Þjóðviljinn - 07.03.1991, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.03.1991, Blaðsíða 5
VIÐHORF Fréttaþörf og þýðingarskylda Þegar sagnfræðingar framtíð- arinnar fara að rannsaka 20. öld- ina mun þeim eflaust verða star- sýnt á tvennt sem ffemur öðru hefur einkennt þessa öld sem brátt rennur sitt skeið á enda. Annars vegar munu þeir sjá gegndarlausar mannfómir í ótal styrjöldum, þær mestu sem sagan greinir frá, hins vegar þær gífur- legu tækniframfarir sem átt hafa sér stað, til góðs og ills fyrir menn og náttúm. Grimmd og miskunn- arleysi mannskepnunnar er öðm megin, snilld hugans og sköpun- argáfan hinu megin. Austuríski rithöfúndurin Stef- an Zwcig svipti sig lífi árið 1942 er hann gat ekki lengur horft upp á vitskerta veröld heimsstyijald- aráranna síðari. Hann hefur lýst tvennur tímum aldarinnar betur en flestir aðrir í ævisögu sinni Veröld sem var. Þar segir hann: „Fyrir okkur átti það að liggja að kynnast fyrirvaralausum árásar- styijöldum, fangabúðum, pynt- ingum, stórfelldum eignaránum og loflárásum á vamarlausar borgir, en níðingsháttur af þessu tagi hefúr ekki þekkst síðustu fimmtíu mannsaldrana og verður vonandi ekki umborinn af kom- andi kynslóðum. En ég hef líka orðið vitni að þeirri furðulegu mótsögn, að samtímis og mann- kynið varpar fyrir borð þúsund ára siðferðisþroska sínum, vinnur það hin óvæntustu afrek á sviði tækni og vísinda, svo að miljón ára þróun er lögð að baki í einu vængjataki: loftið hefúr það lagt undir sig með fluglistinni, mann- legt mál er flutt á einni sekúndu umhverfis hnöttinn og fjarlægðir geimsins þar með yfirunnar, fmmeindimar hafa verið klofhar og læknisdómar fundnir við hin- um illkynjuðustu sóttum, og nær daglega finnst lausn á ýmsu því sem áður þótti óleysanlegt. Aldrei fyrT hefúr mannlegt samfélag gengið fram í jafn-djöfúllegri breytni og aldrei leyst af höndum jafh-ofurmennskar dáðir“. (Stef- an Zweig: Veröld sem var, bls. 8). Það má með sanni segja að undanfamar vikur höfum við hér norður við heimskautsbaug orðið vitni að þessari fúrðulegu mót- sögn sem Stefan Zweig kallar svo. Andstyggileg styijöld birtist okkur kvöld eftir kvöld í beinni útsendingu heima í stofú fyrir mátt undraverðrar tækni sem við eigum oft á tíðum erfitt með að skilja. Það þóttu stórtíðindi árið 1815 er Napoleon keisari tapaði í ormstunni við Waterloo. Fréttim- ar vom 4 daga að berast frá Belg- íu yfir Ermarsund til London og var það met. Nú fáum við að vita í kvöldfréttum að búið sé að kveikja á loftvamarflautum í ísra- el og bíðum í nokkrar mínútur eft- ir að frétta hvort eða hvar sprengj- an féll, hve margir særðust, hve mikil eyðileggingin var eða hvort tókst að skjóta flaugina niður með háþróuðum vamarbúnaði. Á örfáum ámm hafa stórtíð- indi veraldarinnar færst svo ná- lægt okkur fyrir tilstilli fjarskipta- tækninnar að við komumst ekki hjá því að sjá og heyra. I vissum skilningi er heimurinn að verða agnarsmár, ekkert er okkur óvið- komandi lengur. Nú á vetrarmánuðum hafa striðsátök birst okkur á skermin- um nótt sem nýtan dag og á rásum útvarpsstöðvanna malar frétta- lesturinn sýknt og heilagt. Óþýddar fféttir sem harðdrægir starfsmenn CNN eða SKY mat- reiða em sendar út athugasemda- laust, fféttir sem sumir skilja. Við veljum ekki, við skýmm ekki, við tökum bara við. Það hefúr verið valið fyrir okkur. 