Þjóðviljinn - 08.03.1991, Page 11

Þjóðviljinn - 08.03.1991, Page 11
Margt er alræðið Gerist markaðslögmálin mjög frek og viljiþau öllu ráða eru smáþjóðir dœmdar undir þungan valtara sem alla vill gera eins Hvers vegna verða alræðis- ríki jafnhvimleiður dvalarstað- ur og raun ber vitni - hvernig sem til þeirra er stofnað? Það er ekki síst vegna þess ófagnaðar sem felst í fyrri hluta orðsins: al- ráður. Hvergi friður Rikið, valdhafamir, em allt í öllu. Þeir sveigja allt undir sinn vilja. Þeir era með nefið ofan í hvers manns koppi. Það er hvergi skjól undan þeim að finna. (Merkilegt reyndar: þannig er þetta líka í þeim fjarstæðubókum sem ætla sér að lýsa fullkomlega góðu alræði.) Þeir vilja ekki einu sinni sætta sig við að þú þegir, þeir vilja að þú dansir með. Þeir sætta sig ekki við að til sé einhver afkimi þar sem þú hefur frið frá því að vera þegn og ert þú sjálfur: einstaklingur sem aldrei hefur verið til áður og verður ekki til framar, því ekkert gjörir drottinn tvisvar. Alræðið vill lauma sér inn í einkalífið og bamauppeldið og útivistina, inn í skáldskapinn. Og það vill fá fyrirbænir í kirkjunum, eins þótt það sé hundheiðið. Samt tekst þaö ekki Að vísu tekst þetta aldrei, sem betur fer. Þegar alræðisríki hrynja, þá kemur fljótt á daginn að sú innræting sem menn héldu úr fjarlægð að væri altæk og smíðaði allt að því nýja manngerð sem væri þæg og hlýðin og hugs- aði aldrei neitt upp á eigin spýtur, þessi innræting misferst. Hún get- ur spillt mörgu, en hún ræður aldrei með öllu yfir sálunum. Svo úrræðagóður og ófyrirsjáanlegur er maðurinn, þrátt fyrir allt. Al- ræðið er aldrei alræði. En það VILL vera allt í öllu, um það þarf enginn að efast, og fellur margur góður maður og mörg ágæt hugs- un fyrir borð á þeirri siglingu. Markaóur og alræði Nú á dögum er það mest i tísku að líta svo á, að markaðsbú- skapur sé besta vöm gegn alræði i hverri mynd sem er og hvort sem það bregður yfir sig vinstri- skikkju eða hægrikufli. Og það er nokkuð til í því. Markaðsbúskap- ur með samkeppni fyrirtækja sem selja vaming ýmisskonar og þjón- ustu, hann virkar valddreifandi. Hann tryggir betur hagkvæmni í ýmisskonar framleiðslu, fjöl- breytni á bílasölum og matsölu- stöðum, leiðréttir pólitískar yfir- sjónir, og fleira gagnlegt vinnur þetta kerfi. Ekki öll svör En við þurfum engu að síður að varast þá markaðshyggju sem vill gerast al-tæk eins og annað alræði. Hagnaðarfýsn hennar leikur grátt auðlindir náttúrannar. Hagvaxtarreikningur hennar tek- ur ekki tillit til þess hvað framfar- ir kosta i raun og vera. Og það er misskilningur að forræði markað- arins tryggi fjölbreytni á öllum sviðum. Það tryggir, sem fyrr var að vikið, fjölbreytni í ffamboði á bílum, ostum og smokkum. En þegar við komum að menningar- lífi, að skapandi starfi á sviði lista og bókmennta, að lifsskilyrðum menningar, þá bila markaðslög- málin heldur betur. Fjöldi og fjölbreytni í stuttu máli sagt þá er sú menningarstefha sem markaðs- lögmálin hljóta að skapa ef þau ráða á þessa leið: þau banna hvorki eitt né neitt. En þau ýta undir það sem hefur mikla út- breiðslu og nær til margra á kostnað þess sem nær til fárra. Þetta þýðir að t.d. í leikhúsum verður æ meira af því sama (eftir því sem markaðslögmál sækja á t.d. í ensku