Þjóðviljinn - 07.03.1991, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.03.1991, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR Arabíuríki Fá vernd Egypta og Sýrlendinga Láta þeim í té efnahagsaðstoð í staðinn. Bretar og Frakkar ánægðir, Iranir óánægðir Atta arabaríki, sem ðll tóku þátt í stríðinu gegn írak, hafa ákveðið að stofna friðar- gæslulið til að tryggja öryggi á Persaflóasvæði, eins og það er orðað í tilkynningu, sem birt var eftir fund utanríkisáðherra ríkjanna í Damaskus, höfuð- borg Sýrlands. Ríkin átta eru Egyptaland, Sýrland og sex aðildarríki Sam- vinnuráðs flóaríkja (GCC). Þau eru ríkin á Arabíuskaga að Jemen frátöldu, þ.e.a.s. Saúdi-Arabía, Kúvæt, Bahrain, Katar, Samein- uðu arabafurstadæmin og Oman. Gert er ráð fyrir að Egypta- land og Sýrland leggi til mestan hluta liðsins í öryggissveitir þess- ar og verða þær að líkindum aðal- lega staðsettar i Saúdi-Arabíu og Kúvæt. Þar hafa Egyptar og Sýr- iendingar þegar mikið lið. Arabíuríkin eru auðug af olíu, en fámenn flest og bendir þetta samkomulag til þess að þau telji að innrás íraka i Kúvæt hafí sýnt og sannað að þau séu ekki einfær um að gæta öryggis síns. Þau vilja hinsvegar ekki hafa vesturlanda- her til frambúðar, bæði af ótta við áhrif þaðan á siði landsmanna og vegna fyrirsjáanlegrar óánægju araba almennt og írana með það. Gegn þessari liðveislu frá Eg- yptum og Sýrlendingum, sem hafa stóra heri en eru á nástrái í efnahagsmálum, er líklegt að flóaríki láti þeim i té ríflega efha- hagsaðstoð. I yfirlýsingu ráðherranna átta segir ennfremur að nú sé rétti tím- inn til að efha til alþjóðlegrar ráð- stefnu um deilur Israels og araba, í þeim tilgangi að „binda endi á hemám ísraels á arabísku landi og tryggja palestínsku þjóðinni rétt- indi.“ .Er lagt til að sú ráðstefna Egypskir her- menn í Saúdi- Arabiu - Arab- lurfkin kaupa Sár vemd þeirra til að fyrirbyggja ágengni I fram- tíðinni af hálfu Iraks og Irans. fari fram undir umsjá Sameinuðu þjóðanna. Stjómir Bretlands og Frakk- lands hafa þegar látið í ljós ánægju með yfirlýsingu ráðstefhu þessarar í Damaskus. Iran, sem nú eftir hrakfarir Iraks í nýafstöðnu stríði er herveldi mest af ríkjum þeim, er land eiga að Persaflóa, virðist hinsvegar vera óhresst með hlutdeild Egyptalands og Sýrlands í samkomulagi þessu og heldur því fram að þetta sé mál flóaríkja einna. Reuter/-dþ. r Iraska uppreisnin Stjórnarher veitir betur Sagður hafa náð Basra að mestu aftur. Andúðar á Saddam gætir í Bagdað Flóttamenn frá uppreisnar- svæðum í Suður-Irak segja að uppreisnarmenn þar fari nú mjög hailoka fyrir stjórnar- hernum, sem er miklu betur vopnum búinn, og talsmenn Bandaríkjahers, sem að líkind- um fylgist vel með átökunum, eru á sama máli. Flóttamenn segja að Basra sé nú að mestu á valdi stjórnarhermanna, en uppreisnarmenn verjist þar þó enn á nokkrum stöðum. Einnig er enn barist víðar í suðurhluta Mesópótamíu og sumsstaðar í íraska Kúrdistan, en fréttir af þeim átökum voru óljós- ar í gær. Flóttamenn segja að uppreisn- armenn séu vel skipulagðir og haft sennilega fengið eitthvað af vopnum og matvælum frá írön- um, en þó hái þeim mjög að þeir séu miklu verr vopnum búnir en íraski herinn. Iraksstjóm mun hafa sent til suðurhlutans eitthvað af þeim her, sem hún hafði við norður- og vesturlandamærin á verði gegn Tyrkjum og Sýrlend- ingum, þ.