1 íslensku sjón- Kristín Ástgeirsdóttir skrifar varpstöðvunum er vitnað í þessar einkastöðvar og fféttamenn reyna oft af veikum mætti að bæta við og skýra. Sjónarhomið er þó hinna fyrirfram ákveðnu sigur- vegara eins og svo glöggt kemur ffam í orðavali. Eg spyr mig, hvert er hlutverk fjölmiðla i ríki sem telur sér lýð- fjölmiðla, á tímum beinna útsend- inga og upplýsingaflóðs? Þessum spumingum þurfúm við að svara og komast að samkomulagi áður en flóðbylgjan verður óviðráðan- leg, á meðan við getum einhveiju ráðið. Það sem hér er til umræðu er ekki réttmæti þess að sjá Islend- Þegar opnað hefur verið fyrir erlendar fféttarásir, ffá tveimur þeirra þjóða sem eiga í styijöld, báðar sömu megin víglínunnar, er komið upp algjörlega nýtt ástand. Yfir okkur hellist einhliða mynd þeirra sem eru að byggja upp samstöðu og baráttuþrek og em að réttlæta fyrir sér og sínum að „Eg vil sjá gagnrýnar fréttir unnar af íslensk- um blaðamönnum, fréttir sem taka stríðsáróð- ur ekki góðan og gildan. Það getur ekki og á ekki að vera hlutverk íslenskra sjónvarps- stöðva, allra sisi íslenska ríkissjónvarpsins sem er ein mikilvœgasta menningarstofnun þjóðarinnar, að endurvarpa óþýddu erlendu efnifrá hlutdrœgum fréttastofum. “ ræði til tekna? Ég svara: fjölmiðl- ar eiga að vera einn af homstein- um lýðræðisins. Þeir eiga að vera sjálfstæðir, spyija spuminga, vera gagnrýnir og upplýsandi. Þeir eiga að veita aðhald, rétt eins og stjómarandstaðan. Þeir eiga ekki að skapa múgæsing, ekki að vera gjallarhom misviturra stjómvalda og stríðsglaðra herforingja, þeir eiga ekki að réttlæta að enn einu sinni var gripið til vopna löngu áður en fullreynt var um sættir. Þeir eiga ekki að vera talsmenn ofbeldis á kostnað friðar. Frjálsir fjölmiðlar eiga að þjóna sannleik- anum og almenningi, þeir eru til fyrir fólkið í landinu. Þótt ég sé fréttasjúk eins og fleiri íslendingar spyr ég mig líka hvort allt þetta upplýsingaflæði sé til góðs. Óf mikið má af öllu gera. Hvaða áhrif hefúr stríðssibyljan á vitund okkar um lífsháskann og þann mannlega harmleik sem á sér stað beggja vegna víglíunnar? Óbreyttir borgarar falla, dag eftir dag sjáum við særða karla, grát- andi konur og böm, hmnin hús, brenndar brýr. Hermenn skjóta félaga sína af misgáningi. Verð- um við ónæm? Verður dauði þús- unda eins og hver annar tölvu- leikur, þar sem örin á skjánum hittir í mark? Boom. Bagdad var eins og upplýst jólatré, sagði her- maðurinn. Árásimar em vel heppnaðar, segja fféttamennimir. Hvar er siðferði okkar statt á svo vályndum tímum, hvert verður hlutverk okkar? Á ég að gæta bróður míns? var einu sinni spurt. Hvaö viljum við? Óhjákvæmilega hlýtur reynsla undanfarinna vikna að vekja margar spumingar. Þegar betur er að gáð held ég að við stöndum ffammi fyrir spuming- unni: Hvaða stöðu ætla íslending- ar sér í samfélagi þjóðanna? Ætl- um við að vera þiggjendur eða veitendur, friðflytjendur eða stríðsæsingamenn? Eigum við að horfa gagnrýnum augum á ver- öldina eða gleypa hráa þá hroka- fúllu heimsmynd núverandi og fyrrverandi stórvelda og nýlendu- herra sem að okkur er rétt? Hver á að móta stefnuna, hvað á að leggja til gmndvallar, hver á að velja fyrir hvem? Hverjar em skyldur okkar við fortíð og menn- ingu þjóðarinnar, hvað kemur sér best fyrir framtíðina og samskipti okkar við aðrar þjóðir? Á svokall- að frelsi fjölmiðlanna, þar með talið frelsi til að endurvarpa er- lendum dagskrám, að vera algjört eða á að setja þeim siðferðis-, lýðræðis- og jafnréttisreglur? Hvert er og verður hlutverk is- lenskra fjölmiðla, ekki síst ríkis- ingum fyrir beinum fféttum eða öðm efni, heldur miklu fremur, hvemig að málum hefúr verið staðið og hvað það er sem boðið er upp á. Afleit fordæmi Á undanfomum ámm hefúr gætt vaxandi virðingarleysis við lög, reglur og dómstóla eins og atburðir BHMR-deilunnar síðast liðið sumar, svo og skyndileg opnun gervihnattasjónvarps bera vitni um. Hér gilda lög og reglu- gerðir um útvarpsrekstur. Áður