menningarlífi, þeim mun fábreyttara verður verkefha- val og meira bundið af söngleikj- um). Þetta þýðir líka að í sjón- varpi verður úrval fábreyttara eft- ir því sem rásum fjölgar og út- sendingartimi lengist. Ekki af því að neinn vilji það endilega, heldur af því að þetta liggur í kerfisins eðli. Auglýsendur fjárfesta í efhi sem hefur mesta útbreiðslu og þar með þurrkast mestöll menningar- sérviska og aðrar „sérþarfir“ út af dagskránni. Þegar slíkt og þvílikt er sagt, þá munu hinir markaðsfijálsu rísa upp og segja með nokkrum þjósti: Og hvað með það? A það ekki að skipta mestu máli sem fólkið vill? Á að vera að eltast við sérviskuna í andskotans menningarvitunum og öllu kúltúrprampinu (meira um þann munnsöfnuð má sjá í ótal kjallaragreinum í DV og rit- stjómarskrifum Tímans). Réttur hinna fáu Hér er margur hundur grafinn. Það væri t.d. misskilningur að halda áfram á þessum brautum með því að stilla dæminu upp sem svo, að hér séu vinsældir (t.d. af- þreying ýmisskonar) að slást við „menningu fyrir hina útvöldu." Sá slagur á sér að sönnu alltaf stað, en hann þarf ekki að vera neitt skaðvænlegur. „Hámenn- ing“ og „lágmenning“ (sem Þor- geir Þorgeirsson kallaði margnota og einnota menningu í ágætu er- indi) geta fundið sér þokkaleg- ustu sambýlisform og mega reyndar hvor án annarrar vera. Það er ekki síst misskilningur ef Islendingar fara að hamast við að setja markaðsdæmi menning- arinnar upp með þeim hætti sem að ofan greinir. Við erum nefni- lega í þeirri stöðu að íslensk menningarviðleitni (hverrar nátt- úra sem hún er, og hvort sem hún leitar að sem mestum vinsældum eða ekki) hún er í heimi markaðs- lögmála í sömu stöðu og „menn- ing fyrir fáa útvalda“ er í miklu stærri þjóðfélögum. Blátt áfram vegna þess að við erum smáþjóð. Við eram fá. Þótt fjórðungur eða fimmtungur þjóðar komi til að sjá íslenska kvikmynd (en eitthvað svipað getur varla gerst i stærri samfélögum) og þótt þessi stóri þjóðarpartur borgi tvöfalt að- göngumiðagjald, þá gengur dæm- ið samt ekki upp nema með harm- kvælum. Þvert á markaðslögmálin Og hvort við rekjum fleiri dæmi eða færri: við þurfum á því að halda að gerðar séu „sérstakar ráðstafanir“ til að sæmilega fjöl- breytt menningarlíf sé stundað á íslandi. Við getum ekki ætlast til þess að allt borgi sig - og enn síð- ur en aðrar þjóðir. Því verðum við að stunda fyrmefhdar séraðgerðir sem í raun ganga þvert á afleið- ingar allsráðandi markaðslög- mála. Þessi hlið málsins kom ekki nægilega fram á málþingi um menningu sem haldið var á veg- um menntamálaráðuneytisins ekki alls fyrir löngu. Flestir vora þar að ræða fram og aftur um ein- angran íslenskrar menningar og nauðsyn alþjóðlegra samskipta. Það bar rétt aðeins á því að menn byggju sér til skelfilega einangr- unargrýlu og hömuðust gegn henni af hreysti, en flestum virtist skiljast að það er óþarfi. íslend- ingar era ekki einangrað þjóð í menningarlegu tilliti og hafa ekki verið alllengi: það era fjörtíu ár síðan síðast var deilt af nokkurri hörku um að tiltekin erlend áhrif á list og skáldskap á Islandi væra bein- línis skaðleg (atómljóðarim- man og afstraktið). Allar deilur í þessa vera síðan era smámunir. Og semsagt: menn töluðu mjög í sömu átt á málþinginu: við eigum að vera opnir fyrir öllu, en