Bandaríkja- manna þar því haft möguleika á að færa sig undan sprengjuregni. Öðru máli gegni í Persaflóastríði. Reuter/-dþ. Ráðstefna íslamssamtaka Stuðningur við Irak Múslímar hvattir til samstöðu með því gegn „ bandalagi krossfara Hörð atlaga Jeltsíns Gorbatsjov segi af sér Borís Jeltsín, forseti Rúss- lands, krafðist þess i gær að Míkhaíl Gorbatsjov, Sovét- ríkjaforseti, segði af sér þegar í stað. Er komist svo að orði í frétt um þetta að þar með sé hafin úrslitaglíma þessara tveggja höfuðkeppinauta í sov- éskum stjórnmálum. Jeltsín lét þetta og fleira í Ijós í 50 mínútna sjónvarpsviðtali. Sagði hann Gorbatsjov misnota forsetaembættið til að safna í hendur sínar völdum svo miklum að einræðishneigð hlyti að liggja að baki. Lagði Jeltsín til að völd Gorbatsjovs yrðu færð í hendur sambandsráði Sovétríkjanna, en i því eiga sæti forsetar allra sov- ésku lýðveldanna 15. Hér virðist vera um að ræða gagnáhlaup Jeltsíns gegn íhalds- mönnum, sem mestu ráða í kommúnistaflokkum Sovétríkj- anna og Rússlands og hafa undan- farið verið að eflast á rússneska þinginu. Bera þeir Jeltsín hinum verstu sökum, þ. á m. um sam- bönd við skipulagðan glæpalýð, og fer ekki leynt að þeir stefha að því að neyða hann til að láta af völdum. Þessi síðasta atlaga Jeltsíns að Gorbatsjov þykir benda til þess, að erfiðleikamir við að brúa bilið milli sovésku stjómarinnar og lýðveldanna, sem vilja annað- hvort fullt sjálfstæði eða víðtæka sjálfstjóm, séu nú meiri en nokkru sinni fyrr. Reuter/-dþ. Islamssamtök frá nokkrum löndum, sem undanfarna tvo daga hafa haldið ráðstefnu í Lahore í Pakistan, lýstu því yfir í ráðstefnulok að Persafióa- ófriður væri stríð Vesturlanda gegn íslam og menningu þess. Væri þar að verki „bandalag krossfara og síonista“ er ætluðu að leggja undir sig lönd músl- íma og auðlindir þeirra. Samtökin lýstu yfir fúllum stuðningi við Irak og hvöttu til að andstæðingar þess yrðu beittir auknum þrýstingi í þeim tilgangi að þeir kölluðu heri sína frá Persaflóasvæði. Á ráðstefnunni vom m.a. full- trúar frá Múslímabræðralagi í Eg- yptalandi, Sýrlandi og Jórdaníu, Jamaat-i-Islami í Pakistan, Nahdaflokknum í Túnis, íslams- flokki í Malajsíu og þremur afg- önskum uppreisnarflokkum. Full- trúar gengu fyrir Ghulam Ishaq og síonista Hekmatjar - vill ekki hjálpa upp á Bandaríkjamenn gegn Irak. Khan, forseta Pakistans, og kröfð- ust þess að hann kallaði heim her- sveitir Pakistans í fjölþjóðahem- um á Persaflóasvæði. Pakistan hefur þar um 11.000 manna lið. Einn afgönsku fúlltrúanna á ráðstefnunni var Gulbuddin Hekmatjar, kunnur sem einn helstu foringja mujahideen, upp- reisnarmanna sem stríða gegn stjóm Afganistans er Sovétríkin styðja. Bráðabirgðastjóm upp- reisnarmanna, sem hefur aðsetur í Pakistan, hefiir sent í fjölþjóða- herinn um 300 skæruliða, og sagði Hekmatjar á ráðstefnunni að hún hefði ekki haft umboð til þess. Hekmatjar á vegsemd sina meðal mujahideen því að miklu leyti að þakka að Bandaríkjamenn hafa verið örlátir við hann á vopn og fé og þykir þeim nú trúlega að hann sé kálfúr er illa launi ofeldi. Ráðstefnan lýsti yfir stuðn- ingi við baráttu Palestínumanna gegn Israel, Jórdaníu fyrir sam- stöðu hennar með Irak, uppreisn- armenn í Afganistan og andstöðu múslíma í Kasmír við indversk yfirráð. Reuter/-dþ. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 20. febrúar 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.