en Stöð 2 hljóp til og ráðherra hlýddi kalli var óheimilt að senda út efni án þess að það væri þýtt. Það er illt í efni er menn komast upp með að bijóta lög og reglur, segja svo: þetta er búið og gert, ráð- herra verður að breyta reglunum og að því sé hlýtt, umræðulaust. Þetta er vont fordæmi. Hveijir beita þessari aðferð næst? Við höfúm sett okkur reglur sem ætlað er að tryggja ákveðið lágmarkssiðferði, svo og til að út- varp og sjónvarp séu íslensk. Reglumar eiga að veija tunguna fyrir stöðugri ásókn hins ensku- mælandi heims og einnig að hlifa bömum og unglingum við því sem okkur finnst vera óæskileg áhrif. Það gilda reglur um ofbeld- ismyndir og annað það sem strið- ir gegn ríkjandi siðferðisvitund, hversu réttlátar sem þær svo em. Að mínum dómi á það ekki að vera hlutverk fjölmiðla eins og sjónvarps að bijóta niður gildis- mat sem byggist á mannúð og virðingu við lífið, hvað þá að særa fólk. Miklu ffemur á það að auka skilning, efla umburðarlyndi og hvetja til umræðu í anda þess lýðræðisþjóðfélags sem við vilj- um hafa hér. Við setjum reglur um kvik- myndir og sjónvarpsþætti, en þegar kemur að fréttum vandast málið. Manndráp, barsmíðar og eyðilegging er off yfirþyrmandi í fréttum. Hvað á að sýna og hvað ekki? Á að leyna því hve veröldin er oft vond? Hvemig á að tryggja að öll sjónarmið komi fram? Þeg- ar íslenskir fréttamenn matreiða fféttir ganga þeir út frá sínu gild- ismati, sem reyndar er ofl gagn- rýnisvert, en það er þó mótað af því samfélagi og þeim veruleika sem við búum við. Það má nefna íslenska ríkissjónvarpinu til hróss að það hefúr öðru hvoru reynt að skoða Persaflóadeiluna frá báðum hliðum, m.a. með því að ræða við fólk sem búið hefur í Austurlönd- um nær, og er mér þá efst í huga merkilegt viðtal við palestinska verkfræðinginn sem hér býr nú, en hans sjónarhom var afar at- hyglisvert. ungir piltar og því miður stúlkur líka em send út í eyðimerkurstyij- öld þar sem fátt er þeim til vamar. Vondur, verri, verstur Þar með er ég afhir komin að spumingunni um það hvaða stöðu Islendingar eiga að taka sér í ver- öldinni. Við emm ekki aðilar að sfyijöldinni við Persaflóa. Þótt Is- lendingar hafi ásamt flestum þjóðum Sþ. sett írökum úrslita- kosti og samþykkt ályktun þar sem segir að öllum tiltækum ráð- um skuli beitt (all neccessary me- ans) til að koma Irökum út úr Kú- veit, þá þýðir það ekki að okkur beri að stilla okkur upp við hlið fjölþjóðahersins og samþykkja aðferðir eða áætlanir Bandaríkja- manna og Breta sem ráða for í eyðimerkurstorminum. Persaflóastyijöldin er afar flókið mál, sem á sér langan að- draganda og á eflaust eftir að draga dilk á eftir sér. Eins og mál- ið er kynnt hjá þeim Sky-mönn- um (ég hef lítið séð af CNN) er á ferðinni gömul saga: Milli fljótanna Efrat og Tígr- is, þar sem einu sinni var vagga menningarinnar, ræður vondi maðurinn ríkjum. Hann var vinur meðan hann var að beijast við enn verri karla i Iran, en þá gat hann m.a. keypt vopn frá Svíum, Frökkum og Rússum. Nú er hann orðinn óvinur, en nágranni hans Assad Sýrlandsforseti sem var þó allra karla verstur fyrir nokkrum mánuðum, skipuleggjandi hryðjuverk sí og æ, hann er nú vinur og bandamaður. Það þarf að klekkja á vonda karlinum Sadd- am Hússein, það kostar að vísu nokkur þúsund mannslíf og það verða miklar skemmdir, líka á ómetanlegum menningarverð- mætum, en það verður að hafa það. Öllum sáttatillögum er hafn- að. Hið góða verður að sigra hið illa. Hveijir eru betri talsmenn hins góða en gömlu heimsveldin Bretar, Frakkar og Bandaríkja- menn sem mæta til leiks i fúll- vissu þess að þeirra vestræna stjómarfar, menning og hugsun- arháttur sé betri og