á m. einingar í lýðveldi- svarðliðinu. Flóttamenn segja ástandið í Basra hið versta, mannfall hafi orðið mikið í bardögum þar og hundruð líka liggi eins og hráviði á götunum. í Bagdað er sögð ríkja mikil spenna, taugaveiklaðir hermenn eru þar hvarvetna á verði og borg- arbúar sögðu fréttamönnum að í borgarhluta þar sem sjítar búa hefðu íbúar og hermenn skotið hvorir á aðra. Þá gætir þess þar að menn láti í ljós óánægju með Saddam, sem hefði verið óhugs- andi fyrír fáeinum mánuðum. Formælingar gegn honum hafa sést málaðar á veggi og einhver brögð hafa verið að þvi að mynd- ir af honum, sem eru þar út um allt, hafl verið skemmdar. Reuter/-dþ. Indland Shekhar segir af sér Chandra Shekhar, forsætis- ráðherra Indlands síðan í nóv- ember, sagði af sér í gær fyrir sína hönd og stjórnar sinnar, eftir að Þjóðþingsflokkurinn, stærsti flokkurinn í neðri deild þingsins, hafði látið af stuðningi við hann. Þjóðþingsflokkurinn undir forustu Rajivs Gandhi á ekki ráðherra í stjórninni, en hefur þó stutt hana og haldið henni þannig við völd, því að sjálfur hefur Shekhar aðeins fáa þingmenn á bakvið sig. Er nú búist við að efnt verði til nýrra þingkosninga fljótlega, þar eð allir helstu flokkarnir virðast hlynntir því að svo verði gert. Samkomulag stjómar og Þjóð- þingsflokks hefur farið versnandi undanfarið, m.a. var flokkurinn, sem flestir indverskir múslímar hafa að jafnaði kosið, á móti þeirri ákvörðun Shekhars að leyfa bandarískum herflutningaflugvél- um að lenda á flugvöllum í Ind- landi til að taka eldsneyti á leið að og frá Persaflóasvæði. Ut yfir tók þó þegar upp komst að njósnað var um Gandhi og eru líkur taldar á að Devi Lal aðstoðarforsætis- ráðherra hafi staðið að því. Reuter/-dþ. r Irak „Morðinginn frá Halabja“ innanríkisráðherra Saddam íraksforseti rak í gær innanrikisráðherra sinn og skipaði í staðinn frænda sinn AIi Hassan al-Majid. Munu mannaskipti þessi hafa verið ákveðin með það fyrir augum að uppreisnirnar í Suð- ur- Mesópótamíu og Kúrdistan verði bældar niður hið allra fyrsta og einskis við það svifist. Majid þessi er sagður skaplík- ur frænda sínum forsetanum og er einn þeirra manna í írak sem mestrar skelfingafrægðar njóta. Hann stjómaði aðgerðum Iraks- hers gegn Kúrdum 1988, er upp- reisn þeirra var bæld niður með eiturgasárásum. Af þeim árásum er þekktust sú er gerð var á Hala- bja í suðurhluta íraska Kúrdist- ans, en í henni fómst allt að 5000 manns, flest óbreyttir borgarar. Majid var einnig um tíma eins- konar Iandstjóri Saddams i Kú- væt. Bróðir Majids er Hussein Kamel Hassan, sem skipaður var olíumálaráðherra s.l. ár, eftir að Kúvæt var hertekið. Fjölgar nú frændum Saddams í innsta hringnum kringum hann og þykir Uday segist ekki vera dauður I írösku blaði birtist i gær leið- ari undir nafni Udays, sonar Saddams Husseins Iraksforseta. Segir þar að frétt frá uppreisnar- mönnum í fyrradag þess efnis, að Uday hefði verið drepinn í Basra, sé aðeins „krákukmnk og hunds- gelt.