Þjóðviljinn - 07.03.1991, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.03.1991, Blaðsíða 7
Kjaradómur ákvarði laun presta Fjármálaráðherra Olafur Ragnar Grímsson mælti á þriðju- dag fyrir frumvarpi til laga um að Kjaradómur ákvarði laun presta. I allsherjaratkvæðagreiðslu presta óskuðu 94,5 prósent eftir því að þessi háttur væri haíður á, enda geta prestar, eðli málsins samkvæmt, ekki nýtt sér verk- fallsrétt sinn. Frumvarpið er flutt í samræmi við óskir Prestafélags íslands. Ný einkaleyfislög I gær urðu að lögum frá Al- þingi ný einkaleyflslög og leysa þau af hólmi eldri lög ífá árinu 1923. Lögunum er æílað að svara betur þörfum iðnaðarins og al- mennings en eldri lögin. Helstu nýmæli laganna, sagði í greinar- gerð með frumvarpinu, eru að skýrari ákvæði eru sett varðandi umfang og takmörk einkaleyfis- vemdar. Ekki er lengur bannað að veita einkaleyfí fyrir lyfjum og næringarefnum. Þá er betur skil- greint hvað getur talist einkaleyf- ishæf uppfmning með tilliti til þess að hve miklu leyti uppfinn- ing er frábrugðin þekktri tækni. Einkaleyfi verða nú í gildi í 20 ár frá innlagningardegi i stað 15 ára áður. Loðnubresturinn íNeðrideild Á þriðjudag mælti sjávarút- vegsráðherra Halldór Ásgrímsson stuttlega fyrir frumvarpi sínu um ráðstafanir vegna aflabrests í loðnuveiðum í Neðri deild en Efri deild afgreiddi frumvarpið svo til óbreytt ffá upphaflegu formi á mánudag með stuðningi flestra Sjálfstæðismanna í dcildinni. Enginn þingmaður tók til máls varðandi þetta umdeilda frumvarp í Neðri deild og var því vísað til annarar umræðu og sjáv- arútvegsnefndar. Fullorðinsfræðsla Menntamálaráðherra Svavar Gestsson hefúr lagt fram stjómar- fmmvarp um fúllorðinsfræðslu. Markmið laganna yrðu að stuðla að jafnrétti fúllorðinna til að afla sér menntunar án tillits til búsetu, aldurs kyns, starfs eða fyrri menntunar og að skapa fúllorðn- um einstaklingum almennt betri skilyrði til að taka þátt í fúllorð- insffæðslu. Þá er stefnt að því að skapa fræðsluaðilum betri starfs- skilyrði. Bent er á í greinargerð að lög- gjöfinni sé ekki ætlað að leiða til óæskilegrar miðstýringar eða óþarfa skriffinnsku og leitast sé við að drepa ekki í dróma það ftumkvæði sem þegar er fyrir hendi í þessum málum. -gpm ÞINGMÁL Listamannalaun Verði alls 1200 mánaðarlaun Ragnar Arnalds: Starfslaun listamanna miðist við lektorslaun og verði 900 mánaðarlaun að viðbættum 60 á ári í fimm ár Alþingi hefur að undan- förnu verið að fjalla um frumvarp tO laga um lista- mannalaun sem kveða á um sjóði þá er veita listamönnum starfslaun og hversu mörgum mánaðarlaunum eigi að verja í slíkt. Eftir breytingar í nefnd í neðri deild er lagt til að saman- lögð starfslaun miðist við 900 mánaðarlaun og að við bætist 60 mánaðarlaun á ári næstu fimm ár. Frumvarpið var afgreitt til nefndar f effi deild á þriðjudag og i ljós verður að koma hvort það nær afgreiðslu fyrir þing- lausnir. Ragnar Amalds, formaður menntamálanefndar neðri deild- ar, sagði að árið 1989 hefðu ver- ið veitt 764 mánaðarlaun úr Launasjóði rithöfúnda og auk þess verið veití heiðursiaun til Upp með hendur, þing- menn. Mörg mál blða afgreiðslu á Alþingi þessa dagana og Ijóst er að ekki nást öll óskamál ráðherranna í gegn en þau em rúm- lega 50 talsins. Þaö er Ijóst að það veröur mikill handagangur ( öskjunni í næstu viku og margar hendur á lofti. Hér greiða at- kvæði Skúli Alexand- ersson, Abl., Guð- mundur Ágústsson, Bfl., og er að sjá sem Guðmundur hafi þama krækt sér í aukahönd. Mynd: Jim Smart. Hœstiréttur Rýmri möguleikar á málsskoti Málafjöldi fyrir Hæstarétti meira en tvöfaldast á áratug. Dýrara verður að áfrýja til réttarins Mælt hefur verið í Efri deild fyrir frumvarpi til breyt- inga á lögum um Hæstarétt Is- lands en það voru dómarar Hæstaréttar sem sömdu frum- varpið sem ætlað er að hraða málsmeðferð. Gert er ráð fyrir að verði ffumvarpið að lögum greiðist fyr- ir málsmeðferð fyrir Hæstarétti og þannig auknir möguleikamir á málskoti til Hæstaréttar með kæru. Markmiðin eru auk þess að flýta því að ákvarðanir séu teknar um áffýjun eflir uppkvaðningu héraðsdóms og að málflutningur fyrir réttinum verði styttri og markvissari. Bent er á í greinargerð að málafjöldi fyrir réttinum hafi auk- ist mikið síðustu misseri, saman- ber línurit hér á síðunni. Þar sést að