réttari en ann- arra? Þannig hafa þeir hugsað í ein 400 ár og aldrei hikað við að beita valdi og vopnum til að tryggja hagsmuni sína. Við Is- lendingar höfum kynnst þeirri hlið á breska stórveldinu. Nú er sláturtíð og þá banna menn friðar- söngva John Lennons og annað sem hreyfir við samviskunni. Málinu er stillt upp eins og það snúist um eitt illmenni, en við getum alveg gefið okkur að þótt Saddam Hússein eigi marga and- stæðinga, þá nýtur hann líka nokkurs fylgis, annars sæti hann ekki á valdastóli, það sýnir saga Iraks, sem kann að greina frá endalausum valdaránum og hall- arbyltingum innan Baatflokksins og byltingarráðsins. Annað hvort hefúr vesturlandabúum láðst að setja sig inn í hugsunarhátt músl- ima, eða þeir láta sig engu skipta hvað stríðið kann að kosta. Eftir ffiðarbaráttu síðasta ára- tugar finnst mér nöturlegt að sjá að ráðandi ríki heimsins ktmna engin önnur ráð til lausnar milli- ríkjadeilum en að beita vopna- valdi. Það þarf kannski engan að undra, þvi þannig hafa aðfarimar verið um þúsundir ára. Karlveld- issamfélögin allt frá dögum Súm- era í Mesópótamíu hafa tryggt veldi sitt með heijum og vopna- styrk. Hetjuhugmyndir virðast enn lifa góðu lífi, sá sem vinnur strið kemst á blöð sögunnar. Eftir er okkar hlutur Austur við Persaflóa er háður mikill karlveldisleikur, sem að mínum dómi hefði aldrei þurfl að hefjast. Hann snýst reyndar hvorki um hetjur, né réttlæti til handa Kúveitum, hvað þá gott og illt. Hann snýst um olíu, yfirráð og vopnasölu. Fjölmiðlar þeir sem okkur er boðið að horfa á nótt sem nýtan dag dansa í kring- um striðskálfinn og láta herfor- ingjana um að túlka atburðarás- ina. Slíkum fjölmiðlum í eigu blaðakónga, jafnvel þótt þeir séu í vinfengi við góðar konur eins og Jane Fonda, vil ég hafna. Ég get auðvitað slökkt á tækinu, en mál- ið snýst um annað og meira en það. Ég vil sjá gagnrýnar fféttir unnar af íslenskum blaðamönn- um, fféttir sem taka stríðsáróður ekki góðan og gildan. Það getur ekki og á ekki að vera hlutverk ís- lenskra sjónvarpsstöðva, allra síst islenska ríkissjónvarpsins sem er ein mikilvægasta menningar- stofhun þjóðarinnar, að endur- varpa óþýddu erlendu efni ffá hlutdrægum fféttastofúm. Það má hugsa sér ýmsar aðrar leiðir, sbr. þær tillögur sem þegar eru komn- ar ffam. Vilji menn viðhalda einhveiju sem kalla má íslenska menningu, er svarið enn og aftur að styrkja og styðja íslenskt menningarlíf, þar með talið að tryggja að ís- lenskt sjónvarp standi sig í sam- keppninni, bjóði upp á íslenskt efhi, gert af okkur, fyrir okkur. Ef við ætlum að vera sjálfstæð um ókomin ár og tala áfram islensku verðum við að skapa og veita, ekki bara að þiggja og gleypa. Ég sagði í upphafi að þetta mál snerist um það hvaða stöðu íslendingar ættu að taka sér í sam- félagi þjóðanna, vera þeir sem gefa eða þiggja. Mitt svar við þeirri spumingu er að íslendingar eigi að standa við hlið þeirra sem boða ffið og sýna öðrum þjóðum virðingu. Það em því miður að- eins örfáar þjóðir sem geta með reisn talað máli ffiðarins og veitir þar ekki af liðsauka. Við eigum að beita okkur í þágu mannrétt- inda og ffelsis alls staðar í heim- inum. Þess vegna eigum við ekki að sætta okkur við að heimsmynd stórveldanna sé okkar heims- mynd, að stríð sé eina lausnin, að ofbeldi eigi að svara með ofbeldi. Við eigum að búa til okkar heims- mynd og það geram við best á okkar tungu, með okkar fjölmiðl- um, með því að horfa vítt um ver- öld alla, láta vinda leika um okk- ur, vega, meta og taka afstöðu, ætíð í þágu mannlífsins. Flutt á fundi BHM 22. febrúar 1991. Fimmtudagur 7. mars 1991 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.