“ Uday drap vin foður síns fyrir nokkmm árum og hlaut dóm fyrir það, en faðir hans náðaði hann. Hann gegnir ýmsum virðingar- það benda til þess að hann treysti nú orðið fáum nema sínum nán- ustu. Saddam reynir einnig að styrkja sig í sessi með öðm móti. Hann hefur þannig lofað leifum hers síns launahækkun og gefið upp sakir liðhlaupum, gegn því að þeir gefi sig fram innan fárra daga. Reuter/-dþ. Saddam (hér pflagrímur f Mekka, f tilheyrandi búningi) - treystir varla nokkrum nema frændum sfnum. stöðum, er m.a. formaður rit- stjómar nýs blaðs á vegum Baath- flokksins. í því birtist áminnst rit- stjómargrein. Önnur herkona var fangi Rhonda Comum, 36 ára og majór, var meðal striðsfanga þeirra bandarískra sem Irakar létu lausa í fyrradag. Er þá ljóst að ír- akar hafa tekið a.m.k. tvær banda- rískar herkonur til fanga. Hín var látin laus degi áður en Comum. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. mars 1991 Þúsundirflýja land Fólksflóttinn ffá Albaníu varð að flóði í gær er tvö þarlend vöm- flutningaskip með yfir 6000 manns um borð lögðu upp frá hafnarborg- um þar til Italíu. Var annað þeirra í gærkvöldi komið til hafnarborgar- innar Brindisi, en fólkið sem er með því hafði þá ekki enn fengið landgönguleyfi. I gær tilkynntu stjómvöld júgó- slavneska lýðveldisins Svartfjalla- lands að albanska stjómin hefði leyft öllu fólki af serbneskum og svartfellskum ættum í Albaníu að fara úr landi, ef það vildi. Reuter/-dþ. Seint koma sumir... Japanska þingið samþykkti loks í gær að veita níu miljörðum dollara upp í herkostnað banda- manna í Persaflóastríði, eftir stapp í margar vikur þar eð stjómarand- stæðingar beittu sér ákaft gegn fjár- veitingu þessari. Vesturveldunum gramdist þessi tregða og þótti hún undarleg af svo ríkum mönnum sem þar að auki em mjög upp á Persaflóaolíu komnir. Fréttamenn fangar SAIRI, samtök Írakssjíta er standa að uppreisninni þarlendis, héldu því ffarn í gær að fréttamenn frá nokkmm löndum, sem fóm inn á uppreisnarsvæðið um helgina og fátt hefúr ffést af síðan, væm fang- ar Irakshers skammt suður af Basra. Fréttamenn þessir, um 30 talsins, margir þeirra franskir og ítalskir, munu hafa komist ffamhjá framvarðarstöðvum bandamanna- hers í Suður-Irak án þess að eftir þeim væri tekið. Viðvörun til Gorbatsjovs Hætti Gorbatsjov Sovétrikja- forseti ekki íhlutun í málefhi Eystrasaltslanda sjá japönsk stór- fyrirtæki sér ekki fært að taka til at- hugunar að veita Sovétríkjunum efnahagsaðstoð, hafði Kyodo- fféttastofan japanska í gær eftir Ga- ishi Hiraiwa, formanni hins vold- uga Sambands efnahagsstofnana (Keidanren). Sovéska stjómin sæk- ist nú ákaft eftir batnandi samskipt- um við Japan, ekki síst með hlið- sjón af vissum stirðleika sem und- anfarið hefur hlaupið í samskipti Sovétríkjanna og Vesturlanda.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.