áffýjanir, opinber mál og einkamál, hafa meira en tvöfald- ast á síðasta áratug og sínu mest undanfarin 3-4 ár. Sama á við um kærur, opinber mál sem einkamál. Samtals voru málin árið 1989 467 talsins og séu gagnsteftiur taldar með voru þetta 497 mál. Til sam- anburðar voru málin alls 221 árið 1979. I greinargerð segir að vegna aðskilnaðar dómsvalds og um- boðsvalds í héraði hafi verið nauðsynlegt að endurskoða lög um málsferð fyrir héraðsdómstól- um. Rétt þykir að gera meiri breytingar á lögunum um Hæsta- rétt en nú er ráðgert en þó þykir ekki tímabært að gera þá endur- skoðun nú og er því þetta frum- varp flutt til þess helst að stytta tímann ffá því úrskurðað eða dæmt er í héraði þar tilmálsmeð- ferð hefst í Hæstarétti. Markmiðunum á að ná með því að gera þriggja mánaða affýj- unarfrest til Hæstaréttar virkan. Einsog er getur dómsmálaráð- herra veitt sex mánaða ffest í við- bót við þessa þijá og segir að sjaldan eða aldrei hafi verið neit- að um leyfi til ffestunar. Með ffumvarpinu getur Hæstiréttur veitt aukinn frest en ekki dóms- málaráðherra og ætlar rétturinn greinilega ekki beita því mjög. Þá er lágmarki áfrýjunarupp- hæðar hækkað úr 7.000 krónum í 90.000 krónur og er það gert til þess að færa upphæðina til nú- gildandi verðlags og til að reyna að fækka smærri málum sem ef til vill eiga ekki mikið erindi fyrir Hæstarétt. í greinargerðinni segir að æskilegt hefði verið að hækka þessa upphæð enn frekar en þar sem dómstig hér á landi eru að- eins tvö hlýtur áffýjunarfjárhæð að vera lág miðað við það sem tíðkast í löndum þar sem dómstig eru fleiri. En það er einnig heimil- að að veita undanþágu frá lág- marksfjárhæðinni og verður því ekki breytt með frumvarpinu. Þá er lagt til að ýmsir úrskurð- ir skiptaréttar, fógetaréttar og uppboðsréttar sem nú sæta áffýj- un, verði kæranlegir. Segir í at- hugasemdum að með þessu verði úrskurðum skotið til Hæstaréttar með auðveldari hætti en nú. Á móti er veittur skemmri tími til þessa og ætti það að stuðla að hraðari dómsmeðferð þessara mála. -gpm 18 iistamanna sem nema í ár 14,4 miljónum króna. í ffum- varpinu var gert ráð fyrir 840 mánaðarlaunum og sérstökum heiðurslaunum til þeirra er hafa náð 65 ára aldri. Ragnar sagði að nefndin hefði gert nokkrar breytingar á ffumvarpinu. Ein helsta breyt- ingin er að starfslaunin saman- lögðu voru aukin í 900 mánað- arlaun. Þá var felld niður grein- in um heiðurslaunahafana. „Það varð niðurstaða nefndarinnar að það ætti ekki að hreyfa við heið- urslaunakerfínu á einn eða ann- an hátt,“ sagði Ragnar. „Önnur helstu ákvæði ffum- varpsins eru þau að sett er upp sérstök stjóm listamannalauna sem hefúr yfirumsjón með kerfí listamannalauna. Þrír sérgreind- ir sjóðir verða starfandi, þ.e. Launasjóður rithöfúnda, Tón- skáldasjóður og Starfslauna- sjóður myndlistarmanna en auk þess almennur sjóður sem ber heitið Listasjóður," sagði Ragn- ar. Síðastnefnda sjóðnum er ætl- að almennt hlutverk og sérstak- lega að styrkja þá listamenn sem ekki rúmast í hinum þrem sér- greindu sjóðum. Hér er fyrst og ffemst um leikhúslistafólk að ræða. Ragnar sagði vegna gang- rýni á að ekki væri nógu vel bú- ið að leikhúslistafólki að Lista- sjóðurinn myndi sérstaklega sinna þörfúm þess fólks þó að vísu væri sjóðurinn almenns eðlis og hefði fleiri skyldum að gegna. Þá er í ffumvarpinu gert ráð fyrir að starfslaun verði miðuð við lektorslaun í stað þess að nú er miðað við laun framhalds- skólakennara og segir það nokkuð um launaþróun i land- inu. Gert er ráð fyrir að um fjórðungur launanna verði til listamanna er njóti þeirra í ár eða í allt að þremur árum. -gpm Opinn fundur um atvinnumál á Suðurnesjum og stórverkefni næsta sumars. Fundarstaður: Flughótelið í Keflavík í kvöld 7. mars kl 20.30. HÆST ARÉTT ARMÁL 1979-1989 1979 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 Áfrýjanir Q Kærur |j Samtals Q Með gagnstefnum ÞJOÐVIUINN/gpm Fimmtudagur 7. mars 1991 ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 7 Framsögumaður: Fundarstjóri: Ólafur Ragnar Grímsson Sigríður Jóhannesdóttir fjármálaráðherra kennari, Keflavík. Fyrirspumir, almennar umræður, kaffiveitingar. Koma atvinnumálin okkur við? MÆTUM ÖLL! G-USTIfTN Á l t r K J A N [ S I Auglýsingadeild Þjóðviljans

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.