vinna vel úr þeim áhrifum og straumum sem við kynnumst. Og svo fram- vegis. Gegn skamm- sýnni hagstefnu En markaðshliðin á hinum ís- lenska menningarvanda, hún kom þó fram sem betur fer. Bæði í setningarræðu Svavars Gestsson- ar menntamálaráðherra og í ávarpi ffamkvæmdastjóra Evr- ópuráðsins, frú Catherine Lal- umiére, sem var gestur málþings- ins. Svavar tengdi þetta mál við meginreglur markaðshyggjunnar eins og þær birtast í Evrópu- bandalaginu, sem margir vilja tengjast sem hraðast og mest. Hann rakti það, hvemig vandi smáþjóðarmenningar er bundinn „almennum viðhorfum markaðs- hyggjunnar". Með öðrum orðum þeim, að ofar lögum og sérvisku einstakra þjóða era settar almenn- ar reglur um rekstur fyrirtækja (m.a. bókaútgáfufyrirtækja, sjón- varpsstöðva ofl.) sem eiga að gilda fyrir alla, stóra sem smáa. Kannski er gert ráð fyrir „aðlög- unartíma“ meðan einstaka þjóðir era að vinda ofan af sinni sér- visku, en það er ljóst að stefhan á allsheijarsamræmingu er sterk. Svavar gat um það til dæmis að í nafhi „eðlilegra viðskiptahátta“ yrði líklega hægt að banna smá- þjóð innan EB að efla sína bóka- útgáfu með afhámi virðisauka- skatts á bækur - vegna þess að það væri talið brot á þeirri megin- reglu að ekki mætti mismuna prentgreinum í skattlagningu. Og þannig getur farið um fleiri að- gerðir sem miða að því að styrkja smærri menningarsvæði innan Evrópu: hægt verður að nota al- mennar samkeppnisreglur til að bregða fyrir þær fæti. Verða allir eins? Ávarp ffú Lalumiére minnti svo á það, að tal Svavars var ekki einhver afdalahræðsla sauðskinn- skóakomma, eins og vígreifir Evrópukratar era vanir að hjala um þessar mundir. Hún ræddi um nauðsyn þess að Evrópuþjóðir reyndu að gera sem mest til að varðveita sína þjóðlegu vitund og sérleika og „veija sig gegn öflum sem vilja steypa alla í sama mót“. Hvaða öfl era það? Frúin franska ræddi á öðram stað í sínu ávarpi um ólík öfl sem togast á, „annars vegar menningarleg öfl sem krefjast fjölbreytni, hinsvegar öfl af hagrænum og viðskiptalegum toga, sem hafa tilhneigingu til að má út allan mun“. Enn skýrar kvað hún á síðar, þegar hún ræddi um að lýðræðið mætti ekki vera undirgefið „skammsýnni hag- stefhu“. Og því ber lýðræðinu, sagði hún, „einmitt á hinu ofur- viðkvæma sviði mála og menn- ingar, að láta hagsmuni heildar- innar verða lögmálum markaðar- ins yfirsterkari, því hagsmunir heildarinnar era einmitt hinir sömu og hagsmunir hvers tungu- máls og hverrar menningar“. Hér munu markaðstrúarmenn ausa og pijóna og tala um sví- virðilega „heildarhyggju“ og „forræðishyggju" og guð má vita hvað: hvemig ætla menn að dir- fast að ganga þvert á markaðslög- mál? En hvort sem mönnum líkar betur eða verr: það verða menn að gera ef hinn rammi safi fjöl- breytninnar á áfram að renna af rótum upp í menningarskóginn. Og sem fyrr segir: þetta er ekki ís- lensk vinstrivilluútúrborasér- viska: sannleikurinn er sá að meira að segja þjóð eins og Frakkar, sem telur sextíu miljónir og á sér mál sem hefur status heimstungu á mörgum vettvangi, meira að segja þeir telja sér nauð- synlegt að gripa til ýmisskonar „sérstakra ráðstafana“ til að frönsk tunga og menning haldi velli. Gáum að þessu. Föstudagur 8. mars 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.